Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.03.1962, Qupperneq 8

Frjáls þjóð - 03.03.1962, Qupperneq 8
Miðflóttaaflið og púkinn - Frh. af 7. s. nægja, að þeim var vísað á útibússtjórann á Seyðisfirði, enda þótt með ólikindum megi telja, að þeim hafi ver- ið afstaða hans með öllu ó- kunn, eins og síðar verður að vikið. ♦ ♦ ftir heimkomuna leggja þeir félagar tilboð SR fyrir bæóarstjórn. Svo virð- ist, sem meirihluti bæjar- stjórnar hafi þegar ginið við tilboði SR um söluna. En all- harðsnúinn minnihluti (4:5) í bæjarstjórn lagðist á móti sölunni og alveg sérstaklega í því formi, sem hún var framkvæmd í. Er þar enn mikill hiti í mönnum útaf þessu máli og ekki ólíklegt að þær glæður haldist enn heitar um sinn. Á meðan „sölumenn" unnu að því að koma málum sín- um fram, bæði í nefndum og meðal „háttvirtra kjósenda“ lögðu þeir og leggja raunar enn mikla áherzlu á það, að yrði ekki að tilboðinu geng- ið, myndu SR koma sér upp verksmiðju suður á fjörðum og SBS þá dragast aftur úr. Yrði hins vegar gengið að tilboðinu myndi þar komið upp tunnuverksmiðju og nið- urlagningaverksmiðju. Var þannig beitt bæði hótunum og gylliboðum, til þess að knýja úrslit fram. Hér að framan var minnzt á, að SR hefðu keypt hluta- bréfin á fimmtánföldu nafn- verði og að bærinn hefði áð- ur keypt þau á áttföldu nafnverði. Nafnverð bréf- anna mun alls hafa verið um 145 þúsund krónur, endan- legt söluverð þvi nálægt 2,2 milljónum króna. Árið 1960 voru eignir SBS . metnar af tveimur mönnum, og mátu þeir þær á 25,5 milljónir króna. Sið- an hefur gengi krónunnar verði skert mikið og ættu þessar eignir því að vera all- miklu meiri að krónutölu nú en þá og losa a. m. k. 30 milljónir. Allmiklar skuldir munu hafa hvílt á SBS, sem SR hafa að sjálfsögðu yfirtekið. Ekki hafa skuldir þessar samt fengizt sundurliðaðar, þótt minnihluti bæjarstjórn- ar hafi krafizt þess, en skuld- irnar virtust hækka mjög á þeim tíma, sem leið frá þvi að tilboðið barst fyrst opin- berlega og þar til endanlega hafði verið gengið að því. Hæst munu „sölumenn“ hafa komið skuldunum upp í 19 milljónir króna, en hafa, eins og áður sagði, til þessa ekki fengizt til þess að gera opin- berlega grein fyrix þeim. Þótt reiknað sé með því, að sú tala (19 millj.) sé rétt, (en það draga andstæðingar „sölumanna“ raunar nokkuð í efa) þá er mismunurinn á skuldum og söluverði annars vegar og matsverði fyrir nær tveimur árum hins vegar rúmar fjórar milljónir! Eftir gengisfellingar „viðreisnar- innar“ er sá munur þó hærri, eins og áður var bent á. „Sölumenn“ halda því fram, að verksmiðjan sé „ónýtt járnarusl“, og þess vegna megi teljast vel slopp- ið. Hafa verður þó hugfast, að á síðastliðnu ári gekk þar margt á afturfótunum í rekstrinum, en samt skilaði verksmiðjan nær tveggja milljón króna hreinum hagn- aði. Dálaglegar rentur af járnarusli það! Nú kunna sumir að segja: Síðastliðið sumar var óvenju góð síldveiði. Rétt er það. En kunnugir telja, að rekstur verksmiðjunnar hafi gengið á svo miklum tréfótum, að það vegi upp á móti tals- verðu síldarmagni. Hvað um það, — það ligg- ur Ijóst fyrir, að salan hefur verið klaufaleg, svo ekki sé meira sagt. Skuldir og sölu- verð eru alla vega miklu lægri en mat, — það er stað- reynd, sem ekki verður hagg- að. ♦ ♦ essi sala er um garð geng- in og hún verður ekki aftur tekin fyrir Seyðfirð- inga. En ég sagði hér að fram- an, að full þörf væri að at- huga hana vegna annarra, því að til þess eru vítin að varast þau. Þau eru orsak- irnar að baki þessarar sölu, sem máli skipta. Við þessa sölu fara saman hagsmunir peningamanna í Reykjavík, og ef til vill á Seyðisfirði líka, annars veg- ar, og hins vegar sú stefna að