Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 22.02.1968, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 22. febrúar 1968 EMBÆTTAVEITINGAR RÆDDAR Á ALÞINGI „ÓPÓLITÍSKUR FLÓTTAMAÐUR“ Loksins eftir hálfs mánaðar bið hefur dómsmálaráðuneytið ákveðiS að veita Bandaríkja- manninum George Markham Noell landvistarleyfi hér á landi, þó ekki sem pólitískum flótta- manni. Noell kom sem kunnugt er hingaS til lands fyrir nokkru og baðst hælis sem pólitískur flótta maSur. Hafði hann spurt, að hann yrði kvaddur í herinn í ann að sinn og sendur til vígvallanna í Víetnam. Kveðst hann andvíg- ur hernaSi þjóðar sinnar í því landi og ákvaS því að komast undan til íslands. Noell er kvæntur íslenzkri konu. Það tók dómsmálaráðurieytiS og utanríkisráðuneytið um hálf- an mánuð að athuga, hvort viS værum búnir að skrifa undir einhverjar skuklbindingar viS Bandaríkjastjórn þess efnis aS franiselja þeim flóttamenn. í ljós kom, að svo var ekki. Ilins vegar kvaðst dómsmálaráðuneyt ið ekki telja þaS næga ástæðu til að kalla mann pólitískan flóttamann, þótt hann stryki úr landi til að komast líjá þátttöku í stríSi, sem hann teldi ranglátt. Var honum því veitt landvistar- leyfi „vegna fjöIskylduástæSna'. Þetta mál er ágætt dæmi um, hve vandræðaleg íslenzk stjórn- völd verða jafnan, er þau neyð- ast til .að taka ákvarSanir, sem ætla má, að Bandaríkjastjórn falli ekki í geð. Ef við værum ekki íslendingar, þætti okkur þetta allt — hálfsmánaSar könn- un á samningum og landvistar- leyfi af fjölskylduásæSum — vafalaust hlægilegt. Rannsókn vegna flugslysa Hin tíðu slys á litlum flug- vélum hafa vakið óhug margra. Ýmsir telja að óeðli- lega mikið sé um óhöpp og slys í sambandi við þessar vél- ar. Væri brýn þörf á að opin- ber rannsókn yrði fram- kvæmd í þessum málum og í því efni m. a. kannað, hvort nægilegt eftirlit sé með rekstri hinna mörgu aðila, sem eiga slíkar flugvélar. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ i 18. viku vetrar 1968 LAUSN Á SAM- BANDSMÁLINU? í „Dreka“ myndasögu Tímans, er þessa klausu að finna í þriðjudags- blaðinu: „Hugsaðu þér, kannski eru fimmtíu milljónir í þessari tösku Hvað eigum við að gera?“ * Já, það getur stund um verið bagalegt að muna ekki hvar maður leggur hlutina frá sér. TORTRYGGNI visir skýrði fyrir nokkru frá dularfuilu nrossahvarfi í nágrenni Reykiavíkur. Sagði blaðið meðal annars, að leitað hefði verið úr lofti um allt landnám Ingólfs. Okkur finnst þetta vera svívirðilegar dýlgjur og tortryggni á heiðarleika Ingóifs. HJARTABILUN Alþýðublaðið ræddi um sjálft sig í leiðara sl. sunnudag og sagði m. a.: „Alþýðublaðið hefur í tæplega 50 ár verið hjarta Aiþýðu- flokksins ...“. Einhverj um, sem las þetta, varð að orði: „Ekki er að spyrja að hjartabilun- inni í þeim, sem hafa það of gott.“ GRÁTT GAMAN Vísir sagði sl. mánu- dag frá sameiginlegri árshátíð ljósmæðra og brunavarða: „Þótti skemmtunin takast með ágætum og meðal skemmtiatriða var það, að ljósmæður og bruna- verðir skiptu um „hlut- veck“ ....