Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.12.1961, Blaðsíða 12

Frjáls þjóð - 16.12.1961, Blaðsíða 12
p Við viljum fá peningana aftur ■ - og að þer geri gagn j segir Eugene Biaek, bankastjóri Alþjóöabankans \ Alþjóftabankinu berst oft í tal hérlendis á hinum. „síðustu og verstu“ tímum. Við birtum hér viðtal, sem bandarískur blaðamaður átti, ekki fyrir löngu, við aðalbankastjóra AI- þjóðabankans, Eugene Black, þar sem bankastjórinn skýrir frá viðhorfum sínum — og bankans. að mætti ef til vill ætla, að ráðsmennska yfir billjón- um dollara myndi gera mann harðlyndan, þurran i fasi og ómannblendinn. Þannig hefur þó eltki farið fyrir Eugene Black, hirium 62 ára banka- stjóra Alþjóðabankans. Þegar ég heimsótli liann i aðalstöðv- um bankans í Wasliington D. C., varð fyrir mér hár, grann- ur og bláeygur maður, sem hlær oft og virðist alltaf reiðu. búinn'til þess að tala við gesti og gangandi. Þess verður raunar hvergi vart þar i Al- þjóðabankanum, að menn þyk- ist þurfa, eða vera færir um að leysa vandamál vanþróaðr- ar veraldar í dag eða á morg- ' un. Hér fer fram sá þáltur al- þjóðlegrar samhjálpar, sem einna minnst er um talað. Verkin eru unnin á grundvelli hagsýni og raunsæis og án þess að lúðrar séu þey.ttir eða bumbur barðar. Með þessari afstöðu dregur bankinn dám af hinum slægvitra manni, er við stjórnvölinn stendur. J En — fyrst nokkur orð um bankann, sem hann stjórnar.! Alþjóð'abankinn er stofnaður árið 1944. Iiann er runninn imdan rólum Sameinuðu þjóð- anna og er tengdur þeim sem sérslök deild. Aðild að lionura eiga 68 þjóðir, næstum öll að- ildarríki SÞ., að járntjalds- rikjunum undanskildum. 1 fyrstu varð bankinn cingöngu að treysta á framlög ineðlima- þjóðanna sem höfuðstól og ráðstöfunarfé, cn nú verður liann þeim sifellt óháðari með því að selja eigin skuldabréf og hluta af útlánum, og jafn- vél með því að fá fjármagn einkaaðila lagt fram til sér- stakra verkefna. Bankinn hefur verið gagn- rýndur fyrir það að vera of íhaldssamur. Ég spurði Black, hvað hann áliti um þetta. „Sekur“, svaraði hann með sterkum Suðurrikjahreim. „Við erum íhaldssamir. Við höfum tvær reglur. Við viljum fá lán- in endurgreidd, og við viljum, að peningar okkar geri eitt- hvert gagn. Ef til vill er það gamaldags, en ég held að það sé skynsamlegt. Við höldum fast við það, að rannsaka hvort vit sé í að leggja fé i þetta eða liitt. Þótt undarlegt megi virðast er citt af aðal vandamálum okkar að finna verkefni, sem við getum lagt fé í. Við sendum raunverulega út leiðangra til þess að leita Eugene Black. að þeim. Eitt atriði, sem mjög hefur verið misskilið, er það, að það er enginn skortur á fé frjáls þjóð Laugaxdaginn 16. desember 1961 til útlána. En það er takmörk- uð upphæð, sem einn einstak- ur lántaki getur fengið. Hugsum okkur, að við legð- um fram alla þá peninga, sem eitt land kynni að vilja fá. Gæti landið notað þá? Gæti það tekið við peningunum, án þess að það orsakaði verð- bólgu? Á það yfir að ráða nægri tæknilegri þeltkingu? Ef það vill t. d. stofna til námugraftar, — getur það þá komið liráefninu í verð? Pen- ingar eingöngu eru ekki alltaf einhlít ráðstöfun, og geta jafn- vel orðið til þess, að skotið sé á frest að gera hluti, sem þyrfti að gera. Ég er hræddur um, að of mikil áherzla hafi verið lögð á fjárupphæðina, en ekki næg á það að verja fénu vel. Á sviði alþjóðlegrar sam- hjálpar hefur bankinn tals- verða sérstöðu. Þveröfugt við t. d. Tæknihjálp Sameinuðu þjóðanna er hjálp hans við fá- tækar þjóðir rekin hreinlega á grundvelli viðskiptasjógar- miðs. Þegar starfsmenn bank- ans tala um að einhver sé „verður láns“, eins og þeir gera reyndar oft, miða þeir ekki við neina framtiðar- drauma, heldur hreint og beint við það, hvort fyrirtæk- ið muni skila hæfilegum af- rakstri. Bankinn aflar mests hluta f jármuna sinna með þvi að selja skuldabréf um -allan heim (mestur hluti fjárins kemur nú frá \ -Evrópu), og þessir aðilar vilja auðvitað fá arð af siiium peningum. Bauk- inn lætur því væntanlega lán- takendur gangast undir stranga rannsókn, áður en bann leggur fram eyrisvirði. Jafnvel þegar loforð liefur verið gefið fyrir láni er það borgað út i smáskömmtum, líkt og þegar fullorðin pipar- mey hjálpar ungum og eyðslu- sömum systursyni. Á síðasta ári lánaði bank- inn t. d. 66 milljónir til jiess að stofna járnnámur i Maure- taníu, 44 milljónir dala til þess að aðstoða stáliðnaðinn i Jap- an, 70 millj. dala til járnbrauta i Indlandi o. s. frv. um allan lieim, samtals 658 milljónir dala árið 1960. Á starfstíman- um liefur fé bankans, alls rúm- ar 5000 milljónir dala, fariS til 55 landa og hefur orðið til þess að ýta undir margvís- legar framkvæmdir, svo sem til þess að opna Bangkok fyrir stórskipum og byggja sjálf- virkar simstöðvar í Eþíópíu. Ekki hafa öll þau 265 fyrir- tæki, sem styrkt hafa verið,. heppnazt út i æsar, en það er stolt bankans og gleði, að hver einasti lántaki hefur staðið fullkomlega í skilum.“ „Lykillinn,“ sagði Black, „er að skipuleggja réttan hraða í þróuninni. Það er ómögulegt að koma fram endurbótum í nokkru landi með ytri efnum Framh. á 7. síðu. FRAHEIÐUM: í allt að 4 litum og einnig með vaxi öðrum eða báðum megin: Hér er aðeins talið hið helzta, sem hægt er að framleiða Fáið upplýsingar Kjá oss, ef þér þurfið á ofangreindri prentun að halda, eða annarri. AimuniPBfiyi h.f. Sími 1-1640. — Pósthólf 1396. '•— Reykjavík. Súkkulaðiumbúðir og aðrar sælgætisumbúðir. ★ Karamellupappír í rúllum og örkum. ★ , Umbúðapappír í rúllum og örkum, fyrir kjöt, fisk, brauð o. fl. ★ Smjör- og smjörlíkisumbúðir úr staniol-, folíu- og pergamentpappír. ★ Flösku- og glasmiðar. ★ Límrúllur áprentaðar í öllum breiddum. ★ Sellophan-umbúðir í rúllum og örkum.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.