Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.06.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 18.06.1960, Blaðsíða 5
uriniv ekki nógu klár á skipulagsmálunum og benti henni því á að hringja á lög- reglustöðina — eða hafa samband við skrifstofu Keflav,ikurgöngunnar( Mjó- stræti 3, sími 23647. Og hið síðara ættu reyndar sem flestir að gera. Jón Sigurðsson: Jón Sigurðsson, hljóðfæra- leikari, var beðinn að segja álit sitt á Keflavíkurgöng- unni. Svar hans er þetta: „Forfeður okkar ólust upp í öryggisleysi og fátækt sem leiddi af danskri kúgun, en í brjósti þeirra brann draum- urinn um frjálst ísland. Sá draumur rættist loks við lýð- veldisstofnunina 1944. Nú höfuni við brugðizt von for- feðrarina, og kallað yfir okk- ur nýtt hernám, jafnvel Bryndís Schram: Bryndís var að koma frá því að sjá listdanssýninguna 1 Þjóðleikhúsinu, þegar blaðamaður hitti hana á 'götu úti. Hún var auðvitað beðin að skrifa fáeinar lín- ur um þá sýningu og féllst GANGA? A REYKVÍKINGA hættu á dauða og algerri tor- tímingu. Sagt er, að okkur sé nauðsynlegt að hafa-her, en hvar í flokki sem við stöndum, hljótum við þó að sjá hvílík fjarstæða slík full- yrðing er. Við megum ekk- ert tækifæri láta ónotað til að lýsa andúð okkar á her- námi íslands og bægja frá hættunni sem af því stafar. Eitt slíkt tækifæri gefst okk- ur með Keflavíkurgöngunni. Allir sannir hernámsand- stæðingar, sem tök hafa á, hljóta að sameinast um að gera þá göngu sem glæsileg- asta.“ hún á það. Grein hennar er birt á öðrum stað í blaðinu. Bryndís kvaðst ætla að ganga Keflavíkurgönguna, ef hún gæti komið því við. Hún sagðist ekki vera flokks- bundin og yfirleitt ekki taka þátt í neinni pólitískri starf- semi, en bætti því við, að sér þætti krafan um brottför hersins vera þannig mál, að það hlyti að vera hafið yfit alla pólitíska flokkadrætti. — Mér finnst í rauninni, að allir ættu að vera sam- mála um þessa kröfu. Ég býst líka við, að margir muni fagna þessu tækifæri til að láta ií 1 jós andúð sína á her- náminu. Auk þess finnst mér þetta ágætt tækifæri fyrir mann að létta af sér fáeinum kíló- um. Hallveig Thorlacius: — Já, ég ætla að ganga, sagði Hallveig. Og ég fór að æfa mig á sunnudaginn eins og Alþýðublaðið ráðlagði. — Hvernig gekk? — Ég fékk hælsæri, ég verð að fá mýkri skó! Hvers vegna gengurðu? ;— Ætli við göngum ekki öll í sama skyni, það er fólgið í sjálfri athöfninni. Ég held, að okkur geti ekki liðið vel i þessu landi, meðan við vit- um af því í. hers höndum. Hvers vegna ég geng? Ja, mér finnst stundum, að okk- ur sé líkt farið og lúsugu barni, — við klórum okkur og látum öllum illum látum. En það er ekki nóg að klóra sér. Lúsin kippir sér ekki mikið upp við það. Og nú á sem sagt að reyna ofurlítið róttækari aðgerðir til þess að hrista af sér óþverrann. Mér lízt ágætlega á þessa læknis- aðgerð og ætla að taka þátt í henni. Auk þess er þetta upplagt tækifæri fyrir unga stúlku að ná sér í eiginmann í hrauninu, einhverja hetju, sem er fús að halda á manni síðasta spottann og reyndar það sem eftir er í lífinu. Sígurjón Þorbergsson: — Já, það er ekki hægt að skerast úr leik, þegar slíkar aðgerðir standa fyrir dyrum. Ég er að vísu í held- ur lélegri æfingu til að ganga, en ég æfði þó. eitt sinn íþróttir og reikna þess vegna með því, að gangan reynist mér tiltölulega auðveld. — Og þú gengur til að mótmæla hersetunni? — Ég lít á Keflavíkur- gönguna fyrst og fremst sem yfirlýsingu um vilja til sam- stöðu og baráttu í þessu máli. Ég held líka, að þessi tegund mótmæla sé eins góð og hver önnur. — Ætlarðu að ganga í rigningu? — Já, í hvaða veðri sem er, ef ætlunin er að ganga. Gustur: Hvaö dvelur Orminn langa? Það mun vera all útbreidd skoðun, að sú skylda hvíli á Verkamannafélaginu Dags- brún, sem stærsta stéttarfé- laginu í Alþýðusambapdi ís- lands að vera ávallt í farar- broddi ög ríða á vaðið, þegar nýrrar sóknar er þörf, sökum þess, að aukin dýrtáð' hafi valdið almennri kjararýrnun allra launþegar. Ég tel það mjög vafasamt, að þessi krafa geti talizt sanngjörn, og þó efast ég um, að Dagsbrúnarmönnum sjálf- um hafi nokkurn tíma komið til hugar að hliðra