Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.07.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 30.07.1960, Blaðsíða 6
Jóhann Sigurðsson — H Framh. af 5. síðut hærra verð én flestir aðrir, nú er verðlag heima að ýmsu leyti sambærilegt við það sem hér gerist og sumt er ódýrara. T. d. eru gistihús og matur á veitingahúsum ekki dýrari en gerist og gengur j hér. í öðru lagi er þjónusta heima að batna. Samkeppnin ; er að aukast og jafnframt eykst skilningur á ýmsu, sem lýtur að móttöku ferða- manna. íslendingar eru eins j og allir vita að eðlisfari mjög j gestrisnir og elskulegir við ferðamenn og hefur það aflað okkur vinsælda margra. Fólk hefur undanfarin ár oft sagt: j Það var dýrt að fara til ís- j lands, en fólkið var svo j elskulegt að mig langar til I að kynnast því nánar.“ Verðlag hefur siðustu árin verið mjög breytilegt heima j og hefur verið erfitt að fá j endanlegt verð á gistihúsum nógu snemma til þess að ferðaskrifstofur geti birt það í ferðapésum sínum. Ef verð- lagið yrði stöðugra myndi viðhorfið verða allt annað og hagstæðara hvað erlendar ferðaskrifstofur snertir. Nú þegai verður t. d. farið að undirbúa för 8 hópa nátt- úrufræðinga til íslands næsta ár. Sama er að segja um ferðalög á hestum og veiði- ferðir, þær þarf að undirbúa með góðum fyrirvara. Veiðarnar við Vestmanna- eyjar heppnuðust mjög vel og hefur verið skrifað mjög vinsamlega um þá veiðiför, t. d. birti franskt blað ágæta grein-með fjölda mynda úr förinni.“ „Hvað er að segja um ferð- ir útlendinga með Flugfélag- inu milli Giasgow og Kaup- mannahafnar?“ „Þær eru sífellt að aukast. í fyrra flutti Flugfélagið tæplega 2000 milli þessara borga en greinilegt er að þeir verða fleiri í ár. Flugfélagið hefur selt fram og aftur farmiða Glasgow — Reykjavík og Glasgow — Kaupmannahöfn á svonefndu kynningarverði, er þá veitt- ur allt að 30% afsláttur og farmiðinn gildir 23 daga. Frá Glasgow til Reykjavíkur og tilbaka' kostar miðinn á þesru verði 33 pund og 13 shillinga en 32 pund og 8 shillinga frá Glasgow til Hafnar. Flugfélagið verður að keppa við SAS um farþega til Hafnar, þar eð þetta félag hefur daglega viðkomu í Prestwick, sem er skammt frá Glasgow, og flýgur auk þess tvisvar í viku frá Prest- wick til Oslóar. Við eigum það hentugum brottfarartíma frá Glasgow að þakka hversu vinsælar ferðirnar eru og svo vitan- lega hversu vinsælar Vis- count-vélarnar eru.“ „Þú ert formaður fslend- ingafélagsins í London, er ekki svo?“ „Jú, ég hef verið það síð- ustu árin.“ „í hverju er starfsemi þess einkum fólgin?“ „Við höldum 5—6 sam- komur á ári og er tilgangur þeirra fyrst og fremst að minnast þióðlegra hátíða og gefa þeim, sem hér eru bú- settir tækifæri til að kynn- Góð landkynning ... ■ ♦ Fögur myndabók með fjölda mynda af landi og þjóð. — ♦ Góð gjöf til vina yðar erlendis. ♦ ’ ♦ Fæst í öllum bókaverzlunum. ♦ i Pantanir: Davíð S. Jónsson & Co. K.f., Sími 24333. Td F P. 0 I 0 N D ! 0 ast þeim, sem stunda nám í London og eins veita náms- mönnum tækifæri til að hitta þá, sem hér eiga heima. Við höldum alltaf upp á fyista desember. Hátíð er haldin fyrir börnin um jólin. Þorrablót í febrúar eða marz. Sumarfagnaður í apríl og svo vitanlega 17. júní. Þá flytur sendiherrann dr. Kristinn Guðmundsson, æv- inlega ræðu, en á öðrum há- tíðum er reynt að fá gesti að heiman til þess að tala eða stúdenta, se.n stunda nám hér. Hátíðar þessar sækja að jafnaði 60—80 manns en um hundrað eru taldir félagar, sumt eru Englendingar. “ „Ræðir almenningur hér mikið um landhelgisdeil- una?“ „Nei, sáralítið, hún er ekki ofarlega í huga almennings hér en útgerðarmenn og sjó- menn láta sér vitanlega títt um hana. Það kernur aðeins fyrir, að enskur ferðamaður spyrji hvort þessi deila haíi nokkur áhrif á ferðir hans, en. það er sárasjaldan." Meðan ég var að fá þessar fréttir hjá Jóhanni þurfti hann oft að sinna gestum, sem voru að koma og fara og þannig líða dagarnir hjá ís- lenzka starfsfólkinu við að- algötu London. íslenzku ]it- irnir sóma sér vel í mannhaf- inu og fólkið kann vel til verka. Ólafur Gunbarsson. tm qgSBgB&lrPf Guð bankanna er fallinn, skapari þúsund króna seðils- ins er oltinn úr hásæti. Eng- inn skríðandi peningasafnari fer lengur í pílagrímsferð á skrifstofu hans í Austur- stræti. Nú hiar fólkið í land- inu á þennan mann, og gaml- ir flokksbræður snúa við honum baki. Ritstjórar í- haldsins skyrpa á hann. Hvað hefur komið fyrir