Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 30.05.1968, Blaðsíða 8
Stúdentar mótmæia misnotkun Háskólans Stjórn Stúdentafélags Há- skóla íslands hefnr sent frá sér mótmæli gegn því, ah halda á ráðstefnu Atlantshafs bandalagsins í háskólanum í júnímánuði næstkomandi. Er ekki vonum seinna, að stúd- entar láti eitthvað heyra til sín um þetta efni. Er ætiunin að loka háskólanum algjörlega á aðra viku, og jafnt háskóla starfsmenn sem stúdentar verða sviftir allri vinnuað- stöðu í háskólabyggingunni. Þegar er hafinn undirbúning- ur að fundarhaldinu í háskól- anum, meðan próf standa yf- ir, og er þar nú lítill vinnufrið- ur af þessum sökum. Þannig er hlynnt að því fólki, sem nú er hvarvetna kallað á til starfa í sérgreinum háskóla- menntaðs fólks. Þó er annað mikilvægara við ráðstefnuhaid þetta. f því felst gróf ögrun við alla, sem unna háskóla sínum og vilja halda uppi veg hans og virð ingu sem íslenzkrar vísinda stofnunar. Heimamenn eru reknir út og byggingin tekin undir leyniviðræður um hern- aðarmálefni Evrópu og jimer- fku. Þar fá fulltrúar stjórna Grikklands og Portúgals að leggja sitt til málanna, að ótal- inni þeirri stjórn, er stcndur fyrir hernaðinuni gegn þjóð Víetnain. Það mun ekki skakka nema cinum degi, að hal.dið verði upp á 24 ára af- mæii íslcnzka lýðveldisins með því að loka háskólabóka- safni okkar og banna starf við heildarorðabók íslcnzkrar tungu — eina merkustu vís- indastofnun þjóðarinnar — til þess að viðræður þessar geti farið fram með scm mestri levnd. Háskólastúdentum sjálfum hefur hvað eftir annað verið bannað að taka á móti erlend- um gestum í húsnæði háskól ans og ræða við þá um stjórn- mál þar. Slíkur er áhugi há- skólayfirvalda á alþjóðastjórn málum, þegar ekki er um að ræða félag okkar í Atlants- hafsbandalaginu. Er þess skemmst að minnast nú í vor, er hingað kom forstöðumaður friðarrannsóknarstofnunarinn ar í Osló, Johan Galtung, ein- hver bezti vísindainaður heims í þeirri grein. Stxidentafélag- inu var synjað um húsnæði há- skólans til að halda fund með Sjómannadagur án sjómanna Það vakti töluverða athygl.i, að á Sjómannadaginn skyldi enginn fulltrúi sjómanna tala við hátíðahöld dagsins. í hópi starfandi sjómanna finnast margir hæf- jr menn sem vel hefðu verið treystandi til að fjalla um málefni stéttar sinnar og*gera grein fyrir stöðu henn- ar í dag. Ef einhver varð að víkja af mælendaskrá hátíðahaldanna, átti það sízt af öllum að vera fulltrúi sjómanna. Eða er sjómannadagurinn ekki lengur dagur sjómannanna og baráttumála þeirra. Iionum, og við lá að vandræði hlytust af. En það er víst engin hætta á, að eins hættu- leg sjónarmlð og friðarrann sókn byggist á komist inn í há- skólann með fulltrúum stjórna Bandaríkjanna, Portúgal.s og Grikklands. íslenzkir háskólastúdentar hafa ekki látið berasl af þeirri öldu mótmælaaðgerða, er gengið hefur yfir, háskóla Evrópu að undanförnu. Er enda vonandi, að aldrei þurfi að koma til neinna ofbeldis aðgerða af hálfu stúdenta hér. Hins vegar verður það varla þakkað skynsamlegri afstöðu ríkisstjórnarinnar eða háskóla yfirvalda til