Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 2
KAUPFÉLAG VESTUR-HÚNVETNINGA
Hvammstanga,
öskar öllum viðskiptamönnum sinum
og farsœls komandi árs.
„Þegar Gregor Samsa vakn-
aði einn morguninn heima i
rúmi sínu eftir órólegar
draumfarir, hafði hann breytzt
í risavaxna bjöllu.“ Þannig eru
upphafsorðin á sögunni Ham-
skiptin eftir Franz Kafka, sem
nýlega kom út í íslenzkri þýð-
ingu hjá Menningarsjóði. Þýð-
andinn er Hannes Pétursson,
skáld og ritar hann einnig
stuttan eftirmála um Kafka.
Hókin er gefin út í smábóka-
flokki Menningarsjóðs í litlu
upplagi og hefur Fr. þj. fengið
leyfi þýðandans að birta eftir-
málann við þessa sérstæðu bók.
Árið 1883 ól Prag tvö af
merkilegustu skíiklum 20. aLd- ■
ar: Franz Kafka og Jaroslav
Hasek. Mér er ókunnugt uin,
livort annar vissi nokkru
sinni af tilveru liins, encla
hlaut hvorugur mikla skáld-
frægð í lifanda lifi. En þegar
þeir létust, báðir um fcrtugt,
skildu þeir hins vegar eftir
óprentuð verk, serii nú eru
viðfræg.
Kafka var kaupmannssonur
af Gyðingaættum. Þýzka var
móðurmál hans, og menntaðist
hann í þýzkum skólum í fæð-
ingarborg sinni. Árið 190(5 lauk
hann doktorsprófi i lögfræði
frá háskólanum í Prag, en
málarekstur og örinur lög-
fræðistörf freistuðu hans ekki,
svo hann gerðist slirifstofu-
maður i tryggingastofnun og
gegndi því starfi frá 1908—17,
en varð þá að segja því lausu
vegna vanheilsu. Þau úr, serii
hann átti ólifuð, dvaldist hann
oft á næðissöirium stöðum úti
í sveit eða á heilsuhælum.
Hann lézt úr tæringu á heilsu-
hælinu Kierling, skammt frá
Vín, árið 1924 og var jarðsett-
ur i Prag.
Lif Kafka var ekki umbrota-
samt á ytra borði. H ;nn bjó i
Prag nær þvi alla sina ævi,
lengst af ókvæntur i föður-
húsurii, var í flestra imgum að-
eins samvizkusamur og vel
látinn skrifstófumaöur, sem
umgekkst fáa, en valda vini og
lifði lieilbrigðu lífi ( Kafka var
um langt skeið nr úrulækn-
ingamaður, neytti hv rki kjöts
né áfengis langtimu a sariian,
svaf við opinn glug: i hvaða
veðri sem var, gekk 1 'ttklædd-
ur vetur jafnt sem : umar, var
sundmaður góður og ræðari
og lét varla líða sv.> lielgi að
sumri til, að hari i skryppi
ekki með góðkunningjum i
gönguferðir um næsta ná-
grenni Prag).
En sagan er ekki öll; dag-
bækur Kafka, bréf og skáld-
verk sýna, hvað leyridist undir
hinu borgaralega >firbragði:
leiftrandi gáfur, eilif barátta
við andstæð sálræn öfl, glima
við nánasta umhverfi og
hinztu rök.
Kafka var dulur að cðlisfari,
en átti þó einn rin, sem þekkti
hann gerr en nokkur annar;
það var skólabróðir hans og
félagi i mörg ár og' siðar útgef-
andi verka hans, rithöfundur-
inn Max Brod, sein samið hef-
ur ævisögu hans, ágæta bók.
Flytur hún bæði lifandi frá-
sagnir af Kafka, manninum
eins og hann kom fyrir; og
skýringar á þvi flóknasta, sem
fólgið er í verkum hans. Ævi-
sagari er þeim nnin verðinæt-
ari, sem færri áttu þess kosl
að umgangast Kafka mjög náið
um langt árabil og lýsa hon-
um jafn alhliða og Brod.
Til þess að færa Kafka
nokkru nær islenzkum lesend-
um, tek ég upp glefsu úr ævi-
sögunni. Brod segir: „Ég hef
oft og olnatt orðið þess var,
að aðdáendur Ivafka, sem
þekkja hann ekki af öðru en
verkum hans, hafa um hann
alrangar hugmyndir. Þeir
halda, að dapurleiki, já ör-
væriting hljóti einnig að hafa
fylgt honum i dagfari. Þvert
á móti. Manni leið vel i návist
hans. Andríki hans, sem venju-
lega var með léttum blæ, gerði
Franz Kafka
það að verkum, að hann er
einn allra skemmtilegasti mað-
ur, sem ég hef kynnzt, svo ekki
sé of djúpt í árinni tekið, —
þrátt fyrir hógværðina, þrátt
fyrir stillinguna. Hann lalaði
ekki mikið, oft þagði liann
lariga lengi, væru margir sain-
an komnir. En segði hann eitt-
hvað, lögðu allir við hlustir
um leið, því aldrei var hann
innantómur í tali, ævinlega
hitti liann naglann á höfuðið.
