Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.07.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 09.07.1960, Blaðsíða 4
; frjáls m ' Útgefandi: Þjóðvamarflokkur íslands. j Ritstjórar: Ragnar Arnalds, Gils GuÖmuridsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. I Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Árgj. kr. 144,00, i lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. íslenzkur málstaður Ekki alls fyrir löngu ræddust við í ríkisútvarpinu tveir þjóðkunnir menn, skáldmæltur klerkur austan úr sveit og fréttamaður í höfuðborginni, ættaður úr Vesturbænum. Umræðuefni þeirra var heimspólitík, einkum í ljósi þeirra atburða, sem þá höfðu nýlega gerzt, njósnaflugs Bandaríkja- manna irin yfir rússneskt land og Parísarfundar. stórveld- leiðtoganna, sem fór út um þúfur á fyrsta degi. Naumast gátu þetta rökræður heitið, en báðir gerðust viðmælendur brátt töluvert æstir og vörpuðu fram fullyrðingum hvor í kapp við annan. Hefðu hlustendur ekki vitað deili á ræðu- görpum þessum, myndi fáum hafa blandazt hugur um, að þar leiddu saman hesta sína berserkir frá tveim mestu hérveldum heims, Bandaríkjunum annars vegar og Ráð- stjórnarríkjunum hins vegar. Annar taldi allt harla gott, sem Bandaríkjamenn gerðu; frá Rússum einum stafaði hið illa. Hinn átti naumast nógu fjálgleg orð til að lýsa friðar- vilja og dáðum leiðtoganna í austri; frá hans sjónarhól var böl mannkynsins eins og það lagði sig vestrænnar ættar. Hvorugum þessara manna virtist hafa flogiö í hug að smá- þjóð eins og íslendingar ættu um neitt annað að veija en iáta hnýta sér aftan í stríðsvagn annars tveggja, hins aust- ræna eða vestræna herveldis. Fyrír Uin það bil tveimur árum sendi þjóðkunnur rithöf- undur, sem staðið hefur utan við stjórnmáladeilur, rikisútvarpinu erindi til flutnings. Erindi þetta var ágætlega samið, hógværlega orðað og áreitnislaust með öllu. En þar var túlkuð sú skoðun og studd þjóðernislegum og siðferði- legum rökum, að langvarandi herseta fæli í sér mikla hættu fyi'ir smáþjóð. Útvarpsráð lét erindi þetta liggja óafgreitt mánuðum saman. Því var ekki hafnað, en hins vegar fékkst ekki samþykkt að heimila höfundi flutning þess. Það sjónarmið, sem þar var lögð áherzla á, virtist ekki eiga að berast til eyrna islenzkra hlustenda á öldum ljósvakans. Með hliðsjón af þessu dæmi, sem þó er hvergi nærri einstakt í sinni röð, virðist næsta einkennilegt á hvern hátt ríkisútvarpið sýnir frjálslyndi sitt, þegar það heimilar loks umræður um utanríkismál. Hið bandaríska sjónarmið á að vísu marga stuðningsmenn hér, og hafa ýmsir þeirra í krafti embætta sinna misnotað útvarpið gegndarlaust við margvísleg tækifæri. Ómengaður amerískur hernámsáróður er því engin nýjung á þeim bæ, enda gleymdist ekki að sjá fyrir honum að þessu sinni. Hið rússneska viðhorf, sem á hér þó formælendur langtum færri fékk og í umrætt skipti að eiga sinn fulltrúa, dyggan og sanntrúaðan, við hljóð- nemann. En íslenzka stefnan átti engan formælanda á mál- þingi þessu. Má þó útvarpið vita það, að talsmenn hennar eru margir, og þá er að finna í öllum stjórnmálaflokkum, hversu mjög sem forustumenn sumra þeirra reyna að berja hana niður. T^að hefur orðið hiutskipti ýmissa þjóða é undanförnum árum, að búa við hernám og margs konar íhiutun fram- andi stórvelda um málefni sín. Öilum hefur þessum þjóð- um verið sagt, að hernámið sé í þágu mannfélaghugsjónar,. og því yrðu þær jaínvel að fórna