Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.03.1962, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 03.03.1962, Blaðsíða 7
hluti í bæjarstjórninni sam- þykkti að selja þau hluta- bréf, sem bærinn átti í Síld- arbræðslu Seyðisfjarðar h.f., en bærinn (Bæjarsjóður og Hafnarsjóður) átti þar um 97 prósent allra hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld á fimmtánföldu nafnverði og auðséð er á frásögnum sumra blaða, að reynt er að sýna Seyðfirðingum framá, að þarna hafi þeir gert skolli góð kaup, jafnvel platað stóru kallana fyrir sunnan ofboðlítið. En sé nú tekið tillit til þess, að bærinn keypti þessi sömu hlutabréf á áttföldu nafn- verði fyrir sex árum og síðan hafa stóru kallarnir fyrir sunnan verið óþreytandi við að minnka krónuna okkar, svo skráð gengi hefur verið fellt um nær 200 prósent, þá fer nú glansinn að fara af tölunni fimmtán. Hvers vegna í ósköpunum eru mennnirnir þá að selja? Því er hreint ekki svo auðvelt fyrir ókunnugan utanbæjar- mann að svara, en þó skal reynt að draga nokkrar á- lyktanir af ýmsum pappír- um, sem ónafngreindir Seyð- firðingar laumuðust stundum til þess að sýna mér, eftir að skyggja tók ... Fyrst og fremst skal það gert vegna fólks í öðrum kaupstöðum, sem þarf að standa vel á verði gagnvart peningaveldi einstaklinga og banka á næstu árum, þegar sú þróun, sem hófst við , sparifjárránið úr innláns- deildum og sparisjóðum úti á landi, á að ná hámarki, sam- kvæmt „hagfræðilegum út- reikningum hinna dómbær- ustu manna“, f. h. „Viðreisn- ar “st j órnarinnar. ♦ ♦ T-vaú tíðindi gerðust austur á Seyðisfirði, laust fyrir miðjan janúar sl., að Sveinn Benediktsson, formaður stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins (hér á eftir SR) fór þess á leit við bæjarstjórn Seyðisfjarðar og Síldar- bræðsluna h.f. á Seyðisfirði (hér á eftir SBS), að menn frá þessum aðilum kæmu suður til viðræðna við stjórn SR um stækkun á síldarverk- smiðju SBS og aðrar ráðstaf- anir til aukinnar síldarmót- töku á Seyðisfirði. Einhvern veginn fórst það fyrir að ræða þetta mál í bæjarstjórninni á Seyðisfirði, í stað þess var það rætt í meiri hluta Fjárhagsnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar (!) og hún sendi síðan tvo menn til viðræðna, annar þeirra var bæjarstjórinn (!). Hinn var einn af framámönnum íhaldsins. Auk þeirra fór svo formaður stjórnar SBS til viðræðna suður. Hafa þeir fé- lagar hlotið gælunafnið strokumenn austur þar. M ♦♦ ér gafst kostur á að sjá skýrslu þeirra þre- menninganna um förina, hún er hið skemmtilegasta plagg, full af tilraunum til þess að telja fólki trú um, að hér hafi verið um „alvörusendi- ferð“ að ræða. Strax um kvöldið, þegar þeir komu til höfuðborgar- innar, áttu þeir viðtal við Svein Ben. Ekki kemur fram í skýrslunni, að Sveinn hafi neitt ymprað á því, að SR vildi kaupa SBS. En snemma næsta dag gengu þeir á fund Emils ráðherra Jónssonar og skýrir hann þeim þá frá því, að „ríkisstjórnin hefði samþykkt, að heimila stjórn SR að leita hófanna um kaup og yfirtöku á eign- um SBS, með það fyrir augum, að afkastageta síld- arverksmiðju SBS yrði auk- in í ca 5000 mál á sölar- hring, í höfuðdráttum sam- kvæmt tillöguuppdráttum og áætlunum, sem stjórn SBS hafði látið gera.“ Sveinn garmurinn Ben. hefur auðsjáanlega ekkert vitað um þetta mál kvöldið áður! Sveini Guðmundssyni í Héðni hafði verið falið af stjórn SBS að leita tilboða erlendis í yélar, sem gætu aukið afkastagetu SBS upp í a. m. k. 5000 mál á sólar- hring. Gaf hann þeim félög- um þær upplýsingar, að hann hefði fengið tilboð í vélar til þessa, með hagstæðum greiðsluskilmálum. Síðan segja „strokumenn“ frá viðræðum sínum við stjórn SR. Stjórnendur SR lögðu, að sögn sendimanna, mikið kapp á, að samningum yrði hraðað sem mest. í þessu sambandi kemur fram ákaf- lega sakleysisleg klausa, sem segir margt um baktjalda- makk, sem átt hefur sér stað einhvers staðar og einhvern