Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.05.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 28.05.1960, Blaðsíða 5
nokleur nristök urðu þarna i myrkrinu. Stiga var rennt niður til okkar, og lenti hann á herðum Brynjólfs og magn- aðist þunginn aúðvitað við það. Var því að sjálfsögðu strax kippt í lag, kom nú maður niður stigann mér til hjálpar. — Var þér ekki orðið kalt? — Þegar björgun var lok- ið var ég orðinn svo mátt- vana og kaldur að ég gat varla gengið og var fluttur heim. tfleiðingar jörgunarstarfsins. — Varstu lengi frá vinnu? — Nokkrar vaktir, enda kom í ljós, að ég var illa út- leikinn eftir þ’örgunarstarf- ið, og kom það betur í ljós æri til“ síðar. Ég hef ekki gengið heill til skógar síðan. — Hvað sögðu læknar? — í vottorði Guðmundar Eyjólfssonar læknis segir um áverkana við björgunarstarf- ið: „Vinstra lærið var allt marið innanvert frá hnésbót upp í nára. Hægra læri var einnig marið, en minna. Vinstri kálfi var einnig mar- inn. Vinstri handleggur var marinn frá holhÖnd frarn í olnbogabót. Á hægri harid- legg var aflvöðvinn allur marinn.og bólginn. Hann var einnig hruflaður undir höku á 3ja cm löngu svæði.“ — Ágerðist þetta svo síð- ar? — Já. í desember fór ég að finna til verkja innvort- is og við læknisskoðun Bjarna Bjarnasonar komu í ljós miklar blæðingar, taldi læknirinn engan vafa á þvú, að þetta væri vegna of- reynslu við björgunina, því áður hafði ég alla tíð verið hraustur, hafði ráunar aldr- ei kennt mér nokkurs meins fyrr. í janúar 1958 lagðist ég á s júkrahús og var þar í mánuð til laekninga á sári í magaveggjum, einnig var skorinn upp hægri fótleggur og fjai'lægðar ónýtar æðar. — En annars hefurðu stundað starf þitt? . — Já. En nú var ég miklu þ^'eyttari en áður, gangur og miklar stöður eru mér ofraun. En í stað þess að hlífa mér, hefur Magnús varðstjóri lagt kapp á að setja mig á erfiðustu staðina. — Og undan því hefur þú kvartað? — Já, og öðrum ómann- legum athugasemdum varð- stjóra. I kærunni nefndi ég tvö dæmi: Þó nokkru eftir að ég kom af spítalanum veiktist lögjreglumaður, og einhverjir spurðu Magnús í minni viðurvist hvað gengi að manninum. Magnús svar- aði: „Hann hlýtur að vera með innvortis blæðingar.“ Einhverju sinni, er lögreglan var kvödd að höfninni vegna manns, sem fallið hafði í sjó- inn, hafði manninum verið bjargað, áður en til kasta lögreglunnar kom. Ég var meðal þeirra, er fóru í kall- ið. Þegar við sögðum varð- stjóra erindislok, sagði hann: „Það fær enginn heiðurs- merki fyrir þetta.“ Ég tel bæði þessi ummæli sýna ómennsku varðstjóra gagnvart mér. Sá, er stofnað hefur lífi sínu í hættu og þar með framtíð konu sinnar og barna við að bjarga annars manns lífi, veit hve lítilfjör- legt og ómannúðlegt það er að hafa slíkt að fiflskapar- málum eða jafnvel þeim til sviívirðingar, sem það hefur lagt á sig. , — Fleira hefur ykkur far- ið á milli. — Já. Ég er ekki mikill vínmaður, en þó kemur það fyrir mig, að ég smakka á- fengi. Mér var kennt það í lögregluskólanum 1948—’49 að mæta aldrei undir áhrif- um áfengis á vakt. Ef það henti lögreglumenn að vera ekki allsgáðir, þegar þeirra timi til starfs var kominn, skyltíu þeir heldur boða veik- indaforföll. Á 12 ára starfs- ferli hefur þetta komið fyrir í örfá skipti, en annars hafa veikndaforföll mín lítil ver- ið. Þetta