Frjáls þjóð - 17.06.1965, Blaðsíða 3
atösmnmxxamtázsE3Mi>mBsa
FRJÁLS ÞJOÐ
Útgefandi: Huglnn h.t.
Ritstjóri: Ólafur Hannibalsson
Ritnefnd: Bergur Sigurbjörnsson (ábm.), Gils GuSmunds
Haraldur Henrysson, Hermann Jónsson, Einar Hannesson
Einar Sigurbjörnsson
Framkvæmdastjóri: Þorvarður Örnólfsson.
Auglýsingar: Ólafur Hannibalsson. x
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419.
Áskriftarverð kr. 150,00 fyrir hálft ár; i lausasölu kr. 8,00.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Geimfarar gerilsneyddlr og sótt-
hreinsaðir við heimkomuna
Að treysta á landið
Þegar Islendingar stofn-
ucSu lýSveldi á Þingvöllum
17. júní 1944, báru menn
höfuðiS hátt og horfSu von
djarfir fram á veginn. ÞrácSu
takmarki var nácS. ÞjóSin
hafcSi lokið nær sjö alda
ferli ófrelsis og undirokunar.
Nú hlaut aS hefjast ný tíð,
þar sem hið langþráða frelsi
og sjálfstæði mátti verða
traustur hornsteinn framfara
og dáða. Fluttar voru hjart-
næmar ræður, þar sem liðn-
um oddvitum frelsisbarátt-
unnar var vottuð virðing og
þökk, samtíðarmenn hvattir
til að standa trúan vörð um
fengið frelsi og eggjaðir lög
eggjan að varðveita þjóðar-
arfinn og ávaxta hann. Þjóð
in treysti á sjálfa sig og
landið, sem forsjónin hafði
gefið henni. Nú var að beita
hugviti og þekkingu til að
gera það byggilegra og
betra, svo að komandi kyn-
slóðir mættu lifa þar sem
fyllstu og ríkustu menning-
arlífi.
Sízt var það ofmælt, að
þjóðin ætti frumherjum end
urreisnarbaráttunnar á 19.
öld margt og mikið að
þakka. Ein var þó sú gjöf,
sem þeir höfðu gefið ís-
lendingum dýrmætari en
allar aðrar. Það var trúin á
sjálfa sig og trúin á landið,
fullvissan um það, að ís-
lenzk þjóð gæti lifað hér
góðu lífi, ávaxtað arf sinn
og látið hann bera nýjan
ávöxt. Til þess þyrfti hún
fyrst og fremst að öðlast
frelsi og sjálfstæði. I kjöl-
far þess kæmi þekking og
framtak til að hagnýta gæði
landsins og auðlindir þjóð-
inni sjálfri til handa. Gegnir
furðu, hve þessi trú frum-
nerjanna var máttug og
sterk, þegar þess er gætt,
hvernig þá var hér umhorfs.
Þjóðin meira en helmingi
fámennari en nú, örsnauð
að veraldargæðum, atvinnu
vegir frumstæðir og verk-
þekking takmörkuð. En
þrátt fyrir allt þetta tóku
menn heils hugar undir með
skáldinu, er sagði:
Starfið er margt, en eitt
er bræðra bandið,
boðorðið, hvar sem þér
í fylking standið,
hvernig sem stríðið þá
og þá er blandið.
Það er: að elska, byggja
og treysta á landið.
Og smám saman náðist
einn áfanginn á fætur öðr-
um á sjálfstæðisbrautinni,
unz lýðveldisfáninn var í
fyrsta sinn dreginn að húni
á Þingvöllum fyrir réttu 21
ári. Síðan er mikið vatn til
sjávar runnið. Landið hefur
reynzt þegnum sínum auð-
ugt og gjöfult, þótt enn séu
möguleikarnir hvergi nærri
hagnýttir til hálfs. Þjóðin
hefur einnig sýnt dugnað og
framtak, verið fljót að hag-
nýta tækni nútímans á ýms-
um sviðum, risið á skömm-
um tíma úr fátækt til bjarg-
álna. En á einu sviði hefur
orðið gagnger breyting til
hins verra hin síðustu ár.
Áhrifamenn, sem þjóðin hef
ur falið forystu á sviði
stjórnmála, halda naumast
ræðu án þess að leggja á
það áherzlu, hversu fáir við
séum, fátækir og smáir, at-
vinnuvegirnir ótraustir, geta
okkar lítil til að nytja auð-
lindirnar án tilkomu er-
lendra auðhringa. Haldið er
uppi af núverandi valdhöf-
um linnulausum áróðri fyr-
ir íslenzkri aðild að banda-
lögum á sviði hermála, við-
skiptamála og stjórnmála.
