Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.03.1962, Page 1

Frjáls þjóð - 03.03.1962, Page 1
BERGUR SIGURBJORNSSON: Sjálfsagt sjá flestir lesendur blaðsins strax, hvaðan þessi mynd er. Hún er af einum sögufrægasta kaupstað þessa lands, Seyðisfirði, og Strandartindi, sem gnæfir yfir kaup- staðinn öðrum megin fjarðarins, gegnt Bjólfi. — Á opnu blaðsins í dag er grein um mál nokkurt, sem valdið hefur allmiklum hita austur þar undanfarið og ályktanir dregnar af því máli. , SAMSTAÐA VINSTRI MANNA Það má mikið vera, ef það verður ekki síðar talinn höfuð- kostur þeirrar ríkisstjórnar, er nú fer með völd, að hún hafi opnað augu fjölmargra vinstri- sinnaðra manna í landinu fyrir því, hver höfuðnauðsyn það er í íslenzkum stjórnmálum, að þeir staldri nú við, hvar í flokki sem þeir eru, leggi raunhæft mat á aðstöðu sína og endur- skipuleggi baráttuna á þann iveg, að nokkra von megi hafa um, að hér komi ekki til valda Alfreð og Hannibal ætla að vera kyrrir hjá kommum Utilokað má nú telja, að samstarf náist milli Mál- fundafélags jafnaðarmanna og þjóðvarnarmanna um samstarf í kosningum þeim, sem fram fara til bæja- og sveitastjórna í vor eða um stofnun nýrra stjórnmála- samtaka. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu áður, liafa undan- farið farið fram viðræður milli þriggja aðila, Málfundafélags vinstri manna, þjóðvarnar- manna og Málfundafélags jafn- aðarmanna um kosningasam- starf í komandi bæjarstjórnar- kosningum og myndun nýrra stjórnmálasamtaka vinstri manna, sem óháð væru erlendu valdi, jafnt í austri sem í vestri. Strandar á háff-kommum. Þegar frá þessu var sagt hér í blaðinu á sínum tíma olli það miklu fjaðrafoki í herbúðum kommúnista, sem sáu í hendi sér, livílík hætta þeim var bú- in, ef af slíku samstarfi yrði. Þjóðviljinn birti strax viðtal við Alfreð Gíslason lækni, for- mann Málfundafélags jafnaðar- manna, þar sem hann hélt því blákalt fram, að samstarf vinstri manna strandaði á þjóðvarnar- mönnum! Sannleikurinn í þessu máli cr sá, eins og komið hefur fram í greinum Gils Guðmundsson- ar hér í blaðinu, að þetta sam- starf og myndun nýrra stjórn- málasamtaka strandaði, eins og fyrr, á því, að Alfreð og sálu- félagi hans, Hannibal, gátu ekki hugsað sér að slíta félags- skapnum við kommúnista, en vildu fá þjóðvarnarmenn og aðra vinstri menn með sér í Alþýðubandalagið, til þess að „styrlcja aðstöðu sína gegn kommúnistum.“ í slíkum skrípaleik vildu þjóðvarnarmenn ekki taka þátt. Óróleiki í mái- íundafélaginu. Vitað er, að mikiil óróleiki er í Málfundafélagi jafnaðar manna, vcgna þessarar afstöðu Alfrcðs og Hannibals. Á félags- fundi, er haldinn var fyrir viku, flutti Hannibal „eina af sínum áhrifarikustu ræðum“ um nauð- syn þess að leita nýrra samn- inga við komma um áframhald Alþýðubandalagsins. Kom þar, að tillaga eftir hans höfði var samþykkt með sjö atkvæðum (fimm fyrir utan Alfreð og Hannibal), en allir aðrir fund- armenn sátu hjá og lýstu því sumir yfir, að þeir teldu sig óbundna af stuðningi við félag- ið, cf það héldi áfram samstarfi við kommúnista. Af þessu er ljóst, að þeir Al- freð og Hannibal standa mjög höllum fæti í kommúnista- þjónkun sinni og vafalítið, að ekki muni allir meðlimir mál- fundafélagsins fylgja þeim á eyðimcrkurgöngu þeirra í póli- tíkinni. Hallelúja! Það vakti enga smáræðis athygli hjá hernámsblöðun- um á