Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.01.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 25.01.1968, Blaðsíða 8
HVERS ViROI ERU YFIRLÝSINGAR STONES ? ÞatS hefur sett ugg aS mörgum viS þá fregn aS bandarísk sprengjuflugvél hafi farizt á Græníandi meS kjarnorkusprengjur innan- borSs. Vissulega verSum viS aS vona, aS yfirlýsingar Bandaríkjamanna um 6- virkni sprengjanna séu sann ar, en hinu er ekki unnt aS leyna, aS þessi atburSur sannar okkur svo ekki verS- nr um villzt, aS yfirlýsingar þeirra um þessi mál virÖast ekki mikils virSi né til aS trúa. Gagnvart Dönum hafa Bandaríkjamenn lýst því yf- ir aS þeir muni ekki staS- setja kjarnorkuvopn á né yfir Grænlandi, en framan- greint flugslys hefur óhagg- anlega staSfest aS þaS lof- orS hefur ekki veriÖ haldiS. ViS Islendingar höfum oft heyrt yfirlýsingar af hálfu hinnar bandarísku her- sljórnar um þaÖ, aS hér væru ekki staSsett kjarn- orkuvopn né væri flogiÖ meS þau yfir íslenzku landi. ViS hljótum aS taka þess- ar yfirlýsingar meS mikilli varúS og auSvitaS ætti rík- isstjórnin þegar í staS, meS tilliti til þess sem gerÖist á Grænlandi, aS kref jast skýr- inga og gera ótvírætt Ijóst, aS íslendingar telji sig hafa fulla ástæSu til aÖ vefengja fyrri yfirlýsingar um þessi efni. Þegar Bandaríkjamenn leyfa sér aS svíkja loforÖ sín gagnvarl Dönum, sem sýnt hafa töluverSa reisn í samskiptum viS Bandaríkin aS undanförnu, er augljóst aS þeir munu ekki hika viS aS ganga á bak orSa sinna viS íslenzka ráÖamenn, sem þeir einungis þekkja aS undirlægjuhætti gagnvart Bandaríkjamönnum. Áskriftarsíminn er 19985 LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ í 14. viku vetrar 1968 HÓGVÆRÐ OG LÍTILLÆTI Dagblöðin skýra nú frá því, að hafin sé söfnun undirskrifta und ir áskorun til Gunnars Thoroddsens að bjóða sig fram til forseta. LF iýsir yfir undrun sinni yfir því, að maðurinn skuli vera svona óskap- lega tregur. „TOURIST A.TTRACTION“ LF sagði fyrir nokkru sögu af forvitni banda- rísks ferðalangs _að siá kommúnista á íslandi. Vegna þessa hefur okk- ur borizt athyglisverð tillaga, og er hún nokk- um veginn á þessa leið: Nú eru miklar raddir á lofti í Sósíalistaflokkn um að leggja flokkinn niður. Væri bá ekki ráð að safna saman nokkr- um „hörðum“ upp í Tjarnargötu 20 og gera húsið að safni til að syna ferðamónnum. Það 'ægi vei vtö að menn skryppu þangað um leið og þeir heimsæktu þjóðminjasafnið. LÝÐRÆÐI FLOKKSINS Fyrir nokkrum árum varð lítil „bylting" á flokksþingi Sósíalista- flokksins. Var Brynjólfi vikið úr miðstjórn og ýmsar samþykktir gerð ar, sem Brynjólfur taldi ekki í sínum anda. Þegar til kastanna kom. reyndist Brynjólf- ur samt hafa ítök í framkvæmdastjórn flokksins og varð lítið úr 'framkvæmdum á samþykktum flokks- þingsins. Meðan á þessu gekk komu nokkrir ung ir flokksmenn til Brynj ólfs að ræða við hann um flokksmálin. Spurði þá einn þeirra: „Er framkvæmdastjórn ekki skyldug að framkvæma samþykktir flokks- þings“? „Nei“, svaraði félagi Brvnjólfur, „ekki ef flokksþingið gerir rang ar samþykktir.