Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.01.1961, Síða 3

Frjáls þjóð - 28.01.1961, Síða 3
IBS i i ui i - l l ...id«..ja ik I i “ i i i . i ' - Þátttaka islands í r I IV. heimsmeistarakeppnin í handknattleik karla innan- húss hefst eftir um það bil mánaðartíma. Mun íslenzka úrválsliðið, er þátt tekur í þessari keppni leggja af stað héðan sunnudaginn 26. febr. n.k. Þar sem nú er svo stutt til keppninnar er ekki úr vegi að reyna að gera sér nokkra grein fyrir möguleikum ís- lands. Eins og kunnugt er tókst okkur að komast beint í loka- keppnina. En fyrirkomulag hennar er þannig, að þeim 12 þjóðum, sem þátt taka í henni Svisslendingum, sem óefað verða áhorfendur að þeim leik með því að haga skipt- ingum þannig, að ekki komi fram þær leikaðferðir, sem beita á gegn Sviss. Þá mætti og t. d. geyma algjörlega ann_ an markVörðinn og nota hann síðan gegn Sviss, en mark- verðir þeir, sem við höfum á að skipa verja markið á mjög ólíkan hátt. Undirbúningur íslenzka liðsins er góður, þeir hafa æft nú um nokkurra mánaða skeið í húsi, er skap- ar þeim eðlilegar aðstæður, hvað vallarstærð snertir. Er „Hnípin þjóö í vanda“ Enski prófessorinn Ritchie Calder fór í langa rann- sóknarför til Kongó á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Hann lýsir í þessari giæin ástandinu sem ríkti í Kongó, þegar að- stoðar S. Þ. var leitað. Próf. Calder hefur í mörg ái skrif- að i frjálslynd ensk blöð og ritað margar bækur. Nið« urlag greinar hans birtist í næsta blaði. er skipt í 4 riðla, 3 þjóðir í hverjum. ísland er í riðli á- samt Sviss og Danmörku.'Það ér almennt álitið, að Dan- mörk sé sterkust meðal þess- ara 3 landa. Um getu Sviss- lendinga er Mtið vitað. Þeir voru ekki með í siðustu heimsmeistarakeppni, en hafa á árunum 1959 og 1960 leikið við Austurríkismenn og Frakka. Hafa leikir þeiri'a við þessar þjóðir yfirleitt verið mjög jafnir og tvásýnir. Hér heima hefur sú hugmynd komið fram, að ekki eigi að leika nieð okkar sterkasta liði gegn Danmörku, þar sem sá leikur sé hvort sem er tapað- ur, heldur eigi að leggja höf- uðáherzlu á leikinn gegn Sviss, reyna að vinna hann og komast þar með áfram í keppninni. Þessi hugmynd er síður en svo óskynsamleg, þegar það er haft í huga, hversú mikilsvert það er fyr- ir Svisslendinga að kynnast leikaðfei'ðum okkar sterkustu manna, en þeir eiga að leika gegn íslandi daginn eftir leik þess við Danmörku og geta því athugað okkur nákvæm- lega. Hitt er svo líka atriði í málinu, að stórt tap fyrir Dönum í'ýrif mjög álit okkar sem liandknattleiksþjóðar á heimsmælikvarða og gerir okkur érfiðara fyrirumsamn- inga um landsleiki í fram- tíðinni. Iíeppilegra væri því, að stilla upp okkar sterkasta liði 'gégn Dönum, en reyna jáfnframt að villa um fyrir því ekki óeðlilegt að vona, að geta liðsins sé nú mun meiri en í ferðum þess á undanförn- um árum. Komist ísland á- fram í keppninni, þá má telja víst að við eigum mögu- leika á 6.—8. sæti í keppn- inni og mundi sú frammi- staða vera íslenzkum hand- knattleiksmönnum til mikils sóma. Eitt atriði má einnig benda á í sambandi við för þessa, en það er mismunandi túlkun á handknattleiksregl- unum í hinum einstöku lönd- um. Norðurlöndin hafa yfir- leitt fylgt fram nokkuð strangari túlkun á þeim, en löndin í Mið-Evrópu. Austur- Evrópulöndin hafa og yfir- leitt hallazt að stefnu Norð- urlanda í þessum efnum. Nú virðist vera uppi hreyfing um að samræma túlkunina á reglunum og virðast nú V.