Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 04.07.1968, Blaðsíða 3
Ritstjórnargrein ATLANTSHAFSBANDALAG ♦ ♦ i Nýafstaðin ráðstefna Nato í Reykjavík varð mörgum tilefni til umræðna og íhug- ana um forsögu og framtíð þessa hernaðarbandalags og stöðu Islands í því. Jafn- framt héldu sljórnarblöS uppi linnulausri lofgerð um bandalagið og friðarhlut- verk þess. Reynt var að gera sem mest úr þeim hömlum, sem Austur-Þjóðverjar hafa sett á ferðalög manna til V- Berlínar til þess að sannfæra fólk um að enn ríkti spenna milli austurs og vesturs í Evr ópu og enn væri NATO nauðsynlegt afl til að verja hinn svokallaða frjálsa heim fyrir ágangi kommúnista. Að því má hins vegar færa rök að lausn Þýzkalands- vandamálsins hafi fyrst og fremst strandað á tilveru tveggja hernaðarbandalaga, Atlantshafsbandalags og Varsjárbandalags ,sem hafa gert Þýzkaland að pólitísku bitbeini og nokkurs konar réttlætingu tilveru sinnar. Bonnstjórnin hefur með stuðningi og vafalítið að undirlagi NATO neitað að viðurkenna Austur-Þýzka- land og þar með girt fyrir alla samkomulagsmögu- leika. Bandaríkin og Sovét- rikin hafa notað Þýzkaland sem átyllu til að hafa heri sína víðs vegar um Evrópu og þar með framlengt kalda stríðið löngu eftir að aðstæð ur höfðu skapazt til að draga úr því og friða Evr- ópu. Mikið var rætt um frið og afvopnun á ráðstefnunni og er auðvitað ekkert nema gott um það að segja. En það segir sig sjálft að það sem helzt stuðlar gegn af- vopnun í Evrópu er einmitt tilvera þessara tveggja hern- aðarbandalaga. Meðan þess ar tvær umfangsmiklu hern- aðarvélar standa hvor and- spænis annarri, mun afvopn un væntanlega ganga sam- kvæmt því tregðulögmáli sem einkennir risastofnanir af þessu tagi. Forráðamenn NATO hafa undanfarið haldið því mjög á lofti að hlutverk banda- lagsins muni breytast á næstu árum. Hernaðarhlut- verk þess muni minnka en meiri áherzla verði lögð á stjórnmálalegt og menning- arlegt samstarf. Þetta stafar vafalítið af því að ráða- menn þess gera sér ljóst, að ástandið í Evrópu er að breytast í það horf, að hern aðarleg réttlæting banda- lagsins gæti orðið úr sögunni innan tíðar. En Bandaríkja- mönnum er mjög í mun að halda opinni leið til þess að tryggja áframhaldandi til- veru bandalagsins. Stuðning ur NATO-ríkjanna veitir þeim siðferðilegan styrk, er þeir geta ógjarnan verið án. Bandaríkjamenn hafa í trausti f jármagns síns tryggt sér mikil áhrif í Vestur-Evr- ópu. Bretland er t. d. svo háð bandarísku fjármagni, að það getur ekki lengur rek ið algerlega sjálfstæða utan- ríkisstefnu. Áður en Verka- mannaflokkurinn komst til valda var Wilson og mikill meirihluti þingmanna flokks ins á móti stefnu Bandaríkj- vakti í vinstra armi Verka- mannaflokksins. Megum við íslendingar gjarnan hug- leiða þetta dæmi með hlið- sjón af okkar eigin aðstöðu. Fyrir skömmu upphófst hjáróma rödd í ritstjórnar- greinum Alþýðublaðs og Morgunblaðs. Einhver spak- vitur maður hafði þar hitt á nýja leið út úr þeim vanda að afsaka veru okkar í bandalagi með einræðisþjóð um. Röksemdin var á þá leið, að við sætum á þingi Sameinuðu þjóðanna við FRJALS ÞJOÐ Utgefandi HUGINN HF. Ritstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Jóhann J. E. Kúld Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, Guðjón Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, Magnús Torfi Óiafsson, Siguröur Guðgeirsson Vésteinn Ólason, Þórir Daníelsson. Áskriftargjald kr. 400.00 á ári. Verð í lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaðí anna í Vietnam. En eftir að Wilson varð forsætisráð- herra komst hann að raun um, að hann átti eltki ann- arra kosta völ en styðja þessa stefnu þrátt fyrir þá megnu óánægju sem það hlið einræðis- og harðstjórn- arríkja og ætti okkur ekki að vera minni sómi að setu í hernaðarbandalagi með Grikklandi og Portúgal. Röksemdafærsla af þessu tagi sýnir ótrúlega lítinn skilning á mismun þessara tveggja stofnana. Á þingi Sameinuðu þjóðanna geta íslendingar beitt sér óháðir fyrir hverjum þeim málstað er þeim þykir rétt að styðja á hverjum tíma. Með aðild að Atlantshafsbandalaginu gerast Islendingar hins veg- ar samábyrgir fyrir gerðum og stefnu bandalagsins — og bera þannig ábyrgð á stuðningi bandalagsins við einræðisstjórn í Grikklandi, nýlendukúgun Portúgala í Afríku og styrjöld Banda- ríkjanna í Vietnam. íslendingar eru lítil þjóð og þeim er þörf samstarfs við aðrar þjóðir. En ein- mitt vegna smæðar sinnar verða þeir að varast of náin tengsl