Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 6
: .. -..::..:::.....-..:.. :i....: ¦ .: wmmmm F ;-.-¦ ¦ ,. - ..~ívt*i?v®r ' ¦ T?ftir að froskmannsbún- *-^ ingurinn kom á markað- inn, hefur það orðið æ al- gengara að menn hafi „skroppið niður á hafsbotn", einkum í hinum heitari höf- um. Þar ber margt fyrir augu, sérkennilegt „lands"- lag, fjöiskrúðugt dýralíf, margs konar gróður, og síð- ast en ekki sízt marga hluti, gjörða af manna höndum, sem Ægir hefur tekið í faðm sinn, nýleg skipsflök og einnig stórmerkar forn- min-jar. Fornminjarannsóknir . á hafsbotni er ung vísinda- grein. Fyrsta raunverulega rannsóknin var framkvæmd á árunum 1907—1913 út af Mahdia, sem er lítill hafnar- bær á Túnisströnd. Það sem þá kom fram í dagsljósið er jafnframt einhver merkileg- asti fornleifafundur á hafs- botni fram til þessa. Þar fannst flak af skipi, sem í hinztu ferð sinni var hlaðið listaverkum, og skal nú í stuttu máli sagt frá þessari einstæðu björgun. Mahdia er lítill skjólsæll hafnarbær við Gabes-flóa á milli Sousse, sem áður hét Hadrumetum, og Sfax, er fyrrum nefndist Taparura. Mahdia er gömul borg, og mættu veggir hennar mæla, gætu þeir frá ýmsu sagt: menningarstefnum sem hafa blómgazt og liðið undir lok, flýjandi fólki og sigrandi herjum. Mahdia var forðum lögð undir Rómverja, eins og annað úr „dánarbúi" Pún- verja, Cesar var þar gestur eftir að hafa slæpzt hjá Kleó- pötru sinni og síðar auðgað- ist borgin sem höfuðborg skattlands Rómverja. Seinna ginu barbarískir sjóræningj- ar yfir henni, og eitt sinn sendi Roger II. Sikileyjar- konungur þangað 20 skipa flota til þess að hjálpa vini sínum El Hassem, Emír af Mahdia, þegar prinsinn af Bougie sat um borgina 1123. Samt var það öðru fremur tilviljun, sem olli því, að fornleifafræðin varpaði á ný ljósi yfir þennan stað. Otröndin í nánd við Ifrika- ^ höfða er flöt og sjórinn útaf henni er grunnur, 4—5 km undan landi er dýpið að- eins 20 faðmar. Sjávarbotn- inn er skerjóttur og þakinn þunnri leðju, þar sem alls konar neðansjávardýralíf stendur með miklum blóma. Þarna eru auðug svampamið og hafa þau verið sótt í meira en 2000 ár af svampköfurum frá sama gríska þorpinu. Áð- ur fyrr stunduðu þeir vinnu sína naktir og komust til botns með því að binda stein við fætur sina. Þegar þessir- atburðir, sem hér verður gi'eint frá, gerðust, voru þeir hins vegar farnir að nota kaf- arabúning. Báturinn sem þeir nota er einkennandi fyrir þá, J»ann er með einu geysistóru segli, en einnig er hægt að róa honum. Það var í júnímánuði 1907, að efnn kafai-anna veitti at- hygli í einni köfun sinni, smá upphækkun á hinum venju- lega leðjubotni og sagðist, er upp kom, hafa séð „eitthvað, sem líktist mörgum stórum byssum." Við nánari athug- un fundu svampkafararnir nokkur brot úr bronzmunum, sem sjórinn hafði étið í sund- ur og töluvert af brotnum leirmunum. Þessir hlutir voru skilvíslega afhentir yf- irvöldum staðarins og fund- ur þeirra var opinberlega skrásettur. Síðar kom svo í Ijós, að „byssurnar" voru margar og stórar marmara- súlur, sem nú voru þaktar botnleðru og verður nánar að þeim vikið síðar Forstöðumaður fornleifa- rannsókna í