Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.03.1962, Side 6

Frjáls þjóð - 03.03.1962, Side 6
SVIPMYNDIR FRÁ GALDHAOLD V. Sr. Jón Þumlungur „Þær kvalir, sem eg reyndi, voru ekki sama slags eða með samri pínuaðferð, heldur stórum umbreytilegar á öllum tímum og svo ég mátti sínu sinni sitt og hvert reyna. Stundum var ég svo sem undir ofurþungu fargi kraminn og klesstur, svo sem þá maðkur er marinn eða ost- ur fergður, svo að magn og máttur var allur í burt tek- inn, og í því fargi var þess á milli svo að finna sem líkam- inn væri pikkaður með brennandi eða glóandi smá- nálum, svo þétt um holdið svo sem til að jafna er menn finna til náladofa. Stundum lá ég í bóli, svo ég tók and- köst, svo mér fannst ekki bet- ur en logi og báleldur léki um allan líkamann og sér- deilis brjóstið, og blossinn fannst mér fram af fingrun- um líða, svo ég vissi ekki annað en ég mundi til „ösku uppbrenna, svo mig undraði að holdið var óskaddað. Stundum var holdið utan um beinin svo til að finna svo sem krúandi maðkaveita, svo sem vellandi og spriklandi væri, með hræðilegum of- bjóð.“ Hér að framan er skráð lýsing sr. Jóns Magnússonar á veikindum þeim, sem hann varð að þola, og taldi vera yfirnáttúruleg, enda var slík- ur sjúkdómur óþekktur vestra, en sr. Jón var prest- ur á Eyri í Skutulsfirði. Veik- indi þessi hófust fyrir alvöru aðfaranótt sunnudagsins 21. september 1655, en þá var sr. Jón staddur að Kirkjubóli í Skutulsfirði, og ætlaði að messa í bænhúsinu þar dag- inn %ftir og taka heimafólk til altaris. Ábúendur á Kirkjubóli voru Snæbjörn Pálsson, en hann hafði beðið prest að messa fyrrnefndan dag, Sturli Bjarnason og Jón Jónsson, meðhjálpari. Dag-- inn eftir hafði prestur náð sár og vildi nú hefja altaris- þjónustuna. Hann hafði heyrt þann orðróm, að ósam- lyndi ríkti milli heimilisfólks- ins, og bað það að láta af slíkum ósóma, en Jón með- hjálpari svaraði því til, að ekkert væri hæft í þessu. Aftur á móti bar sumt fólkið, að prestur hefði rétt að mæla, og vinnukona ein, Ásta Narfadóttir að nafni, ákærði Jón sem meðhjálpara, fyrir að hafa barið sig svo, að hún féll við. Jón viðurkenndi þetta, þegar prestur tók hann á eintal, en þá hafði öll þessi rekistefna farið svo í taug- arnar á eldra Jöni, að hann vildi sem minnst við prest tala á eftir. Eftir þennan atburð tekur allt að siga á ógæfuhliðina fyrir presti, því að hann verð- ur altekinn af ókennilegri veiki, þegar hann kemur heim frá Kirkjubóli, og árinn sjálfur og hans útsendarar léku lausum hala, svo að sr. Jón mátti ekki koma í skugga, svo að hann yrði þeirra ekki var. Heimilis- fólk prests fór einnig að veita þessu athygli, enda heyrðust nú brestir stórir í rúmbrík- um og rúmfjölum á nóttum. Tapaði fólk svefni og varð svo rænulaust af öllum þess- um undrum, að það hafði ekki rænu á að róa til fiskj- ar, Nú fannst Jóni presti nóg komið af svo góðu, svo að hann mannar sig upp og fór til Súðavíkur á fund vinar síns, Þorláks Arasonar lög- réttumanns. Hjá Þorláki var staddur Magnús Magnússon, sýslumaður í Vestur-ísafjarð- arsýslu. Tjáði Jón honum vandkvæði sín og heimtaði, að hann tæki málið fyrir og gripi þá Kirkjubólsfeðga, en þá taldi hann valda að veik- indum sínum. Varð