stúdenta. Ályktun Stúdentafélagsins er raunar mjög hógvær, þeg- ar tilefnisins er gætt, en hún er birtist hér á eftir „Stjórn Stúdentafélags Há- skóla íslands vill gagnrýna eindregið þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að taka húsa- kynni Háskóla íslands undir ráðstelnu Atlankshafsbanda- lagsríkjanna. Því til stuðnings vekur stjórnin athygli á þrennu. í fyrsta lagi er alkunna, að þátttaka íslands í Atlantshafs bandalaginu er umdeild meðai þjóðarinnar. Má því jafnvel búast við mótmælagöngum eða öðrum slíkum aðgerðum, en þó ekki af hálfu Stúdenta- félags I-Iáskóla íslands. Af þessum sökum m. a. er að sjálf sögðu í alla staði ákjósanleg- ast að firra Háskóla íslands áð urgreindu ráðstefnuhaldi og Fimmtudagur 30. maí 1968 HVÍTASUNNA Þessi fagra sumarmynd á að minna okkur á það að hvíta- sunnan er um næstu helgi. Þá munu margir leggja land und- ir fót til að létta af sér vetr- ardrunga og anda að sér hreinu fjallalofti. Ástæða er til að hvetja alla vegfarendur til að gæta sérstakrar varúðar á vegum landsins. Hægri um- ferð er liér enn á byrjunar- stigi og vinstrimennskan á enn rík ítök í okkur öllum. Vegna hvítasunnuhelgarinnar kem- ur Frjáls þjóð ekki út í næstu viku. Blaðið óskar öllum les- endum sínum góðrar helgar og vonar að þeir, sem til ferða- laga hugsa, megi heiKr heim koma. þannig jafnframt Öllu hugsan- legu aðkasti. í öðru lagi vill stjórn Stúd- entafélags Háskóla íslands vekja áthygli á, að meðal þeirra ríkisstjórna, sem munu eiga fulltrúa á hinni væntan- legu ráðstefnu, eru portu- galska fasistastjórnin og gríska herforingjastjórnin, Er íslenzku þjóðinni, sem öðrum fremur vill halda í heiðri frelsi og lýðræði, bein minnk- un að því að fá fulltrúum því- líkra einræðisstjórna afnot af æðstu menntastofnunum sinni til fundahalda. Má í þessu sam Framhald á bls. 6. LÍTIÐ FRÉTTABLAÖ Ríkisstjðrnin og togararnir SNJÖLL SAMLÍKING De Qáulje karlinn á nú í erfiðleikum Ijinum mestu , og vandséð er. hvernjg honum reiðir af á næstunni. Hann boðaði nú fyrir stuttu að hann ætlaði að leggja stefnu sína und ir dóm þjóðarinnar og segj a af sér ef sá dóm u,r féUi honum í mót. Aavndes. Fránee sem ejtt sinn var forsætis- r^ðherra Frakka, gágn rýndi ræðu forsetans og líkti henni við það að forsetinn ætlaðist til bess að þjóðin skrlt fcði undir óútfyllta á- visun. OKkur nnnst þetta snjöll samlíking og í rauninni sýnist oickur að svipaða sam- ilkingu mætti nota um okkár eigin stjórn. Stjórnarflokkamir florifuðu stóra ávisun fýrlr kosningar í fyrra í 6. viku sumars 1968 en þegar henni var framvisað að kosning- um loknum reyndist innistæða ekki fyrir hendi. Reyndar ætti Seðlabankinn að kæra slíkt athæfi fyrir dóm- stólunum, en það mun hann ekki hafa gert svo okkur sé kunnugt. FURÐULEG KENNING Benedikt Gröndal rit stjöri, alþm. og utan- ríktsráðherraefni vakti á sér allmikla athygli í sjónvarpsþæt.ti á dög unum. Átti hann þar t höggi við Magnús Torfa Ólafsson og skeggræddu þeir um AUanlshafsbandalagió Hélt Gröndai því ákait fram að Atlantshafsbl og Sameinuð* þjóðirn ar væru sams konar stofnanir og ósamræmi