Túnis var þá Al- fred Merlin. Hann gerði sér þegar ljósa þá þýðingu, sem þessi fúndur gat haft og skipulagði köfunarleiðangur og ásetti sér að bjarga öllu því af þessum óvenjulega stað, sem gæti haft i'ornfræði- lega þýðingu. Þetta var vissu- lega djarfur ásetningur á þeim tíma, en Merlin tókst að fá á sitt band ýmsa máls- metandi menn m. a. í sjó- hernum, og fékk fjárhagsleg- an stuðning frá stjórninni í Túnis og opinberum aðilum í Frakklandi. TT^imm leiðangrar voru gerð- -"- ir út, á árunum 1908, 1909, 1910, 1911 og 1913. Grískir kafarar voru fengnir til starfans, þar eð þeir voru þá næstum einu mennirnir sem gátu unnið á 20 faðma dýpi. Opinberir aðilar létu í té tvö skip, dráttarbát , og vistaskip, en þar sem þau voru ekki alltaf við höndina voru mestmegnis notaðir bát- ar Grikkjanna, sem áður var um getið. Væri hagstæður byr var klukkustundar sigl- ing á þeim frá höfninni í Mahdia á rannsóknarstaðinn. Svæðið var afmarkað með baujum, en ósjaldan kom það fyrir, að næturstormar færðu baujurnar úr stað. Þá var ekki um annað að gera en taka að nýju til við dýptar- mælingar til þess að finna hinn rétta stað. Oft kom það líka fyrir að stormar hindr- uðu störfin, svo að leita varð vars skömmu eftir að komið var á „miðin". Skal nú nokkuð sagt frá köfunarstarfinu og því sem það leiddi í ljós. Á miðju svæðinu sem rannsaka átti fundust um það bil 60 mar- marasúlur, sem lágu hlið við hlið í 6 röðum. Súlnabolirn- ir voru í kringum tólf fet á lengd og þvermál um 25 þuml. Auk þess voru mar- marahlutir á víð og dreif, súlnahöfuð og undirstöður og ýmsir fleiri hlutir, þar á rheðal brot úr leirkerum, sem skipshöfnin hafði notað til þess að bera í olíur, vín, vatn og mat, en aðeins lítið af þessu var óskemmt. Eins og nærri má geta var ekki auðvelt að eiga við þessar stóru súlur, og óðar en hreyft var við þeim þyrlaðist upp leðja og -varð af svo mikið grugg að ekki sá út úr augum. Kafararnir skriðu eftir hafsbotninum, þreif- uðu sig áíram, reyndu að grafa smágöng undir súlurn- ar, sem hægt væri að koma kaðli í gegnum til þess að draga sig upp var aðeins um tvennt að ræða: Þeir voru orðnir örmagna af þreytu, eða þá að þeir höfðu fundið ennþá einn hlut hins sokkna fjársjóðs. Maðurinn sem gætti loftdælunnar, gætti Kafarinn fær sér einn Carlsberg! Um fornleifarannsóknir neðansjávar draga þær með upp. Þeir grófu i botninn og þreifuðu eftir, hvort ekki festi hönd á einhverjum fleiri hlutum, en eins og áður segir sást ekk- ert vegna gruggsins. Svo miklir straumar voru niðri á þessu dýpi að ekki var unnt að vera niðri meira en 30— 40 mínútur í einu og oft kom það fyrir, að' kafararnir komu gersamlega örmagna upp og stundum enduðu köf- unarferðirnar á hörmulegan hátt. Þegar kafararnir voru að reyna að grafa undan súlun- um komu þeir niður á timb- urlag, um átta tommur á þykkt, meira og minna fúið. Þegar það var rofið, fund- ust þar vel gerðar bronz- styttur og fagurlega skreytt- ur húsbúnaður. A ugljóst virðist að timbur- ¦C\ lagið hafi eitt sinn verið þilfar skipsins. Þegar skipið sökk, hefur það sigið til botns án þess að brotna mjög mik- ið og þess vegna var farmur- inn tiltölulega lítið