siálfstæði sínu og frelsi á altari hennaf. Hvarvetna í slikum löndum eru til menn, sem láta afstöðu sína mótast af hug sínum til þess stór- veldis, sem að hernáminu stendur. Þjóðernistilfinning slíkra manna er slævð. Viðhorf þeirra mótast af annarlegum sjón- armiðum. En víðs vegar um heim er barátta gegn hernámi og hern- aðaranda háð af mönnum, sem ekki hafa fengið glýju í augu við að horfa á átök þeirra stórvelda,' sem reyna nú að skipta-heiminum í tvær fjandsamlegar fylkingar. Sem betur fer eru þeir margir — og fer stöðugt. fjölgandi, sem for- dæma hernaðar- og hernámspólitík, hvort sem hún á upp- tök sín í austri eða vestri. Þeir gera sér Ijóst, að erlend herseta er þáttur i togstreitu Bnndaríkjamanna og Rússa og m. a. ráðstöfun af þeirra hálfu til þess, að fyrstu stór- átök í hugsanlegri styrjöld verði sem fjærst löndum þeirra sjálfra, svo að geigvænlegasta tortímingarhættan beinist að öðrum en þeirra eigin þjóðum. Allir íslendingar, sem gera sér þetta Ijóst, eiga að geta tekið heils hugar og einum rómi undir kröfuna um uppsögn herstöðvasamningsins við Bandaríkin. Með því gex-a þeir tvennt í senn: Leggja fram sinn skerf til að bægja voðanum frá eigin dyrum og styðja eftir megni kröfuna um afvopnun og alheimsfi'ið. Fáar þjóðir munu jafn háðar utanríkisverzlun og við íslendingar. Ef við hugsuðum okkurjrað skyndilega yrðu þessi veizl- unai'viðskipti stöðvuð, getur engum blandast hugur um, að innan tíðar mundi komið hér það ástand, sem annað tveggja yrði kallað hallæri, eða neyðarástand. Allar framfarir efnahags og at- vinnulífs mundu stöðvast svo að segja samstundis, og menningarfi-amfarir og menning mundi litlu síðar háð sömu þróun. Ég nefni þetta til að bregða upp svipmynd af því, hve al- varlegur þ'ittur utanríkis- verzlunin er í tilveru þjóðar- innar, og hve mikið getur verið í húfi, að þar sé hið bezta á öllu haldið. Fiskur og gagnrýni. Nú er utamúkisverzlun okkar yfirgnæfandi háð fiski og verzlun með fisk og fisk- afui'ðir. Svo að segja allt, sem við þurfum að kaupa frá útlönd- um til framfara og bærilegs lífsviðurvæi-is, gi’eiðum við með fiski og fiskafurðum. Það er því þegar ljóst, hver lífsnauðsyn þjóðinni er, að þar sé haldið á öllum mál- um af þvílíkri snilld, og með slíkum yfirburðum bæði til orðs og verka, að þar falli aldrei á blettur eða hrukka. Það er þá jafnljóst, hvað þjóðina vai'ðar það miklu í heild, og hvern þjóðfélags- borgara sérstaklega, að til- vei'u okkar sem menningar- þjóðar sé ekki stefnt í voða með þekkingarleysi, sóða- skap eða lágkúrulegum gi'óðasjónarmiðum í þeim málum, sem snerta fiskveið- ar, fiskverkun og fiskútflutn- ing. Mér er stórlega til efs, að þjóðinni sé á nokkru öðru sviði þjóðlífsins jafn brýn nauðsyn á, að öllum gáttum og gluggum sé haldið opnum fyrir allri gagnrýni og ein- mitt því, sem hér að framan er greint. Bíaðaskrif og refsivöndur. Þó hefur verið svo langa hríð, að minna hefur verið skrifað um þessi mál á opin- berum vettvangi en flest eða öll önnur, og það sýnu ó- merkilegri mál. Veit þó hvert mannsbarn í landinu, sem komið er til vits og ára, að einmitt í þessum málum hafa gerzt hlutir, sem ekki máttu gerast, og at- burðir, sem vai'ðað gátu öilu, að svo harðlega væru gagn- rýndir, að ekki yrði bótalaust þalað, að þeir endurtækju sig hvað eftir annað. En eínmitt hér hefur öllu verið svo vísdómslega komið fyrir af áhrifamiklum lands- feðrum, að varla hefur mátt birta opinberlega rökstudda gagnrýni