“. Ekki er að efa, að kát legt hafi verið að sjá þessi hiutverkaskipti, en er þetta nú ekki íull Iangt gengið í gríninu — öryggis borgaranna vegna? STÓRFRÉTT Morgunblaðið er dag- blaðanna sparast á stór- ar fyrirsagnir. Stærstu frétlir metur það oft upp á þrjá dálka í tveim línum. Meðal slíkra fyrirsagna var á baksíðu blaðsins á sunnudaginn: „Tveimur ungum íslendingum býðst dvöl i Bandarikj- unum." Embættaveitingar hafa oft verið gagnrýndar í þessu blaði og víðar vegna augljósrar mis notkunar veitingarvalds. Ilef- ur það skeð æ ofan 1 æ, að við stöðuveitingar á öllum svið um þjóðfélagsins hefur verið gengið gróflega á'móti öllum eðlilegum siðalögmálum ef hagsmunir ríkjandi stjórn- málaflokka hafa krafizt þess. Það er því gleðilegt og lofs- vert, að nú skuli þetta mál hafa verið tekið upp á Alþingi. jEr hér átt við þingsályktunar- tillögu Framsóknarmannanna Þórarins Þórarinssonar, Jóns Skaftasonar, Gísla Guðmunds- sonar og Ingvars Gíslasonar um embættaveitingar. Er þar lagt til að Alþingi kjósi nefnd fimm manna „til að undirbúa heildarlöggjöf um embætta- veitingar og starfsmannaráðn- ingar ríkisins og ríkisstofnana, þar sem stefnt sé að því að tryggja sem óháðast og póli- tískast veitingavald og starfs- mannaval.“ í greinargerð tillögunnar segir svo m. a.: „Veitingar- valdið er að langmestu leyti í höndum pólitískra ráðherra, og hefur svo verið síðan stjórn in fluttist inn í landið. Em- bættaveitingar hafa því oft viljað verða pólitískar, þótt aldrei hafi það verið augljós- ara en hin síðari ár. Sú hefð er óðum að skapast, að ekki komi aðrir menn til greina við veit- ingu meiri háttar embætta en þeir, sem hafa skilríki fyrir því, að þeir fylgi ríkisstjórn- inni eða flokkum hennar að málum. Hér er ekki aðeins um fullkomnustu rangsleitni að ræða, heldur hlýzt af þessu, að hið opinbera verður oft og tíð- um að notast við lakari starfs- krafta en ella“. Frjáls þjóð telur að hér sé brýnt mál tekið upp sem full ástæða sé til fyrir almenning að fylgjast með. Verður fróð- legt að fylgjast með því, hvaða meðferð málið fær á þinginu. GOÐ SENDING FRAHOFN Sérstakt fagnaðarefni er sýning sú frá Grænlandi hinu forna, sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafni. Eins og kunn- ugt er, hefur þjóðnrinjasafn Dana sett sýningu þessa upp fyrir sig, en lánað okkur hana í nokkrar vikur. Sýningin fjall ar um menningu norrænna manna á Grænlandi að fornu. Þar eru höfuðkúpur, sem gætu verið af íslenzkum landnáms- mönnum Grænlands. Þar eru einnig grænlenzkir búningar sniðnir að tízku fimmtándu aldar í Evrópu. Ég veit ekki, hve mikið ís- lendingar vita almennt um bú skap frænda okkar á GræiÝ- landi fyrr á öldum. Þó er mér nær að halda, að flestir hafi nægilega þekkingu og forvitni um þessa hluti til þess að njóta sýningarinnar og draga af henni frekari fróðleik. Hún kennir furðu mikið í fáeinum myndum og uppdráttum, nokkrum munum og stuttum skýringartextum. Þó er sá þáttur sýningar- innar ekki mikilvægastur. Mest virði er hún fyrir þá sök, hvert augnayndi hún er. Kort og uppdrættir eru haglega gerð og ljósmyndirnar margar hverjar hrein snilldarverk. Og ekki spillir, að þær gefa tals- verða hugmynd um græn- lenzka náttúrufegurð. Munir eru og margir afburðafallegir. Sýningin er hóflega gerð, fyr- irferðarlítil og hvergi ofhlað- in, svo að skoðandinn þreytist eða ruglist. Það er ekki sízt að þessu leyti, sem við íslendingar gæt um lært margt af Grænlands- sýningunni. Þjóðminjasafn okkar á gnægð dýrgripa, en aldrei hefur tekizt að koma þeim á framfæri við almenn- ing á svipaðan hátt og Danir gera við fornleifarnar frá Girænlandi. Til þess skortir auðvitað margt, ekki sízt sagn fræðilegar rannsóknir, sem geti myndað ramma um sýn- ingu. Þó getur maður ekki var izt þeirri hugsun við sjón Grænlandssýningarinnar, að gaman væri að fá slíka sýn- ingu á einhverju afmörkuðu Framh. á bls. 7. s

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.