Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 09.05.1968, Blaðsíða 3
Ritstjórnargrein 1. MAI OG VERKALYÐSFORYSTAN Fyrsti maí er liíSinn hjá a?S þessu sinni. Hann var hald- inn hátíðlegur á sinn hefð- bundna hátt með kröfugöng- um og rætSuhöldum í Reykja vík. Þannig hefur þetta geng- iíS fyrir sig hér allar götur frá árinu 1923, a?S dagsins var fyrst minnzt hérlendis. Oft hefur þó vissulega verið meiri reisn og líf á þessum degi en nú hin síðari árin. Einhvern veginn hefur mað- ur þalS á tilfinningunni, að veriíS sé a'Ö halda. þessi há- tíðahöld einungis vegna hefð arinnar, af gömlum vana, en ekki vegna þess, að menn séu í virkilegum baráttuhug, þeir vílji ólmir sjá kröfunum sinnt og þeim komiíS í framkvæmd. EINHUGUR UM HVAÐ? Ymsir fagna þeim einhug, sem á a'S heita atS sé ríkjandi meðal verkalýðsforystunnar í höfuðborginni, með þeirri samstöðu, sem fram kemur um hátítSahöldin. Þar standa saman menn úr stjórnarflokk unum, sem stytSja núverandi valdhafa og stjórnarandstæo' ingar. En hvað nær þessi sam staða langt? Nær hún lengra en til þess, að halda daginn sjálfan hátííSlegan? ÖHum er Ijóst, a?S undan- farna mánuíSi hefur ástandið í „verkalýðsmálum" verið í- skyggilegt, þó ekki sé dýpra tekið í með árinni og verra á- stand en um áratugaskeio*. At vinnuleysitS hefur gert meira en a?S sýna sig, 600 menn skráðir atvinnulausir á tíma- bili í vetur. Margvíslegur samdráttur í atvinulífinu og margar blikur á lofti í sam- bandi við framtíðina, bæíSi hvaíS snertir efnahagsmál, þjóðfrelsismál og fleira. Þegar þetta er athugaíS, þætti það einkennilegt, að stuðningsmenn valdhafanna gætu haft samstöðu meíS stjórnarandstæíSingum á bar- áttudegi verkalýtSsins. Eða ætti ma'ður heldur að segja, hvernig verkalýðsforystan í stjórnarandstöðunni geti haft samstöðu með hinum á þess- um degi. Þessi samstaða er þó staðreynd. Og helminga- ' skiptareglan ræður hér, eins og annars statSar hefur þekkzt. Einn fyrir mig og einn fyrir þig.... VERÐLAGSMÁLIN Íi GLEYMDUST Að þessu sinni setti krafan um stöðvun þjóðarmoríSsins í Vietnam mestan svip á dag- inn og hungrið í heiminum og kynþáttamisréttið fengu sinn skammt. Og málefni iðn nema áttu ásamt fyrrgreind- um málum, nær helming af öllum borounum í göngunni. A?S sjálfsögðu er gott eitt um þetta að segja, því þessi mál verðskulda athygli okkar. En endurspeglar þetta ekki af- leiðingu ,,samstöSunnar"? Annars vakti athygli, hvað verðlagsmálin lágu í láginni. Ekkert var minnzt á mikil- vægi verðlagsákvæíSa og verðlagseftirlits með borðum í göngunni. Þetta stóra mál verkalýðssamtakanna virðist hafa gl'eymzt þar.' ERLENDIR VERKTAKAR Á ÍSLANDI Þrátt fyrir allt þetta má segja, atS ýmislegt hafi verið athyglisvert og vel mælt í sambandi við 1. maí. I ræð- um og viðtölum komu fram þau atriði, sem efst eru á ennfremur að það sé áber- andi að hinir erlendu yerktak ar séu haldnir mikilli vantrú á verkþekkingu og verkgetu íslénzks verkafólks. FULL ATVINNA FYRIR ALLA I sama blaði ræðir ESvarð SigurtSsson ,formaour Verka- mannasambandsins, m. a. um atvinumál, og hann segir: FRJÁLS ÞJÓÐ Utgefandi HUGINN HF. Ritnefnd: Hermann Jóhannesson (ábm.) Haraldur Henrýsson Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. Verð I lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaði. baugi. Þannig rætSir t. d. GutSjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna í viðtali við ÞjótSviljann, um þá snertingu, sem verkafólk hef ur komizt í við erlenda verk taka vi?S virkjunarfram- kvæmdir vi?S Búrfell og ál- verið í Straumsvík. Það sé á margan hátt ný reynsla og hafi Guðjón ekki sízt undr- azt, hvað íslenzkir atvinnu- rekendur virðist vera aumir í samkeppninni vitS hina er- lendu verktaka. Það læðist jafnvel a?S honum sá grunur, að vísvitandi sé að því stefnt að forsvarsmönnum þessara stórframkvæmda, að hinir er lendu verktakar gangi fyrir um alla vinnu. GuíSjón segir „Þar tel ég bera hæst í okkar innanlandsmálum at- vinnumálin og kjaramálin. Fyrst og fremst sú krafa, að öllum sé tryggð full atvinna og þannig búið a'S íslenzku atvinnulífi atS við þurfum ekki að óttast atvinnuleysi í þeim mæli sem var sl. vetur eða jafnvel enn verra sem fullar horfur eru á, ef ekki verða gerSSar sérstakar ráð- stafanir. Eg mundi sem sagt segja a?S atvinnumálin væru okkar stærstu mál núna." SUMARVINNA UNGLINGA Og í rætSu sinni 