Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 8
Meiri og betri umferöafræðsia 14. landsbing Slysavarnafé- lags íslands var haldiS í Reykjavík dagana 25.—28. apríl s.l. og sóttu þaS margir fuilírúar hvaðanæva af land- inu. Á þinginu var jafnframt minnzt 40 ára afmælis félags- ins s&m var hinn 28. janúar í vetur. Margar ályktanir voru gerSar á þinginu um öryggis- og slysavarnamál. í umferSar- málum (voru gerSar nokkrar ályktanir m. a. um umferSar- fræðslu og fer hún hér á eftir: 14. landsþing S.V.F.Í. vill enn ítreka, að frumskilyrði góðrar og öruggrar umferðar- menningar er stöðug, vak- andi og haldgóð umferðar- fræðsla, er einkum nái ti'l barna og ungmenna. Þingið vekur athygli á, að enn skortir allmikið á að lögboðin um- ferðarfræðsla í barna- og ung- lingaskólum sé komin í viðun- andi horf. Hvetur þingið til aðgerða, er bæti skjótt þar úr, og felur stjórn félagsins að fylgja því máli eftir. Þá vill þingið enn&emur minna á þá hættu, sem er samfara leik ungbarna í um- ferðinni. Telur þingið, að þessi hætta verði ávallt fyrir hendi meðan gatan er aðal- leikvangur barnanna. Því skorar þingið á yfirvöld borg- ar og bæja að skapa skilyrði fyrir auknu öryggi þessara yngstu borgara með aukinni barnagæzlu og fleiri og betri leiksvæðum. Þingið lýsir á- nægju sinni yfir stofnun um- ferðarskóla fyrir börn undir skólaskyldualdri, sem búsett eru á Reykjavíkursvæðinu og hvetur yfirvöld um land allt til að hlutast til um, að þessi umferðarfræðsla megi ná til allra yngri barna á landinu. Fimmtudagur 9. maí 1968 \jrimuiiiiiiii iiiiiiu guui / guiiiiuiuuiii wi um / Ekki getur hann unað sér / einsamall í túni. FRAMTÍD ÍSLENZKRA ÞJÓDBÚNINGA LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ í 3. viku sumars 1968 FÖGUR ERMÝRIN Nörðlenzkur hagyrð- irigur kvað eitt sinn eftirfarandi stöku um nýstárlega byggingu í sveit sinni: f>ríh5Tnda gimbrin hreppstjórans blasir við augum ferðamanns. Hún er af gimbra- húsi þvi, sem mannleg flónska hýrist í. Við lestur vísunnar hlýtur sú spurning að vakna, hvort.enn hafi virkilega enginn fund- ið hjá sfr köllun til að veesama Norræna hús íð i ljóði. HUNDALIF Nu ér búið að banna hundaliald með lögum Mosfellssveit. Þó get ur hreppstjóri veitt undanþágu þeim, sem stunda búskap og nota hunda við fjárgæzlu. Þessi tilslökun yfir- valdsins hlýtur að te'j ast ágæt og eftirbreytn isverð. En er ekki víðar en í Mosfellssveit þörf hæfra aðila við fjár- gæzlu? T. d. til að varðveita peningakassa verzlunarfyrirtækja, svo ekki sé nú minnst á allt það „fé úr rekstri hins ofinbera", sem aldrei kemur af fjalii. TILGANGURINN HELGAR MEÐALIÐ Ymsar hviksögur hafa gengið um for- setaefnin og framboð þeirra. Flestar eru þær rætnar og illkvittnar i méira lagi, en nokkr- ar eru þó harla frum- legar. Það hefur til dæmis verið sagt, að Kristján Eldjárn hafi þótt örð- ugt að fá leyfi til að grafa á Bessatöðum eftir vild. Hann hafi því hugsað sér að kom ast í færi við forn- minjar staöarins á ein- faldari hátt. VIJÓLKURBÚÐUM LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM^ í bígerð er að hætta sölu á mjólk hjá Mjóik ursamsölunni á sunnu dögum. Með } cssu spar ar fyrirtækið verulega fííigu. Þessi breyting mun m. a. hafa það : för með sér að ekki mun þurfa að ráða nema mjög fáar stúlk ur til starfa í afleys- ingum í sumarfríum starfsstúlkna í mjólk- urbúðum. Fyrir forgöngu Æskulýðs- sambands íslands, hcildarsam taka íslenzkrar æsku, var sett á laggirnar s.l. liaust sérstök nefnd til þess að ræða fram- tíð íslenzkra þjóðbúninga. í nefnd þessari eiga sæti full- trúar frá ýmsum félagssam- tökum, auk ÆSÍ, svo sem Kvenfélagasambandi íslands, Þjóðdansafélaginu og Heimil- isiðnaðarfélaginu. Þjóðbúninganefndin svó- kallaða hefur þegar rætt þetta mál töluvert og nýlega sendi hún frá sér bækling um þetta málefni í trausti þess að sem flestir kynntu sér þessa hluti og ræði þá í sínum hóp. Æsku lýðssambandið hefur beint þeim tilmælum til aðildarfé- laga þess, að þau fjalli um framtíð íslenzkra þjóðbúninga og geri stjórn ÆSÍ síðan grein fyrir niðurstöðum slíkra um- ræðpa. j i £ Ekki nýjan búning í nefndum bæklingi er þess getið, að nefndarmenn hafi all ir verið á einu máli um það, að hvernig sem að verði far- | ið, beri ekki að stefna að neins j k'onar „nýjum þjóðbúningi“ j heldur beri að varðveita þau I megineinkenni, sem prýtt j hafa íslenzka kvenbúninga á síðustu öldum, en athuga beri hvort nauðsynlegt sé að aðlaga þá að einhverju leyti nýjum klæðnaðarkröfum og félagsháttum. Aðeins með því móti verði hvorttveggja unnt í senn, að varðveita þá sem sanna þjóðbúninga og auka notkun þeirra meðal ungra kvenna. 0 Þjóðbúningasýning í sambandi við þetta mál, leitaði stjórn Æskulýðssam- bandsins til Þjóðminjasafns- ins um samvinnu um sýningu á ýmsum gerðum íslenzkra Þjóðbúninga og tók safnið þessu máli ágæta vel. Er ráð- ið að slík sýning verði hald- in n.k. haust. í tilefni þessar- ar sýningar verður gefið út kynningarrit um íslenzka þjóðbúninga og mun fru Elsa E. Guðjónsson, safnvörður annazt það á vegum Þjöð- minjasafnsins. Brúðarbúningur teiknaður af Eggerti Olafssyni.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.