Islandi, þegar Banda- ríkjamönnum tókst Ioksins að senda mannað geimfar á Ioft. Þau kcpptust um hvert ætti stærsta fyrirsagnaletrið, rétt eins og cinhver þáttaskil hefðu orðið í mannkynssög- unni. Greinarnar um málið Framh a Dls 5 aftur ríkisstjórn, sem geri meginstefnu núverandi stjórn- ar í innanlands- og utanríkis- málum að sínum málstað. Þetta má þegar merköa á þeim umræðum og blaðaskrifum, sem um þessi mál hafa orðið að undanförnu, umróti því, sem nú er í öllum gömlu flokkunum og þeim kröfum, sem óbreytt- ir flokksmenn gera nú til for- ystumannanna um endurmat á afstöðunni til samstöðu vinstri- manna í baráttunni gegn þeirri skefjalausu einstaklingshyggju, sem verið er að rótfesta í þjóð- félaginu. Til þessa virðist það hafa tafið fyrir raunhæfum aðgerð- um til að sameina þá, sem sam- an geta staðið og saman eiga að standa, að umræður hafa verið nokkuð á reiki um það, hvernig sameiningu eða sam- stöðu vinstri manna skyldi háttað. Vissulega er hér um ýmsar leiðir að ræða, og varðar að sjálfsögðu miklu, að menn geri það upp við sig, hvaða leið muni árangursríkust til að ná settu marki. Hér skal lítillega rætt um þær tvær höfuðleiðir, sem að undanförnu hafa verið efst á baugi hjá mörgum, þó fleiri kæmu sjálfsagt til greina: 1. Samvinna núverandi þriggja stjórnarandstöðuflokka í kosningum með sameigin- legum framboðslistum. 2. Stofnun nýrra stjórnmála- samtaka vinstrimanna, sem laus væru við fortíð gömlu flokkanna, og persónulegan ríg og sárindi gamalla flokksforingja. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að fyrri leiðin sé sú, sem gera mætti ráð fyrir, að væri árang- i.rsríkust. Má sem dæmi nefna, að nylega kom saman á fund hér í bæ nokkur hópur manna úr öllum stjórnarandstöðu- flokkum og utan flokka. Urðu fundarmenn sammála um að vinna að því, að Framsóknar- ! flokkurinn, Þj óðvarnarflokkur- inn og Sósíalistaflokkurinn sam- einuðust um einn framboðslista í komandi borgarstjórnarkosn- ingum. Ég dreg það mjög í efa, að Þjóðvarnarflokkurinn mundi skerast úr leik um að taka þátt í slíku samstarfi, ef hinir flokk- arnir samþykktu það fyrir sitt leyti. Þó mundu þjóðvarnarmenn að sjálfsögðu setja ákveðin skilyrði fyrir aðild sinni að slíku samstarfi. Gagnvart Framsóknarflokkn- um yrði m. a. það skilyrði sett, að barizt yrði af heilindum fyr- ir vinstristefnu og girt fyrir það, að loforð um vinstristefnu FYRIR kosningar, breyttust í ihaldssamvinnu cftir kosning- ar. Um kosningasamstarf, sern^ Sósíalistaflokkurinn væri aðili að, mundu vafalaust sett þau skilyrði af hálfu Þjóðvarnar- flokksins: 1. að Sósíalistaflokkurinn lýsti yfir opinberlega, að hann hefði slitið öllu sambandi við kommún- istaflokk Sovétríkj- anna og tæki ekki við fyrirskipunum þaðan (þ. e. hliðstæða yfirlýs- ingu og Axel Larsen gaf nokkru fyrir síð- ustu kosningar í Dan- mörku. 2. að Sósíalisríaflokkur- inn lýsti yfir opinber- lega, að haun mundi ekki senda fulltrúa á þing konimúnista- flokka annarra landa, og ekki velja þá 'menn til framboðs eða trún- aðarstarfa, sem setið hefðu slík þing eða kynnu að sækja þau, sem einstaklingar í framtíðinni. 3. að málgögn Sósíalista- flokksins væru ekki notuð til að flytja á- róður fyrir kommún- ista eða ríki, þar sem kommúnistar hafa með einhverjum hætti kom- izt til valda. Framh. á 9. síðu.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.