Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.01.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 25.01.1968, Blaðsíða 3
UM FORSETAKOSNINGAR Rítst|órnargre)n Forseti Islands skýr'Öi frá því í útvarpsræ'Su sinni á nýársdag, a<5 hann myndi ekki gefa kost á sér til end- urkjörs framar. Forsetakosn- ingar eiga aÖ fara fram 30. júní í ár, og liggur því fyrir aíJ velja nýjan mann til em- bættisins. UmræÖur um væntanlegan eftirmann Ás- geirs Ásgeirssonar voru að vísu hafnar áður, en nú hafa þær eðlilega aukizt að mun, enda innan við misseri til kosninga. —O— Dagblaðið Vísir efndi fyr ir skömmu til lftillar könnun ar á hug manna í þessu efni hér á höfuðborgarsvæðinu. Sem vænta mátti, kom í Ijós, að rúmlega helmingur þeirra, sem spurðir voru, höfðu ekki gert upp hug sinn og gátu í fljótu bragði ekki bent á neinn, sem þeir óskuðu eftir í forsetaem- bættið. Meiri athygli vakti, að mikill meirihluti þeirra, sem einhver svör veittu, nefndu til sama manninn, Gunnar ambassador Thor- oddsen. Að sjálfsögðu hefur þessi könnun lítið sem ekkert spá gildi varðandi vilja þjóðar- innar, þegar að kosningum kemur. Aðeins eitt hundrað manna var spurt og það val- ið úr einum landshluta, þar sem tæpur helmingur þjóð- arinnar býr. Auk þess upp- fyllti könnúnin ekki þá lág- markskröfu, að meirihluti úr taksins veitti svar. Hins veg- ar sýnir tiltölulega mikið fylgi Gunnars Thoroddsens, hve skammt fólk hefur hugs að þetta mál. Kvis um væntanlegan for setadóm Gunnars Thorodd- sens er hér um bil jafngam- all embættissetu tengdaföð- ur hans, Ásgeirs Ásgeirsson- ar, á Bessastöðum. I þá tíð var Gunnar starfandi stjóm* málamaður, heldur vel þokk aður af þeirrar stéttar manni að vera, en engan veginn neitt afburðavinsæll eða mikils metinn. Fólki virt ist ekki heldur efst í huga, að Gunnar væri sérstaklega heppilegur maður til forseta starfs, miklu fremur var haft á orði, að honum þætti em- bættið girnilegt. Ekki verð- ur séð, að neitt hafi gerzt, sem breytt geti þessari af- stöðu almennings til forseta- dóms Gunnars Thorodd- sens. Á hinn bóginn lítur út fyrir, að margir láti sér nægja að finna einhvern fús an og ekki áberandi óhæfan til þessa starfs. Þegar slíkur frambjóðandi hefur verið milli tanna fólks nógu lengi, er hann í margra augum orð inn sjálfsagður arftaki em- bættisins. Þetta vekur spurn ingar: Er fólk alls áhuga- laust orðið um forsetaem- bættið? Er gleymt, hverju hlutverki það á að gegna í þjóðfélaginu? —O— Forsetaembættið er oft kallað saraeiningartákn þjóð arinnarl Það á að standa þrepi ofar ;þeim öflum, sem fara með stjórn ríkisins dag lega og vera því til trygging- ar, að þjóðin njóti jafnan stjórnar, þótt þingræðisleið- in bregðist af einhverjum á- stæðum. Forsetaembættið þarf að njóta almennrar virðingar þjóðarinnar og geta komið fram út á við með fullum sóma og góðri samvizku sem fulltrúi henn- ar allrar. Ef embættinu tekst ekki að fullnægja þessum skilyrðum, er ástæðulaust og raunar á margan hátt skaðlegt að viðhalda því. —10— Líklega hefur okkur mis- tekizt að gera embætti for- seta Islands að slíku þjóð- höfðingjaembætti. Til þess bendir meðal annars tóm- læti fólks um val manns í starfið. Ýmsir kenna hér um smæð þjóðfélagsins og sér- stæðum samskiptaháttum, sem markast af því. Fram- hjá hinu verður þó ekki geng ið, að störf embættisins eigi verulegan hluta af sök- inni. Það eykur ekki virð- ingu forsetaembættis, þegar forseti sjálfur skrifar sérstakt bréf til að bjóða velkomna nokkra unga erlenda menn, sem hingað koma í nokkra setans, enda hafa allir stillt því mjög í hóf. En nú, þegar stendur fyrir dyrum að velja nýjan mann til forsetaem- bættis, er ástæða til að rif ja þetta upp. Þótt forseti sjálf- ur verði ekki beint sakaður um það, sem miður fer í störfum embættisins, hlýtur val hans að ráða miklu um gengi þess. —O— Enginn vafi er á, að Gunn ar Thoroddsen er ágætlega hæfur til að gegna ýmsum þeim störfum, sem tilheyra forseta. En það dugir ekki, eins og á stendur. Engar minnstu líkur eru . til, að hann lyf ti embættinu til þess FRJÁLS ÞJOÐ Útgefandl: HUGINN HF. Ritst|órn: Gunnai Karisson (ábm.), Elnar Hannesson. Haraldur Henrýsson. Askrlftargjald kr 400.00 á ðri. VerB i lausasðlu kr. 10.00. PrentsmlBlan Edda prentaBl daga til að þjálfa sig undir geimferðir. Og ekki bætir úr, þegar