Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.07.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 09.07.1960, Blaðsíða 2
Sigurður Jónsson frá Brún: Sorpeyðingarstöö Jóhann Hjálmarsson er mað-| ur nefndur og auk þess skáld.l Hann birtir í Frjálsri þijóð 2. júlí nú nýliðinn hugmynd, sem •vel væri athugandi og kynni að stefna til þrifnaðar, ef lag- lega væri á haldið. Hann hvet- ur til stofnunar eins konar sorp- eyðingarstöðvar; skyldi þang- að beint ritverkum þeirra manna, sem leyfa sér að birtaj aðra skoðun á framsetningu ís-i lenzks máls og þýðingu orðsins „ljóð“ eða hlutverki þess heldurl en þá eina, sem honum og hans nótum kann að falla í geð. Hann verður frjálslyndur á áttræðisáldri, Jóhann þessi,1 fyrst svona er stefnan á meðan mestöll ævin er framundan ogj enn svíður í fáum meiðslum, svo hvorki þarf stóran sakalista að^ gjalda né beita tuddabrögðurrJ sökum tímaleysis, yrði líklega allgóður Hitler, ef hann hefði ist frekar eins forms en annars, þótt þroski manna, menning og tungumál búi honum misjafn- ar brautir. Það er aðeins eitt, sem hér skal fullyrt og það er sú staðhæfing, að þjóð vorri sé hollara — einkum nú — að halda máli sínu óbreyttu en af- bökuðu, og um það efni má koma að rökum líkt og ef rætt væri ákveðnar tegundir hrá- efna, sem sumar gætu verið eitraðar eða á annan veg hættu-j legar en aðrar væru reyndar að hlutleysi og meinleysi. Þegar litið er til þjóðtungu okkar, tel ég það auðséð að henni er þá borgnara, er orð hennar fá að halda merking'- um sínum, en ef þau eru rúin þeim og aðrar tilfengnar. Því tel ég sjálfsagt að finna heldur sumum tegundum rit- verka nýtt nafn en að hvolfa yf- ir þau orðinu „ljóð“, sem aldrei stormsveitir að senda út í „nótt' hinna löngu hnífa“. Fegurð og skáldskapargildi rita eru afslepp hugtök um að deila, hafa þau bæði birzt og falizt á ólíklegum stöðum. Sær- ingar og bölbænir hafa sam- kvæmt reynslu kynslóðanna orðið stuhdum endingargóður skáldskapur litlu síður en fyrir- hæri og ástaljóð. Hugtaka end- urtekning semitiskra ljóða hef-' ur gefið af sér Jobsbók og Sálma Davíðs en hljómlíking1 eða gildisjöfnuður bragliða sett hér mark sitt á Hávamál og "Völuspá. Þannig getur skáldskapur valið sér hinar ólíkustu leiðir, I ■og mun ósannað, að hann krefj- Bifreiðasa!an BÍLLINN Varðarhúsinu ■st/tts 18 - 8 - 33 Þar sem flestN eru fcílarnir, þar er i. valið mest. Oít góðir greiNIu- skilmálar. BIFREfMSAI \N OG LEIGA: í INGÓLFSSTRÆ í 9. Símar 19092 og 18966 Kynnið y3ur hið stóra úrval, sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN Ingólfsstræti 9. Símar 19092 og 13988. hefur þýtt minna en ákveðnar gerðir forma og ákveðnar að- ferðir við að beita þeim form- um, hefur enda stofninn haft þessa merkingu í skemmsta lagi síðan Niblungenlieder voru þulin fyrst suður í Þýzkalandi að nýlega dauðum niðjum Gjúka konungs. Eins tel ég það öruggt, að setn- ingaskipun og hljóðfall, rétt- mæli og xéttritun tryggist bet- ur frá ættliði til ættliðs með utan að lærðum ljóðum, þar sem