“ LJÓTT ER AÐ HEYRA „Margar af þessum konum eru giftar og hafa þessvegna kynok- að sér við að láta skrá sig atvinnulausar. sagði Ingimundur.“ (Þjóðvilj- inn 18. jan.). HVAÐ Á ÞÁ AÐ GERA? Okkur brá i’.lilega, þeg ar við lásum þessa fyrir sögn í Þjóðviljanum um daginn: Afnám sérmeð- ferðar á konum. ELDVARNIR Og þá er það sagan um eldinn, sem kom upp í rafmagnstöflu í fyrrverandi aðalskrif- stofu Kafmagnsveitu Reykjavíkur í gömlu slökkvistöðinni. V BLÓÐIÐ TIL SKYLDUNNAR Tíminn hefur gagn- rýnt myndarlega ger- ræði útvarpsins gegn Magnúsi Torfa Ólafs- syni og talið sig máls- vara frjálslyndis og hlut leysis í útvarpsmálum. Á sunnudaginn var þetta rætt í leiðara, og kemur þar þessi klausa: „Því er ekki að neita, að íslenzka útvarpið hef ur enn ekki losnað við áhrif kalda stríðsins í fréttaflutningi sínum um útlend málefni.. .. Þátturinn „Efst á baugi“ er spor í rétta átt, því að þar er oft greint frá málum af við- sýni og óhlutdrægni." Hvors vegna skyldi Tíminn vrya að bera lof á þennan dæmigerða kaldastríðsþátt? Jú, annar umsiónarmaður hans er Tómas Karls- son, ritstjórnarfulltrúi Tímans. TÖFRABRÖGÐ „Vafalaust mundi mörg- um bregða í brún, ef símatækið hyrfi skyndi- lega.“ (Leiðari Mbl. 21. jan.). í •vrnrt wjvawjwwfmrm wn^wwjBBMwiwcB Er nefnd, sem kjörin er pólitískri kosningu á Alþingi, trúandi til að gæta þess, að Ríkisútvarpið sé rekið af hlut ieysi og með því réttlæti, sem gilda á í samskiptum siðaðra manna? Þessi spurning hlýt- ur nú að teljast tímabær, þeg- ar útvarpsráð undir forystu alþingismannsins og ritstjór- ans Benedikts Gröndals, frem- ur enn einu sinni óhæfuverk af pólitískum ástæðum einum samaii og telur sig á engan hátt þurfa að skýra furðu lostnum hlustendum ákvarðan ir sínar. Hér í blaðinu hefur hvað eftir annað verið gagn- rýnd sú árátta útvarpsráðs að stjórna málefnum Ríkisút- varpsins fyrst og fremst með pólitíska hagsmuni meirihluta þess fyrir augum og enn hef- ur okkur bætzt tilefni til slíkr ar gagnrýni. Er hér átt við þá furðulegu ráðstöfun að fella niður vinsælan og mjög svo vandaðan þátt Magnúsar Torfa Ólafssonar á laugardög- um, ráðstöfun, sem fyrst og fremst á sér pólitískar rætur. Er það sannarlega furðulegt, en um leið mjög lærdómsríkt, að hér eiga hlut að máli rit- stjórar tveggja dagblaða, sem updanfarnar vikur hafa vart mátt vatni halda í vandlæt- ingu sinni yfir skoðanakúgun og banni á frjálsri hugsun í Rússlandi. Verk þeirra í út- varpsráði sýnir okkur betur en flest annað, að hinar fjöl- mörgu forystugreinar þeirra um þessi málefni að undan- förnu eru ekki af heilindum og einlægni fram komnar held ur af einhverju öðru. Við minnumst einnig þess, er út- varpsráð, skipað sömu mönn- um, hindraði áframhald ágæts og hressilegs þáttar Ólafs Magnús Torfi. Ragnars Grímssonar á s.l. vetri og enn minnumst við of- beldisins gagnvart I-listanum í vor, þar