tíma, sennilega á Seyðisfirði sl. sumar: „Sendimenn Sf. tóku fram, að þeir væru hér aðeins komnir til viðræðna og til þess að hlusta á mála- Ieitanir“. (Lbr. F. þj.) Sendimenn ræddu við tvo ráðherra, vegna ríkisábyrgð- ‘ar á lántökum, ef Seyðfirð- ingar vildu ekki selja SBS og til stækkunar kæmi, þá Emil og Gunnar. Hétu þeir því báðir, að ábyrgðin skyldi veitt, að uppfylltum laga- skilyrðum. „Rétt er að geta þess, að báðir þeir ráðherrar, sem sendimenn ræddu við, virt- ust telja eðlilegt, æskilegt og hagkvæmt fyrir Seyðisfjarð- arkaupstað, að SR fengi keypt hlutabréf Sfk. í SBS. Þeir tóku samt báðir fram, að ríkisstjórnin vildi á engan hátt hafa nein áhrif á á- kvörðun bæjarstjórnar Sfk. í því efni.“ Ónei, ekki aldeilis! Oíðasta viðtalið, sem þeir ^ félagar rekja, áttu þeir við alla bankastjóra Útvegs- bankans sameiginlega. Sendi- menn höfðu áður rætt um það, bæði við ráðherra og stjórn SR, að nauðsynlegt væri, að framkvæmdir við stækkun SBS stöðvuðust ekki, á meðan samningaum- leitanir færu fram. Hafði Emil sýnt á þessu skilning, stjórn SR lítinn. Bankastjór- arnir tóku þunglega þeirri málaleitan, að bankinn veitti ábyrgð vegna kaupa á vél- um til stækkunar SBS, og hvöttu bankastjórarnir ein- dregið til þess, að bæjar- stjórnin gengi að tilboði SR. Viðvíkjandi aðstoð visuðu bankastjórarnir á útibús- stjórann á Seyðisfirði. Þetta er í stuttu máli ferða- saga þeirra þremenninganna. Ekki virðast þeir hafa leitað til neinna annarra lánastofn- ana en Útvegsbankans og engar aðrar tilraunir hafa gert til þess að afla fjár til framkvæihda við SBS á veg- um bæjarins. Þeir létu sér Framh. á 8. síðu. I LÆSTAH TT'yrir nokkru var að þvi vikið hér í blaðinu, að Málfundafélag jafnaðar- manna hefði gert fallega samþykkt um nauðsyn þess, að vinstri öfl þessa lands sameinuðust. Var þá jafn- framt varpað fram þeirri spurningu til málfundafé- lagsmanna, á hvern hátt þeir teldu, að framkvæma ætti slíka sameiningu: Hvort þeir væru reiðubúnir til þess að slíta samstarfi sínu við kommúnista og ganga til samstarfs við raunverulega vinstri menn í þessu landi, eða hvort þeir ætluðu að halda áfram að leika eitt hlutverkið í skrípaleik þeim, sem nefnist Alþýðubandalag. Undanfarið hafa viðræður farið fram milli þjóðvarnar- manna, Málfundafélags vinstrimanna og Málfundafé- lags jafnaðarmanna um hugs- anlegt samstarf. Allan þann tíma hafa fulltrúar Málfunda- félags jafnaðarmanna reynt að fara í kring um það, sem var rætt, og jafnan reynt að binda sig sem mest við þann eina möguleika, að hinir að- ilarnir gerðust aðilar að Al- þýðubandalaginu, undir því yfirskyni, að þeir þyrftu þar bandamenn til þess að hamla á móti yfirráðum kommún- ista þar. Strax í upphafi var full- trúum Alþýðubandalagsins gert það ljóst, að þessi mögu leiki kæmi ekki til greina, fulltrúar Þjóðvarnarflokks- ins lýstu þeirri skoðun sinni, að slík aðild gæti engu um breytt í stjórnmálaástandinu í landinu, auk þess, sem samstarf við kommúnista kæmi ekki til greina. T?n fulltrúar Málfundafé- lags jafnaðarmanna gátu ekki, eða vildu ekki slíta sig út úr Alþýðubandalaginu. DYR Hvort þar ræður meira um, að þeir óttist að missa við það einhverja þægilega bitl- inga, eða þá hitt, að þeir séu raunverulega orðnir komm- únistar, skal ósagt látið. Víst er um það, að þeir reyndu að draga málið á langinn, eins lengi og mögulegt var, báðu sífellt um nýjan og nýj- an frest, til þess að gefa lokasvar, og fengu hann lengi vel. Þó kom þar, að þeir urðu að gefa ákveðið svar. Þá boðuðu þeir til fundar í félagi sínu. Þar héldu Alfreð og Hannibal ræður og smöl- uðu ,,sínu“ liði til fundar. Kom þar, að þeir báru undir atkvæði tillögu um að halda áfram viðræðum við komm- únista. Var hún samþykkt með sjö atkvæðum, — fimm fyrir utan Hannibal og Al- freð, hinir sátu hjá! Þar að auki lýstu svo sum- ir félagsmanna yfir því, að þeir teldu sig algjörlega ó- bundna af því að fylgja Hannibal og