bragliðir, stuðlar og stundumi, rím styðja áherzlur og afstöðu, endingar og stofnhljóð sérhvers þess orðs, e.r fyrir kemur, en þegar lausalopaskapurinn og uppátektarsemin tvímenna á hortugheitum agalausra ung- linga út í sandbleytu löngum sóðalegra vammaláta eða stæl- inga .erlendra skáldrita, sem lúta öðrum framburðarlögum en íslenzk tunga og geta því ekki orðið sambærileg við forn- norræn ljóð eða íslenzk um annað en innihald, nema þýdd séu á íslenzku að íslenzkum hætti og það vel þýdd. En áðurnefnd sorpeyðingai’- stöð gæti samt orðið nokkuð sniðugt fyrirtæki, þótt ekki bjargi henni þar frumleikurinn, því bæði hafa Gunnar Thor- oddsen, þá borgarstjóri, og löngu áður Svaði bóndi á Svaðastöð- um dottið ofan á líka hugsun og framkvæmt báðir. Hana mætti hafa heldur en til að um- breyta skoðunum andstæðinga Jóhanns Hjálmarssonar eða hans sjálfs og heldur en til að verka hina fjósagangslegu nafn- gift hans af andstæðingagrein- um — hann nefnir þær „drullu- bletti“ til þess að færa til lög- unar hirðuleysi það eða hug- leysi, sem lét hann hólka því fram af sér að nefna með nafni eða höfundarauðkenni höfund eða höfunda „drullublettanna“. Það er sjálfsögð tillitssemi við saklausa, svo að þeim verði ekki velt upp úr klessunni, Því sorpi, sem þar auglýsir sig á sálar- gluggum mannsins þyrfti að eyða og breyta úr andstyggi- legu skarni í ærlegan Skarna. Sigurður Jónsson frá Brún. Farmenn - Framh. af 1. síðu. með sér í land úr hverri ferð leyfisvörur að verðmæti 3000 kröhur. í reyndinni mun þó heyra til undantekninga, að eft- irlit sé haft með þessum inn- flutningi, enda leita tollþjónar fyrst og fremst að áfengi. Marg- ir flugmenn koma heim frá út- löndum oft í viku og geta þann- ig flutt inn vörur fyrir tug þús-J unda á mánuði á löglegan hátt. í þessu sambandi er þó vafa-j samt að greina milli löglegs og ólöglegs innflutnings, þar eð eftirlit er * svo " miklum vand- kvæðum bundið, að þvá er að mestu sleppt. Aðalatriðið er, að nieð nú- gildandi samningum geta farmenn tekið út 70% af kaupi sínu í gjaldeyri. Þá er eftir svo lítil upphæð í ísl. krónum, að hún nægir fæst-J um til framfæris. Liggur þá bcint við fyrir suma, að smygla vörum í ágóðaskyni eða selja gjaldeyri á svört- um markaði. Það er sem sé verið að stuðla að því, að heil stétt manna hefji stórkostleg lögbrot. Sjómönnum mismunað. 19% kauphækkunin og gjald- eyrisfríðindin ná ekki til þeirra sjómanna, sem aðeins sigla milli íslenzkra hafna, né til landhelgisgæzlunnar. Þetta fyr- irkomulag veldur að sjálfsögðu mikilli óánægju og oft leiðind- um. Gæzlubáturinn Maxía Júlía fór í vetur í rannsóknarferð frá Færeyjum til íslands með öðrum útlendum skipum. Þetta var talin millilandasigl- ing, og þess vegna hækkaði kaup skipverja á svipstundu um 19% auk gjaldeyrisfríðinda. Nokkru síðar fór Ægir í rann- sóknarleiðangur norður í höf. Skipsmenn áttu auðvitað von á að njóta sérstakra hlunninda, en þar eð ekkert er unnt að kaupa norður á hjara veraldar, fengu Ægismenn ekki neitt — hvorki kauphækkun