þetta til þess, að Magnús skrifaði Gísla Jónssyni, umboðsmanni Þorleifs Kortssonar sýslu- manns í Norður-ísafjarðar- sýslu bréf, en undir hann féll málið. Hélt sr. Jón heim- leiðis eftir þetta, en á leiðinni frétti hann, að þeim feðgum hefði verið gert viðvart, enda komst prestur fljótlega að raun um, að þeir hugsuðu honum þegjandi þörfina fyr- ir kæruna. Fyrsta sunnudag í aðventu komst hann að því undir messu, að nú hefðu óvinir hans gert sér æðigald- ur, svo að hann þorði ekki annað en að flýta messu- söng, sem mest hann mátti, til að forða hneyksli. Þetta lánaðist, en ekki komst sr. Jón lengra ,en út að kirkju- dyrunum, því að hann varð svo hræddur, þegar hann leit heiðan himinn, að hann hafði engin ráð önnur, en að fleygja sér niður 1 kórdyr með útbreiddum örmum. Kom nú felmtur mikill á sóknarfólk og grétu margir af meðaumkun yfir sr. Jóni, og atburðurinn hefur fengið svo mikið á stúlku eina, að hún missti bæði mátt og mál. Um miðjan desember var svo þingað í máli þeirra feðga, en rétt áður en þing- ið fór fram vildi svo til, að Jón Sveinsson böðull fékk flog mikil, þegar hann kom til Eyrar, en böðullinn átti að vera til taks, ef á þyrfti að halda. Ekki þurfti þingið þó á hans aðstoð að halda að þessu sinni, því að þeim feðg- um var dæmdur tylftareiður, sem þeir áttu að inna af hendi á næsta vorþingi. Var sr. Jón óánægður með þessi málalok, en það var óþarfi, því að málstaður þeirra feðga hafði versnað að mun með- an á þinginu stóð, því að Gísli Jónsson hafði, er hann fór til Kirkjubóls í rannsókn- arferð, fundið blöð með galdrastöfum, sem unnt var að rekja til þeirra feðga, enda brá eldra Jóni mjög, er hann frétti um funcjinn, og sonur hans sór fyrir allan galdur. Þeir feðgar hafa þá séð bálið fyrir sér. Það er frá Jóni presti að segja, að hann fann strax nóttina eftir þingið til fyrri sjúkleika, sem hélst síðan næstu mánuði og fór versn- andi. Presti þótti illt við slíkt að búa, syo að hann ritaði bæði Magnúsi sýslumanni og Þorleifi Kortssyni bréf, sem innihéldu lýsingu á veik- indum hans og kæru á hend- ur Kirkjubólsfeðgum, en þeir sýslumenn vildu ekki sinna kærunum í fyrstu, enda var vorþing ekki komið. Þó fór svo, að Magnús sýslumaður taldi sig ekki geta lengur við svo búið látið standa, og lætur handtaka þá feðga, en þó ekki fyrr en eftir nokkra bið. Gengu þá þær sögur, að þeir ætluðu að verja hendur sínar með skotvopnum, en til þess kom ekki, þegar hand- takan fór fram. Jón yngri var í haldi hjá Gísla Jónssyni, en eldri Jón hjá Magnúsi Magn- ússyni. Voru þeir báf5ir vel haldnir í fangelsinu og hinir sællegustu, þegar á þingið kom, en það var haldið á Eyri f Skutulsfirði í apríl- mánuði 1656. Á þinginu voru menn fyrst hræddir um, að erfiðlega. mundi ganga að fá fram játningu. Kom þá tii tals að láta pynta þá feðga Framh. á 8. síðu. TJg brá mér um daginn austur á Seyðisfjörð. Seyðisfjarðarkaupstaður var, á fyrri hluta þessarar aldar, og raunar ekki síður fyrr, eitt mesta athafnapláss þessa lands. Þaðan var rekin mikil útgerð og starf við hana var mikið í landi. Þar var hinn raunverulegi höfuðstaður Austurlands, hvernig sem á var litið, enda um langt skeið sérstakt kjördæmi. ’ Einhvern veginn hefur farið