draga allt fjármagn úr dreifbýlinu til Reykjavíkur, „miðflóttaaflið", sem haldið hefur innreið sína í efnahags- kerfi landsmanna hin síðari ár. Yfirráð yfir fjármagni, atvinnutækjum og um leið lífsafkomu þjóðarinnar, fær- ast saman á fáar hendur og um leið gefst forráðamönn- um þessa valds í höfuðborg- inni tækifæri til þess að not- færa sér hið nýja vald til þess að hafa áhrif á gerðir fólks úti á landi á ýmsum sviðum, t. d. stjórnmálasviðinu, eða hefur nokkur heyrt fyrr orð- ið atvinnukúgun? í þessu sambandi má enn minna á sparifjárrán „viðreisnar“- stjórnarinnar úr innlánsdeild um og sparisjóðum lands- byggðarinnar, þegar fjár- magnið þaðan var hrifsað undir stjórn f jármálamanna í höfuðborginni, með ærið flekkótta æru að baki. Stjórn og forráðamenn SR hafa orðið geysilegt vald í atvinnumálum heils lands- hluta, það vald hefur enn aukizt við kaupin á SBS og það er full ástæða til þess að því valdi sé nokkur gaum- ur gefinn í framtíðinni. Formaður stjórnar SR er Sveinn Benediktsson. Svo „skemmtilega“ vill til, að hann hefur stóraukið umsvif sín á Seyðisfirði og virðist ætla að halda því áfram, á sama tíma og hann, að því er virðist, beitir nokkru valdi, til þess að knýja kaup- staðinn til þess að selja SR, sem hann er mestur valda- maður í, SBS fyrir grunsam- lega lágt verð. Eins og að framan sagði, lítur svo út, að sendimenn hafi ekki leitað fyrir sér um lán, nema hjá einum banka, enda játaði einn sendimanna, formaður síldarbræðslu- stjórnar, það á fundi í febrú- ar, að alls ekki væri full- reynt, hvort hægt væri að út- vega fé til stækkunar SBS á vegum kaupstaðarins. Banka- stjórarnir þar vísuðu eðlilega á útibússtjórann á Seyðis- firði. Og hvað gerir>hann? Þar kom að allar f/am- kvæmdir stöðvuðust við SBS, þar til á tilboðið hafði verið fallizt! Samt er hann flokksbróðir meirihluta sendimanna. — Og illgjarnir menn segja, að hann sé einn- ig góðvinur Sveins Ben. Samspilið var því fullkom- ið. Telja verður líklegt, að frá þessum kaupum hafi ver- ið gengið austur á Seyðis- firði sl. sumar, eða fyrr. — Sendiförin var bara pínulít- ið sjónarspil, sem engin al- vara var bak við. Fjármagnið var raunveru-; lega áður flutt frá Seyðis-Í firði til höfuðborgarinnar, j „réttum“ flokki hafði áðurj verið tryggð yfirráð yfir stærsta atvinnufyrirtæki Seyðisfjarðar, hvernig svo sem kosningar þar færu. — Og púkinn fitnar ... ♦ ♦ Oeyðfirðingar binda miklar vonir við hinar nýju framkvæmdir við SBS. Von- andi bregðast þær ekki. Von- andi á silfur hafsins eftir að endurreisa þennan forna höf- uðstað Austurlands, þótt nú hafi verið tryggt, að verði ágóðinn mikill, fer han'n ekki allur til Seyðisfjarðar. Og vonándi er, að forráða- menn annarra kaupstaða á Áusturlandi láti sér víti Seyðfirðinga að varnaði verða og sporni við „mið- flóttaaflinu“ í efnahagskerfi landsmanna. mb. Galdraöldin - Framhald af 6. síðu. til sagna, og var Þorleifur Kortsson helzti talsmaður þeirrar skoðunar, en sr. Jón lét sér fátt um finnast, en játar þó, að sér virðist þetta viturlegt. Til pyntinga kom þó aldrei, sökum þess að þeir feðgar játuðu á sig galdur ótilneyddir. Þar á meðal ját- uðu báðir, að þeir hefðu vald- ið veikindum prests, en auk þess stundað tófugaldur, glímugaldur, mannrúnir, gert, mönnum ýmsar skráveifur með galdri,og yngri Jón hafði rist tveim stúlkum fretrúnir með góðum árangri. Um aðra þeirra var þetta ort: Unnur lætur endann anda eftir vanda. Að þessari játningu fram- kominni var vandi dómenda leystur og hinn 9. apríl voru þeir Jónar dæmdir, til að þola þann dauða, sem galdra- manna beið. Dauðadómnum var svo fullnægt á sumardag- inn fyrsta 1656, en hann bar upp á 10. apríl. Varð eldri Jón vel við