við stærstu og voldug ustu þjóðir veraldar. Slík tengsl hljóta að stofna efna hagslegu og pólitísku sjálf- stæði þjóðarinnar í hættu. Æskilegra hlýtur að vera að leita samvinnu við þær þjóð ir sem næst okkur standa að menningu og þjóðskipulagi, samvinnu sem ekki væri hernaðarlegs eðlis, samvinnu þar sem Island yrði ekki peð í skáktafli stórvelda. Allt þetta verðum við að hafa í huga þegar framtíð Atlants- hafsbandalagsins verður ráð in á næsta ári. sh. —O— úr víðri veröld Kosníngar í Frakklandi Kosningar í Frakkl. Að afloknum kosningum í Frakklandi lítur svo út sem de Gaulle og flokkur hans sitji enn traustari í sessi en fyrr. Mundu þá sumir freist- ast til að halda að uppreisn stúdenta og verkamanna í maí hafi með öllu mistekizt Og raunar aðeins orðið til að styrkja aðstöðu de Gaulles. Pað gæti jafnvel virzt að byltingaröflin hefðu eytt sínum hinztu kröftum og einskis sé framar af þeim að vænta í frönskum stjórnmál on. Margs er þó að gæta í mati á úrslitum kosning- anna. Þess fyrst að þær hug- myndir, sem báru bylting- una uppi, áttu sér engan full trúa í kosningunum. Þar var teflt fram sömu gömlu flokk unum og sömu gömlu hug- myndnum og áður. Kosning arnar vöru þvj gersamlega úr tengslum við byltingaröflin. Þær voru markviss tilraun til að bæla þau niður, til að snúa aftur til fyrra á- stands, viðhalda status quo. Hin róttækustu öfl í Frakk landi hlutu því að verða al- gerlega utanveltu í kosning- unum og afneita þeim með öllu, þar eð þær voru sam- nefnari alls þess sem þau hafa barizt gegn í frönsku þjóðfélagi. Stjórnin hafði raunar bannað nokkur rót- tækustu samtök stúdenta og sömuleiðis fjöldafundi og fjöldagöngur (undantekn- ing var þó auðvitað gerð með göngu til heiðurs de Gaulle) og þannig nokkurn veginn útilokað virka þátt- töku þessara afla í kosninga baráttunni. Áróðursmenn de Gaulles léku á ýmsa strengi til að vinna hylli kjósenda. Ákaf- lega var reynt að hræða þá með upplausn og öngþveiti er skapast mundi ef bylting- aröflin yrðu ekki barin nið- ur með harðri hendi. Furðu- sögur um erlenda undirróð- ursmenn og vopnaða terror- ista komust á kreik — vafa laust 99% uppspuni. At- hyglisvert er, hve ríka á- herzlu de Gaulle hefur lagt á erlendan uppruna bylting- arinnar; samkvæmt hans kenningu er hann sjálfur franskari en allt sem franskt er og hver sú uppreisn sem gegn honum beinist, hlýtur að Vera í eðli sínu ófrönsk. Hér má benda á hve mikið hefur verið gert úr þýzku þjóðerni Chon-Bendits. Stúd entar hafa hins vegar látið í Ijós andúð sína á þessum þjóðernisvaðli með hróp- inu ,,Við erum allir þýzkir gyðingar". De Gaulle hefur einnig hamast mjög ákaflega gegn kommúnistum og ásakað þá um að hafa gert tilraun til að skapa öngþveiti í land- inu sjálfum sér til framdrátt ar. Koma þessar ásakanir for setans svo sannarlega úr hörðustu átt, því að það var einmitt Kommúnistaflokkur inn sem með stuðningi sín- um við stjórnvöldin hélt de Gaulle í sessi þegar öldur byltingarinnar risu sem hæst (að því er sumir telja sam- kvæmt skipun frá Moskvu). En vafalaust hafa góðborg- arar látið ginnast af áróðrin um, og eitt er víst, að hin róttækustu öfl þjóðfélagsins geta nú ekki lengur stutt kommúnista og er þetta tvennt skýringin á fylgistapi þeirra í kosningunum. De Gaulle hefur sömuleið is talað hástöfum um þá hættu sem þjóðinni stafi af „einræðisöflum". Þetta þyk ir mörgum hjákátlegur áróð ur kominn frá manni, sem er jafn fjarri því að vera merkisberi lýðræðis og de Gaulle. En hann hefur not- fært sér til hins ítrasta ótta borgaranna við byltingaröfl in og m. a. komið á fót vopn uðum varðliðssveitum borg ara og sett til höfuðs stúdent um og öðru þjóðhættulegu fólki. Kosningarnar í Frakk- landi hafa engan vanda leyst og hin nýja stjórn de Gaulles er ekki líkleg til að koma á róttækum endurbót um. Það er því líklegt að það ástand sem kom af stað maí-óeirðunum, haldist ó- breytt að mestu. Og að sumu leyti hefur það versnað, því að stjórnin hefur beitt marg víslegum ófríkisaðgerðum til að bæla niður byltingar- öflin. Ymis samtök stúdenta hafa verið bönnuð og all- margir leiðtoganna settir í fangelsi. Algert bann hefur verið lagt við fjöldafundum og öðrum mótmælaaðgerð- um. Lögreglan hefur lagt undir sig Sorbonneháskól- ann og fleiri vígi stúdenta. Bók sem stúdentar gáfu út um ofbeldisaðgerðir og fólskuverk lögreglunnar hef Framh. á bls. 6. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 4. júlí 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.