Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 1
Jólablað I l/. desembcr- 19<i0 laugardagur 49. tölublað 9. árgangur WM »,,''"'-, W ttfiBl '.: mssBsm i i:-.-:- mmmmmsmmfmmæumgmsm ::mM;r..: ¦ m ¦ iHiSfflssBMiifflísh í mwBN*wam mnmu swss snau . Undanfarnar vik'ur liai'a komið út Ijóð eftir sex íslenzk skáld. Davíð Stefánsson, Guðmundur Böðvarsson og Jón úr Vör hafa sent frá sér söfn nýrra kva'ða. Frá Helga Hálfdanarsyni hafa komið Ijóðaþýð- ingar. Loks eru koninar á markaðinn heildarútgáfur af kvæðum Jakobs Jóh. Smára og Snorra Hjartarsonar. Frjáls þjóð birtir hér nokkur kva'ði úr þcssum bókum. jíæ Davíö Stefánsson: Skógarhind Guðmundur Böövarsson: Jon ur Langt inn í, skóginn leitar hindin særð og leynist þar, sem enginn hjörtur býr, en ýfir hana færist fró og yærð. Svo fjarar lifið út. . Ó, kviku dýr, reikið þið hægt, er rökkva tekur að og rjúfið ekki.hcilög skógarvé, því lítil hind, sem fann sér felustað vill fá að deyja ein á bak yið tré. Um blóð, sem fyrr var ba'ði ungt .og heitt, niun bleikui- mosinn engum segja neitt. En þú, sem veizt og þekkir allra mein, og þú, sem gefur öllum lausan taum, lát fölnað laufið falla af hverri grein og fela þennan livíta skógardraum. Er fuglar hefja flug og morgunsöng og fagna því, að ljómar dagur nýr, þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr að uppsprettunnar silfurtæru lind •— öll, nema þessi eina, hvítu hind. Jakob Jóh. Smári: Hin víða himnaheiði Hin víða himnalieiði í stormi kvikar. Nú hristir skýjastóðið lilóðrautt fax. ()g ótal sílda silfurhreistur' blikar við sævarbláma og roða horfins dags. í ljósum fölva fjarrir jökulhníúkar við faldsbrún þungrai- öldu hverl'a sýn. En blæjúi' fela, bláar, silkimjúkar, i barmi kvöldsins heimalöndin min. Það lægir. Nóttin fan-ir ró og rökkva, og rennur saman lofls og græðis flóð. Nú hljóðnar síbreið sævarauðnin dökkva •— og sál mín verður einnig kyrr og hljóð. ¦ jr I,engi liafa vindar leikið á tjaldsfréngi mína. Eg'hef iegið við sköi-, og. ég yakli og hlustaði lengi á fótatök þau' s'em dvínuðu fjær og fjær. ()g fann hvernig þögnin kvddisl i inína strengi.. | Enn fara lestir, það la'tur i silum og kiökkum og leiðin til vaðsins er nuðkennd með gamalli vörðu. Já, nú væri tíð að taka dól sill i klif. . Tjaldhæla mína dreg ég bráðum úr jörðu. Snorri Hjartarson: Mér dvaldist of iengi Mér dvaldist of lengi það dimmir af nótt haustkaldri nótt á heiði. Eg finn lynggróna kvos við la'kjardrag og les saman sprek í cldinu barnsmá og hvít og ijrotgjörn sprck. Sjá logarnir leika við strauinmn rísa úr strengnum með rödd hans og glit. Ó mannsbarn á myrkri heiði sem viilist í dimmunni vitjaðu mín vermdu þig snöggvast við eldinn fylgdu syo læknum leiðina heim. Hamingja jarðar Rótgröið sem þöllin í sendnu hjarta landsins er þorp mitt á jörðu. Verkamennirnir eru með ryk i hári sínu og marðar hendur, konurnar dilla jarðneskum hlátrum bak við tjöld eldhúsgluggans. Herfætt i grasinu standa börnin, stráin vaxa milli moldugra tánna, krossfest haniingju jarðar með grænum nöglum. Helgí Háifdanarson: Sumarangur Hvað angrar þig, sál min, á sumri, er sól vermir hjalla og straum bg ungmær ineð ilmrós í hári fer ein með sinn hamingjudraum? Mér heyrðist sem hvislaði liljan eitt húmljóð svo angurvær: Ég, ljúfasta blómið í lundi, cr líkföl og köld sem sna'.r. Kvöldsol Kvöldar á Krúnufjalli, komdu' á minn fund, seztu hjá silfruðum karli svolitla stund. Sígur að sólarfalli, sorlnar dalur oghjalli, kvöldglóð á Krúnufjalli kviknar um stund. (J. H. O. Djurhiuis). .:::¦::¦:¦:: iíii^is^m^i^iisp^pijipis^^^^ -•¦,'. ,' --^^f^mfiwsttm"^-.'1- '...-.¦ ¦ *¦¦ • --•^-i^én-- 1

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.