Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.06.1965, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 17.06.1965, Blaðsíða 8
Bændur á Héraði mótmæla hæstaréttardómi Nefndarályktun um dóm hæstaréttar í máli bænda vegrsa stofnlánasjóðsskattsins borin fram af Sveini Jónssyni á aðalfundi íTaupfélags Hér- aðsbúa, 8. júní 1965. Út af dómi hæstaréttar í máli bænda vegna stofnlána- sjóðsskattsins, lýsir aðalfund- ur Kaupfélags Héraðsbúa 1965 yfir eftirfarandi: 1. Fundurinn telur dóm hæstaréttar eftirminnilega ó- réttlátan gagnvart bændastétt inni. 2. Fundurinn telur forsend ur dómsins „hefðhelgan rétt, reglubundin sjónarmið og eðl isrökrétt sjónarmið“ hneylksl- anleg sýndarrök til að komast fram hjá ákvæðum stjómar- skrárinnar um friðhelgi eign- arréttarins sbr. 67. gr. hennar. 3. Fundurinn telur alvar- lega horfa með réttarfarið i þjóðfélaginu ef trúnaðurinn við stjómarskrána er ekld haldinn. gefnu tilefni þessa dóms, að bændastéttin verði nú að efla betur stéttarsamstöðu sina en 4. Fundurinn telur að verið hefur, svo að hún geti á hverjum tíma mætt og hrint af sér hverri óréttmætri árás og réttarskerðingu í lög- gjöf og ákvörðunum stjómar- valda. Stöðu sína í þjóðfélag- inu verður bændastéttin að treysta með sinni eigin sam- stöðu. Geysir sýnir. Frá Afríku til (slandsstranda og Fjærst í eilífðar útsæ Geysismyndir munu í sum- ar sýna mynd sína „Fjarst í eilífðar útsæ“ víða um landið. Með þessari mynd, sem er breiðtjaldsmynd í litum, verð- ur sýnd þýzk litmynd frá Afr- íku, SERENGETI, en sú mynd hefur hlotið Oscarverðlaun sem bezta myndfrásögn árs- ins. Sýningu þessa kalla þeir Geysismenn „Frá Afríku til Islandsstranda“. Islenzkt tal er með báðum þessum myndum. Um helgina verða þessar mynd ir sýndar á nokkrum sýning- um í Hafnarfjarðarbíó. Upp úr miðjum þessum mánuði verða þær síðan sýndar um Vesturland og síðan annars staðar á Iandinu svo sem fyrr segir. Þá eru Geysismyndir að setja á markað . ódýrar* /kvik- myndir á 8 mm filmu. Eru þær einkum ætlaðar erlendum ferðamönnum, sem gjarnan vilja kaupa sér myndir af landi og þjóð til að bæta inn í það efni, sem þeir sjálfir taka á ferðalaginu hér. Einnig má vænta þess, að slíkar myndir verði vinsælar gjafir til vina og viðskiptamanna erlendis. Þessi starfsemi er nýjung hér á landi. í 9. viku sumars 1965. B.C.R. og ?öngur rónans BæjarútgerS Reykja víkur er undir allra hæstri yfirstjórn Geirs Hallgrfmssonar borgar stjóra. Á Sjómanna- daginn sendi þetta fyr irtæki sjómönnum á skipum sínum á hafi úti og öðru verkafólki kveðjur og heillaóskir með daginn. Hefði ekki verið annað en goft eitt um þennan hlý- hug BÚR að segja, ef ekki hefði verið látið fylgja kveðju þessari lag, eins og til að und- irstrika sérstaklega anda þessarar kveðju. Og þetta einkunnarlag BÚR var auðvitað út- lent með enskum texta að efni til söngur rón- ans og flökkumanns- ins, sem ekkert á, ekki einu sinni sígarettu, eins og segir í þessari iúmsku visu. Ósagt skal látið, hvort þetta val á lagi táknar ein- faldlega smekkleysi og lágkúru ráðamanna BÚR, eða hug þeirra til sjómanna á skipum fyrirtækisins og ann- ars starfsfólks. Speglastríð á Selfossi Bóndi nokkur í Ár- nessýslu, sem er jeppa eigandi, kom að máli við Lítið fréttablað og bar sig undan bifreiða eftirlitinu á Selfossi. Hann kvað eftirlitið þar fyrirskipa öllum jeppaeigendum að fjar lægja speglana á fram brettum jeppanna, en slíkir speglar eru t. d. á öllum Land-Rover- bifreiðum, sem hingað flytjast. Kvað bóndí menn eystra þykja þetta skrítið uppátæki. f Reykjavík lætur bif- reiðaeftirlitið þessa spegla afskiptalausa. Vissi sögumaður okkar til þess að kunningi hans hefði gert sér lít- ið fyrir og ekið til Reykjavikur í jéppa sínum og fengið þar skoðun á bilinn, með bá'ðum speglum!! VlSAN Þegar Guðmundur Sigurðsson var með vísnaþættina í útvarp- inu í vetur, bað eitt þingeyskt skáld annað þingeyskt skáld að yrkja nú eina bögu um atómskáldin. var þetta gert, en þótti ekki nógu mergjað, og var þá bætt úr því nær samstundis. Nú vill eitt af yngri skáldunum, kennt við atóm þakka Þingeyingunum þetta framtak með þessari stöku: Báru fyrrum bjartan skjöld bragasmiðir norðan fjalla. Hugsaði svo í hálfa öld Hriflu-Jónas fyrir alla. FjTst í stað munu koma á mark atSinn fjórar 5 mínútna mynd- ir: I) SurtseyjargosicS. 