Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.12.1961, Blaðsíða 10

Frjáls þjóð - 16.12.1961, Blaðsíða 10
jprásögn þessa hef ég eftir eldri manni, sem vill ekki láta rutfns síris, geti&: Oröa- lagi hahs hef ég aS nokkn/ breytt, en efni þáttar þessa ekki. — Scenskir og þýzkir vísinda- - menn reiknuðu það út árið 1910, að svokölluð hala- stjarna Halleys ætti að yerða nœst jörðu 18. maí kl. 3% að morgni þess 19. Og yrpi hún þá, eða hali hennar, svö nalœgt ' jörðu, að hœtta gœti - af stáfað. í maí-blöðum ísa- foldar 1910 er þess getið, aö halastjárnan sé talin liœttu- laus. Einnig er þess getið þar,. að fólk ;í Frakklandi og Sviss hafi orðið mjög hrætt. Einn- ig að fólk í Reykjavík hafi lagzt í rúhiið af hræðslu, og sumir seldu af sér fötin, sem trúðu því, að heimsendir væri þegar í nánd. — Enda litu márgir svo á, að fáfróð- ur almúgi hefði enga ástæðu til þess að efast um það, sem sprenglærðir vísindumenn hefðu þegar reiknað út. Aðr- ir vo'ru litt trúaðir á spádóm þennan og vildu jafnvel halda því fram, að þeir vísu menn hefðu áður spáð heims- endi, og ekki hefði spádóm- ur sá komið frafn. Þannig voru skoðanir manna skipt- ar, eins og gengur, og við- brögð þeirra margvísleg eftir því. Margar sagnir heyrðust , um þetta, bœili sannar og orðum auknar. .„ Sagt var, að sumir liefðu búið sig undir dauðann á þann hátt að éta allan bezta matinn, sem til var á heim- ilinu og hylla svo Bakkus á eftir. En svo voru aðrir, sern gáfu sig lítið að matnum, en því meir að bœnalestri og að fara með gott orð, eins og það var orðað á þeim árum. n sagan var þannig, að eldri hjón hefðu byrgt vandlega alla glugga og troð- ið upp í baðstofutúðuna, svo halastjarnan kæmist ekki inn. En „fátt er svo með öllu iilt, að ekki boði nokkuð gott“, svo segir gamalt mál- tœki, því einnig varð þessi spádómur til þess að sam- eina það,.sem var súndurskil- ið: Maður' einn hafði skilið vjð-konu sína fyrir mörgum árumj og háfði hún flutt í annað hérað, en honum datt þá x hug að leita haha uppi, ef ske kynni að hún vildi vera hjá honum síðustu stundir lífs þeirra, Þegar hann kemur aftur úr ferðinni, er konan með hónxun, og eftir það er sagt, að 'þeim hafi ekki dottið í hug að skilja. Karl nokkur austur á lándi hafði strax og hami heyfði tíðindi þessi far- ið að.kynda ofninn sinn svo að lútinn var venjulega um 50:—60 gr. Ilann œtlaði nefni- lega, sagði fólkið, að venja sig við velgjuna, syo hann gæti jafnvel þolað hitann frá halastjörnunni, Bóndi einn á Norðurlandi hafði átt að HERRADEILDIIM ER A AIMIMARftl HÆÐ KARLMANNAFÖT FRAKKAR HATTAR TREFLAR SOKKAR SXÖR SKYRTUR BINDI NÆRFÖT AUSTURSTRÆTI :: II. HÆÐ :: VÖRUVAL :: Á ÖLLUM HÆBUM segja, þegar hann heyrði þetta, að hann legði bara á hann Vitlausa-Rauð sinn og fengi sér eitthvað í gogginn, áður en endirinn kœmi. Og svo sagan af honum Gvendi og konu hans. Gamla konan var alltaf að spyrja Cvend að því annað slagið, hvort hann kynhi nú faðirvorið, en Gvehdur yar nú ekki alveg viss um það. Varð henni þá að orði: „Guð hjálpi þér mað- ur, hvernig heldurðu að drottni lítist á það, þegar þú kemur yfir?