Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.08.1967, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 03.08.1967, Blaðsíða 5
SjávarfaUastöb í Brokey lega eignazt fyrir lítiS á tta- KmI Eftir nokkurn tíma var vopna-hlé samicS. FrKSar- samningar hafa aldrei veríð gerSir milli Araba og zion- ista; alla tíS síðan 1948 hef itr bví að nafni til verið ó- friður milli þeirra. Pegar vopnahléð var gert, réðu zionistar yfir landsvæð um, sem Sameinuðu þjóðirn ar höfSu úthlutaS Aröbum árið 1947. Zionistar'hafa ekki aSeins neitaS aS skila þessum landsvæSum aftur allt síSan 1 948, heldur fariS meS þau aS öllu leyti eins og aSra hluta ríkis síns. Tæp milljón Araba flýSi heim- kynni sín, sem forfeSur þeirra höfSu búiS í um ár- þúsundir. Um þaS bil % hlutar þessara Araba lifSu enn áriS 1 967 í flóttamanna búSum. Zionistar hafa allan þennan tíma neitaS þeim um alla aSstoS eSa raunhæf ar skaSabætur. En Israelsríki var stofnaS 1948. Draumur zionistanna hafSi rætzt. En hefSi Theo- dor Herzl og aSra frumherja zionismans dreymt þennan draum, ef þeir hefSu vitaS, hvaS hann ætti eftir aS kosta Araba og þó fyrst og fremst GySinga? ÁriS 1948 voru um 650 þúsund íbúar í „þjóSarheim ilinu" ísrael; í dag eru þeir um tvær milljónir. Flestir innílytjendumir komu frá stríSshrjáSri Evrópu fyrstu æviár ríkisins. Um 10.000 hafa komiS frá Bandarfkjun um, en þar eru GySingar nú um 5.5 milljónir. GizkaS er á, aS GySingatrúarmenn í heiminum í dag séu nálægt 14 milljónum, svo aS ein- ungis 1/7 hluti þeirra býr í Israel. Æ færri innflytjend- ur koma til fsraels me'S hverju ári sem líSur. ÞaS er því reist á ein- skærum misskilningi aS leggja aS líku íbúa Israels- ríkis og GySinga. Engar lík ur eru heldur til, aS þaS breytist neitt verulega í framtíSinni. GySinga- trúarmönnum verSur ekki safnaS saman í eitt ríki og þeir mynda ekki eina þjóS, þótt þeir haldi miklum land- svæSum viS MiSjarSarhaf fyrir sig eina. En Israel hefur samt stór- pólitíska þýSingu, — fyrir vestræn stórveldi gagnvart arabískri þjóSernisstefnu. AtburSir þessa árs sýna þaS glöggt. En hve mikilvægt er Israelsrí'ki fyrir stöSu þeirra 6/7 hluta GySinga, sem búa utan þess? Hve mikl- um þjáningum hefur stofn- un Israelsríkis valdiS millj- ónum Araba og hvaSa áhrif hefur stofnun þess haft á heimsfriSinn? ★ I síSasta blaSi var sagt frá raforkustöS, sem veriS er aS taka í notkun í Frakk- landi og notar sjávarföMin sem aflgjafa. Þótt þaS sé nýtt fyrirbæri aS nota sjáv- arföll til raforkuframleiSslu, er þaS engan veginn ný- lunda aS hagnýta orku sjáv- arfallanna. Hefur þaS einn- ig veriS gert hér á landi. Um upphaf þessarar aldar var smíSuS sjávarfallastöS í Brokey á BreiSafirSi og not- uS alllengi til þess aS mala korn. Hér á landi hefur Stein- grímur Jónsson fyrrverandi rafmagnsstjóri mest og bezt kannaS þessi mál. I BreiS- firSingi, tímariti BreiSfirS- ingafélagsins, 1957, er birt- ur hluti af útvarpserindi eftir hann um notkun sjávarfalla, þar sem dregin er inn lýsing á stöSinni í Brokey eftir Vil- hjálm Ogmundsson á Narf- eyri. Sjávarföll hafa lengi ver- iS notuS erlendis til aS knýja kornmyllur, dælur og aSrar vinnuvélar. Þessi orku notkun tíSkaSist mikiS í V- Evrópu á 1 8. og 19. öld, en lagSist aS mestu af, er tekiS var aS nota fallvötn til raf- orkuframleiSslu. Hér viS land eru talin fremur slæm skilyrSi til aS virkja sjávarföll, þar sem hæSarmunur sjávarfalla er lítíll. Mestur er hæSarmun- urinn viS vesturströndina, um 2 m í smástraumi og upp í 4 m í stórstrarnni. Eðíi legt er því, aS fyrsta tilraun- in til sjávarfallsstöSvar yrSi gerS viS Vesturland. ÞaS var Vigfús Jónsson Hjaltalín, bóndi í Brokey, sem smíSaSi stöSina þar, og var hún tekin í notkun um 1902. Var hún gerS meS lóSréttu undirfallshjóli og vann um þrjár stundir á út- falli og tvær á innfalli. Sner ist hjóIiS þá öfugt. Einnig var reynt aS hafa hjóliS lá- rétt, og snerist þaS þá eins á útfalli og innfalli. StöS þessi var notuS til