Og væri maður með honum
einum, gat hann orðið furðu-
lega skrafhreifinn, gat tekizt á
loft, og þá ætlaði glensinu og
lilátrinum aldrei að linna; já,
hann var hláturmildur og hló
af hjartans lyst og kunni lagið
á því að koma vinum sinum
til að hlæja.“
Svo dulur var Kafka, að
Brod var búinn að umgangast
liann lengi, áður en hann
komst að raun um, að hann
fékkst við að skrifa. En þá
tókst honum að fá hann til að
birta nokkrar stuttar sögur i
tímariti. Var Kafka tuttugu og
sex ára gamall, er þessi fyrstu
skáldverk hans komu á prent.
Og mest fyrir áeggjan Brods
gaf hann út þær fáu sögur, sem
birtust að honum lifandi og
hann taldi sig hafa lokið við.
Hins vegar mælti hann svo
fyrir um við hann, að þau
verk, sem hann ælti óprentuð í
handriti, er liann félli frá,
skyldu aldrei gefin'út, held-
ur eyðilögð. Eftir lát Kafka
kom i Ijós, að hann hafði rit-
að þrjár skáldsögur, allmargar
óprentáðar smásögur og sitl-
hvað fleira. Taldi Brod sig
ekki geta fylgt fyrirmælum
vinar sins og er nú búinn að
gefa út öll verk hans í 10 bind-
um, þar af dagbækur í tveim-
ur bindum og bréf i tveimur.
Það nmnu ekki neinar ýkj-
ur, að útgáfa Max Brods á
verkum Kafka er einn mesti
bókmenntaviðburður á þessari
öld. Nýtt stórskáld kom fram,
sem sýnir á táknmáli, olt tor-
skildu, beiskt miskunnarleysi
mannlegrar tilvéru; sem bend-
ir á hinar ósamrýmanlegu and-
stæður, sem hvarvetna gera
þar vart við sig.
Þar sem Kafka mun- ekki
ýkja þekktur höfundur liér á
landi, er ástæðulaust að l'jöl-
yrða um skáldskap hans i
heild, hcldur staldra dálílið
við þá sogu, sem liér hefur
verið þýdd og telst til höfuð-
verka hans.
Sagan heitir á frummálinu
Die Verwandlung og er skrif-
uð árið 1912, en kom út 191(5.
Hún er þvi ein þeirra tiltölu-
lega fáu sagna, sem höfundur-
inn gekk sjálfur frá til prent-
unar.
Kafka ffelur nafn sitt í nafni
Gregors Samsa, Sarnsa: Kafka;
nöfnin eru i eðli sínu eins:
hefjast á samhljóða, sem aftur
kemur fyrir sem næstsiðasti
stafur; sérliljóðinn a er næst-
fremsti og síðasti stafur i báð-
um nöfnum, og i hvoru nafni
miðju er samhljóði, sem að-
eins kemur fyrri einu sinni. Á
þcnnan hátt gefur Kafká til
kynna, að bak við Gregor
Samsa felist liann sjálfur, og er
svo i raun og veru. Ivafka dul-
býr sig viðar sem aðalpersónu
skáldverka sinna, enda fjalla
þau um vandamál lians sjálfs,
þótt þau búi einnig yfir víð-
tækari skírskotun vegna
þeirra tákna, sem þau hvíla á.
Lykillinn að táknmáli liöfund-
arins er því ótvírætt lil' lians
sjálfs, viti lesandinn góð deili
á þvi, skýrist margt i vcrkum
hans, sem-í fyrstu sýnist tor-
rætt.
Það, sem vert er að kunna
skil á í sambandi við Ham-
skiptin, er bernska Kafka og
uppvaxtarár. Það var honum
gleðisnauður timi og upp-
spretta sársaukáfullrar
reynslu, sein setti svip sinn á
allt líf lians síðar og varð hon-
um að yrkisefni hvað eftir
annað. Var það samband
Ivafka og föður hans, sem
þessu réð. Þeir voru mjög ó-
likir menn, faðirinn harðger,
sjálfsoruggur og vinnusamur,
mikill að vallarsýn og strangur
uppalandi, liáfði brotizt áfram
af eiginn rammleik og tekizt að
verða vel efnaður kaupmaður;
Kafka innhverfur og einmana,
viðkvæmur og pasturslítill.
Dáði hann snennna föður sinn
vegna þeirra eiginleika, sem
hann hafði til að bera og sjálf-
an hann skorti. Varð faðir
hans smám saman alger fyrir-
myndarmaður hans, liann tók
mið af horiuiri í öilu, en stóð
i skugga lians, kúgaður af
strangleik háris og krafti. Af
þessu leiddi, að Kafka varð
brátt þjakaður af minnimáttar-
kennd, og jafnframt sektar-
vitund, þar eð faðir hans lét á
sér skilja, að hann væri i
rauninni ekkert annað en dug-
laUs vesalingur, sem aldrei
tækist að bjarga sér sjálfur,
heldur lægi upp á fjölskyld-
unni, væri „lebensuntiichtig*.