Alfreð í hugs- anlegu samstarfi þeirra við kommúnista. Fer þá að þynn- ast hópurinn. eir Hannibal og Alfreð hafa valið, og vonandi hafa þeir gert sér grein fyr- ir því, að þeir hafa nú lokað hurðum að baki sér. Þeir, sem ekki þora að taka upp merkið í baráttunni, heldur kjósa að vera þar, sem þeir telja meiri von um lífsþæg- indi, mega ekki búast við því, að við þá verði oftar rætt. Þeir verða ekki teknir alvar- lega aftur. Vinstri menn vita, að þeir eru hálfvolgir í sínum málum og munu leyfa þeim að vera áfram í friði í sinni bitlingapólitík. Þýtt og endursagt Sendinefnd til Genf Jafnvel þar er hugsað... Sendinefnd þeirra, sem lifðu af atómsprengjuárás- irnar á Hiroshimr. og Nagasaki, leggur af stað í þessum mánuði frá Japan og fer um Honolulu og Bandaríkin, en ákvörð- unarstaðurinn er afvopn- unarráðstefnan i Genf. „Erindi þeirra er að flytja boðskap frá Hiros- hima og að reyna að fá fram alvarlega og áfram- haldandi viðleitni af hálfu allra þjóða, við að stöðva allar tilraunir með kjarn- orkuvopn og vígbúnaðar- kapphlaupið". Segir í fréttatilkynningu frá Reyn olds lávarði, sem nú er staddur í Japan ásamt fjölskyldu sinni, til þess að skipuleggja aðgerðir friðarhreyfinga þar. George Willoughby, einn þeirra, sem skipulögðu gönguna miklu frá San Francisco til Moskvu, hefur annars yfirstjórn þessara aðgerða með hönd- um. Hann segir, að ef nægilegt fjármagn fáist muni tveir sendimenn frá Hiroshima og einn frá Nagasaki fljúga til Hono- lulu og þaðan til Kalifor- niu. Þaðan munu þeir svo ferðast þvert yfir Banda- ríkin og halda fundi í mörgum borgum. I New York munu þeir hitta að máli fulltrúa Sovétríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum og flytja þeim skilaboð frá borgum sínum og einnig munu þeir hitta Kennedy forseta, eða fulltrúa hans í Wash- ington, sömu erinda. I Evrópu munu þeir stanza í Lundúnum, Paris og víðar, áður en þeir fara til Genfar. Þegar er hafin fjársöfn- un til þess að. standa straum af kostnaði vegna fararinnar og hún hefur mikið verið rædd i Japan, í blöðum og útvarpi og og sjónvarpi. (Byggt á frásögn í P.eace News). Brjcta bann Félagsskapur hefur ver- ið myndaður í New York, í því skyni að brj "',a hið óopinbera bann, sem margir lyfjaframleiðend- ur i Bandaríkjunum og Evrópu virðast nú hafa sett á sölu lyfja til Kúbu. Samskonar stofnun er nú verið að stofna í Toronto i Kanada. Meðal ábyrgðarmanna þessa félagsskapar má nefna William Worthy, sem er blaðamaður og fréttaritari fyrir blaðið Peace News og Freda Kirchwey, fyrrverandi út- gefandi hins frjálslynda mánaðarblaðs „The Nati- on“. Þegar kjölur var nýlega lagður að nýjum kjarn- orkukafbáti, sem flutt geturPolaris flugskeyti, og á að bera nafnið Daniel Webster, festu friðarsinn- ar í New London i Connec- ticut upp áletranir á girð- inguna kringum skipa- smíðastöðina, þar sem því var m. a. haldið fram, að Daniel Webster myndi hvergi nærri hafa orðið hrifinn af Pólaris eld- flaugum, hefði hann mátt um það mál mæla. Þess sjást nú orðið nokkur merki, að hin tveggja ára barátta, sem rekin hefur verið i New London af friðarsinnum, sé farin að bera ávöxt. Skólanemandi hringdi, ekki alls fyrir löngu, í aðalstöðvar friðarsinna þar í borg og sagði þeim frá nýju dæmi. I skóla hans áttu nemendur ný- lega að skrifa ritgerð um fernskonar aðferðir til þess að binda enda á kalda stríðið: Að halda ó- breyttri stefnu, Að hefja „varnarstyrjöld" gegn Rússum, Samningar um afvopnun á vegum Sam- einuðu þjóðanna og Ein hliða afvopnun. Langsam- lega flestir unglinganna skrifuðu um þriðju og fjórðu leiðina. „Það er því auðséð, að jafnvel ungt fólk á þessu svæði, þar sem fólk byggir lifs- afkomu sína að mestu leyti á smíði Pólaris eld- flauga, reynir að hugsa alvarlega um heimsmálin og framtíðarmöguleika“, sagði einn af ráðamönnum friðarhreyfingarinnar. Frjáls þjóð — Laugardaginn 3. marz 1962 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.