bankastjórann? Var hann ekki leiðtogi braskaranna, íyrirliði þeirra, sem gerðu hersetuna að féþúfu sinni og átti þess vegna að eiga vísan stuðning æðstu manna í þremur hernámsflokkum? Var hann kannski svikinn í tryggðum? Örlög bankastjórans voru örlög manns, sem var grip- inn, þegar hann hljóp á milli húsa, milli vígstöðva. Hann átti skjöl á báðum stöðum en ekki á bersvæði, og þegar hann var skotinn, vildi eng- inn kannast við hann. Viðbrögð manna voru held- ur ólík, þegar kempan féll. Framsóknarmenn grétu þurr- um tárum, — hann var lið- hlaupi. Sjálfstæðismenn brostu víst í kampinn, — gamall óvinur og hættulegur stuðningsmaður. Á hinn bóg- inn voru kratarnir leiðir, hann var nýorðinn styrktar- meðlimur Alþýðublaðsins. E n hvað um það, þeir höfðu gert það sem þeir gátu til að bjarga honum. Og maðurinn var borinn út af vigvellin- um. Orustan hélt áfram. Orustan heldur stöðugt á- fram. Morgunblaðið notar þennan atburð til þess að hvítþvo Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans. Spillingin hjá SÍS er óttaleg, segir blaðið, og þarna sjáum við afleiðing- una. í leiðara blaðsins á föstudag segir auk þess: „Þegar löggjöf er þannig í einu þjóðfélagi, að allur fjöldinn brýtur hana, þótt í smáu sé, má búast við að skjótt dragi til stórafbrota. .. . Það er þannig orðið aug- Ijóst, að uppræta verður spill- ingarfyrix-komulagið í heild, ef við eigum hér að geta bú- ið við réttaröryggi og sæmi- lega heilbrigt þjóðskipulag.“ Aðalástæðan fyrir gls^p- unum er sem sagt röng lög- gjöf. Ef ekki væri bannað að stela undan gjaldeyri, hefði ekkert afbrot verið framið. Þess vegna eigum við að af- nema lögin! Ýmsum mun sennilega finnast, að þessi röksemda- færsla beri fremur vott um gáfnaskort en klókindi. Ekki má þó gleyma því, að hún er fram borin í ákveðnuin til- gangi. Morgunblaðið á í or- ustu, það berst fyrir því, að braskarafrelsi verði innleitt. Úr því að lögin koma ekki í veg fyrjr braskið,'verður að gefa það frjáist! En Morgunblaðinu mis- tekst hrapallega í ósvífni sinni, ef það heldur, að al- menningur gleypi við því, að lögin séu helzta orsök lög- brota. Fólk á íslandi veit, hver er orsökin fyrir spilling- unni meðal embættismanna ríkisins og hjá stórfyrirtækj- um. Tíu ára hermang og vin- fengi við Ameríkana hefur tryllt auðmenn þessa ]ands. Gróðafíkn þeirra hefur brot- ið af sér allar hömlur, en valdaaðstaða íhaldsins trygg- ir þeim, að þeir gætu stund- að iðju sina óáreittir. Ame- ríska spillingin er krabba- mein í þjóðarlíkamanum, og hún verður aldrei yfirunnin nema skorið sé á rætur meinsins. Þar dugar hvorki sýndarmennska eða hræsnis- hjal Morgunblaðsins um spiilingu samvinnufélaga. Þar dugar sú lækning ein að hreinsa landið af stríðsbæki- stöðvum, og þá fyrst er ein- hver batavon hugsanleg, er bandaríski herinn er allur kominn út í hafsauga. Nýlega birti Frjáls þjóð þá forsiðufregn, að smygl af Keflavíkurvelli færi vax- andi. Bent var á einstakan þátt ósómans, smyglið á skó- fatnaði, og frá því skýrt, úr hvaða hernámsverzlun það kæmi. Mánuðum saman hef- ur tollgæzlan ekki hreyft legg né lið til að hamla gegn smyglinu. En nú bregður svo við, að tveim dögum eftir að fregnin birtist hafa toll- verðir komizt yfir heilan lager af skófatnaði og öðru smygli. Látið er líta svo út,. að auglýsing í Morgunblað- inu hafi komið tollurum á sporið!' Almenningur á svo að dást að strangri og rögg- samri tollgæzlu. Þó veit hver maður með fulla sjón, að slíkar auglýsingar hafa verið í dagblöðum Reykjavíkur í heilt ár, að skósmyglið er að- eins brot af ósómanum ö]]- um, að honum mun óáreitt verða haldið áfram, að þetta er kák. Sýndarmennska. Á íslandi er háð orusta, og hún mun standa lengi enn.. Hún stendur ekki um nokkra forystumenn samvinnuhreyf— ingarinnar, sem blinduðust. af gi'óðafíkn fyrir fáeinum árum. Þ.eir verða dæmdir. Hún stendur ekki um lög-- gjöfina. Orustan er háð við þá sem lögin brjóta og traðka á réttarkerfi landsins með vitund og vilja æðstu manna. Hún er háð við spillta stjórnmálamenn úr ölluni þingflokkum. Það er barizt gegn káki og sýndai- mennsku, gegn hræsnandi leiðaraskriffinnum og úr« kynjuðum dagblöðum, gegu, fjárbruðli og mútum. Orust- an stendur um það, hvort sú hermangspólitík, sem hér hefur tröllriðið húsum í meir en áratug á að haldast eða ekki. UM FALLINN GUÐ OG NOKKRA HRÆSNARA Frjáls þjóð — Laugardaginn 30. jýlí 1000

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.