Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.06.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 04.06.1960, Blaðsíða 7
X Tilboð óska st Tilboð óskast um hita og hreinlætistækjalagnir í íbúðar- hús Reykjavíkurbæjar við Skálagerði nr. 3—17. Uppdrátta og útboðslýsinga má vitja í skrifstofu vora Traðarkotssundi 6, gegn 200 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar. Syndið 200 metrana AIJGLÝSING um veitingu leyfa fyrir námskostnaði, sjúkrakostnaði, ferða- kostnaði og vinnulaunum. Með tilvísun til laga nr. 30, 1960 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, íilkynnist hér með: 1) Yfirfærsla námskostnaðar. Þeir, sem óska að fá yfirfærslu fyrir námskostnaði erlendis, skulu sækja um það til neðangreindra banka. Sé um að ræða fyrstu námsyfiríærslu, skal innritunarvottorð frá námsstofnun, eða önnur jafngild gögn fylgja umsókninni. Skylt er að láta bönkunum í té a.m.k. tvisvar á ári námsvottorð, er sanni, að yfirfærslan hafi verið notuð sem greiðsla á námskostnaði. Hámarks yfirfærsla til hvers lands verður óbreytt frá því sem verið hefur. 2) Yfirfærsla sjúkrakostnaðar. Þeir, sem óska að fá yfirfærslu fyrir sjúkrakostnaði erlendis, skulu sækja um það til bankanna, enda fylgi með vottorð frá trúnaðarlækni er bankarnir taka gildan. Skylt er síðar að láta bönkunum í té gögn, er sanni að yfirfærslan hafi verið notuð til greiðslu á sjúkrakostnaði. 3) Yfirfærsla ferðakostnaðar. Þeir ísl .ríkisborgarar, er óska að kaupa erlendan gjaldeyri til utaníarar skulu snúa sér til neðangreindra banka, og ber þeim þá jafnframt að leggja fram farseðil til úUanda. Munu bankarnir þá selja viðkomandi ferðagjaldeyri fyrir allt að 7 þús. kr. einu sinni á ári. Til athugunar er að heimila greiðslu farmiða erlendis í ísl. krónum að vissu marki, hvort sem ferðast er með flugvélum eða öðrum farartækjum, og munu reglur siðar verða gefnar út um það efni. 4) Yfirfærsla vinnulauna. Þeir aðilar sem óska að yfirfæra hluta af vinnulaunum erlendra starfs- manna sinna, skulu sækja um það til bgnkanna. Umsókninni skal fylgja skil- ríki um atvinnuleyfi þeirra, greinárgerð um ráðningarkjör, ráðningartima ög hvenær yfirfærslan þarf að fara fram. Mikilvægt er að umsóknir uin yfir- færslu vinnulauna ásamt upþlýsingum um launakjör berist bönkunum um leið og hinir erlendu menn koma til landsins. Reykjavík, 31. maí 1960. LANDSSANKIISLANDS VIÐSKIPTABANKI OTVEGSBANKI ISLANDS. Það tilkynnist hér ineð að samkvæmt samkomulagi bankanna verður, frá og með 1. júní þar tii öðru vísi verður ákveðið, afgreiðsJutími útibúa vorra í Reykjavík, svo og síðdegisafgreiðsla í Utvegsbankanum, sem hér segir: Btínaðarbanki Isfands Utvegsbanki Isfands Austurbæjarútibú, Laugavegi 114, Opið virka daga kl. 10—12 f.h., 13—15 og 17—18,30. e.h. Laugardaga kl. 10—12,30 árd. Míðhæjarútibú, Laugavegi 3. OpiS virka daga kl. 13—18,30 e.b. Laugardaga kl. 10—12,30 árd. !Frjáls f)jóð — Laugardaginn 4. júní 1961 Útibú á Laugavegi 105. Opið virka daga kl. 10—12 f.h. ©g kl. 15—18,39 e.h. Laugardaga kl. 10—12,30 árd. Síðdegisafíírciðsla í Utvegsbanka Islands viS Lækjartorg kl. í 7— 18,30 e.h., nema laugardaga. Auglysing um breytingu á skipan innflutnings- og gjaldeyrismála. Viðskiptamálaráðuneytið vekur athygli á því, að sam- kvæmt lögum nr. 30 25. maí 1960, um skipan innflutn- ings- og gjaldeyrismála (sbr. reglugerðir nr. 78 og 79 27. maí 1960) hættir Innflutningsskrifstofan veitingu gjald- eyris- og innflutningsleyfa frá og með 1. júní 1960. Landsbanki íslands, Viðskiptabanki, og Útvegsbanki ís- lanas taka frá sama degi við veitingu leyfa fyrir þeim. vörum og gjaldeyrisgreiðslum, sem leyfi þarf fyrir í samráði við Viðskiptamálaráðuneytið. Þeir, sem fengið hafa tilkynningu frá Innflutnings- skrifstofunni um það, að úthlutað hafi verið til þeirra leyfum fyrir 1. júní geta sótt leyfin til skrifstofunnar fyrir 16. júní n.k., samkvæmt nánari auglýsingum hennar. Öll gjaldeyrisleyfi til vörukaupa, sem Innflutnings- skrifstofan hefur gefið út, skulu afhendast Landsbanka íslands, Viðskiptabanka, eða Útvegsbanka íslands til skrásetningar fyrir 30. júní n.k., nema þau hafi veriS notuð í banka fyrir þann tíma. Þetta gildir þó ekki um leyfi fyrir innflutningi á vörum frá eftirtöldum jafn- keypislöndum: Austur-Þýzkalandi, ísrael, Póllandi, Rúmeníu, Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og Ungverja- landi. Innflutningsleyfi án gjaldeyris, sem í umferð eru, skulu einnig afhendast sömu bönkum til skrásetningar fyrir 30. júní. Heildarupphæð leyfaúthlutunar í frjálsum gjaldeyri á. árinu 1960, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 79 27. maí 1960, verður auglýst síðar. Viðskiptamálaráðuneytið, 31. mai 1960. Auglýsing um innflutning .Bankarnir hafa ákveðið að nota heimild 4. gr. reglugerðar nr. 78 27. maí 1960, um gjaldeyris- og innflutningslcyfi til að binda kaup eftirtalinna vara við opinber vörukaupa- lán (PL-480 og ICA-Ián), eftir því sem við verður komið: Hveili og hveitimjöl Bygg og byggmjöl Aðrar fóðurvörur Hrísgrjón Tóbak og tóbaksvörur Soyuolía og baðmullarfræsolía Aðrar jurtaolíur Sitrónur Þurrkaðir ávextir (þar með taldar rúsínur) Epli og perur Niðursoðnir ávextir. Kemikalíur Ullargarn Vefnaðarvörur Trjáviður Pappír og pappírsvörur Olíuvörur Járn og stál Vélar Landbúnaðarvélar og dráttarvélar Bifreiðir og bifreiðavarahlutir Gúmmivörur. Ú f '4) 1 * *• m Reykjavík, 31. maí 1960. Landsbanki íslands, Viðskiptabanki, Útvegsbanki Islands.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.