væri í því að vilja vera í öðru bandalaginu en ekki hinu. Ekki verður það sagt að þessi speki utanríkisráöherraefn- isins risti djúpt og verður varia séð að hann eigi mikið erindi í sæti utanrikisráð- herra með slikan skiln ing á þessum málum. VANÞAKKLÆTI Mikið hefur verið fallegt sagt að undan- förnu um góðan árang ur á fyrstu dögum hægri umferðar og mörgum þakkað. ef- laust að verðskulduðu. Það hefur þó stungið •)kkur i L.F. að i öllu þessu hefur ekki verið minnzt einu orðí a þann skerf, sem Svíar liafa lagt, fram i þágu breytingarinnar hér á landi. Er það vissulega þakkarvert, svo mikið sem þeir hafa aðstoðað og liðsinnt við undir- búning þessa máls. Á valúaskeiði núverandi ríkis- stjórnar hefnr togarafloti lands- manna verið látinn grotna nið- ■ nr, svo sem alkunnugt er. Lítið 1 hefur verið um raunhæfar að- i gerðir af opinberri hálfu til að balda togurum í gangi, og enn minna gert til að greiða fyrir endurnýjun flotans. Allir viður- kenna jtó, aS minnsta kosti í orSi kveðnu, aS nútíma togarar séu einhver afkastamestu og full komnustu framleiðslulæki, sem fiskveiðijtjóSir hafa yfir aS ráða. Éinnig er ljósl, að bolfisk- veiðar á djúpmiðum verSa ekki stundaSar aS inárki rneð öSrum tegundnm éeiðiskipa.-Þrátt fyrir jiessar staSrevndir hefnr jtaS verið látið viðgangast, aS tog- flotinn rýrnaði um meira en hehning. Við uppliaf „viSréisnar" voru gerðir hér út 48 togarar. en nti eru jieir um 20. AstæSan er tal- in sú, aS oftast hefur á síðari árum veriS allmikiS tap á rekstri þessára skipa, 2—3 millj- ónir á ári á skip, aS því er reikn ingar sýna. Hitt hefur sjaldnar verið reikn að út, hversu miklu tap þjóðar- heildarinnar hefur numið viS missi 28 togara úr rekstri. Um }>að liggja ekki fyrir neinar töl- ur, hvern þátt fækkun togar- anna á i lélegri nýtingu hrað- fiystihiisa og minnkandi nýtingu íslenzks vinnuafls. En hér er tví mælalausl um miklar fjárhæSir að ræSa. Tuttugu og átta togárar eru horfnir úr íslenzka flotanum á fáum árum. Bnittótekjur togara eru nii um 20 milljón kr. á ári. Ileildartckjnr 28 togara ættu því aS nema um 560 milljónum kr. Ilér er miSaS við gömul og að ýmsu leytj úrelt skip. Eí nægar fyrirhyggju hefði særiS gætt um endurnýjun flotans, og við ætt- um nú í stað hinna 28 togara, sem lieltust úr lestinni, jafnmörg togskip af nvjustu og fullkomn- ustu gerð, væri þessi fjárhæS miklum mun hærri. ÞjóSarbúið munar vissulega um minna. En þrátt fyrir þessar staS- reyndir og þrátt fyrir það, að afli okkar gömlu togara hefur veriS dágóSur síSustu misserin, fer heldur lítið fyrir aðgerðum stjórnarvakla til aS stuðla að endurnýjun togaráaflans. F)'rir rúmu ári skipaSi sjávarútvegs- málaráSherra að' vísu „togara- nefnd“ til að vinna aS þessum málum. Frá hentii heyrist lítiS annaS en það, að hún sé að láta teikna tvær gerðir skuttogara. Slarf þessarar nefndar gengur ótrúlcga seirlt, og er hún }>ó skip uð ýmsum röskleíkamönnurn, Skyldi þaS vera satt, sem flogiS hefur fyrir, að ríkisstjórnin hafi engari áhuga á aS nefndin skili tillögum í bráS? —0—

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.