kornmöl- unar í 20—25 ár. Steingrímur Jónsson tel- ur hugsanlegt aS reísa raf- orkustöSvar meS sjávarföll sem aflgjafa viS BreiSa- fjörS. Til dæmis mætti koma upp stórvirkjun meS allan HvammsfjörS aS uppi stöSu, sem framleiddi þrisv- ar sinnum meiri orku en SogiS fullvirkjaS. Ekki er sennilegt, aS hér verSi reist önnur sjávarfalla stöS á næstunni. ViS höf- um gnægS fallvatna til aS ganga á næstu árin. En skemmtilegt er aS vita til þess, aS þessi orkunotkun sem Frakkar eru nú aS búa nútímatækni skuli einnig hafa veriS stunduS hér á landi og nothæf sjávarfalla- stöS smíSuS af íslenzkum bónda. MIKILVÆGI ISRAELSRlKIS Sundið, þar sem stöðin í Brokey var. Svavar Sigmundsson: ORÐ AF ORÐI Forréttíndi dagblaða ÞaS var ágæt nýbreytni, sem ríkisútvarpiS tók upp, þegar þaS hóf lestur á út- drætti úr forystugreinum dagblaSanna. ÞaS auSveld- ar mörgum aS fylgjast meS deilumálum þeirra og þeim pólitísku málum, sem næst standa í þaS og þaS skiptiS, en margir sjá ekki dagblöS- in öll aS staSaldri. En hvers vegna hefur út- varpiS einskorSaS sig viS forystugreinar dagblaS- anna? HvaS hefur ráSiS því vali? SvariS viS þeirri spurn ingu er sjálfsagt einfalt. Út- varpsráSi hefur þótt þaS ein föld regla og hagkvæm, aS aSeins skoSanir þeirra mál- gagna, sem tök hefSu á aS koma daglega fyrir eyru hlustenda, ættu þar heima. ÞaS hefur ekki hugsaS um þaS, aS málgögn annarra stefna í þjóðmálum gætu haft skoSanamyndun í þjóS- félaginu á sínu valdi. Þar er átt viS vikublöSin. MeS flutningi forystugreina dag- blaSanna einna er veriS aS gera stefnum í þjóSmálum mishátt undir höfSi, og á þann hátt er veriS aS brjóta gegn anda útvarpslaganna um „fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í almennum mál- um“, eins og segir í 5. grein þeirra. Þegar flutningur á út- drætti forystugreina hófst, var aS því fundiS, aS einn stjórnmálaflokkurinn, Sjálf- stæSisflokkurinn, fengi í raun og veru helmingi lengri tíma í þessum þætti, þar sem forystugreinar Mbl. og Vísis væru báSar lesnar dag hvern. UtvarpsráS hafnaSi þessum aSfinnslum, og hef- ur vafalaust gert þaS í sam- ræmi viS 5. gr. laganna, sem hér var vitnaS til. I út- varpinu ríkir því „fyllsta ó- hlutdrægni" gagnvart „báS- um“ stefnum SjálfstæSis- flokksins. Þessu ákvæSi gleymdi út- varpsráS hins vegar í vor fyrir kosningar, þegar lista Hannibals Valdimarssonar var ekki veittur tími í út- varpi eSa sjónvarpi. Þá voru rökin þau, aS enginn stjórn- málaflokkur gæti fengiS tvö faldan tíma. Á meSan hafSi SjálfstæSisflokkurinn tvö- faldan tíma í útvarpi morg- un hvern. Eins og fram kom í kosn- ingum í vor og raunar fyrr, eru AlþýSubandalagsmenn ekki sammála um stefnu bandalagsins. ÞjóSviljinn, blaS Sósíalistaflokksins, (sem ekki bauS fram í síS- ustu kosningum), fékk aS túlka sjónarmiS hluta Al- þýSubandalagsmanna { út- varpinu jafnt um kosningar sem í annan tíma. ÞaS er sjálfskipaSur málsvari Al- þýSubandalagsins, gefinn út af öSrum flokki. Önnur blöS er beinlínis studdu þá lista, er AlþýSubandalagiS bar fram, komu forystugreinum sínum ekki fram í útvarpi, meSan málgögn annarra lista dembdu áróSri sínum á öldum ljósvakans. AnnaS þeirra blaSa, er studdi I-listann, Frjáls þjóS, kemur út vikulega og hefur fastan útkomutíma — eins og dagblöSin. I kosningun- um studdi þaS ákveSinn lista, og þaS hefur haft á- kveSna stefnu í þjóSmál- um, síSan þaS hóf göngu sína. Þessar hugleiSingar leiða til þeirrar spurningar, hvort þaS sé rétt forsenda, sem út- varpsráS hefur gefiS sér, er þaS ákvað lestur á forystu- greinum dagblaða einna. Hvers eiga þær stefnur og þær skoSanir aS gjalda, sem ekki er fjárhagslegt bol magn til aS túlka í dag- blaSi? Á þaS aS vera mæli- kvarSi á gjaldgengi skoS- ana í útvarpi ríkisins? — O — AS lokum: HvaS gerir út varpsráS, ef blaS formanns þess hættir aS koma út dag- lega, eins og flogiS hefur fyrir? Frjáls þjóð — fimmtudaginn 3. ágúst 1967. 5

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.