Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.05.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 28.05.1960, Blaðsíða 6
 ■Oi+W ■ LISTIR GaSEli BOKMENNTIR liSií Samdrykkjan eftir Platon. Bókaútg;. Menningarsjóðs 1959. Þýðing Steingr. Thorstein- sonar. 1 aldaraðir hefur mikill ljómi staðið af fornmenningu Grikkja. Borgarústir, lista- verk og aðrar minjar frá fyrstu öldum fyrir og eftir Krists burð, og þá ekki sízt uð endurskoðað hina gagn- rýnisiausu aðdáun okkar á grísku menningunni. Þar er ekki lengur allt gott. Hinar fornu bækur Grikkja hafa nú aðalgildi fyrir okkur sem menningarsögulegar' heimild- ir, skáldsagnargildið — a. m. k. í þýðingum — kemur 5 ann- að sæti. Rit heilagrar ritning- ar og ýmis austurlandarit metum við meir en Kviður Spekingar tala um ást bókmenntir þær, sem varð- veitzt hafa frá hinni hellenzku gullöld, hafa um margt gert Grikkland að móðurlandi vestrænnar menningar. Spek- ingar þessa tímabiis tala til okkar enn, það eru aðeins guðspjallamenn ritningarinn- ar og höfundur kristinnar trúar, sem staðið hafa þeim snúning um mótun lifsvið- horfa almennings á Vestur- löndum. íslendingar hafa að vísu haft nokkra sérstöðu. Við áttum hliðstæðar gullald- arbókmenntir. Þrátt fyrir það má í öllum siðari alda bókmenntum okkar sjá rík merki hinnar grísku menning ar. 1 nútímamenningu okkar liggja ræturnar lengra og víð- ar um heim. Um miðbik síð- ustu aldar vikkar sjónhringur vesturíandamanpa og þá Is- lendinga um leið. Verður það ekki rætt hér frekar. — Sið- ustu áratugi höfum við nokk- Hómers. þótt góðar séu, og síðan bær voru ritaðar, hefur mörg bókin séð dagsins ljós, sem mikla list og andagift hefur að bjóða. Þetta kemur mér í hug vegna nýútkominnar bókar á vegum Menningarsjóðs. Það er Samdrykkjan eftir Platon, þýðing Steingríms Thorstein- sonar í útgáfu dr. Jóns Gísla- sonar skólastjóra. Vissulega er fengur að þessari bók. Or því að þýðingin var til, var sjálfsagt að láta prenta hana, og það þótt fyrr hefði verið. Hún er enn eitt dæmi um list- fengi Steingríms og málsnilli. Mætti um þá hlið verksins fjölyrða. Otgefandi ritar mjög góðan og fróðlegan formála fyrir bókinni, og er hann nauðsyn- iegur nútímafólki, vandvirkni hans er einstök. Otgáfan er öllum, sem að henni standa, til sóma. Ekki munu nútíma íslend- ingar falla í stafi fyrir list þessarar bókar. Hér koma að vísu fram á svið Platons ýms- ir fremstu spekingar og mælskusnillingar Forn- Grikkja. Hver á fætur öðrum halda þeir lofræður um ásta- guðinn Eros, og rekur sjálfur Sókrates lestina. Er vissu- lega fróðlegt á mál þeirra að hlýða. En þótt hér sé margt snilli- yrðið, hefur margt verið upp- byggilegra sagt um það efni, síðan þessar ræður voru flutt- ar, enda höfum við til viðbót- ar þeirra speki og fortiðar- reynslu lagt að baki við- burðamiklar aldir með öilum þeirra rithöfundum og spek- ingum, sem varpað hafa nýju ljósi á þessa miklu höfuð- skepnu, ástina. Fróðlegt er fyrir aldarbörn Roðasteinsins að kynnast hinni sjálfsögðu velþóknun grísku spekinganna á sveina- ástinni, ssm nútiðarfólk kall- ar bara kynvillu og þykir einna óhugnanlegastur öfug- uggaháttur í fari mannskepn- unnar. Nemendur hinna æðri skóla munu að sjálfsögðu kaupa þetta rit og lesa sér til mennt- unar og fróðleiks. En af þess- ari bók eru aðeins prentuð eitt þúsund eint. Er því hætt við að upplagið muni fljót- lega ganga til þurrðar. Samdrykkjan er fyrsta rit í smábókaflokki Menningar- sjóðs. Eru þrjár bækur ný- komnar út og lofa góðu. J.