Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.07.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 30.07.1960, Blaðsíða 4
frjáls m Ctgefandi: Þjóóvarnarflokkur Islands. Ritstjórar: Ragnar Arnalds, G-ils G-uÖmundsson, ábm., ■ Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. Afgreiósla: Ingólfsstræti 8. — Simi 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Samvinnuhreyfingin ■¥7"arla hefur verið rætt um annað meira manna á milli " undanfarna daga en rannsóknina á gjaldeyrisskilum Oliufélagsins og aðild SÍS að þeim málum. Það er eðlilegt, að mál þetta vekji athygli, þar sem hvorttveggja er, að hér er á ferðinni umfangsmesta mál sinnar tegundar, sem tekið hefur verið til rannsóknar hér á landi, og hlut eiga að máli félagssamtök, sem almenningur ætlast til að sýni meiri þegnskap og heiðarleika en fyrirtæki óvalinna fjár- plógsmanna. Tl/Iorgum samvinnumanni mun vera þung raun að sjá fé- lagssamtök sín dregin í dilk með fyrirtækjum ófyrir- leitnustu fjárplógsmanna eins og nú hefur verið gert. Á fyrstu árum samvinnufélaganna hefði fáum þótt trúlegt, að þessi yrðu örlög þeirra ínnan svo skamms tíma. Vissulega ríkti þá andrúmsloft hærri hugsjóna innan þessara sam- taka. Þá var samhjálp og heiðarleiki sett ofar auðhyggju og braski. Samband íslenzkra samvinnufélaga átti lengi því láni að fagna að hlita forystu manna, sem enginn vændi um brask né yfirtroðslur við lög. Þessir menn litu á störf sín fyrst og fremst sem þjónustu við fólkið og ræktu hlut- verk sitt af fyllstu trúmennsku. Á þeim árum viðurkenndi löggjöfin einnig sérstöðu samvinnufélaganna, með því að láta önnur lög gilda um skattlagningu þeirra en skattgreiðsl- ur annarra verzlunarfyrirtækja til hins opinbera. Jk síðustu árum hefur orðið breyting á starfsháttum SÍS. Nýir menn hafa hafizt þar til valda og andi hermangs- siðferðis hefur sett svip sinn á viðskiptalífið í landinu. Á einum aðalfundi SÍS, sem haldinn var í þann mund, sem Sambandið var að seilast til hermangsins á Keflavík- urflugvelli, hreyfðu nokkrir fulltrúanna því, að ekki væri æskilegt að Samband íslenzkra samvinnufélaga tæki þátt í þeim dansi, sem þar væri stiginn. Töldu- þeir óviðeigandi, að Sambandið gerði sér niðurlægingu þjpðarinnar að fé- þúfu og vitnuðu í þá fornu íslenzku alþýðutrú að engin blessun fj'lgdi illa fengnum auði. Þáverandi ráðamenn sögðu þetta hina mestu firru. Töldu að hér væri sá hvalur rekinn á fjöru, sem allir yrðu af að skera og að. þeir bitar, sem SIS kynni að láta sér úr greipum ganga, mundu aðeins lenda til annarra óverðugri. Hálfblindaðir glýju hermangssiðferð- is féllust margir, sem voru í eðli sínu einlægir samvinnu- menn, á þessi rök, og SÍS hóf dansinn með dóltur- og dóttur- dótturfyrirtækjum sínum, oft í hinum vafasamasta félags- skap. Árangurinn hefur verið að koma fyrir almennings- sjónir þessar'síðustu vikur. Þjóðinni hefur verið sýnt hvern- ig þessi viðskipti, með sínum sérstöku háttum, hafa orðið undirrót lögbrota og óheiðarleika og hvernig samvinnufé- lögin eru orðin vegna þessa mangs, stærsti sakborningur þjóðfélagsins. Saga þessara mála er vissulega lærdómsrík fyrir þá, sem trúa því að hermangið sé eitt helzta bjargræði þjóðarinnar. TlyTikið hefur verið rætt undanfarið um sekt eða sakleysi einstakra manna í sambandi við þessi mál. Hér skal ekki gert lítið úr sök þeirra, sem mótað hafa hina nýju stefnu