Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.03.1962, Síða 3

Frjáls þjóð - 03.03.1962, Síða 3
frjáls þjóö Útgefandi: Þjóðvarnarflokkur íslands. Ritstjóri: Magnús Bjamfreðsson, abm. Framkvæmdastjóri: Jafet Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Bryndís Sigurjónsdóttir. Áskr.gj. kr. 14.00 á mán. Kr. 84.00 >/2 ár, í lausas. kr. 4.00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419. Setning: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun: Prentsmiðjan Edda h.f. Hlakkar í toppkrötum T Tm það hefur nokkuð verið rætt hér í blaðinu, að all- miklar horfur virðast vera á því, að Framsóknarflokk- urinn sé æ meir að snúast til hægri í stjórnmálabaráttu sinni. Ýmis viðbrögð flokks- ins og blaðs hans, Tímans, upp á síðkastið hafa bent tii þess, að hægri mennirnir innan flokksins séu að ná undirtökunum í flokkrlum og ætli sér að táka upp nánari samvinnu við afturhalds- og hernámsflokkana. Nægir í því sambandi að benda á ferðalög ,,ungra“ framsóknar- manna um landið á vegum hernámssinnafélagsins Varð- bergs. Um síðustu helgi var hald- inn miðstjórnarfundur. Þar gerðist sá atburður, að Her- mann Jónasson, sem verið hefur formaður Framsóknar- flokksins um áratuga skeið, baðst undan endurkosningu, sem formaður flokksins, og í hans stað var kjörinn Ey- steinn Jónsson,; í stað Ey- steins var svo Helgi Bergs verkfræðingur kosinn ritari flokksins. Hermann Jónasson bar því við, að hann teldi sig orðinn of gamlan til þess að gegna formannsstöðu flokksins og að hann teldi rétt, að yngri menn tækju meira við foryst- unni. T/Ússulega er það alltaf virð- ' ingarvert, þegar fullorðn- ir menn skilja gang tímans og viljá leyfa ungum mönn- um að spreyta sig við það að leysa vandamólin. En því er ekki að neita, að illur grun- ur hefur læðzt að mörgum í sambandi við þessi formanns- skipti i Framsóknarflokkn- um. Er hér ekki' einfaldlega um það að ræða, að hægri mennirnir eru orðnir ofaná i flokknum, Reykjavíkurvald- ið hafi tekið völdin í flokkn- um, hugsi til samstarfs við íhaldsöflin í von um feita bita og Hermann hafi ekki brjóst í sér til þess að leiða flokkinn út á þá feigðar- braut? Til þess gætu a. m. k. viðbrögð Alþýðublaðsins sl. sunnudag bent. í aðalgrein á forsíðu stendur m. a. þetta: „Um langt skeið hefur starf- að hópur manna innan Fram- íóknarflokksins, sem hefur verið í harðri andstöðu við forystu flokksins og alveg sérstaklega við stefnu Tím- .ms. Þessi hópur er undir for- ystu NÝRRAR TEGUNDAR FRAMSÓKNARMANNA (Lbr. F. þj.), en það eru ung- ir mennta- og embættis- menn, aðallega í Reykjavík og stærri kaupstöðum. Þessir menn eru orðnir langþreytt- ir á forystu Hermanns og Eysteins, enda hafa þeir fé- lagar ráðið öllu í flokknum, siðan þeir boluðu Jónasi burt. Andstöðuhópurinn hefur mjög sterka línu í utanríkis- málum. Forystumenn hans eru allir harðir lýðræðissinn- ar, sem vilja ekkert makk við kommúnista, ekkert dek- ur við þjóðvarnarmenn og fyrirlíta tvískinnung Tímans í þessum málum. Þessir menn telja til dæmis, að Framsókn hefði átt að hafa samstöðu með stjórnarflokkunum í ut- anríkismálum og styðja þá í landhelgismálinu. Þegar Hermann lætur af störfum, styrkist þessi and- stöðuhópur. Völd manna eins og Ólafs Jóhannessonar, Jóns Skaftasonar, Jóhannesar Elí- assonar, Björns Fr. Björns- sonar, Tómasar Árnasonar og fleiri, verða meiri en áður.