skemmd- ur neðan þil\ja. Ofan þilja höfðu svosúiurnar verið, og svo vel hafði verið frá öllu gengið, að þær höfðu ekki tiuflað áhöfn skipsins hið minnsta í störfum hennar. Eins og áður var lýst var köfunarstarfið mjög erfitt. Þeir sem uppi biðu, tauga- spenntir 'og eftirvæntingar- fullir, höfðu enga möguleika til þess að fylgjast með hinni stöðugu baráttu kafaranna við grugg og strauma. Eina samband kafaranna við um- heiminn var öryggislinan, ef þeir gáfu merki um að láta einnig öryggislínanna, og hann var sá eini ofansjávar, sem hafði nokkra möguleika til að geta sér þess til um, hvað var að gerast niðri á botninum. Oftast var hann þó þögull en þó kom fyrir að hann tautaði: „Nú hreyf- ir hann sig", eða „hann er að bjástra við eitthvað". Forn- leiíafræðingarnir og aðstoð- armennirnir fylgdust spenntt ir með þessari véfrétt og störðu út á hafflötinn, því vel þurfti að fylgjast með veðri þótt ekki væri langt til lands, því veðrabrigði gátu verið snögg. Alfred Merlin seg'ir að þessi leit hafi verið mest spennandi allra slíkra sem hann hafi tekið þátt { á sín- um langa starfsferli. Kafar- arnir áttu engin orð nógu sterk til þess að lýsa hinu geysimikla gruggi, sem gerði þeim svo erfitt fyrir, en Merlin segir réttilega að ein- mitt þessi leðja hafi verndað gripi þá sem þarna fundust, um aldirnar, annars hefðu þeir verið orðnir eyddir af sifelldum núningi við botn- efni og einnig hefði leðjan skýlt gripunum fyrir ör- smáum neðanjarðarlífverum, sem bora sér inn í kletta og málma. ^^7, kki er hér neitt rúm til að -"--' telja upp það, sem þarna var bjargað úr greipum Æg- is, enda yrði sá listi harla þurr og langur, en til marks um magnið má geta þess að gripir þeir, sem þarna fund- ust, fylla nú sex herbergi i Bardosafninu í Túnis. Ævintýraljómi umlykur ennþá Mahdia-fundinn, eftir 50 ár, af því hann var eins og fyrr segir fyrsti raunveru- legi sigur fornleifarannsókna neðansjávar. Það var stór- kostleg heppni að fyrsta forna skipsflakið, sem kaf- arar áttu við, skyldi' vera hlaðið svo miklu af listaverk- um, eins og hér varð raun á. „Ekkert þessu líkt hefur komið fram í d:\gsljósið", skrifar Salomon Reinach, „síðan Pompeii og Hercula- neum voru grafnar upp". Mahdia-atburðui inn sýnir fornleifafræðina í allt öðru ljósi en leikmaðurinn kann að ætla. Töfrar hans liggja ekki einungis í hinu erfiða starfi á tuttugu faðma dýpi, heldur í því, að það sem þarna fannst var hvorki höll né grafhvelfing, heldur skip. Hvar og hvenær sem skip ferst, á sér stað harmleikur. Hér er vatnið svo grunnt, að Það hlýtur að hafa sterk á- hrif á menn að sjá þennan stóra trrjáskrokk lip;gja þarna orpinn sandi og lcðju og að sjá akkerin, sem ekki hefur verið létt síðan daginn ör- lagaríka, þegar þau gátu ekki veitt skipi sínu það öryggi, sem til var ætlast af þeim. En í þessu tilfelli kom fleira til. Þetta skipsflak með góssi sínu er afburða goit heimild- arsafn um þá meáningu og lífsvenjur, sem blómguðust .#¦^1 ^m^^B^^ím^mmm^msi^^mmmsmmmmmz!SEi\i:^i^^ mz, m r <¦/-'£: .- tgm BSBmmmp mmm^mmmmmmm'; Frjáls þjóð - Laugardaginn 17. desember 19(íd

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.