- Þjóðverjar líka vera að snú- ast á sveif með Norðurlönd- unum í þessu efni. Má t. d. nefna að í leik Dana og Svía s.l. laugardag voru dæmd 15 vítaköst og 2 mönnum vísað út af fyrir harðan leik, en dómarinn í þeim leik var vesturþýzkur. Túlkun okkar hér heima hefur yfirleitt færzt í þá átt nú hin síðari ár að leyfa meira og að hegna ekki eins strangt og áður var. Verða því hinir íslenzku leikmenn að átta sig fljótt á því, þegar á hólminn kemur, ef strangur dómari dæmir leiki þeirra og aðlaga sig þá Framh. á 7. síðu. í Kongó býr kjarnorkualdar- maðurinn á næsta leiti við steinaldai-manninn. Kaþólski nektorinn við Louvain há- skólann, — sem er kunnur eðl- isfræðingur og hefur starfað á vegum bandarísku kjamorku- málanefndarinnar — sýndi mér dag nokkurn eina kjarn- orkuverið í Afríku, sem var gætt af Marokkó-hermönnum Sameinuðu þjóðanna. Ðegi síðar tók ég'í hönd vingjarn- legs, en illa útleikins manns, sem tilheyrði mannætukyn- stofni í Kasai-héraði. Þá var norskur Rauða kross læknir að búa um sár hans eftir öll- um nýjustu reglum læknislist- ai'innar. Daginn sem Krústsjoff krafðist þess á þingi S. þ., að Dag Hammarskjöld léti af störfum, var ég handtekinn af hermönnum úr þjóðarhernum í Kongó, sem nú æðir um landið eins og herflokkar á miðöldum i E\æópu, liðsfor- ingja laus, án þess að fá laun eða mat, og illa æfður. Ég kynntist forstöðumanni Forminiere, það er alþjóðlegt námu- og trjáiðnaðarfélag, í Luluaborg, sem framleiðir um 80% af öilum iðnaðardem- öntum veraldar. Hann var á- hyggjufullur vegna Baluba- mannanna hans, þeir voru hans ski'ifstofumenn og beztu námaverkamenn. Nú voru þeir famir að berjast við Lulua-ættbálkinn með spjót- um, eitruðum örvum og ný- tízkulegri vopnum — hjól- hestakeðjum! Það er ótrúlegt en satt, að þegar Kongó varð „sjálfstætt" vár það þrátt fyrir sína gífur- legu afkomumöguleika skilið eftir gjaldþrota og algerlega lamað. Jafnvel þótt tekizt hefði að vernda lög og rétt, hefðu Kongóbúarnir orðið að glíma við erfið efnahagsleg, þjóðfélagsleg og stjórnarfai's- leg vandamál. Þótt atburðirnir þar hefðu ekki orðið þess valdandi að öryggisráðið gripi í taumana, hefðu Kongóbúar éngu að síð- ur þarfnazt viðtækrar al- þjóða-hjálpar, sera hefði num- ið miklu meiru en sú tækni- hjálp sem S. þ. hafa hingað til veitt nokkurs staðar. Belgarnir höfðu svo sannar- lega getað af ásettu ráði hindrað Kongóbúa í því að afla sér æðri menntunar, þvi þá hefðu þeir verið færir um að leysa Belgana, sem sátu í öllum þýðingarmiklum stöð- um, af hólmi. í öllu Kongó, landi sem er 11 sinnum stærra en England og þar sem 13.5 millj. manna búa voru aðeins 17, sem höfðu lokið embættisprófi. Þar var ekki einn einasti Kongóbúi I læknir, en 761 evrópskur, þ. e. a. s. einn læknir á hverja 18 þús. ibúa. Margir kongóskir tækni- menn voru til, — aðstoðar- menn lækna, aðstoðarmenn á rannsóknastofum, skrifstoíu- menn og vélsmiðir, — með góða miðskólamenntun. En á meðan Belgir riktu í Kongó gátu þeir aldrei, hversu dug- gátu innfæddir aldrei, hversu duglegir sem þeir voru og hversu lengi sem þeh' höfðu starfað, aflað sér víðtækari menntunar, svo þeir gætu tek- ið við ábyrgðarstörfum. Það er rétt að háskólinn í Louvain, sem var stofnaður fyrir 7 árum, stóð Afríkúbú- um opinn, þrátt fyrir and- stöðu stjórnarinnar og fyrir það á móður-háskólinn i Louvain heiður skilinn. Kongó-ráðuneytið var mót- fallið því að innfæddir fengju aðgang að lækna- og lögfræði- deildum og einnig að aðrar deildir en þær, sem þjálfuðu menn einungis til hagnýtra starfa t d. í landbúnaði, væru settar á stofn. Forstöðumenn nokkurra stærstu iðnfyrir- tækjanna voru farnir að skilja að þeir urðu að sniðganga hin pólitísku sjónarmið og not- færa sér hæfileika hinna inn- fæddu, sem ekki var lengur hægt að ganga framhjá. „Hefðum við vitað hváð mundi gerast,“ sagði einn af forustumönnunum í Union Miniéte, „hefðum við byrjað á þvi fyi’ir 5 árum.