Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 18.09.1964, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 18.09.1964, Blaðsíða 2
Hneykslaniei embættism í útvarpserindi, sem Pétur Benediktsson flutti á síðasta vetri, og birtist í Mbl. 20. febr. s.l. komst hann m. a. svo að orði: „Það er örugglega víst, að hér eru farin að myndast bófafélög, sem stunda margar tegundir glæpa og þar sem hver sakamaðurinn styður annan með ráðum og dáð '. Menn hafa síðustu mánuði staðnæmzt æ oftar við þessi ummæli bankastjórans og fundið sárt til þess, hve sönn þau eru. Hér renna ótal hlutir stoðum undir, en höfuðábyrgð hvfiir þó á æðstu valdhöfum dómsmálastjórnarinnar, hand- höfum ákæru- og dómsvalds' einkum síðasta áratuginn. Bera ekki af sér sakir Hér er ekki rúm ril að gera þessum málum nein við- hlítandi skil. Þó skal aðeins á það minnzt, sem virðist nú orðin algild regla hjá hátt- settum embættismönnum, 'að telja það þarflaust og ástæðu kiust að bera af sér sakir, sem á þá eru bornar opinber- lega. Það virðingarleysi, sem þessir háttsettu embættis- «ienn sýna sjálfir sinni eigin persónu og sú háðung og vanvirða, sem þeir bdka em bætti sínu með þessari fram- komu virðist svO lykill að á- kæruvaldinu til að læsa fyrir frekari aðgerðir af þess hálfu, sem einmitt yrði alveg öfugt í réttarríki. Ný vikutíðindi og Hiimar Hér skulu nefnd þrjú atriði þessu til staðfestu. Þegar Ný vikutíðindi íóru að skrifa um verðbréfakaup Búnaðarbankans um áramót- in 1962—1963, og viðskipri bankans við ýmsa helztu fjár- málamenn bæjarins, þ. á m. Lárus Jóhannesson, gérði for maður bankaráðsins, Jón Pálmason, þá kröfu til banka stjórans, Hilmars Stefánsson- ar, að hann hreinsaði sig af þessum skrifum opinberlega. En Hilmar svaraði með því,; arS "þao" vseri fýrir neðan virðingu sína að svara.sorp- blöðum. Síðan gerðist ekkert annað, en að eitt tbl. af Nýjum viku- ÁBYRGÐP Me& ^vf'stxjSjílS' ^Ár LjSour- Cicj'lð' fcrij(gojTr-iqa.félo,c) ©q UjSexr eTofín hcxql THYaaiKOAFÉiACS BINDIKDISMAHIÍA raugoreg! 133 . Blm! 17455 off 17347. tíðindum, þar sem fjallað var um viðskipti Búnaðar- bankans við helztu verðbréfa sölu bæjarins (Lárusar Jó- hannessonar?) var keypt upp, og stöðvuðust þar með skrif þessa blaðs um málið. Lárusarmálin Næst gerist svo það í þess- um málum, að Ágúst Sigurðs- son kærir Jóhannes Lárusson fyrir okur og fær Frjálsa þjóð til að birta kæruna. Hilmar Stefánsson og Magnús Jónsson, bankastj. koma upp um aðild Lárusar Jóhannessonar, þá dómsfor- seta Hæstaréttar að málinu. kaup bankanna, sérstaklega af verðbréfasölum. Og enn hefur Lárus Jóhannesson ekki gert neina tilraun til að bera af sér sakir. Þessi tillaga á Alþingi var felld fyrir forgöngu og með atkvæði Magnúsar Jónssonar bankastjóra, og hindraði hann þar rannsókn á sínum eigin störfum. Mun það víst eins- dæmi í þingsögunni. En um leið og þannig hef- ur verið lokað fyrir allar smugur til að leiða í ljós sann leikann í þessum málum, seg- ir Lárus Jóhannesson af sér dómaraembætti í Hæstarétti og höfðar meiðyrða- og fé- bótamál á hendur ábm. Frjálsrar þjóðar í skjóli meið- yrðalöggjafar, sem leggur að jöfnu vísvitandi rógburð og frásagnir sem eru í öllum at- riðum sannleikanum sam- kvæmar. Manndómur Lárusar var Menntaskólanemar: verðartdi embættismenn Allan þann tíma, sem mál Ágústs er í rannsókn, þegir Lárus við þeim ákæruatriðum sem blátt áfram hrúguðust upp á hendur honum, í stað þess að bera óðar af sér sakir, ef hann gat. Hann tekur sér veikindafrí úr Hæstarétti, og