sér hjá því, að taka þetta hlutverk að sér. En hafi aðrir verið í fararbroddi, þá mun orsaka þess annars staðar að leita. Ef til vill hefur staðið þann- ig á, að það hafi þótt betri hernaðartækni að skipa samfylktu liði á einhvern annan hátt, en hitt mun þó oftar eiga við, að pólitísk valdabarátta og sundurlyndi hafi tvístrað svo liðsveitun- um, að ekki hafi verið um samstilltar sóknaraðgerðir að ræða. En þegar samstarf forustu- manna alþýðusamtakanna er viðunandi, þá mun það að jafnaði vera Dagsbrún, sem brýtur isinn, þegar ný sókn er hafin í kjarabaráttunni. Og þó að Dagsbrún fái engu áorkað nema með löngu og erfiðu verkfalli, og atvinnu- rekendur birti um það grein- argóða útreikninga, að at- vinnutgón Dagsbrúnar- manna í verkfallinu hafi orðið svo mikið, að hin ný- fengna kjarabót geti ekki jafnað þann reikning nema á mörgum árum, þá hefur þó lísinn verið brotinn, og aðrir geta siglt í kjölfarið án veru- legra erfiðleika. Og þetta á ekki aðeins við um meðlimi Alþýðusambandsins, heldur einnig opinbera starfsmenn og ýmsa aðra launþega. Ég held að þeim fari allt- af fjölgandi, sem gera sér grein fyrir þessu forustu- hlutverki Dagsbrúnar. Og þó menn felli misjafna dóma um stjórnmálaskoðanir og störf þeirra manna, er stjórn- að hafa félaginu á undan- förnum árum, þá mun tæp- lega vera ágreiningur um það, að þeir hafi ráðið meiru um kaupgjald á íslandi en nokkur annar aðili. Ríkis- stjórnir landsins eru þar ekki undanskildar, þó að þær hafi hins vegar ráðið mestu um það eftir á, hver kaupmáttur launanna hefur reynzt. Að undanförnu hefur þess orðið vart, að fjöldi manna utan alþýðusamtakanna virðist bíða þess með allmik- illi óþreyju, að Dagsbrún hefji nýja sókn í kjarabarátt- unni. Meðal þessa fólks eru hinir ólíkustu menn, og má þar jafnvel finna kaupmenn, sem hafa gert sér það ljóst, að þeirra hag muni betur. borgið með aukinni kaup- getu almennings heldur en með hækkaðri verzlunar- álagningu. Þó að frá þessu sé skýrt, má það hvorki skoðast sem< ádeila á Dagsbrún né áskor- un til hennar um að taka fljótfærnislegar ákvarðanir £ þeim vandamálum, sem nú þarf fram úr að ráða. Á það skal hins vegar bent, að þó meðlimir Dagsbrúnar séu margiir, þá er þó margfalt: fleira fólk í Reykjavák utaii alþýðusamtakanna, sem á liífsafkomu sína að verulegu leyti háða því, hvernig þan er á málum haldið. Mép fyndist sanngjarnt, að þetta fólk veitti Dagsbrún stuðn- ing, annað hvort fjárhags- lega eða á einhvern annan, hátt. Væri nokkuð því til fyrir- stöðu, að mönnum væri gef- inn kostur á því að gerast styrktarmeðlimir Dagsbrún- ar? Þeir hefðu þar að sjálf- sögðu ekki atkvæðisrétt, en mættu sækja þar fundi og hafa þar málfrelsi innan skynsamlegra takmarka. Ár- gjöld þeirra gætu runnið S sérstakan sjóð, sem ráðstaf- að væri í samráði við þá, en væri þó óskoruð eign félags- ins og gæti orðið góð bak- trj'gging í stórum átökum. Hér er aðeins lauslega drepið á nokkur fyrirkomu- lagsatriði, en engin áherzla á þau lögð, enda skiptir sjálft fyrirkomulagið ekki megin- máli, heldur hitt, að sam- starfi sé komið á milli þess- ara aðila í einhverju formi, En ef vel tækist til um slíkt samstarf og stjórn félagsins bæri gæfu til að haga sam- bandinu við styrktarmeð- limina þannig, að hin marg- víslega þekking og reynsla, sem ýmsir þeirra byggju yf- ir. kæmi að sem beztum not- um, þá gæti það orðið Dags- brún meira virði en sjálfur sjóðurinn, þv,í að slík verð- mæti gætu jafnvel vaxið við gengisfellingu og aðrar slík- ar ráðstafanir, sem rýra þau verðmæti, sem bönkum er ætlað að varðveita. Vafalaust þarf í mörg horn að líta, áður en tekin er á- kvörðun um það af Dags- brúnar hálfu hvort efnt skuli til slíks samstarfs og á hvaða hátt það skuli gert. Einkum, þarf að varast það, að opne: leiðir fyrir þá, sem kynnu að vilja vinna félaginu tjón, ers hins þarf einnig að gæta að sýna þeim ekki of mikla toi'tryggni, sem bjóða sam- fylgd sína og gætu orðið fé- laginu til styrktar. ★ Síðan þessi'orð voru rituð, hefur verkalýðsráðstefna Framh. á 6. síðu. Frjáls þjóð — Laugardaginn 18. juní 1960 S

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.