svo, að hamingjusól Seyðisfjarðar hefur lækkað á lofti, meðan aðrir kaupstaðir í sveit og við sjó, hafa blómg- azt á Austurlandi. Á Seyðis- firði eru álíka margir íbúar og voru fyrir nokkrum ára- tugum. Atvinnutæki þau, er bærinn hefur komið upp, hafa ekki borið sig, (eða ekki verið látin bera sig?) og hin- ir vísu forráðamenn bæjar- félagsins hafa afhent hinum vísu landsfeðrum fyrirtækin, svo þeir gætu haldið áfram að tapa á þeim, landsfeðurnir hafa svo sagt margt ljótt, — en púkihn á fjósbitanum fitnað, — þið skiljið ef til vill hvað ég á við? Hvernig víkur þessu eigin- lega við? Á Seyðisfirði er ein- hver bezta höfn landsins frá náttúrunnar hendi, mig minn- ir að ég hafi séð langt og ýt- arlegt vottorð upp á það frá þeim mikla sjómanni, Ás- geiri heitnum Sigurðssyni. Fjörðurinn er, eins og rauriar Austfirðir yfirleitt, svo að- djúpur, að bryggjurnar þurfa ekki að ná nema örfáa metra út í sjóinn, og geta stór haf- skip athafnað sig við þær. Ef síldinni þóknast að heimsækja ísland, (og það gerir hún vafalaust, svo lengi sem blessuð „Viðreisnar“- stjórnin situr) liggur Seyðis- fjörður ákaflega vel við veiðisvæðum, þegar líður á sumarið. Þetta vita útlenzkir mæta vel og kunna að not- færa sér, enda munu koma miklu fleiri útlend skip til Seyðisfjarðar, en á nokkra aðra höfn á íslandi. Landinn hefur líka séð sér leik á borði og reynir að græða á útlenzk- um, þó hvergi nærri nóg. Hann selur þeim rándýrt brennivín og hræbillegt lambakjöt. — Lambakjötið kunna útlenzkir engu síður að meta. ♦ ♦ að kvað vera skrambi erf- itt fyrir norska sjómenn að gabba þarlenda skatt- heimtumenn. En Norsararn- ir, sem stunda síldveiðar við ísland, eru sagðir kunna ráð við því. Þegar síldarvertíð- inni er lokið, sigla þeir inn á Seyðisfjörð og kaupa íslenzkt dilkakjöt og sigla með það til Noregs. Þar selja þeir kjötið á sama verði og dilkakjöt kostar þar, en áður geta þeir lagt á 100 prósent, eða meira. Og því minni síld, þeim mun meira kjöt og skattfrjáls hagnaður. En hvernig stendur á því, að þeir komast upp með þetta í Noregi? Jú, — svarið er ósköp einfalt. Þar dettur nefnilega engu . yfirvaldi í hug, að íslendingar séu svo andsk.... vitlausir að selja kjötið svona ódýrt. Hafa þeir ef til. vill rétt fyrir sér? Sem sagt, það getur tæp- lega talizt handvömm skap- arans, að ekki er mikil og al- menn velmegun á Seyðisfirði. Og þeir, sem kynnzt hafa seyðfirzkum sjómönnum, og reyndar Seyðfirðingum yfir- leitt, vita vel, að ekki er ó- dugnaði, leti eða skussahætti þeirra um að kenna. Þá höfum við það; staður- inn er mjög vel gerður frá náttúrunnar hendi, fólkið duglegt. Hvers vegna geng- ur þá svona margt á aftur- fótunum? Það þarf engan Sérlokk Hólms til þess að finna það út. Það gerir púk- inn á fjósbitanum . .. Hver sá púki, eða púkar eru, sjá Seyðfirðingar von- andi fyrr en síðar og sjá svo um, að hann verði annað hvort að sleppa þráðum at- hafnalífs úr sinni dauðu hendi, ellegar deyja úr ó- feiti ,en nóg um það. ♦ ♦ TT'yrir skömmu kom upp mikið hitamál á Seyðis- firði, eins og nokkuð hefur verið skýrt frá í blöðum. Það var, þegar naumur meiri 6 Frjáls þjóð — Laugardaginn 3. marz 1962

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.