“ Hann minntist á áætlun S. þ. um að fela þeim Kongóbú- um, sem til þess væru hæfir, störf sem krefðust sérþekk- ingar, láta þá veita forstöðu háskóianámskeiðum og senda þá til útlanda til þess að afla sér frekari menntunar. „Hefðum við vitað!" Hversu langt mun líða þar til Kongó- búar verða færh’ um að taka við stjórn mála i landi sinu? 50 ár sagði harðsoðinn Belgi, annar sagði 15 ár og sá þriðji taldi það vera 5 ár. Robert Gardiner, sem er vararitari í fjárhagsnefndinni fyrh' Af- ríku og var sendur á vegum S. þ. til Kongó til þess að að- stoða við að skipuleggja stjórnarkerfið, næstum frá grunni, segir að Kongó geti bæði orðið fyrirmjTidarríki og jafnframt auðugasta riki í Af- riku, ef jafnvægi kemst þar á i stjórnmálum og ábyrgir stjómmálamerm fá völdin i sínar hendur. Það er alls ekki ósennilegt að þessum skilyrðum verði fullnægt, og einmitt af þeim sömu orsökum, sem Belgir eru nú gagnrýndir fyrir. 1 landinu voru ágætir alþýðu- skólar fyrir hálfa millj. nem- enda, og þar eru góðir mið- skólar, sem veita „lægri“ tæknimenntun, t. d. hafa þeir aðstoðarmenn lækna, sem ekki hafa hlotið liáskóla- menntun, 10 ára skólagöngu að baki, fyrst bóklegt nám í 6 ár og síðan 3—4 ára starf á sjúkrahúsinú undir leiðsögn lækna. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuniri tetur, að éftir slikt nám þurfi aðeins að bæta við þriggja ára háskóla- námi til þess að þessir menn geti orðið fulimenntaðir lækn- ar. í þessu augnamiði hefur WHO (alþjóðaheilbrigðis- málastofmínin) þegar sent 60 þeirra til Evrópu. „Hefðum við vitað .... “ hvenær vissu þeir? Enda þótt Belgar yfirgæfu landið, án þess svo mikið sem að reyna að afhenda hinum innfæddu völdin á skipulagð- an hátt, höíðu þeir undirbúið brottförina, en á mjög þröngu sviði. Árið áður en Kongó fékk sjálfstæði sitt fluttu Belgar allt fjánnálavaldið til Briissel. Þeir fluttu gullforð- ann burt undir þvi yfirskini að hann ætti að notast til þess að tryggja ellistyrki og til að- stoðar við belgíska flótta- menn. Fé til að launa kongóska verkamenn við ýmis opinber fyrirtæki og fé sem átti að greiða með fyrir opinber störf var einnig fært yfir í belgíska banka. Ski’ifstofan, sem sá um öll clearing-viðskipti bæði i innflutningi og útflutriingi, var í Belgíu. Áður en Kongó varð sjálfstætt, var því búið að svipta ríkissjóð þess mestu af hans eignum. Árið 1957 nam verðmæti þessara eigna 10 milljörðum belgískra franka, eða meira en 70 milljónum enskra punda — en í árslok 1959 að- eins 500 milijónum franka, eða 3,5 millj. enskra punda. Aðalbankinn hafði fyrir stuttu átt Kongó-peninga að verðmæti 5 milljarða franka, en 30. júní 1960, þegai’ landið fékk sjálfstæði, komst nýja stjórnin að raun um að hún skuldaði belgíska jöfnunar- bankanum 2 milljónir franka. Það er vissulega einkennileg staða hjá landi sem flytur árlega út vörur fyrir 139 millj- arða franka. Á því skal vakin athygli, að öll þessi viðskipti áttu sér stað, áður en óeirð- irnar hófust í júlímánuði. Ég var ekki viðstaddur þeg- ar óeh’ðimar áttu sér stað og ég get á engan hátt gert mik- ið úr þeim. Ég sá hvergi brotna rúðu, hvergi rærida búð og enga brennda bygg- ingu í Leopoldville. Kongó stóð svo sannarlega ekki í björtu báli. Luluaborg, mið- stöð Kasaihéraðs, var einnig ósködduð. í hinu fína evr- ópska hverfi, með breiðgötum og fyrsta flokks gistihúsum voru belgísku húsin algjör- lega jafngóð, nema hús land- stjórans og embættismanna hans, en þar var hiri nýja stjórn setzt að. Sömu sögu er að segja frá öðrum höfuð- stöðum. Einu brenndu húsin, sem ég sá voru í smáþorpum og hverfum innfæddra, þau höfðu eyðilagzt í kynkvisla- erjum. Uppreisnin i Force Publique (þjóðarhernum) skelfdi Belg- ana, sem flúðu yfir Kongó- fljótið og yfir landamærin til Rhodesíu. Það er vissulega einkennilegur her. Ég spurð- ist fyrir úm það í Kongó, hversvegna belgísku liðsfor- ingjarnir úr þeim her hefðu fyrstir manna runnið af hólmi. Ég fékk þetta svar: „Hvað gei'ir ljónatemjarinn, ef ljón- ið, sem hann hefur vanið við að mala, verður skyndilega að Framh. á bls. 7. fsÉÍawi..hb ■ Émisjakmas sm m mm ^ * b áð mainMi mm i Fr jáls þjóð — Laúgardaginn 28. janúar 1961

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.