eða gjaldeyrisfríð- indi. Það æíti að vera óþarft að benda á, að þessi skipan mála er bæði óréttlát og heimskuleg. Með þessu er stefnt að því að hrekja góða menn úr landhelg- isgæzlunni til annarra gróða- vænlegri sjóstarfa. Gæzluskipin. sitja hins vegar uppi með ýmsa liðléttinga, sem ráðnir eru í staðinn og er aldrei unnt að segja þeim upp vegna laganna um skyldur og réttindi oipn- berra starfsmanna. Það hlýtur að vera ljóst, að hér er breytinga þörf. Og furðu- legt má það heita, að notazt er við svo heimskulegt fyrir- komulag mánuð eftir mánuð án þess að nokkur aðili málsins hreyfi hönd eða fót. Merkileg nýjung - Frli. af 8. síðu. Við eftirlit með bátafiski? Þeir sem hafa fylgzt nokk- uð með fiskmálum að undan- förnu vita, að meðferðín á bátafiskinum er oft furðu slæm og hefur stórskemmt fyrir áliti áslenzka fisksins á erlendum mörkuðum. Marg- ar ljótar sögur eru sagðar um, að útgerðarmenn hafi fyrirskipað skipstjórum sín- um að láta netin safna í sig á nokkrum dögum, t. d. yfir stórhátíðir, en fiskurinn er skemmdur og hálfónýtur, þegar hann er unninn til út- flutnings. Það er að sjálf- sögðu ekki nóg, að samband útgerðarmanna greiði stórféj í áróður fyrir betri meðferð á fiskinum, ef nokkrir ein- staklingar komast upp með að framleiða íslenzkar mat- vörur, sem reynast vera skít- ur einn, þegar kaupendur í útlöndum eru búnir að sjóða þær. Til þess að koma í veg fyrir slík skemmdarverk þarf auðvitað strangt eftirlit, og í því sambandi hefur mönnum dottið í hug, að tækið, sem mælt getur rotnun í fiski og tímann frá því hann var dreginn úr sjó, geti orðið gagnlegt við eftirlit með bátafiski. Sigurður Haraldsson var því spurður um þetta atriði og sagðist hann búast við góðum árangri, enda þótt erf- itt væri að fullyrða nokkuð að svo stöddu, þar eð fáar til- raunir hefðu verið gerðar með nýjan fisk. Tækið er einungis miðað við rannsókn- ir á þorski og karfa. FRJÁLS ÞJÓÐ vill vekja athygli þeirra sem starfa að framleiðslu ‘ fiskafurða á þessu nýja tæki, sem Guð- mundur Jörundsson hefur aflað hingað til lands, og með því sýnt mjög lofsvert fram- tak. ÞaS er von blaðsins, að fylgzl verði vel með tilraun- um þeSsum, enda ekki ósenni- legt, að hér sé á ferðinni stórmerk tækninýjung. Hafnfirðingar! HÖFUM OPIMAÐ nýja skrifstofu fyrir umboð okkar í Hafnaríirði ao Strandgötu 28, 2. hæð. Skrifstofan mun annasí öll almenn tryggingavið- skipti og kappkosta að veita yður fullkomna þjón- ustu á því sviði. • Hún mun meðal annars taka að sér: Ábyrgðartryggingar Glertryggingar Biíreiðatryggingar Heimilistryggingar Bnmatryggingar Nótatryggingar Dráttarvélatryggingar Sjótryggingar F arangurstryggingar Slysatryggingar Ferðatryggingar TriUubátatryggingar Umboðsmaður okkar num leggja áherzlu á að veita yður fullkomna þjónustu. Afgreiðslutími skrifstofunnar verður kl. 10—12 og kl. 3—6, iaugardaga kl. 10—12. Sími 50356. iNMmTTimNrcG © nimism UMBOÐIÐ HAFN ARFIRÐÍ Prjáls þjðð — Laugardaginn 9. jólí ÍÖfeÖ 1

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.