SÍS, en 'rétt er þó að hafa ií huga, að hér eru fleiri sekir. Bóndinn í Flóanum, sjómaðurinn á Eskifirði og verka- maðurinn á Akureyri eru einnig sekir. Samband íslenzkra samvinnufélaga er stofnun þessara manna og arfleifð. Þeir hafa gert SÍS að því stórveldi, sem. það er í dag í íslenzku efnahagslífi, og það er þeirra. að gæta þess að samtökin drafni ekki niður í pytti brasks og hermangs. Þessir menn hafa nú ástæðu til að drúpa höfði með blygðun. TTér þýðir þó ekki það éitt að sakast .um orðinn hlut. Frægum íslenzkum kvenskörungi varð að orði, er hún frétti að maður hennar væri veginn af erlendum kaup- möngurum: „Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Þessi orð mættu íslenzkir samvinnumenn nú taka sér í munn. Þeir þurfa vissulega að safna liði og reka af hönd- um sér brasksjónarmiðin og hermangshugsunarháttinn, sem of lengi hefur mótað stefnu SÍS. Ef „olíúmálið“ verður til þess að sú hreingerning fari fram yrði það til mikillar blessunar fyrir samvinnuhreyfinguna. íslenzkri alþýðu er það mikil nauðsyn að gera samvinnu- félögin aftur að því sóknarvopni, sem þau voru í barátt- unni fyrir efnalegu lýðræði í landinu. Aðalpersónan í - hinni • nýju - skáldsögu Halldórs - Kiljans Laxness, Paradísar- heimt, er Steinar bóndi á ■ Steinum undir- Steinahlíð- um. Ekkí fer það milli mála, að Steinar ber um margt svipmót Eiríks bónda Olafs- sonar á Brúnum og lendir í ýmsum hliðstæðum ævin- týrum. — FRJÁLS ÞJÓÐ birtir af bessu tilefni kafla úr hinni ágætu ferðasögti Eiríks. Segir þar frá för hans á konúngsfund til að „sjá þann rauða“ og gefa Valdi- mar prinsi koffortið góða, en á loki þess voru 9 tappir og þurfti 15 handtök til að Ijúka því upp. Nú hfefi ég skýrt frá öllu því markverðasta, sem fyrir mig bar í þessari för minni; en á nú eftir að geta þess, að konungur og Valdimar prins buðu mér að koma á sinn fund, og hvernig það kom til í Kaupmannahöfn, er ég var. þar. Og byrja ég þá fyrst á því, er konungur og prins Valdi- mar komu til íslands sumarið 1874 og ferðuðust til Geysis. Þá varð ég fyrir því hlutfalli, ásamt öðrum fleirum, að fara héðan úr Rangárvallasýslu með hesta, er léðir voru til konungsfararinnar, og var mér af sýslumanni H. E. Johnson á Velli falin á hend- ur yfirumsjón þeirra. Æ Morguninn, sem konungur byrjaði ferð sína úr Reykja- vík til Geysis, voru kallaðir af okkur Rangæingum marg- ir hestar til reiðar handa konungsfylkingunni, hvar á meðal var rauður hestur, sem ég átti sjálfur, og voru látin á hann reiðtýgi Valdimars, því þeim leizt bezt á hann í hópnum. Hann var vel vak- ur og þá 8 vetra gamall, og hafði ég alið hann upp, og var hann mjög þægilegur. En þegar við komum upp d Seljadalinn, bar svo til, að ég reið nálægt Valdimar, svo hestar okkar, sem við riðum, hneggjuðu hvor upp á ann- an. Yrti Valdimar þá á mig blíðlega um þetta. Sagði ég honum þá, að ég ætti báða hestana. Hann raupaði þá af þeim rauða, er hann sat á, hvað hann væri góður hest- ur. Upp frá þessu þekkti hann mig og vék jafnan kunnuglega að mér á eftir, enda var ég svo heppinn, að geta aftur síðar í förinni gef- ið honum góðan þorstadrykk í hita miklum, er við fórum til baka, á Laugardalsvöll- um, en sem ég þó varð að taka borgun fyrir af hans eigin hendi. Daginn eftir að við kom- um til Reykjavíkur úr þess- ari för gekk ég þar einn á götu. Hittist þá svo á, að ég maetti þar konungi og Valdi- mar, og heilsuðu þeir mér með þægilegu viðmóti, og segir Valdimar þá við mig, hvort ég vRji ekki selja sér þann rauða hest, en ég sagð- ist vilja gefa honum hann. Valdimar segir þá ekkert, en konungur tók þá til orða og segir: „Ekki viljum við hann gefins“. Þá segi ég: „Þér skuluð þá fá hann keyptan“. —„Hvað skal hann þá kosta?