sem innleidd var sú furðulega regla, að það væru fyrst og fremst stjórnmála- flokkar en ekki einstaklingar, sem hefðu málfrelsi fyrir kosn ingar á íslendi. Þannig mætti lengi tólja upp verk þessárar pólitísku nefndar, sem lítur á það sem helzta verkefni sitt að þjónka þeim aðilum sem sitja við völd í landinu í stað þess að einbeita kröftum sín- um að því að gera Rikisutvarp ið að frjálsri stofnun, þar sem hátt sé til lofts og vítt til veggja. Saga útvarpsráðs um langan tíma er vörðuð pólitísk um ódæðisverkum, en síðasta varðan er aðförin að Magnúsi Torfa Ólafssyni. Það er tákn- ræknt, að sá maður, sem taka átti við tíma Magnúsar á laug ardögum var hinn sami og tók við tíma Ólaís Ragnars Grímssonar í fyrra, fyrrver- andi blaðamaður við blað Benedikts Gröndals. Virðist honum trúað sérstaklega vel til að vinna það upp, sem hin- ir hörundssáru ráðsmenn telja hallazt á með þáttum „áróðurs mannanna“ Magnúsar T. og Ólafs Ragnars. Það væri í þessu sambandi og nokkuð fróðlegt, ef gerð yrði á því nákvæm könnun, hversu margir blaðamenn Alþýðu- blaðsins hafa á undanförnum árum gerzt starfsmenn út- varps og sjónvarps og eftir hvaða reglum ráðningar þeirra hafi farið. Fimmtudagur 25. janúar 1968 FÉLAG SKATTGREIÐENDA Framtöl lil skattsins eru ofar lega á baugi um þessar mund- ir, eins og eðlilegt er. Vitað er aS ýmsum aSiIum tekst aS hag- ræSa framtölum á þann veg, aS þeir komast hjá aS greiSa þau gjöld til samfélagsins, sem þeim ber, meSan aSrir skila réttum framtölum og taka á sig þungar byrSar og mun þyngri en þeim væri útdeilt, ef hinir fyrrnefndu kæmu til dyranna eins og þeir eru klæddir. Um þessi mál er sífellt rætt manna á meSal og opinberir aSiIar hafa á undanförnum ár- um sýnt viSIeitni til aS klófesta skattsvikarana og gefa öSrum úr þeim hópi aSvörun. Ljóst er, aS þessari starfsemi hefur, þrátt fyrir nokkurn árangur, veriS of þröngur stakkur sniS- inn. VerSur úr því aS bæta, ef sýna á fram á, aS þessi mál séu meira á dagskrá í orSi en á borSi. ÞaS er beinlínis krafa allra þeirra, sem taka á sig þær byrSar, sem þeim ber og betur þó, aS í engu sé hvikaS í þeim efnum aS knýja menn til aS telja rétt fram og koma upp um skattsvikarana. Á þaS má einnig benda í þessu sambandi, aS skatt- heimta hér hefur sífellt aukizt. Þurfa skattgreiSendur aS vera á varSbergi og gæta þess, aS ekki sé ofboSiS gjaldþoli þeirra, eins og mörg dæmi sanna. Sýnist ekki úr vegi, aS hér yrSi stofnaS félag skatt- greiSenda, er tæki aS sér aS gæta hagsmuna skattgreiSend- anna og vera aShald á opinber ar aSgerSir í þessum efnum. Erlendis starfa víSa slík félög, sem unniS hafa gott verk á þessu sviSi, enda af nógu aS taka. Gagnvart þunglamalegu skriffinnskubákni eiga eihstakl- ingar oft erfiSa stöSu meS sín réttlætismál, sem ekki næSu fram aS ganga, nema þeir nytu áSurnefndra samtaka. Eitt af þeim málum, sem knýjandi er aS náist fram, er Framh. á bls. 7.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.