íslenzkt flugfélag er látið flagga með bréfið í auglýsingum á síðum er- lendra blaða. Það er ekki heldur vel fallið til að safna þjóðinni í virðingu fyrir for seta sínum, þegar hann gerir sér ferð á hendur að heim- sækja pólitískan þjóðhöfð- ingja erlends ríkis, meðan sá þjóðhöfðingi ber megin- ábyrgð á gjöreyðingarstríði, sem meginhluti þjóðar okk- ar hefur megnustu and- styggð á. Fleiri slík dæmi um hrapalleg mistök mætti tína til. Vissulega er alltaf nei- kvætt að gagnrýna störf for vegs, sem geri tilveru þess eðlilega og skynsamlega. Þrátt fyrir marga góða kosti er hann ekki sá maður, sem þetta vandskipaða sæti þarf á að halda. Það fer heldur aldrei vel á, að maður, sem hefur barizt fyrir einn stjórnmálaflokk um fylgi kjósenda, ætli sér að gerast sameiningartákn allra manna af öllum flokkum eða hlutlaus dómari um rétt flokka til að fara með fram- kvæmdavald. Slík ham- skipti verða aldrei annað en leikur. Auðvitað hlýtur for- seti að hafa sínar stjórnmála skoðanir, en flest væri heppi legra en að velja einmitt mann, sem hefur gert það að lífsstarfi að berjast um sálir landsmanna í nafni stjórnmálaflokks. Við eigum fjölda vin- sælla, skynsamra og ágæt- lega menntaðra manna, sem starfað hafa á fjölmörgum öðrum sviðum, og ætti þess vegna ekki að vera þörf á að velja gamla flokksbar- áttumenn og pólitíska em- bættismenn. En sé svo, að ekki fáist aðrir en uppgjafa stjórnmálamenn til að bjóða sig fram til þessa starfs, get- um við eins lagt það niður. Freistandi hlýtur að vera að leita forsetaefnis meðal manna, sem að starfi og menntun eru í nánum tengsl um við þjóðlega íslenzka menningu. Hún verður hvort sem er — hvað sem hver segir — öflugasta sam einingartákn okkar, það sem forseti gæti helzt haft stuðn- ing af við að lyfta embætti sínu til vegs. —O— Forsetakjörið 30. júní í sumar á sennilega eftir að marka tímamót í sögu for- setaembættis okkar. Eins og virðingu embættisins er nú háttað, þolir það ekki, að valinn sé til þess maður, sem ómögulega getur orðið því til nokkurrar styrktar. Þá höfum við gert mikla skyssu að nota ekki embætt- islok núverandi forseta til að leggja embættið niður, og verður þá væntanlega bætt úr því við næsta tækifæri. Ef þjóðin á hinn bóginn hugsar ráð sitt og vandar valið að þessu sinni, má vera, að takist að bjarga for setaembættinu. Og þá mun koma í Ijós, að þjóðfélagið þarfnast þess. — gk. o <» o o á hundruðum af fram- leiðsluvörum A-Evrópu- landanna með þeim árangri að hin gagnkvæma verzlun þarna á milli nemur brátt 10 billjón dollurum árlega. Á síðustu átján mánuð- um hefur það hvað eftir annað gerzt að samningar hafa tekizt milli fyrirtækja í V-Evrópu og A-Evrópu- landa um að hin vestur- evrópsku fyrirtæki leggi til vélar og tækniútbúnað, en hið austræna leggi til land- rými og vinnuafl og er hagn aðinum skipt til helminga. Nú munu vera í byggingu vu. þ. b. 150 verksmiðjur á slíkum grundvelli í A- Evrópu og Rússlandi og fleiri samningar eru á leið- inni. Olivetti hinn ítalski, sem þegar er aðalráðgjafi Sovétstjórnarinnar að því er varðar nútímatækni og sjálfvirkni í skrifstofutækj- um, mun nú vera að gera samning upp á 100—150 milljónir dollara til nýskip- unar og endurbóta á hinu sovézka skrifstofubákni og mun þetta að sjálfsögðu skapa hinu ítalska firma af ar sterka aðstöðu í Sovét- ríkjunum. Þá má og nefna samning Fiatverksmiðj- anna ítölsku við Sovétmenn en skv. þeim á Fiat að setja upp verksmiðju við Togli- attigrad (nefnt svo eftir hin um ítalska kommúnistafor- ingja), sem framleiða á 730 þúsund bifreiða árlega und- ir nafninu TAZ. Samnings- upphæðin nemur 890 millj- ón dollurum, en auk þess hefur þessi samningur víð- tæk áhrif á ítaliu, þar eð ítölsk fyrirtæki selja véla- hluti til verksmiðjunnar fyrir u. þ. b. 322 milljónir dollara. Þannig er þetta einnig að því er varðar önnur V- Evrópuríki. Brezka fyrir- tækið ICI, stærsta kemiska fyrirtækið í V-Evrópu, hef- ur samið við Sovétríkin um gagnkvæm skipti á tækni- legum uppgötvunum og nýj ungum á því sviði. Tékkar hafa greitt 9 milljónir doll- ara fyrir leyfi til að fram- leiða Renault bifreiðir. Á hinn bóginn varð Air France fyrsta vestræna flugfélagið til að festa kaup á sovézku IL-62 þotunni. —★— Frjáls þjóð — Fimmtudagur 25. janúar 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.