Frjáls þjóð - 08.10.1960, Síða 4
frjáls þjðö
Útgefandi: Þjóðvamarflokkur - Islirnán.
Ritstjórar: Ragruxr Ámaids,
; Gils .Guðmundsson, ábm.,
Framkvæmdastióri: Kristmann Eiðsson.
•p
•'Ii
rr-
iV- •:
'I AfgreiBsla: Ingólfsstræti 8. —• Sími 19985. — Pósthólf 1419.
Áskriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00.
Félagsprentsmiðjan h.f.
■ f - jJeiLt '’.I'v .fii!
M fc -u ' i“»i r I
Meginatriði landhelgismáls
Þegar íslendingar ákáðú, að fiskveiðilögsaga þeirra skyldi
vera 12 sjómílur frá grunnlínum, var þjóðin einhuga
og sammála um þá ákvörðun, að undanskildum sárafáum
einstaklingum, sem veitt höfðu viðtöku og tryggt pólitískt
vald sitt með erlendum fjárgjöfum og mútum, og litu af
þeim sökum í raun á sig sem fulltrúa erlendra hagsmuna
á íslandi en ekki íslenzkra. Sjaldan eða aldrei hafði þjóðin
verið jafn einhuga nema í sjálfstæðistökunni 1944. En
þjóðin var ekki aðeins einhuga um, að fiskveiðalögsagan
skyldi vera 12 sjómílur. Hún vár einnig og engu síðar,
sammála um að þessar 12 sjómílur væru EINGÖNGU
UPPHAF að friðun alls landgrunnsins í ÁFÖNGUM í sam-
ræmi við vísindalegar niðurstöðum og Hfshagsmuni lands-
manna. Og loks var þjóðin sammála um, með þeim undan-
tekningum, sem upphafi greinir, að útfærslu fiskveiða-
lögsögunnar í áföngum frá 12 sjómílum yrðu íslendingar
að gera EINHLIÐA vegna þess, að hér væri um lífshags-
muni íslendinga einna að ræða, og því algert innanríkis-
mál, sem þyldi ekki bið þvælinna milliríkjasamninga m. a.
við óbilgjarna nýlendukúgara eins og Breta. Auk þess, sem
slíkar ráðstafanir hefðu alltaf verið gerðar einhliða.
TVrú eru einna valdamestir í landinu þeir menn, sem aí
■*- ^ þeim ástæðum, er i upphafi greinir líta á sig sem
einskonar vinnuhjú erlendra húsbænda. Þess vegna hafa
þeir nú setzt að samningaborði við það erlenda störveldi.
sem eitt allra bar þá frelsis- og mannást i brjósti að beita
okkur, vopnlausa smáþjóð, fallbyssuofbeldi í þessu máli,
og það þrátt fyrir einróma samþykktir alþingis og kröfur
alþjóðar um að samningar um 12 mílna Jínuna væru ó-
hugsandi. Af því, sem oddviti þessara manna, Bjarni
Benediktsson hefur sagt á Valhallarfundi og Varðarfundi, er
ljóst, að nú á að semja við Breta um 12 milna fiskveiða-
lögsögu og tilslökun af okkar hálfu frá henni. — Þetta
óverjandi samningamakk er afsakað með því, að við hefð-
um sem siðuð þjóð ekki getað' neitað að ræða við Breta
eða semja við þá. Auðvitað gátum við rætt við Breta um
allt annað en 12 mílna fiskveiðalögsögu okkar. Við gátum
rætt við þá um útfærslu okkar frá 12 mílum, og að rétt
mundi fyrir þá að fara að búa sig undir það. Um ofbeldi
þeirra innan okkar lögsögu og hversu því mætti linna, svo
að skömm þeirra yrði aldrei meiri en þegar er. Og margt
fleira þess háttar hefði að skaðlausu mátt við þá ræða. En
12 mílna reglan verður aldrei að skaðlausu rædd við Breta,
eftir þeirra ósk, studdri hótun um ofbeldi frá 12. október,
vegna þess, að í því felst viðurkenning á rétti Breta til að
ræða innanríkismál okkar.