Hins vegar var það heitastá
ósk Kafka að ávinna sér trúu-
að föður síns, vináttu lians og
skilning, geta sýnt honum og
sannað, hver hann væri í raun
réttri. Eri það tókst aldrei,
milli þesstira gerólíku manna
var alla tíð óbrúað djúp, fað-
irinn skildi aldrei þennan inn-
hverfa son sinn né vandamál
lians, heldur beitti hann hörku.
Kafka gerði, þegar hann var
fullvaxinn, ýmsar tilraunir til
að flýja ut fyrir áhrifasvið
föður síns („flóttatilraixnir“,
eins og hann kallar það sjálf-
ur), t. d. trúlofaðist hanri tvísv-
ar og hugðist gifta sig, en
taldi sig, þegar til kom, ekki
þeim vanda vaxinn að stofna'
heimili, þar eð hann áleit, að
til þess þyrfti alla þá eigin-
leika, sem faðir hans bjó yfir,
en haiíri ekki, og sleit þvi að
fyrra bragði háðum þessum
trúlofunum. Hann jútaði, að
ritstörf sin væru aðeins ein
slik „flóttáulráúri , bækur sin-
ar fjölluðu allar um föður sinn,
þar segði liann það, sem hon-
uin auðnaðist aldrei að segja
við barm hans.
Kaflca gerir grein fyrir þessu
höfuðvandamáli sinu i Bréfi
til föðurins, sem var ritað ár-
ið 1919, en aldrei sent og ekki
birt í heild á prenti fyrr cn
eftir 1950. Það er yfir fjörutíu
stórar vélritaðar síður i liand-
riti hðfundarins. Þar talar
hann mjög opinskátt við föður
sinn, útskýrir fyrir honum lið
fyrir lið, hverjar aflciðingar
uppeldi lians hal'i haft á sig,
liverjar séu orsakir minni-
máttarkenndar sinnar og sekt-
arvitundar. En undir lok bréfs-
ins gefur hann föður sinum
orðið til andsvara, og er nauð-
synlegt að taka upp nokkrar
línur úr þvi svari vegna sög-
unriar hér að framan, þar kem-
ur skýring þess, hvers vegna
Kafka velur hina risastóru
bjöllu sem tákn i verk sitt.
Faðirinn segir: „Eg viður-
kenni, að við berjumst livor
gegn öðrum, en það er til
tvenns konar bardagi. Drengi-
legur bardagi, þar sem tveir
sjálfstæðir andstæðingar reyna
með sér og hvor um sig stend-
ur eða fellur með sjálfum sér.
Hins vegar bardagi skorkvik-
indis, sem ekki aðeins stingur,
heldur sýgur annarra blóð sér
til lifsviðurværis. Slíkt skor-
kvikindi er atvinnuhermaður-
inn.og slíkt skorkvikindi ert
þú. Þú ert ekki lifinu vaxinn
(Du bist lebensuntúchtig).“
Þetta stranga dómsorð er
undirrót sögunnar hér að
framan. Gregor Samsa er orð-
inn „lebensuntúchtig"; þrátt
fyrir það liggur honum ekkert
jafn þungt á hjarta og velferð
fjölskyldunnar, ábyrgðar-
kenndin gagnvart fjölskyld-
unni, sem Brod telur lykilinn
að þessari sögu og einn aðal-
þáttinn í lífi Kafka. En Gregor
Samsa er um megn að verða
að liði, líf hans og lif fjöl-
skyldunnar eru í rauninni
tveir hringar, sem hvergi
skerast, miskunnarlausar ■ og
ósamrýmanlegar andstæður.
Öll helztu höfundareinkenní
Kafka koma frarri í Hamskipt-
unum: táknmál, sem á sér ræt-
ur i eigin vandamálum skálds-
ins; nákvæm, en aldrei smá-
smuguleg frásögn, mögnuð
virkileika; kímni, scm leynist
likt og undir niðri og brýzt að-
eins við og við upp á yfirborð
frásagnarinnar (Brod segir,
að skáldverk Kafka einkenni
bros af nýju tæi, „metafýsískt
bros“); aridrúriisioft draunís
og martraðar, svo sem í upp-
hafi sögunnar.
Þvi miður veitir þýðing min
ekki nema ófullkomna liug-
mynd um frábæran stíl höf-
undarins, stil, sem er bæði
hófsamur og hnitmiðaður,
gæddur einstæðum eðlileik og
hljómfagurri mýkt og er ger-
samlega tilgerðarlaus.
H. P.
gfflisisaitii * “jí‘rF.'iJ.O ,iVVr- ,,,r 'X- vb r"b,......................................................................................
Frjáls þjóð - Laugardaginn 17. desember 1960
eóUecj jol
Farsielt kománclt ár!
Rafveitubúðin,
Hafnarfirði. í
<;icðilei< jól
Þökkum viðskiptin á árínu sem er að liða.
■ í.t/i ~i ír> 7 ; ..íriií.:
Kaupfélag PatreksjEjarðar, Patreltsfirði,