Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.06.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 18.06.1960, Blaðsíða 1
18. Júní 1960 laugardagur 24. tölublað 9. árgangur Keflavíkurgangait á sunnudag: Sameinumst um kröfuna: brotíför hersins, hlutleysi íslands Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, ætla nokkrir hernámsandstæðingar að 'efna tH mótmælagöngu frá Keflavíkurvelli til Reykjavíkur næsta sunnudag. — Öhætt mun að fullyrða að ganga þessi hefur hvarvetna vakið mikla athygli. Hún vekur greinilega hrifningu meðal andstæðinga hersins og þá ekki síður tortryggni og andúð hjá NÁTO-vinum og öðrum forsvarsmönnum hernámsins. Fjöldi þeirra, sem ætla að ganga, hefur vaxið með hverjum deginum og fyrstu 3 daga sem skrif- stofa Keflavíkurgöngunnar var opin létu yfir hundrað skrá sig til þátttöku. Margir hafa enn eícki ákveðið, hvort þeir ætla að ganga alla leið, en heita má, að hver einasti andstæðingur hersins, sem FRJÁLS ÞJÓÐ hefur náð sambandi við, hafi í hyggju að koma einhvers stað- ar í gönguna. Um fátt mun meira hafa ver- ið rætt síðustu vikuna en Kefla- víkurgönguna, sem -fram fer næstkomandi sunnudag. Ýmsir fylgismenn hernámsins láta tíðum í Ijós undrun sína á þess- ari göngu og spyrja, hvers vegna fólkið ætli að leggja það erfiði á sig að ganga frá Kefla- víkurflugvelli til Reykjavíkur. Spumingunni vill FRJÁLS ÞJÓÐ svara með þessum orð- um: 1) Keflavíkurgangan verður farin til þess að vekja at- hygli á þeirri staðreynd innanlands sem utan, að ís Ienzka þjóðin hefur aldrei samþykkt hernámið og sætt- ir sig ekki við það fremur nú en áður. 2) Keflavíkurgangan sýnir, að þjóðin er að vakna til vit-! undar um tilgangsleysi her- stöðvanna í stríði, hún skil- ur, að í þeim er engin vernd, Lýðveldið 16 ára ¦^:v:^:'^v.v;.;.:.:.:;;-:..;:;.y íslenzka lýðveldið á sextán ára afmæli 17. júní. Myndin er frá Lögbergi við lýðveldistökuna á Þingvöllum 17. júní 1944. Hátíðahöld fc>;óðhátíðardags-' ins verða með fjölbreyttu sniði nú eins og áður. Hátíðin hefst kl. 13,15 með skrúðgóngum að Austurvelli frá þremur stöðum, Melaskólanum, Skólavörðutorgi og Hlemmtorgi. Kl. 13.55 er há- tíðin svo sett af formanni þjóð- hátáðanefndar, Eiríki Ásgeirs-j syni. Síðan verður gengið í kirkju, þar sem Jón AuðunsJ dómprófastur, predikar, én ein- j Spjaldið á myndinni stendur við aðalhlið Keflavíkurflugvallar. Hér hyrjar leigusvæði Banda- ríkjamanna, og héðan verður gengið á sunnudag. söng syngur Guðmundur Jóns- son óperusöngvari. Kl. 14.30 mun svo dr. jur. Þórður Eyjólfsson, forseti Hæstréttar, leggja blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minn- isvarða Jóns Sigurðssonar, en forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson verður fjarverandi. Forsætisráðherra, Ólafur Thors, flytuæ ræðu af svölum Framh. á 7. síðu. að flugvöllur Bandaríkja- manna leiðir fullkomna tor- tímingarhættu yfir meiri hluta þjóðarinnar. 3) Keflavíkurgöngunni er ætl- að að minna á það tjón, sem hernámið hefur þegar vald- ið í þjóðlífi Islendinga. Með því að afsala sér sjálfstæðri stefnu í utanríkismálum, hefur þjóðin glatað pólitísku sjálfstæði. Menningarlegt . sjálfstæði þjóðarinnar fer dvinandi í nábýli við herinn, en sú stefna að tengja fjár- hagsafkomu þjóðarinnar hermangi og öðru svindil- braski hefur leitt af sér botnlausa óreiðu í efnahags- lífinu. 4) Með Keflavíkurgöngunni er lögð sérstök áherzla á arf- leiifð núlifandi kynslóðar, hlutleysi í hernaðarátökum. Þeir sem þátt taka í göng- unni, telja það eitt sæma Is- lendingum að standa utan við hernaðarbandalög og skipa sér í sveit hlutlausra þjóða til þess að bera sátta-j orð milli stórveldanna og stuðla þannig að friði í heiminum. Verndarar okkar í Hvalfirði Maður nokkur, sem leið átti| um Hvalfjörð nýlega, hefur komið -að máli við blaðið og vakið athygli á því, hvernig amerísku dátarnir í Hvalfirði fara að því að vernda íslend- ih'gá. Bandarísku hermennirnir í Hvalfirði búa í bröggum, sem auðvitað eru grænmálaðir í grænu túni til þess að sem minnst beri á þeim úr lofti. En þeir, sem eiga m. a. að njóta verndarinnar, íslendingarnir í hvalstöðinni, búa hins vegar í bröggum, sem eru eldrauðir og blasa móög vel við augum af sjó og úr lofti. Það þarf varla að taka það fram, að í hugsan- legri árás á mannvirki í Hval- firði, yi'ðu híbýli íslendinganna sundurskotin, en ameríkumenn- irnir slyppu vel, — enda bráð- nauðsynlegt, ef þeim á að takast að vei'ja hundaþúfurnar í kringum Þyril fyrir átroðningi Rússa. 5) Með Keflavíkurgöngunni skapast tækifæri til sam- stöðu meðal lallra hernáms-, andstæðinga, sem þrátt fyr-j ir ósamkomulag um önnur, mál taka höndum saman og sýna vilja sinn til að leggja nokkuð á sig í baráttunni fyrir brottför hersins af ís- landi. ÞtQ&varnarfélag Reykjavíkur heitir á al!a íéíagsmenn sina og aðra þjóðvarnar- menn að styðja eftir megni mótmælagöngu þá gegn hersetunni, sem farin verður n.k. sunnudag. Stjórnin.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.