Ú.V. Græna lyftan Rétt er að taka það fram, | að gamanleikurinn Græna | lyftan, sem Leikfélag Reykja- i víkur sýnir um þessar mund- ! ir, er alls ekki neitt sérlega I heppileg skemmtun fyrir for- || ystumenn bindindissamtak- | anna. Leikurinn fjallar sem sé | um Bakkus. Hann er helgað- | ur áfengisguðinum og kunn- | ingjum hans: fjallar um und- f irbúning drykkju, áfengisbað ! og timburmenn. Það er óvíst || með öllu. hvort stúkumenn | hafa nokkuð gaman að þessari I sýningu. Suma ágætismenn I vissi ég verða svo þyrsta, þeg- | ar á kvöldið leið, að þeir urðu að skreppa í Naustið strax á | eftir. Græna lyftan er eftir banda- ' riska höfundinn Avery Hop- I wood. Þessi skopleikur er | sagður frægur um víða ver- p öld og hefur víst oft verið | leikinn áður hér á landi. Góðir ! gamanleikir fjalla yfirleitt | um mannlega bresti, um veik- Pi ar hliðar mannlífsins, um ó- ! siðsemi, drykkjuskap eða 1 aðra verri lesti. Slíkt umræðu- ! efni býr víst alltaf yfir sér- ' stökum töfrum, það sem er | bannað freistar, og þegar at- ! hygli áhorfandans er vakin, er ;| mesti vandinn leystur, og ! skopið er á næstu grösum. Avery Hopwood er fljótur ! að kynna fyrir áhorfendum | persónur og efni leiksins. | Hann drífur inn á sviðið tvenn hjón og einn elskara, rissar upp á fáeinum mínútum hreinræktaðar manngerðir, skýrar og auðskildar, leggur spilin á borðið og áhorfandinn veit nákvæmlega eftir stutta stund, hvernig leikar standa. Þessi fyrsti kafli leiksins hef- ur reyndar upp á hollan lær- dóm að bjóða í hjónabands- íræðum bæði íyrir gifta sem ógifta og er liklega snjallasti hlutinn í leiknum -— afgang- urinn virðist koma af sjálfu sér- heldur fyrirhafnarhtið. Eitt sinn vissi ég af nokkr- um ágætismönnum við lax- veiðar í Borgarfirði.Þeirlögðu upp snemma dags og höfðu með sér dálitla hressingu, eins og titt er, og til þess að spara sér vatnsburðinn var notast við glærann og bragð- sterkan vökva, sem heitir spíri. Vasapelarnir voru ekki hafðir háisfullir i upphafi, en við fyrsta hylinn var' glerinu dýft í ána og fyllt á, síðan drukkinn vænn sopi og-bætf a aftur. Við næsta hyl var teyg- að á ný og pelinn fylltur upp í stút af bergvatni. Þannig gekk allan daginn og ekki minnkúðu veigarnar hjá þeim. Drykkurinn þynntist að visu stöðugt en alltaf sveif betur og betur á veiðimenn. Undir kvöld voru allir fullir, bæði vasapelar og menn. Það er eins með þennan gamanleik, að hann þynnist stöðugt, þegar á líður. En það kemur ekki alvarlega að sök. Leikurinn er í upphafi svo vel úr garði gerður, að þótt hann verði bragðdaufari skemmta áhorfendur sér engu að síður prýðisvel. Þeir eru komnir í gott skap. Gunnar Róbertsson stjórn- ar leiknum, en Árni Tryggva- son fer með stærsta hlutverk- ið. Þeir virðast sammála um að stilla mestu gleðilátunum í hóf og forðast þau ærsl, sem algengt er að Ijá í slíkufn skopleikjum. Árni leikur ró- lynda eiginmanninn, hinn lundhæga öðling, sem er of ALLT A SAMA STAÐ CHAMPION KRAFTKERTI Bíllinn er alit annar síðan ég setti ný CHAMPION KRAFTKERTI í hann Skiptið rfíglulega um kertin í híl yðar. EGILL VILHJÁLMSSON H.F. Laugavegi 118. Sími 2-22-40. Gæzíu- og vaktmaður óskast 1. júní, eða sem fyrst til starfa í Kópavogshælið. Laun samkvæmt launa- Iögum. Upplýsingar í síma 19785 og 14885. Skrifsiofa ríkisspítalanna. góður við konuna sína. Hús- freyjan er Sigríöur Hagalín, vinahjón SteindórHjörleifsson Helga Bachman og Árni Tryggvason. og Helga Bachman, en kokk- állinn er Guðmundur Pálsson. Leikurum þessum verða ekki gefnar hér nákvæmar einkunn ir með velvöldum lýsingarorð- um, þau standa sig öll’ með prýði, enda þótt fátt sé um mikla leiksigra. Árni er þeirra beztur, fæddur skopleikari, én hefur ekki enn náð svo langt, að hai’n gjörsigri áhorfand- ann eins og hinir miklu snill- ingar. Helga Bachman heíur ekki iag á að vera drukkin. Guðmundur Pálsson mætti vera meiri heimsmaður, rödd- in háir honum nokkuð, en hann er þó stöðugt að verða hressilegri. Nokkuð frumlegt er það hjá höfundi, hvernig hann af- greiðir þessa síðast nefndu persónu, kokkálinn. Hann er látinn vera ræðinn i upplíafi, seinna talar hann aðeins minna, í langan tíma stendur hann bara og brosir, loks hverfur hann alveg og heyrist síðan ekki meira af þeim fír. Þessi sýning er annars ágæt skemmtan. Ragnar Arnalds. .’i;. - > l -ú i > - iíifl 1 ffiflflðffHllhií iM\ I ifUISIilflÍfil^flllfffilm! ’> «3 Frjáls þjóð — Laugardaginn 28. mal 196®

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.