Samkvæmt því, sem Bjarni Benediktsson sagði á Val-
hallarfundi, á að réttlæta tilslökun af okkar hálfu frá
12 mílna reglunni, með því að semja við Breta um það,
að við megum færa friðunarlinuna ÚT FYRIR 12 mílur á
ákveðnum svæðum á netavertíð. — Þetta er svo langt frá
því að geta verið RÉTTLÆTING, að það er blátt áfram
eitthvað það SKAÐLEGASTA, sem unnt er að gera í mál-
inu, eins og sakir standa. Með því að semja við Breta um
útfærslu friðunarlínu okkar út fyrir 12 mílur værum við
að VIÐURKENNA SAMNINGSRÉTT Breta og annarra
þjóða að landgimnnssvæðunum utan núverandi 12 míina
linu, og gætum þaðan í frá ALDREI fært fiskveiðilögsögu
okkar út fyrir þá línu einhliða, þó svo að líf og tilvera
íslenzkrar þjóðar lægi við, að það yrði gert. Slíka samninga
hefur engin ríkisstjórn rétt til að gera. Það væru fjörráð.
Þetta er þegar af þeirri ástæðu ljóst, að þó íslenzka ríkis-
stjórnin gerði slíka samninga við Breta, þyrftu aðrar
þjóðir, sem teldu sig hafa hér hagsmuna að gæta, að sjálf-
sögðu ekki að virða þá samninga, þar sem Bretar hafa
ekkert umboð frá einum eða neinum til að gera samningana.
Við gtæum auk þess ekki varið þau friðunarsvæði, utan
12 milna, sem við. kynnum að semja um við Breta fyrir
öðrum en Betum sjálfum, þar sem við með samninga-
gerðinni við Breta hefðum viðurkennt samningsrétt annarrá
þjóða um þessi svæði. Þessi hugmynd ríkisstjórnarinnar er
þvi tilræði við framtíð þjóðaririnar en ekki'bjargráð..
■ h. g
Hesturinn er lítið hrifinn af því að láta fanga sig. En enginn
má við margnum.
Rettarsaga úr
Heimsókn í Rauðsgilsrétt í Hálsasveit
Um miðjan september, þeg-
ar sá tími kom, að fé yæri
rekið af- heiðum, brá tíðinda-
maðúr blaðsins sér úpp í
Borgarfjörð til að sjá rollur
og stóðhesta dregna í dilka.
Ofarlega í Reykholtsdal
sunnan verðum stendur göm-
ul rétt á hálfgrónum mel
undir svonefndu Rauðsgili.
Þaðan sér í hvítan skalla Ei-
ríksjökuls upp af botni dals-
ins, en utar og neðar liggur
Reykholt. Þessi rétt er ekki
sérlega stór eða nýtízkuleg,
ytri hringurinn er gerður úr
torfi og grjóti og innveggir
steyptir. Þegar blaðamann-
inn bar þar að garði var mik-
ið um að vera í réttinni:
menn og konur á harða-
hlaupum með rollurnar milli
fóta sér, og fjöldi fólks á ráfi
innanum safnið. Raunar
fannst manni, að miklu fleiri
stæðu þarna á tveimur fót-
um en fjórum í réttinni, en
það hlýtur að hafa verið mis-
sýn. Veður yar hlýtt og gott
og við tylltum okkur niður
á réttarvegginn.
Réttirnar fara ekki hljóð-
laust fram eins og kunnugt
er. Það er*mikið jarmað
þennan dag og upp úr hring-
leikahúsinu við Rauðsgil bár-
ust hljómar frá gamalkunn-
um samsöng, lömbin voru
skrækróma og hrútarnir
sungu bassa. Nokkrir krafta-
miklir menn gengu vaskar
fram en aðrir, þeir voru
markglöggir og skjótráðir,
þrifu öruggum tökum í
gimbrarnar og sviptu þeim
yfir vegginn í réttan djlk.
En ekki voru allir að draga.