“ Og þannig áttú þau að spjalla um kvöldið, því þau gátu ekki sofnað, þar til þau heyrðu einhvern skruðning í túðunni, þá vóru þau ekki í neinum vafa um, hvað væri á ferð — en. í því datt eitthvað á gólfið og í myrkrinu heyrðist: „Mjú, mjá,“ kisa gamla var þá að koma af veiðum. Hún hugs- aði fyrir mörgundeginum. Hana varðaði ekkert um þessa halastjörnu vísindanna. J^jér varð þessi dagur sér- staklega míhnisstæður, vegna þess 'að faðir mihn fór með mig \þennanr dag til prestsins. fíg átti að vera vikutíma Njá honum, því ég skyldi ferníast um Vorið, Mig f • ■ ■ minnir, að.’ tíð vœri fremur góð þetta \vor. Góð vor á þeim árurii voru mér' alltaf œvintýri, éjtir langa,dimma og kalda vetur, þarna fram . undir fjöllunum. Prestssetr- ið var mpð neðstu bæjum sveitarinndfr, nœrri þvi niðr- undir sjó. 'Það var því orðið áliðið dags, er við komum til prestsins. Elclci höfðum við setið þar lengi inni, er prest- ur bar talvð að heimsendin- um og hálastjörnunni. Og auðskilið v.ar það af orðum hans, að hann lagði trúnað á spádóm þennan og að í hon- um var geigur um, hvað nótt- in bœri í skáuti sér. Og rœddi prestur um þetta við pabba fram og aftíir á meðan hann stóð við. Skilja mátti það á presti, að fremur gœti hann sœtt sig við örlög þessi, að sœtt væri sameiginlegt skip- brot. ; egar pabbi fór að sýna á sér fararsnið, sagði prest- ur, að hann færi ekkert í kvötd, það vœri orðið svo framorðið, og svo vœri leið- inlegt að vita af honum ein- Úm á ferð um nóttina,,ef spá- dómurinn rœttist. En við það var ekki komandi að pabbi færi að gista. Prestur gekk þá með honum fram að tún- hliði, sem hann þó gerði ekki venjulega við gesti sína. Ég þóttist taka eftir því, að því meir sem prestur talaði við föður minn um þennan kom- andi hetmsendi,-'þeim mun hughægra varð honum. Hann presturinn og menntarrutöur- inn hafði sótt styrk til fá- tœka, ólœrða afdalabóndans. Þarna sem þeir stóðu og kvöddust við hliðið virtust þeir mjög ólíkir að ytra út- liti og kannski líka hið innra. Hestamir voru orðnir éróleg- ir, það virtist vera kominn í þá ferðahugur. að leyndi sér ekki heldur, þegar pabbi fór á bak, að þeim var létt um sporið fram á við, jafnvel léttara en niður éftir. Og pabbi virt- ist mér vera jafn léttur á. brúnina og áður. Þegar hann hafði kvatt mig, lét hann hestana spretta úr spori og kvað við raust sína gömlu. úppáhaldsvísu: Við skulum tveir á þólmi hér hefja geira messu, þótt ei fleiri fylgi mér fyrðar eiri þessu. Hann var ekkert að brjóta. heilann um heimsendi þetta kvöld, hann faðir minn; hann œtlaði bara heim til sín, þar sem heiðaþokan var að teygja sig niður í fremstu drög dalsins. S JÓ Fyrsta hljóniplatan A Parlophone, með Jjessum mikilhæfa söngvara er nú kominn á markaöhm. Lögin eru: — FJÓLAN — BÍ Bí OG BLAKA GÍGJAN — STORMAR Framúrskarandi vel sungin hljómplata, sem allir [>urfa að eignast. fAlkíniv h.f. (hljómplótudeild) 10 Fvjáls þjóð — Laugardasrinii 16. 4i»s. 198Í.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.