Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 10

Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 10
Aldamótamenn Líf manna er stríð og bar- átta. Margir helga sig þvi að mestu eða öllu leyti að stunda eigin gagn, og Jiafa þó þeir timar verið, a'ð það hrökk ekki til hjá þorra manna. Nokkrir eru þeir, sem hafa átt hærra mið og fórnað þreki og einka- hagsmunum að meira eða minna leyti fyrir hag og við- reisn samtíðar og framtíðar. Þeir menn ver'ða óskabörn sög- unnar, þótt oft eigi gegn þung- um straumi að stríða uin sína daga. Fyrir þremur hundruðum ára dreymdi Visa-Gísla uin ris- meira og auðugra þjóðfélag. Þeir draumar hafa ekki síðan kulnað út. í hundrað ár sat þó við draumana cina og hug- smíðarnar. Á táknmáli iná segja, að ekki hafi verið orð- ið vinnuljóst i þessu efni, fyrr en um miðja átjándu öld, og þeir, sem þá gengu fram fyrir skjöldu, fengu að sanna, hve hin fyrstu spor á þeiih vegi, sem hugsjónir jnarka, eru örð- ug. Skúli fógeti og samti'ðar- menn hans stigu aldrei fæti sinum á fyrirheitna landið, frckar en Móses, heldur fengu aðeins að horfa inn yfir það af fjalli vona sinna. Það átti enn langan aðdraganda, að landsmenn gerðust þess um- komnir að nióta nýtt þjóðfélag og taka upp nýja hætti. En atburðarásin verður þeim mun hraðari sem lengra dreg- ur fram á nitjándu öld, og þá fæðast og eflast æ fleiri hug- sjónir. Fylling límans'er kom- in, og hin aðkreppta þjóð elur af sér fleiri og fleiri sonu og dætur, sem kölluð cru til stærri verkefna en matarstritsins eins. Glóð einbeitts og fórn- fúss vilja til þcss að hefja land og þjóð til vegs hefur áreiðan- lega aldrei verið jafnheit sem um siðustu aldamót — þegar þjóðin var að vakna til fulls, en átti hina stóru sigra óunna. Síðan hefur dafnað síngirni þess, sem nóg hefur handa á milli og fíkist mest eftir því að njóta þess sem rikulegast. I fyrra kom út bók eftir Jón- as Jónsson um baráttumenn þjóðarinnar fyrir 50—80 ár- um, Aldamótamenn. Xú er komið út annað bindi með sama sniði, þar sem segir í stuttu máli frá futtugu og tveimur aldamótamanna þcirra, sem gengu fram fyrir skjöldu á margvíslcgum svið- um þjóðfélagsins og höfnuðu hóglífi og persónulegum þæg- indum að meira eða minna leyti, af því að mikilvreg á- hugamál og stórbrotin verk- efni kölluðu þn til þjóðnýtrar baráttu. Saga sumra þessara maniia er níi tekin að fyrnast meðal almennings, enda þótt ekki séu nema fáir áratugir si'ðan þeir voru til grafar bornir og ævi- starf þeirra mikilvægur þáttur þeirrar framvindu, er við njól- um svo mjög góðs af. Það er þvi í fyrsta lagi rækt sjálfsögð skylda við þessa brautryðj- endur, er starfsferill þeirra er rifjaður upp. í öðru lagi er saga þeirra þarflegur lestur þeim, sem nú lifa, þvi að svo rikulcga sem við búum að mörgu leyti árið 19öO, þá erum við þó fátækari en hollt og farsælt er til langframa að sumu því, sem aldamótamenn- irnir áttu i rikum mæli — sem sé hugsjónum og vilja og þrótti til þess að vígjast til starfa undir þ'eirra merki. Þrátt fyrir allt, sem áunnizt hefur, cru verkefnin næg sem fyrr — og verða um allar ald- ir. Aldamótamenn Jónasar ættu að vera vegvilltri þjóð leiðsögn og ungum mönnum hvatning til starfa, sem marka spor á hinum langa vegi lifs og sögu: Svo gerði Bríet Bjarn- héðinsdóttir — hvar verður þín saga, unga kona? Svo gerði séra Oddur Gislason — hvar reisir þú merki þitt, ungi mað- ur? Jón Helgason. Dyr standa opnar Út eru komnar hjá Almenna bókafélaginu bækur mánaðar- ins fyrir nóvember og desem- ber, en það eru Dyr standa opnar eftir Jökul Jakobsson og Vatnajökull, á íslenzku og ensku, eftir Jón Eyþórsson. Enn fremur gjafabók félagsins í ár, sem er íslandsferð Mast- iffs eftir Antony Trollope í þýðingu Bjarna Guðmundsson, ar. Þá eru rétt ókomnar þrjár aukabækur frá félaginu, Skáldverk Gunnars Gunnars- sonar, 1. bindi, fslenzk þjóðlög, nótnabók og plata með söng Engel Lund, og Svo .kvað Tómas — viðtöl Matthíasar Johannesens við Tómas Guð- mundsson skáld. Dyr standa opnar er fjórða skáldsaga hins unga rithöf- undar, Jökuls Jakobssonar. Þetta cr Reykjavikursaga, og cr aðalpersónan ungur