í hólfinu fyrir neðan mig
var feitur strákur á tólfta
ári með ljósa lokka niður í
augu. Hann skellti sér á bak
gömlum hrúti með stór og
voldug horn og vildi fá hann
til að spretta úr spori með
sig. En hrúturinn var staður
og vildi ekki hreyfa sig, var
í vondu skapi. Skyndilega
tók hann þó á sprett og
geystist inn í hópinn, svo
að rollurnar hrukku skelfdar
undan, en strákur hékk allt-
af á baki. Þá staðnæmdist
hrúturinn við réttarvegginn
og boraði haus og hornum
í steininn, þungur á brún og
reiður. í sama bili kom hund-
ur inn í fjárhólfið og skokk-
aði léttilega.í áttina að hrútn-
um með skottið hringað og
fjarska ánægður með lífið.
Þá brast hrútinn alla þolin-
mæði, enda.taugarnar í miklu
ólagi, og æddi að hundinum
með hornin á undan sér, en
strákur datt af baki í drull-
una. Hundurinn varð of
seinn að flýja og skelfingu
lostinn hnipraði hann sig nið-
ur í moldina um leið og hann
rak upp stingandi ámátlegt
væl. Þegar hrúturinn hafði
hefnt sín á hundgreyinu gekk
hann á brott hrokafullur- á
svip, en hundurinn læddist
út úr hólfinu með skottið
milli fóta sér. Þá var strák-
ur þegar farinn að líta í
kringum sig eftir nýjum
reiðskjóta.
Það var ekki auðvelt að
sjá við fyrstu sýn, að nokkur
stjórn væri á samkomunni.
En þegar betur var að gáð
Gils Guðmundsson:
Sögulegur réttur
Kafli úr ræöu um landhelgismáiið, sem flutt var
á útifundi Alþýðusambandsins á Lækjartorgi
Þeir komu hingað í gær
nokkrir sendimerin brezka
heimsveldisins. Þeir eru með
skilaboð. Þeir eru sendir
hingað til að bera fram litla
bón til íslenzku þjóðarinnar.
Kannski er það krafa, því að
Bretar eru gamalt stórveldi
og eiga vænan flota herskipa,
eins og hverju mannsbarni
á íslandi er kunnugt. Bretar
fara fram á dálítil fríðindi
sér til handa. Þá langar ó-
sköp mikið til að veiða ögn
af fiski innan íslenzkrar
landhelgi. Bitur reynsla hef-
ur kennt þeim ' að slikt er
tórvelt án heimildar, jafnvel
þótt herskip vaði á bægsluri-
um um allan sjó. — og nú
munu þeir setztir við samn-
Ólafs Thórs, Bjarna Bene-
dikssonar og Guðmundar í.
Guðmundssonar -— ekki við
fulltrúa þjóðarinnar, hún
hefur engum veitt umboð til
að semja um landhelgina.
Fólkið í landinu hefur hik-
laust mælt svo fyrir, að ekki
skyldi samið. Alþingi hefur
einnig ákveðið, að svó skyldi
ekki gert. — Og þó eru þeir
byrjaðir að semja. -
Bretar hafa undanfarin
misseri haft mörg orð um rétt
sinn til að draga fisk úr sjó
við íslandsstrendur. Sjálf--
sagt endurtekur samninga-
nefnd þeirra hér einhverjar
svipaðar staðhæfingar. At-
hugum þær lítillega.
Þeir tala um sögulegan
rétt. Hér eiga þeir að njóta
fríðinda umfram aðrar þjóð-
ir, af því að þeir hafi fiskað
hér svo lengi. En hver er
þessi sögulegi réttur, sem
samningamenn brezku lá-
varðanna vitna svo mjög til?
Er hann nokkuð annað en
framhald á ágengni og bola-
brögðum hins sterka, sem
situr yfir hlut. litilmagnans;
segist ' ætla að gera það p-
fram, af því að horiúm hafi
haldizt það svo lengi uþpi.
Við munum fæst, sem hér
•: V;
Erjáls síin tám«íti,da:gintt-8. oktriber 1960