2) Myndir frá Gullfossi, Hvera- völlum og Kili. 3) Göngur. 4) Hrossaréttir. Hugmyndin er acS bæta sícSan vicS þetta safn svo acS meS tímanum vercSi á bocS- stólnum myndir frá sem flest- um stöÖum landsins. Þannig vercSur sýningarferSin í sumar jafnframt myndatökuleiSang- ur í þessum tilgangi. Loks má geta þess aS Surts eyjarmyndin hefur einnig ver- icS gefin út á 1 6 mm filmu mecS ensku tali fyrir alþjóSlegan fræcSslumyndamarkacS. Einnig hefur 8 mm útgáfa Surtseyjar- myndarinnar verið sett í al- þjócSlega dreifingu á vegum fyrirtækisins Technicolor Cor- poration í Bandaríkjunum, en notkun 8 mm kvikmynda viS kennslu færist nú mjög í vöxt í heiminum. Fimmtudagur 17. júní 1965. Dr. Gylfi og hagspekin Á aðalfundi kaupmannasam- takanna, hélt Gylfi Þ. Gíslason eina af sínum frægu endemis- ræðum. Þar hafði dr. Gylfi það eftir fiskifræðingum okkar, að fisk- stofnar hér við land væru nú svo rýrir orðnir vegna ránveiða, að ekki mætti búast við mikilli aukningu á fiskmagni því sem við gætum veitt í framtíðinni. Þetta notaði dr. Gylfi svo til að reka áróður fyrir alúmín- bræðslunni. Gylfi kom sem sé ekki auga á neitt úrræði til að mæta þessum vanda, annað en það að sætta sig við þessa þurrð á fiskstofnunum og grípa til þess að selja þá takmörkuðu orku sem við eigum í ám og jarðhita fyrir sem svarar EINN EYRI á kílówattstund, nettó eða ekkért, eins og einn lærðasti verkfræð- ingur okkar á þessu sviði hefur skýrt frá að stóriðjan muni gefa af sér. En þetta er í samræmi við alla hagspeki dr. Gylfa Þ. Gíslason- ar. Vitanlega hefði hvaða vitibor- inn maður sem var fyrst af öllu kannað hvaða möguleika við hefðum til að auka fiskstofnana, ef útlit er á að þeir séu nú orðnir hættulega litlir miðað við fram- tiðarhagvöxt þjóðarinnar, og lát- ið þegar í stað hefja athuganir og áætlanir í því skyni. Einnig hefðu ábyrgir valdhafar látið hefja rannsókn á því, hvort við gætum ekki með arðvænlegu móti hafið stórfellda ræktun á góðfiski eins og laxi og silungi. Ekkert slíkt datt hagspekingnum dr. Gylfa í hug. Hann sá ekkert ráð annað en þann óverulega forða af rafmagni, sem við eig- um. Hann skyldum við nú selja erlendum auðhringum á LÆGSTA HEIMSMARKAÐS- VERÐI. Með því átti að bjarga efnahag þjóðarinnar!! Ráða þeir engu í F ramsóknarf lokknum? Rétt áður en kom til nú- verandi kjaradeilu, voru Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsalan látin ganga í vinnuveitendasam- band íslands. Hér var bein- línis um ögrun að ræða og misbeitingu á þessum fyrir- tækjum bsenda, því acS í verkföllum undanfarinna ára hafa þau fengið undan- þágur til að starfa óáreitt og notið sérstaks velvilja verkalýðsins. Hér var því um þacS eitt aS ræcSa acS kalla yfir sig mótacSgerðir, láta hella mjólk bænda í rennustein- ana, ef til verkfalls kæmi. Framsókn hefur reynt að Framh. á bls. 7. í Neskaupstað Eins og frá var skýrt í 19. tbl. Frjálsrar þjóðar, 27. maí s.l., var þá hafinn undirbún- ingur að stofnun Alþýðu- bandalagsfélaga á Austur- landi. „Áusturland“, málgagn Bjarna bæjarstjóra í Neskaup- stað, skýrir frá því þann 11. júní s.l. að stofnfundur Al- þýðubandalagsfélags Nes- kaupstaðar verði haldinn þann sama dag. Formaður fé- lagsins var kjörinn Hjörleifur Gujttormsson, náttúrufræðing- ur, og skrifar hann yfirlits- grein um skipulagsmál Al- þýðubandalagsins í „Austur- land“ þann 4. júní. Búizt er við að stofnun Al- þýðubandalagsfélaga verði haldið áfram annars staðar þar eystra nú í sumar. Verða þá skipulagsmál Alþýðu- bandalagsins að mestu komin í viðunandi horf á Norður- og Austurlandi. Frjáls þjóð mun innan tíðar gera þessum mál- um öllum ýtarlegri skiL Ályktun um búvðruveröið Aðalfundur Kaupfélags Héraðsbúa, 8. júní 1965 telur að miðað hafi til réttrar áttar í verðlagningu búvara á sið- astliðnu hausti. Hins vegar telur fundurinn að enn vanti mikið á, að rétti bændastéttarinnar sé að fullu náð, og því þurfi að herða enn frekar sóknina fyrir hags- munum stéttarinnar i verð- lags og afkomumálum, og skorar því á stjóm Stéttasam- bands bænda að vaka vel á þeim verði._________________

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.