1. maí geríSi Guðmundur J. Guðmundsson varaform. Dagsbrúnar m. a. grein fyrír vfShorfum si'num í sambandi við sumarvinnu unglinga, en þá sagði GuS- mundur: „En atvinnuleysið birtist okkur í mörgum myndum. Ein krafa okkar er sumarat- vinna fyrir skólafólk. Það er rík ástæða til að ætla að stór hópur skólafólksins fái ekki atvinnu í sumar. ÞaíS hefur veritS ein bezta sérstatSa ís- lands að upprennandi mennta menn hafa unnið við hlið verkamanna og sjómanna yf- ir sumartímann og þeir orðið vinir og félagar. Þetta á sinn þátt í frjálslegri umgengnis- háttum og minni stéttarmis- mun eri víðast annars staðar. Þetta hefur verið forsenda þess, a?S æskufólk úr alþýðu- stétt hefur getao1 stundaíS nám. Ef svo veríSur ekki, skap ast nýtt og verra þjóðfélag á fslandi." VEIGAMESTA KRAFAN Ömurlegt er, að ekki skuli hafa tekizt a?S tryggja öllum launþegum mannsæmandi laun fyrir átta stunda dag- vinnu á þeim mestu góðæris- tímum, sem yfir land og þjóð hafa gengitS. Og jafnvel á sl. ári, þegar þjóðartekjur námu hálfri milljón kr. á fjölskyldu. Þetta sýnir, að ekki hefur ver ið gætt sem skildi varðstöíS- unnar um veigamestu kröf- una metSan næg atvinna var. Væri óskandi, a?S þessum á- fanga yrtSi náð sem fyrst. eh. úr víðri veröld f| Hrcindýrabúskapur á Grænlandi Árið 1952 voru flutt 300 tamin hreindýr frá Norður Noregi til Grænlands í þeim tilgangi að koma þar upp slíkum búskap. Það var Danska stjórnin á Grænlandi, sem beitti sér fyrir þessum flutningum. Tveir norskir Samar tóku að sér að þjálfa Grænlend- inga til starfa við búskap- inn. Við flutningana á'dýrun um milJi landanna drápust '37 dýranna, en hinum 263 var sleppt á landssvæði inn af Godthábsfirði og þar að- löguðust dýrin vel og þeim fjölgaði ört með árunum. Annar Norðmannanna, sem fór til Grænlands með dýr- unum, hvarf eftir nokkur ár heim aftur, en hinn gift ist þarlendri stúlku og sett ist að á Grænlandi. Hann kom sér upp hreindýrabú- skap í nágrenni við Kapi- sigdlst og átti árið 1966 nokkur þúsund dýr. Hrein dýrahjörðin, sem upphaf- lega var sett á land inn af Godhabsfirði var þá orðin rúmlega 5 þúsund dýr. Hafði því þessi tilraun tek- izt afar vel, enda eru skil- yrði fyrir hreindýrin hag- stæð á þessum slóðum. 0 Milljónir manna hafa framfæri af bifreiðinni Við athugun á fjölda þeirra manna, sem á ein- hvern hátt starfa við bif- reiðaframleiðslu og aðra starfsemi í sambandi við bifreiðar, sem félag bif- reiðasmiðjanna í Vestur- Þýzkalandi lét gera, kom í ljós að um 2,9 milljónir launþega hafa lífsviðurværi sitt af þessari starfsemi. Er það um níundi hver vinnu- fær launþegi í V-Þýzka- landi. I Bandaríkjunum eru þessi hlutföll þau, að sjö- undi hver launþegi hefur atvinnu sem er í beinu eða óbeinu sambandi við .bif- reiðar og fjórða hvert fyr- irtæki starfar í þessum greinum. í Noregi eru um 180 þúsund manns bundin við slík störf. Af þessu má sjá, að bifreiðin er orðin snar þáttur í þjóðlífinu og fer vaxandi. % 90 km hraði í Noregi er ekki leyfi- legt að aka á þjóðbrautum hraðar en 90 km á klukku- stund. í Belgíu er aftur á móti óleyfilegt að aka hæg ar en 70 km á klukkustund á hraðbrautunum. % Bretar í vanda staddir Að undanförnu hafa inn flytjendamálin í Bretlandi verið mjög á dagskrá: Und anfarin ár hafa rúmlega 100 þúsund þeldökkir þegn ar brezku samveldisland- anna lagt leið sína til Bret- lands sem innflytjendur. Ýmsir Bretar hafa haft hin ar mestu áhyggjur í sam- bandi við þennan mikla inn flytjendaskará, en eins og kunnugt er, er Bretland eitt þéttbýlasta land í heim inum. Það eru ekki endilega þynþáttafordómar, sem valda þessum áhyggjum heldur margvíslegir aðrir hlutir, sem aukning á fólks f jölda veldur. jvlá þar nefna húsnæðismál, en ýmsir inn flytjenda eru barnmargar fjölskyldur, atvinnuleysi vegna skorts á fagþekkingu þeirra o. fl. Löggjöf sú, sem Brezka þingið setti og setur skorð- ur við innflutningi fólks, mætti af eðlilegum ástæð- um töluverðri andúð. Enda er með þeim skert verulega þau réttindi. sem þegnar Brezka samveldisins hafa haft. Sýnir þetta eins og margt annað, sem gerzt hef ur á seinni árum í Bret- landi, að Stóra-Bretland er ekki lengur stórt og menn verða að bíta í það súra epli að hagur „heimalandsins" þrengist óðum á ýmsum sviðum. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 9. maí 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.