Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 20.06.1968, Blaðsíða 3
•*r •#'i nn *n r r f. '1 ' {,. ^ r ^ r Ritstjórnargreln HVERS VEGNA RÁÐHERRAFUNDUR? Hvers vegna koma ráð- herrar frá ríkjum NoríSur- Ameríku og Vestur-Evrópu saman til fundar í Reykja- vík til að ráðgast um her- brögð og morðvélar? Hvers vegna leggjum við niður starfsemi æðstu menntastofn unar okkar til að hýsa slíkar umræður? Hvers vegna hættum við á, að þau ráð, sem hleypa þriðju heimstyrj öldinni af stað, verði ráðin í Reykjavík? Svarið kann að virðast einfalt: Vegna þess að við erum í Atlantshafsbandalag inu. Ekki getum við færzt undan að taka okkar þátt í starfsemi bandalagsins. En þá má spyrja aftur: Hvers vegna erum við í Atlants- haf sbandalaginu ? Algengustu svörin við þessari spurningu rúmast í þrem staðhæfingum: 1. Bandalagið var stofnað til að vemda Vestur-Evrópu fyrir valdaráni kommúnista með stuðningi og stjórn Sovétríkjanna. 2. Bandalag- ið stendur vörð um frelsi og lýðræði í aðildarríkjum sín- um. 3. Bandalagið er fallið til þess að reisa brú milli austurs og vesturs í Evrópu. Svo einfalt er málið í munni flestra þeirra, sem mæla með aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. En við skulum reyna dálítið haldið í þessum staðhæfing- um hverri fyrir sig. ÚTÞENSLUSTEFNA SOVÉTRÍKJANNA Það er blekking, að Sov- étríkin ætluðu sér nokkru sinni að styðja að byltingu í hinum þróuðu lýðræðisríkj um Vestur-Evrópu. Út- þenslustefnu þeirra voru frá upphafi sett þau takmörk, að kommúnistar skyldu að- eins studdir til valda, þar sem þeir hefðu verulegt fylgi og góð skilyrði til að vinna sér nokkurt traust sem st jóm endur. Þannig var hvergi reynt að koma á kommún- istaeinveldi í ríkjum, þar sem sterk lýðræðishefð var fyrir eða almenn velmegun. Jafnvel Finnar, sem höfðu ánetjazt þýzka nazismanum og biðu vamarlausir við bæjardyr Sovétríkjanna, þeir sluppu vegna þess að þeir vissu hvað þeir vildu og kusu að standa á eigin fót- um. Eftir að þetta gerðist, hef ur stefna Sovétríkjanna breytzt að mun, og dregið hefur úr spennunni í Evrópu mest vegna þeirrar stefnu- breytingar. Engum virðist nú orðið detta í hug, að nokkru friðsömu Evrópuríki utan núverandi áhrifasvæðis Sovétríkjanna standi ógn af þeim. Skýrt dæmi þess kom í Ijós, þegar herforingja- stjórn steypti lýðræði Grikk lands. Hver stjórnmálamað- urinn af öðrum lét í Ijós þá skoðun, að ekki mætti ógna Grikkjum með brottrekstri úr Atlantshafsbandalaginu, það myndi aðeins treysta herforingjastjórnina í sessi. Engum virtist detta í hug, að Grikkland stæði nein ógn af kommúnisma, þótt það væri sett utan bandalagsins. Illa þróað þjóðfélag með einræðisstjóm og talsverð kommúnistísk öfl undir of- sóknum var talið óhult rétt við útjaðar Sovétríkjanna. Slík fásinna er það orðin, að þjóðum Vestur-Evrópu sé ógnað af útþenslustefnu Sovétríkjanna. LÝÐRÆÐI I AÐILDAR- RÍKJUM Atlantshafsbandalagið var aldrei áhugasamara um lýðræði aðildarríkjanna en svo, að ein alræmdasta ein- veldis- og kúgunarstjórn Evrópu, stjórn Portúgals, fékk þegar aðild. Síðan hef- ur portúgalsstjórn haldið á- fram að kúga frjálslynd öfl í heimalandi sínu og saklaus ar nýlenduþjóðir í Afríku, undir vernd og með stuðn- ingi Atlantshafsbandalags- ins. Fyrir rúmu ári sannaðist það enn, að Atlantshafs- bandalaginu er ekki ætlað að vernda frelsi né lýðræði. Herforingjaklíka hindraði frjálsar kosningar í einu að- ildarríkjanna, Grikklandi, og kom á einræðisstjórn. Atl antshafsbandalagið hafðist ekki að — ekki á yfirborð- inu. Síðar kom í ljós, að byltingin var unnin eftir á- ætlun sjálfs bandalagsins. Jafnframt hefur komizt upp, að sams konar byltingar- áætlanir eru til í öllum að- ildarríkjum, þar sem einhver minnsta hætta er talin á, að komizt geti til valda stjórn, sem andvíg er bandalaginu. Afstaða