hefur varðstjóri lagt kapp á að sanna á mig, með því að ryðjast inn á heimili mitt og þar sem ég hef ver- ið gestkomandi, en séð í gegnum fingur við aðra lög- reglumenn fyrir slíkar sak- ir og meiri. — Um allt þetta kvartaði ég við lögreglu- stjóra, en þegar það varð mér frekar til aukinna vand- ræða en hitt, sendi ég kæru til dómsmálaráðuneytisins — og þá tók nú ekki betra við, eins og flestum er orðið kunnugt. HeiSursmerki Slysavarnaféíagsins íyrir björgun tveggja mannslífa. — Fyrir björgunina á Brynjólfi fékkst þú viður- kenningu? — Já, það var heiðurs- merkið, sem Magnús var að úylgja um. •— Þetta er i annað sinn, sem þú bjargar mannsh'fi? — Já. í fyrra skiptið var það í sambandi við slysið mikla á Patreksfirði, þegar þrír drengir duttu niður um ís á Vatneyrartjörn. Þá fór- ust tveir drengir, en mér tókst að ná þeim þriðja. — Hvenær var það? — 15. nóv. 1943. — Þú hefur verið ungur þá? — 15 ára. Á veggjunum hjá Magn- úsi eru myndir frá bernsku- stöðvunum á Patreksfirði, enn fremur málverk, sem hann hefur sjálfur gert, bæði af blómum og óhlutkenndar myndir. — Ertu að mála? — Ég hef nokkuð feng- izt við það d frístundum mín- um. — Þú leigir hér. Varstu ekki húseigandi? — Jú, ég seldi íbúðina, og ef ég hefði ekki lent í þessu málastappi væri ég nú eig- andi happdrættisdbúðar. — Nú. — Jú. Ég hef í mörg ár átt fimm miða í happdrætti DAS. En vegna óvissunnar dagana eftir að ég losnaði úr varðhaldinu fækkaði ég við mig um tvo miða. — Og? — Svo kom hæsti vinning- urinn, 460 þúsund króna íbúð á annan þeirra. — Ef nokkurt réttlæti væri til ætti ég að fá þann skaða greidd- an. J. ú. V. Heiðursfélagi nr. 2 NÝLEGA var einn af höfuð- kempum Akureyrarbæjar, tón- skáldið Björgvin Guðmunds- son, gerður að heiðursfélaga Tónskáldafélags íslands, sem eins og allir vita, hefur sínar höfuðs'cöðvar í höfuðborginni undir forsæti Jóns Leifs. Þetta þóttu að sjálfsögðu mikil tíðindi nyrðra. Eitt Ak- ureyrarblaðið, íslendingur, bað þegar um viðtal. Hér kemur úrklippa: „Heliðursfélagi tónskáldaj- félagsins! Ég hef nú svo sem- ekkert um það að segja. Það er ekki mikið varið í að vera heiðursfélagi í „glæpamanna- félagi“. Þetta máttu náttúr- lega ekki segja í blaðinu. Ég á ekki við að þeir fremji venju- lega glæpi. En þessi félags- hyggja er að eyðileggja alla menningu. Já, maður varð nátt- úrlega að vera í félaginu. Það var bókstaflega ekki hægt ann- að. — Mússíkin hjá okkur í dag er bara ismi eða ismar. Þetta er eins og þegar stelpu- gálur d París skipta um kjól. Ekkert nema tízkufyrirbæri. Það eru tvær vitleysur, sem skiptast á.- Annárs vegar dæg- urlögin, sem eru náttúrlega ekkert nema leirburður. Og svo hins vegar þessir tónmenntuðu menn með þjóðlagavitleysuna. Þeir eru að leita aftur í gi’árri forneskju til þess tíma er menn kunnu ekkert. Gullaldar- mússíkkin er alveg forsmáð. Jón Leifs. Já hann er fyrst og fremst forretningsmaður. Nei. Þeir sendu mér ekkert plagg. Jón hringdi bara í tnig. Krisbiiboðsvígsla Áslaug og Jóhannes Olafsson með Ólaf son sinn. Sunnudaginn 29. mad fer fram kristniboðsvígsla í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. — Varaformaður Sambands is- lenzkra kristniboðsfélaga, séra Sigurjón Þ. Árnason mun þar í sinni gömlu sóknarkirkju vígja Jóhannes Ólafsson lækni og konu hans Áslaugu Johnsen hjúkrunarkonu til