“ \ nægja toppkratans, er rit- ar þessa forsíðugrein Al- þýðublaðsins sl. sunnudag, leynir sér ekki. Hann gerir sér miklar vonir um, að nú hafi „hin nýja tegund fram- sóknarmanna ... ungir emb- ættis- og menntamenn, aðal- lega í Reykjavík og stærri kaupstöðum“ náð undirtök- unum í flokknum og muni sveigja hann lengra til hægri, til þess að geta þegið bitl- inga úr hendi erlends fjár- magns og hreiðrað betur um sig sem milliliðir á vinnu og afurðum bænda þessa lands. Ef til vill væri hægt að bæta eins og einum úr hópnum i hvert ráðuneyti? Þessir menn þurfa ekki á ráðum „manna úr kartöflugörðum á Austurlandi', eins og einn hinna nýju framsóknar- manna komst að orði á Varð- bergsfundi nýlega, til þess að segja sér fyrir um utan- ríkismál. Þeir vilja meira hermang, meira bi'ask, meiri spillingu og meiri gróða í eigin vasa, eftir forskrift toppkrata. Vonandi tekst heilbrigðum framsóknar- mönnum úti á landi, að koma í veg fyrir þessa þróun mála. Um forystumenn hér í Rvík virðist því miður veik von. FLUTNINGAR Á FLJÚTUM EVRÚPU |jAÐ er svo sannarlega ekki ný bóla, að ár og fljót Evr- ópu séu notuð sem flutninga- leiðir. Forn-Grikkir ráku verzlun milli Jótlands og hinn- ar gömlu hafnar Massalíu, sem við í dag nefnum Marseille. Og álitlegur hluti þeirrar verzl- unar fór fram eftir „vatns- vegum“ Evrópu, aðallega auð- vitað hinni miklu elfu Rín. Rómverjar hinir fornu notuðu Rín mikið sem samgönguleið. Sagnir lierma, að á dögum Rómverja hafi það komið fyr- ir, að um hana sigldi 600 skipa floti. Á bökkum Rínar reistu Rómverjar kastala og virki og lögðu grundvöllinn að ýmsum borgum, sem enn standa, svo scm Mainz, Neus og fleiri. Á miðöldum óx enn þýðing Rín- ar, hún varð að alþjóðlegri verzlunarleið og tengdi saman Norður- og Suður-Evrópu, og með aukinni verzlun uxu borg- ir Rínarlanda og auður þeirra. Við tilkomu gufuskipanna óx umferð enn um Rín og þverár hennar. • í DAG og cinnig borgir inni i landi. Skipaskurðakerfi Vestur- Þýzkalands mun í dag vera á þrettánda hundrað .kilómetra á lengd. Við Rín eru margar hafnir, sumar geysistórar. Talið er, að um þær fari árlega um 134 milljónir tonna af alls konar varningi. Þegar tillit er tckið til þess, að um allar liafnir Vestur-Þýzkalands inni i landi f DAG er skipaumferð um Rin geysimikil, svo og um þver- ár liennar. Og börnum tuttug- ustu aldarinnar nægir ekki Frá höfninni í Duisburg —Ruhrort. þær ár, sem móðir náttúra hef- ur myiidað. Geysimikið net skipaskurða licfur verið graf- ið í all-ar áttir og tengir saman iðnaðarborgir Rulir-héraðsins Yngsta kynslóðin elst upp á skipunum, þar til skóla- \ gangan hefst. fara árlega um 171 milljón tonna varnings verður ljóst, hversu geysimikla þýðingu Rinarliafnirnar hafa. Og um 80 milljónir tonna, af þeim 134 millj., sem um Rinarhafnir fara, koma erlendis frá, eða eru flutt'ar út. Málmgrýtið frá Skandinaviu er flutt beint til iðnaðarborg- anna á skipum; kolunum, sem fara eiga til Eystrasaltsland- anna er skipað út i sörnu höfn-- um. Talið cr, að a. m. k. sextíu þúsund manns vinni við „inn- anlandssiglingar" i Þýzka- landi, þar af um 30 þúsund á sjálfum skipunum. Meir en 8500 skip sigla á Vestur-þýzk- um ám og skipaskurðum, og burðarmagn þeirra samanlagt er um 4 milljónir lcsta. Af þessum tölum er ljóst, hversu gcysimikla flutninga liér cr um að ræða. Stærsta meginlandshöfn Þýzlcalands, og um leið sú stærsta i heimi, er i Duisburg -Ruhrort. Samanlögð strand- Icngja hafnarinnar þar er um 44 kilómctrar og um höfnina fara árlega um 18 milljónir lonna. Þar koma árlega um 5000 skip og þar er aðalmið- stöð skipaferða um Rin og hins þýzka skipaskurðakerfis. Ýmsir furða sig á þvi, að á þessari öld hraða og tækni i samgöngum skuli jrað vera tal- ið borga sig að flytja svo mik- ið af vörum á hægfara fljóta- skipum og gert er. En sér- fræðingarnir cru í engum vafa Framh. á 8. síðu. Frjáls þjóð — Laugardaginn 3. marz 1962

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.