Frjáls þjóð - 17.12.1960, Blaðsíða 9
L'úövík Kristjánsson:
Heimasæturnar -
Framh. af 7. síðu.
Kvíði ekki, að við dóttii yðar ekki getum
átt hug saman.
Óvíst er, hvenær Jón hefur skrifað Friðrik næst,
en af minnisgrein Friðriks má sjá, að hann hefur
svarað því bréfi 4. febrúar 1856. í fyrsta lagi hefur
hann rætt um Sigþrúði við hann, þá um börn hans,
hús og eignir og ýmislegt annað, sem ekki snertir
sögu þá, sem hér er verið að rekja. Þessu 4. febrúar-
bréfi Friðriks svarar Jón þannig 11. marz s. á.:
„Hœstvirti elskulegi beeti vini
Yðar elskuríka bréf með póstinum þakka ég yður
sem bezt ég get, bæði hvað vel og líka hvað fallega
þér tókuð undir bréf mitt, og vil ég nú reyna til að
svíkja ekki tiltrú yðar til mín, hvernig sem mér
tekst að efna það, þó kvíði ég því samt ekki, að
við dóttir yðar ekki getum átt hug saman. Það er
víst um það, að ráðleggingar yðar eru svo skynsam-
ar og góðar, að þetta getur hver maður séð,' sem
les þær. En þér megið ekki misvirða við mig, þó
ég ekki beinlínis geti nú farið eftir þeim, og kem-
ur það til af öðru en óráðþægni...“
Undir lok bréfsins getur Jón þess, að Þórður
Sveinþjörnsson sé látinn og hafi stiftamtmaður gert
Þórð Jónassen að forseta yfirréttarins í hans stað,
og væntir Jón Pétursson þess þá, að verða 1. assesor,
með 1200 ríkisdala launum, en í ráði sé, að þau
hækki upp i 1600 ríkisdali. — „Ef þetta yrði, sem
og verður, nema ef ríkisdagurinn skyldi setja sig
á móti því, yrðu laun mín viðunandi.“
Jómfrú Sigríður Friðriksdóttir Eggerz 26 ára í
Akureyjum og landsyfirréttarassesor Jón! Péturs-
son 44 ára ekkill í Reykjavík. Gift 5. júní 1856.
Svaramenn: Hans bóndinn Jón Bjarnason signor í
Ólafsdal og hennar faðir em. séra Fr. Eggerz. Þann-
ig er heimildin í kirkjubók Skai’ðsþinga.
Daginn eftir giftinguna var Jóni Péturssyni af-
hent svolátandi bréf:
Hér með afhendum við undirskrifuð egtahjón,
ég Friðrik prestur Eggertsson og ég Arndís Péturs-
ióttir, dóttur okkar elskulegri, Sigþrúði Friðriks-
dóttur í heimanmund á hennar giftingardegi og
henni til fullkominnar eignar jörðina Laxfoss í
Stafholtstungnahreppi innan Mýrasýslu 24 hundr-
aða að dýrleika með 4 kúgildum og landskuld, og
öllu tilskildu, en engu undanskildu, sem þessari
jörð fylgir, fylgt hefur og fylgja ber að lögum. Til
Skúli Sivertsen
sannindamerkis eru okkar eiginhandar undirskrif-
uð nöfn og hjásett signet. Að Akureyjum þann 6.
júní 1856.
Eggerz. A. Pétursdóttir.
(L. S.). (L. S.)
„Eg svífist emskis að nefna við þig.“
Sigþrúður hafði alltaf ætlað sér að eignast emb-
ættismann eftir því sem faðir hennar hefur látið í
ljós í bréfum, sem birt hafa verið hér áður. Og nú
hafði sá draumur hennar rætzt, þar sem hún var orð-
in assersorsfrú í Reykjavík. Af orðum föður hennar
verður trauðla annað ráðið en hana hafi ekki fýst
að setjast í þann sess, sem hún nú var komin í, því
að hann segir í ævisögu sinni: — „Landsyfirréttar-
assesor, Jón Pétursson, er hafði misst konu sín, Jó-
hönnu Bogadóttur, og átti fjögur börn, kom í Ak-
ureyjar 1856 og beiddi Sigþrúðar... Af því að
Jón var vel kynjaður, og kallaður vænn maður og
hafði gott embætti, þó fjölskylda hans væri mikil,
þá talaði Friðrik um-það erindi við dóttur sína,
sem var í því fyrsta mjög fjarlæg og sagðist ekki
í ókenndum stað treystast til að taka að sér ekkju-
mann með 4 börnum, hvar talið var alls vant hjá
honum, og minnti hún föður sinn á loforð hans, að
fá skyldi hún að vera ógift hjá honum, meðan hún
lifði. .. . En af því hún var foreldrum sínum auð-
veld, varð það að fortölutn þeirra og: alvörú' Frið-
riks, að hún gaf eftir að fara með Jóni ...“
Nákvæmlega þremur mánuðum eftir brúðkaupið
i Akureyjum, eða 6. september, ski’ifar Jón tengda-
föður sínum þannig:
„Elskulegi bezti tengdafaðir!