dauða sínum, en sonur hans miður. Hann vildi lengi vel ekki taka sáttarboð- um sr. Jóns, en undir aftök- una bað hann um fund prests. Var sr. Jón þá orðinn svo hræddur við galdraglettingar Jóns yngra, að hann þorði ekki að láta að orðum hans. Þegar á bálið kom, virðist yngri Jón hafa reynt að brjót- ast úr því, því að í píslarsögu segir, að eldurinn hafi reynt að skirpa honum frá sér tvisv- ar en ekki oftar. Eldsneytið var kol, hrís, tjara og lýsi, og var það ekki dulið nánustu vandamönnum þeirra feðga. Sr. Jón fagnaði því, er þeir feðgar voru teknir af, en svo var ekki um alla. Magnús sýslumaður virðist t. d. hafa dregið taum þeirra, og hann segir svo í annál sínum um árið 1656: „Brenndir tveir galdramenn, tveir feðgar Jónar á Kirkjubóli í Skutuls- Flutningar - Frh. al 3. síðu: og stöðugt eru ný úrræði tekin til meðferðar, nú siðast prammalestir, sem ýtt er á- fram af cinum báti, sem ekki er liægt að kalla dráttarbát, heldur fremur „ýtubát“, » LÍFIÐ Á ÁNUM IÐ höfum sennilega flest lesið í landafræðibókum, að austur í Kina lifi fljótafólk- ið mestalla ævi sína um borð i skipum sinum. En við þurfum ekki að fara austur til Kina. Skipverjar á þýzku fljótabát- unum haf-a margir hverjir fjöl- skyldur sínar með um borð og fljótafólkið vill ekki hafa mik- ið saman við fólkið í landi að sælda. Það mægist gjarna inn- byrðis, en „landkrabbar" eru firði sumardag hinn fyrsta; voru valdir að veikleika séra Jóns Magnússonar, og hann samt veikur eftir.“ Gæti nið- urlág þessa pistils ekki bent í þá átt, að sýslumaður hafi grunað sr. Jón um græsku? Heimildir: Pislarsaga Jóns Magnússonar, Annálar III, Alþingisbækur VI. Galdur og galdramál. L. B. Gestagangur — Frh. af 2. síðu: Eeiktjöld Gunnars Bjarna- sonar eru að vanda liin prýði- legustu, einkum stofan þeirra Auðar og Ólafs. En hvaða til- gangi gegnir hænsnanets- mynstrið á loftlierberginu? Er það kannski citt af tákn- unum? Nú hef ég sagt megoið af þvi, sem ég hef út á leikritið og sýninguna að setja, en þag- að fremur yfir liinu, sem mér þólti vcl. Að öllu samanlögðu vcrður þvi ckki á móti mæll, að leikritið Gestagangur er, þrátt fyrir allt, þróttmikið byrjandaverk, en liöfundur- inn hefur tekið sér mjög örð- ugt verkefni fyrir hendur. Leikritið virðist eiga fremur greiðan aðgang til áhorfenda, og er það útaf fyrir sig ekki svo lítið lirós. En að mínu viti liefur það ekki náð að kristallast i vitund höfundar- ins scm skyldi. Eins vildi ég óska.að Sigurður semdi í fram- tiðinni ,,plastiskari“ vcrlí1, þetta leikrit skortir innri form eða áferð, eins og mörg hefð- bundin leikrit. Það eru ekki ytri formbrellur, sem sltera úr um það, livort leikrit er ,frum- Iegt“ eða „nýtízkulegt", held- ur miklu fremur liin innri bygging, og eins að sjálfsögðu tilfinningin og hugarfarið scm bak við allt býr. Þjóðleikhúsið á þakkir skild- ar fyrir að Irafa gefið Reykvík- ingum kost á að kynnast sýn- ishorni af íslenzkri leikritun í dag. O. B. litnir óhýru auga, séu þcir að sniglast í kringum fljótameyj- ar.' Börnin fara að sjálfsögðu í land, til þess að sækja skóla, en fyrir þau eru starfræktir sérskólar. Og það er injög al- gcngt, að synir taki við stjórn skipa af feðrum sinum, þegar þeir hafa aldur til. Þótt hér hafi aðallega verið rætt um Þýzltaland fer því fjarri, að það sé eitt um fljóta- flulninga. í Vestur-Evrópu má nefna Frakkland, Belgíu, IIol- land og fleiri. Skipaskurðir þessara landa cru margir í sambandi við þýzka skipa- skurði. Þá má ekki gleyma fljótaflutningum í Rússlandi, en þar fara frain geysimiklir flutningar á liinum löngu og viðáttumiklu móðum. 8 Frjáls þjóð Laugardagiim 3, marz 1962

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.