“ segir kpnungur. Ég sagði: 60 dali. Þá segir kon- ungur, að ég skuli köma upp í landShöfðingjahús kl. 4 e. m. og taka á móti andvirð- inu, er ég gjörði, og tók kön- ungur mér þá mjög Ijúf- an, og gladdi mig stórlega þessi lítla samvera okkar. Daginn eftir er ég heima í húsi mínu. Kemur þar þá tígulegur maður til mín og ber mér kveðju konungs' og það með, að ég sé velkominn að koma upp að Bernstoríf og heilsa upp á sig á morgun kl. 1 e. m. Eiríkur á Brúnum. Fór ég þá til kunningja míns, Gísla Brynjólfssonar, og skýri honum frá þessu og bið hann að koma með mér, því ég vissi ekki, hvar Berns- torff var, og tekur hann því vel og er fús á það sem ann- að, mér til skemmtunar og ánægju. Nú á sunnudaginn fóruni við á dampvagni frá Kaupin- höfn til Klampenborgar, sem er iy2 míla vegar, og þar fórum við úr vagninum, en hann fór lengra, og gengum þaðan mörg hundruð faðma langa skógargötu, 8—10 álna Kafli úr æfisögu Eiríks frá Brúnum Gestur hjá Kri % mannlega og afhenti mér peningana með eigin hendi, og gáfu þeir mér þá báðir sín skilirí. Um haustið næsta eftir og veturinn fóru bréf á milli okkar Valdimars prins út af þeim rauða og þessum okk- ar kunningsskap, og hefi ég með'sjálfum mér getað dázt að vinsemd hans við mig. ef Nú kemur aftur til sög- unnar, þar sem ég er staddur í Kaupinhöfn og búinn að vera þar í sex vikur, damp- skipið komið frá íslandi og ætlaði aftur að vikuliðinni og ég þá með því til íslands aft- ur, og langaði mig nú að heilsa upp á prinsinn, áður en ég stigi um borð, því ekkert vissi hann, að ég var þar, þó ég væri búinn að sjá hann þrisvar sinnum, og hugsaði ég, að honum mundi mislíka að ég fyndi hann ekki, hann frétti, að ég hefði verið í Höfn, svo að ég dirfðist að senda honum nokkrar línur. Að einum degi liðnum kom sendimaður til mín frá Valdi- mar og bar mér kveðju hans og það með, að ég ætti að koma á fund hans þann sama dag á Amalíuborg kl. 4 e. m.; en þetta var um morguninn. Svo heimsó'tti ég hann á til- teknum tíma. Hann tók mér mjög vel og mannúðlega og sýndi mér eitt og annað merkilegt og fallegt í s'ínum dæilega svefnsal. Hann var þar hjá kennara sínum, kap- tein Kock, yfirmanni alls Danahers, og er það mjög þægilegur maður. — Hann kom hér til íslands árið 1877 og giftist elztu landshöfð- ingjadótturinni. — Svo eftir nokkra viðstöðu og samtal kvaddi ég hann, og um leið segir hann, að ég skuli heilsa sér áður en ég stigi um borð í dampinn. Gekk ég svo það- Amalienborg, þar sem Eiríkur og fleiri stórmenni. — Á þessa ári Jóhann S hjá Flugfélagi íslands í í einni af aðalgötum Lond- on, 161, Piccadilly, London W, 1. hefur Flugfélag fs- lands skrifstofu sína. Á þessa skrifstofu ,er gott að koma. Afgreiðsla er bæði örugg og hröð og öllum gert jafn hátt undir höfði, háum sem lág- um, hvítum mönnum og þel- dökkum. Vafalaust hefur forstjórinn, Jóhann Sigurðs- son átt sinn ríka þátt í því að skapa þá viðfelldnu starfs- hætti sem þarna eru ríkjandi Frjáis þjóð — Laugaidaginn 30. júli 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.