Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.06.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 18.06.1960, Blaðsíða 4
írjáfs (jj'óö ,|T Útgefandi: ÞjóÖvarnarflokkur Islands. Ritstjórar: Ragnar Arnalds, Gils GuÖmundsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiösson. [ Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, i lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Lýðveldi í hers höndum Sextán ár eru liðin síðan lýst var yfir stofnun lýðveldis á íslandi. Þjóðin var bjartsýn og fagnaði heils hugar mikilvægum viðburði í sögu sinni. Þótt gjörvalt mannkyn stæði þá enn í skugga heimsstyrjaldarinnar síðari, sáu menn hílla undir þann dag, er aftur yrði friður á jörðu. Martröð nazismans myndi-senn linna, og þá var þess að vænta, að þjóðir heims tsékjju að nýju upp hætti siðaðra manna. Dagsbrún friðarins var þegar á lofti. í fagnaðarvímu ís- lendinga í tilefni lýðveldistökunnar féllu mörg orð, sem báru vott um bjartsýni, sem nú kann að þykja dálítið barnaleg og ekki alls kostar raunsæ. Vafalítið var það þá- verndi forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson, sem þá mót- aði eftirminnilegustu og spaklegustu setninguna, enda hef- ur dýrkeypt reynsla sannað gildi hennar með þeim hætti, að engum þarf úr minni að líða. Hann mælti: Sjálfstæðis- málið er ævarandi. ■ A llt frá því er íslenzkir forystumenn gerðu Keflavíkur- samninginn alræmda 1945 og sviku þá stefnu, sem ís- land hafði markað árið 1918, er það lýsti ævarandi hlut- leysi sínu í hernaðarátökum, hefur verið haldið uppi and- ófi gegn stefnu hernaðarpostulanna, en af mismunandi miklum skörungsskap og með takmörkuðum árangri. Til þess að taka upp merki þjóðvarnarbaráttu á grund- velli hlutleysisstefnunnar og friðlýsingarinnar frá 1918 var Þjóðvarnarflokkur íslands stofnaður. Þótt fámennur væri og fátækur og hefði aðeins lítið vikublað að málgani sínu, tókst flokknum á árunum 1953—1956 að koma verulegu róti á hernámsmáiin og vekja drjúgan hluta þjóðarinnar til alvarlegrar umhugsunar um þau. Það kom hik á tvo her- námsflokka, Framsóknarflokkinn og Alþýðuflokkinn. Kröf- ur hernámsandstæðinga innan þessara flokka um stefnu- breytingu gerðust æ háværari. Til þess að lægja ölduna og hnekkja gengi Þjóðvarnarflokksins hétu þeir því fyrir kosningarnar 1956 að láta herinn fara. Þjóðin gaf þeim ásamt sósíalistum tækifæri til að standa við orð sín. Þessir þrir flokkar mynduðu vinstri stjórnina, sýndu í fyrstu nokkra tilburði til að efna gefin heit, en notuðu síðan fyrsta tækifæri til að svíkja þau. Eftir það ríkti að heita mátti órofa þögn á alþingi um þessi mál. Margir hernáms- andstæðingar fylltust vonleysi, síðan má heita að deyfð og drungi hafi ríkt í röðum þeirra. Oíðustu þrjú árin hafa það helzt verið rithöfundar og ^ aðrir menntamenn, sem haft hafa forgöngu um að vekja þjóðina af dvala og fylktja hernámsandstæðingum til virkr- ar baráttu á ný. Félagsskapur þeirra, Friðlýst land, eða ein- staklingar innan þeirra samtaka, hafa nú gengizt fyrir hópgöngu frá Keflavík til Reykjavíkur á sur.nudaginn kem~ ur, til þess að mótmæla á þann hátt tuttugu ára her- námi landsins og aðild þess að hernaðarbandalagi. Hér taka höndum saman hernámsandstæðingar, hvar í flokki sem þeir standa. Gangan hefur fyrst og fremst táknlega þýðingu. En hún þarf að verða upphaf nýrrar og öflugr- ar sóknar í frelsismálum íslendinga. Sú sókn má ekki dvína fyrr en náð hefur verið takmarkinu: brottför alls her- liðs af íslenzkri grund, endurheimt hlutleysisstefnunnar. TVTaumast er hægt að hugsa sér meiri fjarstæðu en þá, að ísland skuli vera aðili hernaðarbandalags. Gegn því mæla öll rök, söguleg, þjóðernisleg og siðferðileg, en jafnframt sú staðreynd, að nú er hverju ma.nnsbarni orð- ið ljóst, að herverndarkenningin byggist á falsrökum ein- um. Það hefur að vísu alla tíð legið í augum uppi, að her- seta og aðild að hernaðarbandalagi fæli i