■ . . Okkur hjó iunum og börnunum mínum líður,
bærilega, guði sé lof!---
Mér þykir því nær orðið ólifandi hér í Reykja-
vík, því állir hlutir eru hér orðnir svo dýrir. Laug-
arnesið var boðið upp, en ekki fékkst meira boð
í það en 350 rd. svo), eða þar um bil, en síðan vildi
bæjarstjórnin hér kaupa það og bauð í það 5000 rd.
fyrir bæinn. A því ég nú hugsaði, að það kyhni
að mega selja það aftur fyrir þetta verð, en þykir
ófært að vera hér, bauð ég í það á eftir líka 5000
rd., og mælti stiftamtmaður fram með því boði,
svo líklega sit ég nú með það. — Ef ég nú hefði
peninga til að komast frá þessu kaupi og gjöra þai’
við,. sem ógn þarf, og koma upp búi, og væri mað-
,ur til að duga. Laugarnesipu, þá álít, ég nú þetta
ekki of keypt, þó dýrt sé, því Reykjavík er með
öllu upp á Laugarnes komin, og komist Reykjavílc
nokkuð upp, þá vex Laugarnesið í verði. Tveir,
þriðju partarnir af verðinu óskaði ég að maettu
standa og að ég ekki þyrfti að borga þá. En samt
þarf ég nú að taka til láns svo sem 2000 rd., og
vildi ég óska, að þú vildir reyna til að útvega méc
það hjá Þorleifi á Bíldudal. ...“
Af Laugarneskaupunum varð ekki, en hins Vég-
ar keypti Jón Brautarholt á Kjalarnesi fyrir 4Ö00
rd. og hugðist nytja Andrésey, sem undir það ligg-
ur, frá Reykjávík, en hún gefur af sér 20 pund af
dún, 2 kýrfóður af heyi. — „En nú vantar mig skip,
og það er svo fjarskalega dýrt hér, og þau svo’ill,
að við hjónin víst hvorugt þorum út á þau. Ómögu*
lega mundir þú nú geta útvegað okkur með bæri-
Iegu verði sexæring með rá og reiða og öllu til-
heyrandi. Þau eru svo góð þarna vestra — og kom«
ið honum hingað með spekulöntum að sumri? Þetta
er nú stór bón, en ég svífist einskis að nefna við
þig.“ (Bréf 4. marz 1857).
Snemma beygist því krókurinn hjá Jóni assesoC
í þá átt, að vilja sitja við eld Akureyjaefnanna<
Síðar urðu miklar greinir milli þeirra tengdaféðg-
anna og allt út af fjármunum. Verður í því efni
að vísa til frásagna séra Friðriks Eggerz í ævi-
sögu hans.
Sveinn Guðmundsson, síðar prestur í Árnesi,
átti eitt sinn, eftir að hann -var kominn í tengdií
við Skarðverja, leið vestur á Skarðströnd. Séras
Friðrik og Jón Pétursson voru þá orðnir háaldr-
aðir menn. Sveinn hitti séra Friðrik og sagðist eiga
að bera honum kveðju frá Jóni tengdasyni hans.
Friðrik spurði um heilsufar Jóns og Sveinn svar*
aði því til, að sjónin væri farin að deprast, og
einkum væri heyrnin orðin dauf. Þá svaraði gamli
Friðrik: „Hafið þér reynt að tala við hann ura
peninga?"
Heimasæturnar úr Akureyjum reyndust allac
sæmdarhúsmæður, og þar sem þeirra er getið í
heimildum, er vikið að hjálpsemi þeirra og ríkrj
mannlund.
Blaðapappír
Bóka- og skriípappír
Umbúðapappír
Smjörpappír
Salernispappír
Pappi ti! iðnaðar
Pappírspokar
Umslög
Stílabækur
Teikniblokkir
S. Árii«is4»n & Co.
Hafnarhvoli 5, sími 2-22-14.
Frá Fiimlandi:
Frjáls þjóð - Laugardaginn 17. desember 1960
9