ðnn halda stöðugt áfram op- inber blaðaskrif um málið. Rannsókn í Ágústarmálinu er stöðvuð í miðjum klíðum, og það gerist nær samtímis, að ^ út er runnið sex mánaða veik- indafrí Lárusar úr réttinum og á Alþingi er felld tillaga frá Gils Guðmundssyni og Birni Jónssyni um að þing- nefnd rannsaki verðbréfa- ekki sá að krefjast sjálfur op- inberrar rannsóknar, sér til fríunar, sem allir menn með hreint mjöl í pokanum hefðu vissulega gert. Skattaframtöl yfir borgarfógeta Fyrir nokkru skýrði Frjáls þjóð frá því, að greinargóðir menn hefðu tjáð blaðinu, að yfirborgarfógetinn, Kristján Kristjánsson hefði ekki sent Skattstofunni skattaframtöl um nokkurt árabil. Skoraði blaðið aftur og aftur á fóget- ann og Skattstofuna að hnekkja öllum orðrómi um þetta með yfirlýsingu. Eng- in yfirlýsing hefur enn borizt blaðinu né sézt á prenti neins staðar. Vissulega er það ekki lögbrot að senda ekki skatta- framtal, en það er þó bæði vítavert og algjörlega óvið- eigandi, þegar í hlut á yfir- maður í dómaraembætti, sem vitað er, að auk fastra launa hefur mjög miklar aukaítíkj- ur, svo að það orð liggur á, og með réttu, að þetta sé eitt tekjuhæsta embætti landsins. Auðvitað verður ekki hjá því komizt, að almenningur líti svo á, að þetta sé gert til að svíkja skatt á fínan máta, og staðfestist í þeirri trú, þegar ítrekuð tækifæri til að hnekkja opinberlega þessu orðspori eru látin ónotuð, rétt eins og almenningsálitið í þessum efnum skipti er.gu máli. Hæstiréttur Sorglegast er þó það, að þetta skeytingarleysi hátt- settra embættismanna um heiður sinn og þetta virðing- arleysi fyrir almenningsálit- inu á sér nokkra hliðstæðu í þeirri ákvörðun sjálfs Hæsta réttar íslands að svara alls ekki opinberri gagnrýni, telja hæstaréttardómarana yfir alla gagnrýni hafna í starfi sínu. Það er þó vissulega alrangt að Hæstiréttur eða dómarar hans séu hafnir yfir opinbera gagnrýni, eins og dæmi sanna. Hæstaréttardómarar eru þó ekki annað en menn, og þeim er ekki síður en öðrum nauðsynleg heilbrigð gagnrýni, og þó e. t. v. öðr- um fremur. Orð Péturs Hvernig á þá að sporna við því, að þau orð sem vitnað var til í upphafi greinar þess arar, verði æ sannari lýsing á þjóðfélagi voru, þegar verðir laga og réttar virðast stuðla að þeirri þróun? Dregið á þriðjudag í happdrætti hernámsandstæðinga Fjáröflunarherferð stendur nú yfir hjá hernámsandstæð- ingum til að standa straum af miklum kostnaði við ný- haldinn landsfund við Mý- vatn og til að gera samtök- unum kleift að stórauka starf- semina. N. k. þriðjudag verð- ur dregið í happdrættinu, en meðal vinninga eru úrvals- reiðhestur, kynjaður úr Skaga firði, og listaverk eftir 12 landskunna listamenn. Skrifstofan í Mjóstræti 3 verður opin næstu daga frá 10—12 og 1—7, sími 24701. Mikíl þörf er á sjálfboðab'ð- um til að aðstoða við inn- heimtu- og skrifstofustörf. Þrjú ár eru nú liðin síðan hernámsandstæðingar efndu seinast til happdrættis. Nokk- ur tími hlýtur að líða, þar til samtökin geta aftur farið út í slíka almenna fjáröflun, og er því höfuðnauðsyn, að allir hernámsandstæðingar skilji, hve mikilvægt er að happ- drættið gefi af sér verulegar tekjur. Mikil verkefni bíða, en án fjármagns verður fátt eitt gert. Hafið samband við skrifstofuna strax í dag. Friáls bióó — föstudasinn 18. sentember 196* "/í'VVWA'// <v /t/srsl fs'Mfs/si / /VJi/£/*'i-1. ¦ . . .\\ ,v\V-\ - ...,. :\VVs,'>Y''.V.v\.\.VYvVv\VvVv.v'-;,, ¦<:*¦*,/.//// J l S l. /4 i

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.