sér geigvænlega hættu fyrir land og þjóð. Hitt ætti mönnum að vera ljós- ara nú en nokkru sinni fyrr, að með því að taka upp hlut- leysisstefnuna að nýju, væru íslendingar að leggja fram sinn skerf til þess, að draga úr styrjaldarhættu. Skilning- ur á því fer nú vaxandi víða um heim, að vígbúnaður, her- stöðvar og hernaðarbandalög geta ekki orðið til annars en auka styrjaldarhættuna, og að vonin um frið sé öðru frem- ur tengd vaxandi áhrifamætti hlutlausra ríkja, sem beita sér fyrir því að hernaðarbandalög verði lögð niður og stór- veldin kveðji heri sína á brott úr löndum annarra þjóða. Anna Stína Þórarinsdóttir: v; fi Anna Stina Þórarinsdótt- ir leikkona sagðist ekki vera viss um, þegar blaðamaður ræddi við hana, hvort hún treysti sér til að ganga alla þessa leið. Hún er nýkomin af sjúkrahúsi, og heilsan er ekki enn orðin góð. — En ég styð þessa göngu af heilum hug, sagði Anna. — Hver er helzta ástæðan? — Ja, ég vil herinn burt, fyrst og fremst af þvií að ég óttast, að andlegt sjálfstæði þjóðarinnar glatist, þegar fjölmennur bandarískur her situr til langframa i þéttbýl- asta héraði landsins. Hvernig eiga börnin, sem maður er að ala upp, að skilja, hvað hugtakið þjóðrækni merkir við núverandi aðstæður? — Ætlarðu að koma í gönguna, þegar hún kemur i bæinn. — Já, ég er að hugsa um að mæta í Kópavoginum. Einar Margrét Örnólfsdóttir: — Alveg ákveðin! svaraði Margrét Örnólfsdóttir, er hún var spurð, hvort hún ætlaði að ganga. — Og ertu ekki hrædd um að gefast upp? spurði blaða- maðurinn. — Nei, alls ekki. Ætli hug- urinn beri mig ekki hálfa ÞÚ að skrá sig til þátttöku, en nú væri skyndilega útlit fyr- ir, að hann yrði að skreppa austur fyrir fjall á sunnu- dagsmorguninn. — En það er víst, að þessi ganga á hug minn og ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera með síðasta spölinn. Þetta er einstakt tækifæri til að láta í ljós andstöðu sina gegn hernáminu á áberandi hátt. AÐ VIÐTÖL VIÐ NOKKRA UNG ÆTLAR Sigurðsson: — Já, ég ætla að ganga alla leið. Ég hef oft gengið hálfa þessa vegalengd, og ég held að þetta sé ekki verra en að vinna einn dag í steypuvinnu. — Hvað segirðu annars um þessa baráttuaðferð? — Ja, ég tel hana vera eft- irtektarverða nýbreytni og vel til þess fallna að undir- strika kröfuna um brottför hersins. Ef vel tekst til býst ég við, að gangan hafi mjög vekjandi áhrif á baráttuna, hún gefur mönnum bjartsýni og vekur málið úr deyfð. Ég vil eindregið skora á alla hernámsandstæðinga — og þeir eru til á öllum flokkum — að kpma i Keflavíkur- gönguna á sunnudaginn. leið. —f Mér finnst það skylda mín að nota þetta tækifæri til að leggja fram minn skerf, þótt hann verði Mtill, til að styðja kröfuna um brottför hersins. — Yeiztu um einhverja fleiri, sem ætla að ganga? — Já, já! Ég þekki nokkr- ar ungar stúlkur sem verða okkur samferða. •— Laglegar? — Já, mjög laglegar! — Og ertu búin að kaupa þér skó eftir ábendingum Vísis? — Nei, ég þarf þess ekki. Ég ætla að nota sömu skóna og ég gekk á í vetur, þegar ég labbaði frá Hveragerði til Reykjavíkur. Jóhann Gunnarsson: — Það stendur líklega hálfilla á fyrir mér á sunnu- daginn og þess vegna veit ég ekki enn, hvort ég hef að- stöðu til þess að mæta. Jóhann er niaður kvænt- ur og hefur fyrir heimili að ^já. Hann sagðist vera mjög hlynntur Keflavíkurgöng- unni og reyndar vera búinn Hugrún Gunnarsdóttir: Hugrún sagðist vera mjög hlynnt þessum mótmælaað- gerðurri og hefði ekkert á móti því að taka þátt í göng- unni. Hún vinnur í Mjólkur- samsölunni um þessar mund- ir og hafði svo mikið að gera, að hún mátti varla vera að því að spjalla við blaðamann. Hún var ekki viss um, að hún treysti sér í alla göng- una, en hún var ákveðin í því að labba það, sem hún gæti. — En hvernig er það, spurði Hugrún. Á áð stoppa alla umferð á veginum? Því miður var blaðamað- Frjáls þjóð — Laugardaginn 18. júní 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.