maður, sem fer á síld á sumrin, en keinur suður á haustin og stundar það, sem hendi er næst. Hann umgengst sundur- leitustu persónur, sjónhverf- ingamann, ungan og efnilegan iðnaðarmann og fjölskylduföð- ur, unga konu, sem hefur lokað sig inni yfir geðbiluðum eig- inmanni, gleðikonur og drykkjumenn. Æskudagar Framh. af 1L síðu. ur. Slíkt hafa margir fleiri ætl- aS sér, en ekki munu þeir margir, sem af meira vilja- þreki og staðfastari einbeitni hafa keppt að slíku marki. Að baki þeim vilja var þó ekki einungis löngun til þess að komast i álnir, heldur ekki síður þrá til þess að verða landinu og gagnlegum hreyf- ingum þar nýtur og trúr starfs- maður. Þennan vilja sinn hef- ur Vigfús varðveitt mörgum betur fram á efri ár, og það ætla ég, að i höfuðdráttum hafi lífsviðhorf haiis í engu breytzt frá þeim dögum, er hann starfaði að því með Jóni ívarssyni frá Snældubeins- stöðum og Guðrúnu frá Deild- artungu og öðrum fleiri á Jola- getraunin Jólagetrauninni, sem hefur fjallað um ættir kunnra göð- borgara, lýkur með þessu blaði. Getraunin er í sex hlutum og ber þeim, sem glímt hafa við spurningarnar, að senda allar lausnirnar, klipptar úr blaðinu, til afgreiðslu blaðsins Lauga- vegi 31, pósthólf 1419. Dregið verður úr réttum lausnum, en verðlaunin eru, eins og kunn- ugt er, flugfar til Kaupmanna- hafnar, vikuuppihald og aðstoð leiðsögumanns. sunnudögum og sunnudags- nóttum að byggja samkomuhús. handa ungmennafélaginu i Reykholtsdal, eftir að hafa lagt fram í peningum arð sinu af tveimur vertiðum. Það, seni ég met mest við þessa bók, að öðru ólöstuðu, er sú innsýn, sem þar veitist i hugarheim manns, er hefur ungur markað sér slika stefnu. Ævintýralegasti þáttur bók- arinnar er að sjálfsögðu lýs- ingin á hjarðmannalífinu i Klettafjölhmum. En ekki er síður karhnannleg frásögnin af þvi, er höfundur lá úti yfir Hvanneyraránum aleinn frammi á heiðum. Hugþekkust finnst mér aftur á móti lýs- ingin á sveitungum og ná- grönnum höfundarins i Borg- arfirði fyrir heimsstyrjöldina fyrri, ekki sízt sökum þess, hve gegnum hana stafar einlæg ást á bernskubyggðinni. Jón Helgason. Ný Ijóðabók Komin er út ný ljóðabók eftir Jón úr Vör, „Vetrarmáv- ar". í bókinni eru 36 lcvæði, sem skiptast i þrjá flokka. Flokkarnir heita: Rótgróin sem þöllin, Þeli í jörð og Með- an við lifum. Níu ár eru nú liðin siðan ljóðabók hefur komið frá hendi Jóns úr Vör. „Vetrarmávar" eru gefnir úl i litlu upplagi. Hundrað eintök eru tölusett og verða árituð af höfundi. .-w-w^jvr^v^vwvw^vvrwvnj'wvvvvrwvfvv t GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi árl Hraðfrystihúsið fsbjörninn. GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! = HÉÐINN = .-wvrwvrwvrwvrwvrvvvvrjr^wv^vrvvrwvAjvrvvrwvvrvi» GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Landleiðir h.f., Tjarnargötu 16. rwwjj GLEÐILEG JOL! Fársælt komandi úr! Herradeild P & 6. WWJWWWVWWJWJWWW GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co. GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Loftur h.f., ljósmyndastofa, Ingólfsstræti 6. UVVVVWWWWWVWWWWUSVWWV! GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Belgjagerðin h.f. Skjólfatagerðin h.f. GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Jón. Símonarson h.f., Bræðraborgarstíg 16. JWJWWWVWWVWVWWJ GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Sjóklæðagerð Islands. í GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Fiskbúðin, Grensásvegi 22. .nwvrLrtj%rvvfVfvvn^vv-wvfvrw^jwwvnrtwvrv'w%wvrwvnwvnjVi^ GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Nýja sendibílastöðin, sími 24090. i GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Bræðraborg, BræSraborgarstíg 16. rwvrvvrvvrvvnjrw ..ÍVWWVVVWWi WV.VWWWJVÍ. ¦ GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Þórsbar, Þórsgötu 14. Þórsgötu 14. 2 WV^JWWWWVÍV* GLEÐILEG JÖL! Farsæli' 'kömandi drí Prjónastofan Hlán, Skólavörðustíg 18. I GLEÐILEG JOL! &. k FjarsælL komahdi ár! Heildverzl. Ásgeir Sigurðsson h.f. Verzlunin Edinborg. Frjáls þjóð - Laugardg£in,n17- ^^enJÍ»?r l¥6tf

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.