Hvers konar aðferðum er
beitt til að telja íslenzkri
þjóð trú um, að ein sé hún
einskis megnug, líkust ves-
ælli kænu í ólgusjó, sem
verði að bjarga sem fyrst
yfir í eitthvað hafskipið, en
það nafn gefa þessir úrtölu
menn stórveldunum og
bandalögum þeirra.
Á 21. afmælisdegi lýð-
veldisins er Islendingum
hollt að minnast þeirra
manna, sem gáfu þeim
trúna á sjálfa sig og land
sitt. Ekkert er þeim háska-
legra en að glata þeirri trú.
framhald á bls. 7
Tómarúmið er geimförum
hættulegt, en fyrstu geimfar-
amir sem snúa til baka frá
tunglinu eða Marz geta stefnt
öllu lífi á jörðunni í hættu.
Þær smáverur, sem með þeim
geta borizt geta orðið hinir
háskalegustu óvinir, sem mað
urinn hefur nokkumtíma orð-
ið við að glíma.
Þetta eru í stuttu máli nið-
urstöður nefndar vísinda
mann, sem nýlega voru birtar
í Bandaríkjunum. Hafði þá
yfirgeimfarastofnun Banda-
ríkjanna reynt í nálega ár að
hindra að þessar niðurstöður
yrðu heyrinkunnar.
NÝR SVARTIDAUÐI?
Nefndin bendir á hvernig
ýmsar smálífvemr hér á jörð-
unni hafa valdið rniklum usla,
þegar þær náðu til kynþátta,
sem ekkert mótstöðuafl höfðu
öðlazt gegn þeim. Minnir
nefndin á örlög ýmissa amer-
ískra kynþátta, er urðu fyrir
mislingum og bólusótt, sem
Art Buchwald er nú einn
frægasti háðfugl Bandaríkj-
anna. Hann hefur nú um 15
ára skeið skrifað fasta gaman-
þætti fyrir bandaríska stór-
blaðið NEW YORK HER-
ALD TRIBUNE. Fyrstu 13
árin skrifaði hann frá París
háð- og gamanþætti frá Evr-
ópu en fyrir tveimur ámm
flutti hann til Washington og
hefur síðan nær eingöngu
beitt geiri sínum að stjómmál
um og stjómmálamönnum.
Oft hefur hann hitt í mark
svo að undan hefur sviðið.
Við birtum hér nokkur sýnis-
hom af list Buchwalds lesend
um til gamans og fróðleiks:
UM GOLDWATER
FORSETA
„Öðm hvoru þegar ég hef
ekkert betra að gera, þá fer
ég að velta því fyrir mér
hvernig útlitið væri, ef Gold-
water hefði orðið forseti....
Eftir kosningabaráttu hans og
ræðum að dæma mundi það
Verða gelmfarar að sæta 3ja
vikna sóttkví og gerilsneyðingu
við heimkomu frá öðrum hnött-
um?
hinir fyrstu landkönnuðir
fluttu með sér.
Ef líf finnst á Marz eða
tunglinu getur það verið með
tvennum hætti. Annaðhvort
hefur það svipaða efnafræði-
lega samsetnjngil og á jörð-
unni eða samsetningin er allt
önnur.
vera hryllilegt að hugsa sér.
Hugurinn dofnar við að
hugsa um það. Til dæmis
mundum við sennilega vera
að varpa sprengjum á Norð-
urvíetnam á þessari stundu ..
En í fyrra tilfellinu gæti þó
verið um að ræða lífverur,
sem menn, dýr eða plöntur
hefðu . ekkert mótstöðuafl
gegn og gætu því valdið svip-
uðum usla og í áðurnefndum
dæmum.
í síðara tilfellinu gætu þess
ar lífverur valdið óbætanlegu
tjóni með því að tímgast í
samkeppni við líf hér á jörð-
unni.
Einnig er hugsanlegt að
þær gætu eyðilagt það efna-
fræðilega jafnvægi, sem lífið
byggist á, t. d. með því að
breyta einhverju lífsnauðsyn-
legu efni í form, sem jarðlíf-
verur gætu ekki notað. Ef
jurtirnar dæju af hungri,
mundu dýrin, þar með talin
maðurinn, fljótlega fara sömu
leið.
SÓTTKVÍ OG GERIL-
SNEYÐING
Vísindamennirnir krefjast
því þess, að öllum jarðvegs-
Framh. á bís. 7.
Rússar og Frakkar mundu
hvetja til nýrrar Genfarráð-
stefnu en Goldwater mundi
hafna henni . . . hann
mundi tillitslaust lýsa því yf-
ir, að hann værí að senda inn
deild úr sjóliðinu með Hawk-
eldflaugar til varnar flug-
völlum okkar . . . og kjósend
ur Johnsons mundu æpa að
vinum sínum úr Repúblikana-
flokknum, „Við sögðum ykk-
Frh. á bls. 7.
Art Buchwald:
Háðfugl í Washington
Frjáls þjóíS — fimmtudaginn 17. júní 1965.
3