um meðferð á fiski og fiskverzlun, svo að það væri ekki flokkað undir land- ráð, tili-aunir til að spilla fyrir eða eyðileggja erlenda markaði landsmanna og fleira áþekkt. Hafa þeir, sem slíkt leyfðu sér átt vofandi yfir höfði sér mjög þunga sektardóma eða vása fangels- isvist Þannig hefur verið litið á það alvarlegri augum að segja frá óhæfum verkum í þessum efnurn, og tekið ó- mildilegar á því, en hinu að fremja vei'knaðinn sjálfan. Bergur Sigurbjörnsson. frá voða. Ekkei't slíkt gerðist þó, og ekkert stáss var gert með Gooley-skýi'sluna, enda mun hún nú rækilega ryk- fallin. Heilagar kvr. Það er kunnugt, að í Ind- landi er kýrin heilagt dýr sem ekki má blaka við, er„da hafa kýrnar þar í landi löng- um étið mannfólkið út á gaddinn,svo að það hefur hrunið niður úr hungi'i. Hér á landi hefur fisk- vinnsla og fiskútflutningur að mörgu leyti verið eins konar heilög kýr. Allt hefur þar vix-zt leyfilegt og sjálf- kagt. Þó að sóðar og sauðir (SOS) hafi jafnvel ráðið lögum og lofum í þeim mál- um„ hefur ekki mátt við þeim stugga, ef þeir aðeins voru nægilega „stórir grip- ir“. Fámennir hópar hafa fengið fullkomna einokunar- aðstöðu í útflutningsvei-zlun- inni fyrir tilstilli hins opin- sos í fiskvinnslu- Be Veit ég þó í sannleika fátt, sem fremur verðskuldaði tukthúsun en það, að koma í vei'ki óorði á íslenzka framleiðslu erlendis. Cooley skýrslan. Eitt íslenzkra blaða hefur FRJÁLS ÞJÓÐ að marki haldið uppi umræðum og gagnrýni í þessum efnum, þrátt fyrir málshöfðanir og síreiddan refsivönd. Ugglaust má rekja það til gagnrýni blaðsins, að feng- inn var hingað til lands fyr- ir nokkrum árum amerískur sérfræðingur, Cooley að nafni, til að í'annsaka ástand- ið í fiskvinnslumálum okkar og horfur í fisksölumálum. Cooley þessi, sem vafalaust hefur borið sérfræðingsheiti sitt með sóma, lét sér aldrei slíku vant ekki nægja veizl- ur og „kokkteilboð“, heldur kynnti sér í raun það, sem hann átti að rannsaka. Að því loknu samdi hann ýtar- lega álitsgerð um málið. Er skemmst frá því að segja, að Cooley gerði enga tilraun til að draga fjöður yf- ir það „dólgasiðferði“, sem hér ríkti um flesta fram- leiðsluhætti í matvælafram- leiðslu okkar til útflutnings. Hann lýsti einnig alveg af- dráttarlaust, hvernig litið var á íslenzkar fiskafurðir á mikilvægum mörkuðum er- lendis, sem hann hafði tæki- færi til að kynna sér. Nú.hefði mátt ætla, að ís- lenzkir landsfeður og valda-- menri skildu neyðarkallið þegar það kom frá erlendum sérfræðingi, en ekki ein- göngu frá innlendum nöldur- seggjum, og brigðu hraðár við en nokkru sinni til að bjarga utanníkisverzluninni bera, án þess að rikisvald- ið hefði nokkui’t viðhlítandi eftirlit með starfsemi eiixok- unarhi'inganna. Almenningur hefur misk- unnai’laust verið skattlagður, beinlínis í þágu stærstu fisk- vinnslustöðvanna og einok- unarhringanna, sem höfðu aðstöðu til að skammta út- gerðinni svo lágt vei’ð fyrir fiskinn upp úr sjó, að þar hlaut að verða um hallarekst- ur að ræða. Og það dæmalausasta í því sambandi er það, að engin rannsókn hefur verið gerð á því, hvort ekki væri fært að greiða bátum og togurum hærra verð. Ódýru lánsfé hefur verið dælt viðstöðu- og hömlulaust í algjöi’lega glórulausa og skipulagslausa fjárfestingu í fiskvinnslustöðvum, eiris og Ijóslega kemur fram i erindi, sem Már Elísson, hagfræð-. ingur hjá Fiskifélagi íslands Frjáls þjóð ~ Laugardaginn $. júlí 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.