bandalagsins til lýðræðis aðildarríkjanna er því í stuttu máli sú, að það getur Iiðið lýðræði, meðan það leitar ekki út úr banda- laginu. Lengra nær lýðræðis áhuginn ekki. BRÚ TIL AUSTURS Sú staðhæfing, að Atlants hafsbandalagið geti bætt sambúð Austur- og Vestur- Evrópu, er of fáránleg til þess að vera mikilla svara verð. Engu að síður hefur hún oft heyrzt hér upp á síðkastið. KEFLAVÍKURGANGA Samtök hernámsandstæð- inga gangast fyrir mótmæla göngu frá Keflavík til Reykjavíkur næstkomandi sunnudag. Eftir gönguna verður útifundur í Reykja- vík. Frjáls þjóð vill ein- dregið hvetja alla til að taka þátt í göngunni eða einhverjum hluta hennar og sækja útifundinn, hvern eftir sinni getu. Af tveim ástæðum er einkum mikilvægt, að þátt- taka verði góð í mótmæla- aðgerðunum á sunnudag- inn. í fyrsta lagi dregur nú að úrslitum um, hvort við endurnýjum hernaðarsátt- \ [ mála okkar við Atlantshafs- ríkin. í öðru lagi hefur bor- I ið óvenjumikið á því að undanförnu, að véfengd væru sjálfsögð réttindi manna til. að efna til frið samlegra mótmælaaðgerða. Hægri öflin virðast vera að reyna að læða því inn hjá almenningi, að mótmæla- göngúr séu sama og óeirð- ir. Þess vegna sýnum við tvennt á sunnudaginn. Við sýnum, að til er f jöldi fólks, sem hefur brennandi áhuga á úrsögn okkar úr Atlants- hafsbandalaginu og brott- för herliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Við sýnum enn- fremur, að rétturinn til að hafa i f?ammi mótmælaað gerðir telst til almennra mannréttinda, sem fólk læt ur ekki taka frá sér. Mótmælaaðgerðir Sam- taka hernámsandstæðinga hafa alltaf einkcnnzt af prúðmannlegri framkomu og þrotlausri stillingu, þrátt fyrir allar tilraunir andstæð FRJALS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HF. Ritnefnd: Hermann Jóhannesson (ábm.) Haraldur Henrýsson Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. Verð I lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaði. Það liggur raunar í aug- um uppi, að ekkert hindrar eins góða sambúð Evrópu- ríkja og sjálft Atlantshafs- bandalagið. Ríki Vestur- Evrópu hafa fæst nokkra sér staka ástæðu til að stunda fjandskap við Austur-Evr- ópuríkin, þótt fæstir muni hafa áhuga á að binda við þau sérstök vináttubönd. Atl antshafsbandalagið er ekki til orðið í þágu Vestur- Evrópu og starfar ekki í hennar þágu. Það þjónar einungis útþenslustcfnu Vest ur-Þjóðverja til austurs og drottnunarhneigð Bandaríkj anna. Smáríki eiga sízt allra erindi í þann félagsskap. TÆKIFÆRIÐ Á NÆSTA ÁRI Vera má, að ráðherra- fundurinn í Háskóla fslands eigi eftir að vekja fólk til umhugsunar um þessar stað- reyndir, að hann verði sá síðasti, sem íslenzkir ráð- herrar taka þátt í. Á næsta ári, þegar samningur Atl- antshafsríkjanna rennur út, gefst tækifæri til að leið- rétta mistökin frá 1949, þeg ar við vorum leiddir inn í bandalagið, án þess að þjóð in væri að spurð. Vinnum öll að því, að þetta tækifæri verði notað. inganna til að koma af stað uppþotum. Enginn vafi er á, að á sunnudaginn kemur munu hvers konar samtök hernámssinna og Banda- ríkjadindla gera meira en nokkru sinni fyrr til að koma af stað ófriði, cnda eru þeir hræddari en nokkru sinni fyrr. En her- námsandstæðingar munu taka slíku á sama hátt og þeir eru vanir — með óbil- andi stillingu þess, sem veit sig vera fulltrúa fyrir góð- an málstað. Óánægjan með erlenda hersetu og vist í hernaðar- bandalagi fer vaxandi hér á landi. Sú ósvífni ríkis- stjórnarinnar, sem lýsir sér í ráðstefnuhaldinu í háskól- anum, getur orðið til þess að fylla mælinn. Sýnum það í göngunni og á úti- fundinum á sunnudaginn kemur. Tryggjum, að lýð- ræði vcrði framvegis látið ná til utanríkismála. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 20. júní 1968 i I

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.