kristniboðs- starfs í Eþíópíu. — Vígslu- vottar verða þessir: Ólafur Ól- afsson kristniboði, sem er faðir Jóhannesar læknis, séra Jóhann, Hlíðar, sóknarprestur í Vest- mannaeyjum, séra Jónas Gísla- son, vík í Mýrdal og Steingrím- ur Benediktsson, kennari á Vestmannaeyjum. Ungu kristniboðshjónin munu halda til Addis Abeba, höfuð- borgar Eþíópíu fyrrihluta júní- mánaðar. Þau munu síðan starfa við sjúkrahús norska kristniboðsins i nágrenni Kon- so, en einn dag í viku hverri: munu þau vinna á sjúkraskýli. , íslenzka kristniboðsins í Konso. Olíumið Frh. af 8. síðu. in fimmfaldur skattur af þeirri upphæð, sem undan var dregin á skattaframtali, og er ótrúlegt að vægar sé hægt að taka á þessu máli. Þar sem þetta er svo aðeins eitt atriði af fjölmörgum öðr- um í þessu umfangsmikla hneykslismáli, er ekki unnt að sjá, hvernig félögin geta borið sitt barr, eftir að dómur hefur gengið í málinu. Flytur úr Sambandshúsinu. Nýjustu upplýsingar rann- landsbyggðinni út áf olíumál- inu. Hefur nú verið ákveðið, að olíufélögin flytji skrifstofur* sínar úr Sambandshúsinu og í leiguhúsnæði við Klapparstíg. Á. með þessu að reyna að friða. landsbyggðina og telja mönnum. trú um, að tengslin við SÍS séu minni en talið hefur verio og Olíufélagið lúti stjörn, þar cem sjálfstæðismenn séu í mciri- hluta, og sé því eiginlega íhaldsfyrirtæki. Vafalaust er þessi ráðstöfunc forráðamönnum SÍS fremur ógeðþekk,þar sem nú kreppip svo að SÍS, að það hefur víst fremur þörf fyrir að draga saman seglin í skrifstofuhaldi. og skrifstofuíburði en að færa út kvíarnar í þeim efnum. Er sóknardómara um afrek fyrrv. forstjóra Oliufélagsins h.f., er honum tókst að stela undan þrem milljónum króna og leggja á banka d Sviss einu ári eftir að rannsókn í málinu hófst, hafa vakið gífurlega athygli. Menn spyrja hvernig slíkt sé fram- kvæmdarlegt af einum manni án vitundar og vilja samstarfs- manna. Hverjir eru samsekir? — Það er spurning dagsins. Að vonum er kominn mikill þeim þvií nokkur eftirsjá í þeirrí húsaleigu, sem til SÍS hefurt runnið frá olíufélögunum. En vald bænda er inikicS í SIS, ef þeir vilja hafa sig í frammi, og er vonandi, ai6 þeir láti nú svo til sín takæ í þeim efnum, að þegar verðii horfið frá þeirri brask- og hentistefnu, sem þar hefur ráðið, síðan Vilhjálmur Þór komst þar til valda illu heilli. Síðar gæti það orðið of seint. Saítfiskverð — Frh. af 1. síðu. af var 931 tonn ufsi, og lækkar það allmikið meðalverðið pr. tonn. Allt hið sama og nú var sagt um Brasilíu, gildir um saltfisks- sölu til Cuba. Að lokum benti Kristján á, að flutningskostnaður íslendinga á saltfiski til þessara landa er miklu meiri en Norðmanna. Norðmenn halda uppi beinum siglingum þangað með sitt mikla fiskmagn tvisvar í mánuði* hverjum. íslendingar verðai hins vegar að umskipa sínumi saltfisksendingum, ýmist i Evr- ópu- eða Ameríkuhöfnum. Frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna liafa blaðincu engar skýringar borizt á hin- um stórfurðulega verðmuni á frystuin fiski frá íslandi) annars vegar og Noregi-hinsi vegar. Sá verðmunur verð- ur þó naumast skýrður ál þann veg, að frystihúsin fái aðeins úrkastið úr aflanum. Landssamband skreiðar- framleiðenda þegir einnig þunnu htjóði. j Frjáls þjóð — Laugardaginn 28. maí lfHiO

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.