Frjáls þjóð - 11.07.1968, Blaðsíða 1
LANDBUNAÐARKREPPA
Harðindi hafa að undanförnu magnazt ár frá ári. Lang-
varandi góðæriskafli hafði áður slævt menn svo að fæstum
datt í hug að velta fyrir sér hvernig landbúnaðurinn væri
við harðæri búinn. Ör þjóðfélagsþróun síðustu áratuga, auk-
in fjölbreytni atvinnulífsins og bylting í lífskjörum hefur á
ýmsan hátt dregið úr viðnámsþrótti landbúnaðarins gegn
hörðum árum. Þessu verður að svara með félagslegum að-
gerðum, og ríkisvaldið verður að hafa forystu um þær. Ef
takast á að stýra fram hjá boðanum, þarf annaðhvort að
skipta um ríkisstjórn eða ríkisstjórnin að gerbreyta vinnu-
brögðum sínum.
Á að láta landbúnað leggjast
niður?
Eftir því sem meiri höfuð-
stóll er bundinn í búrekstri, á
landbúnaðurinn erfiðara með
að þola endurtekin skakkaföll.
Harðaeriskafli sá sem nú geng-
ur yfir landið er aS því leyti
hættulegri en harSæriskaflar
fyrri a’lda aS erfiðara er nú aS
reisa landbúnaSinn viS, ef
hann hrynur saman, einfald-
lega af því að byggingin er nú
svo margfalt hærri.
Það er ekki nýstárleg speki
aS segja aS margt sé breytt á
landi hér og allt sé nú ólíkt því
sem áSur var. Samt drögum
viS ekki alltaf nógu víðtækar
álykt^nir af breyttum aSstæS-
um. Þó mótsagnakennt sé,
verður aS telja aS framhaldslíf
landbúnaSar sem atvinnugrein-
ar á Islandi hafi verið miklum
mun öruggara fyrr, meðan
þjóSin bjó viS örbirgS, en nú.
Þá var það skásti kosturinn aS
lafa viS búiS, meSan þaS var
hægt, allir aðrir kostir voru
verri. Nú hefur bóndi, sem
flosnar upp, þrátt fyrir allt
fleiri kosti en þann aS drepast
úr hungri. Þess vegna eru lík-
ur til að hann hverfi frá bú-
skapnum, þegar verulega fer
að sverfa aS. Þannig getur auS
veldlega svo fariS aS landbún
aður leggist niSur í heilum
landshlutum, ef ekki verSur
viS spornaS. Flestir viður-
kenna þörf á opinberri aSstoð,
en hætt er viS aS mörgum hér
á Suðurnesjum ofbjóSi, þegar
reglulega þarf aS taka á til aS
halda íífi í landbúnaði sem at-
vinnugrein í allt aS helmingi
iandsins, en svo getur farið ef
enn koma nokkur harSærisár.
Þá þurfum viS að gera okkur
grein fyrir því, ekki aSeins
hvaS þaS muni kosta aS halda
landbúnaði viS sem atvinnu-
grein um land allt, þar sem vel
má telja byggilegt í meSalári,
heldur einnig hvað þaS muni
kosta að reisa landbúnaSinn á
hálfu landinu úr rústum og gera
hann arðbæran, ef viS leyfum
honum aS grotna niSur.
I
i
Félagsleg viðbrögS.
■ ÞaS sýnist augljóst að þjóS-
in verSur að bregSast við harS-
ærinu með því aS sýna miklu
meiíi félagshyggju en hún hef-
ur gert í góSum árum. Vanda-
mál landbúnaSarins verSur aS
leysa á félagslegum grundvelli,
einstaklingar fá ekki risið und-
ir þeim. Vitanlega mun þá
mikiS reyna á félagssamtök al-
þýSu, samvinnufélög og stétta-
samtök, en langmest veltur á
viturlegri forystu ríkisvaldsins
• og handhafa þess. Framtíðar-
lausn hlýtur helzt aS verða
tryggingar í einhverri mynd
svipaSar þeim sem Svíar hafa
komiS á hjá sér, en langan tíma
tekur að koma á fót slíku trygg
ingakerfi. Á meSan verSur rík-
isvaldiS aS gera margvíslegar
ráðstafanir.
Hagnýtum þekkingu og
reynslu.
Umfram allt verSur þjóSin
að hagnýta sér þekkingu og
reynslu innlenda og erienda til
að leysa vandann. StöSugt er
talaS um aS rannsaka þurfi
orsakir kals í túnum, en lítið
heyrjst um niSurstöSur slíkra
rannsókna, enda sjálfsagt litlu
fé til þeirra veitt. Langt er síS-
an því var hreyft aS Kjarninn
gæti átt einhvern þátt í hinum
miklu kalskemmdum, en svör
hafa ekki fengizt við því frem-
ur en öSrum efasemdum um
ágaéti þeirrar framleiSslu. En
það eru ekki aSeins náttúruvís-
indi sem beita verður, heldur
einnig félags- og hagvísindi.
Félagsleg lausn á vandamálum
verSur aS vera meira en orðin
tóm. Ef hún á aS takast vel,
þyrfti helzt aS skipta um ríkis-
stjórn, en meSan þaS gerist
ekki verður þjóSin aS knýja
fast á og heimta skjót viSbrögð
og áhrifarík og skynsamleg
vinnubrögð.
—O—
■ • ■ • .............................................................................................................. ................................................................................................................................................................................................
íslenzk sveit er fögur í góðviðri. En það stoðar lítt ef ekki tekst að verja landbúnað
inn í hörðum árum.
Yfirvofandi hungurdauði milljóna
Ástndið í Biafra er nú orðið j
svo hörmulegt að því verður
naumast með orðum lýst. Um
það bil 3.000 börn og gamal-
menni deyja þar á degi hverj-
um. Orsökin er næringarskort-
ur. Flestir deyja úr sjúkdómi
sem innfæddir nefna „kvas-
hiorkor" og stafar af langvar-
andi skorti eggjahvítuefna.
Hann lýsir sér í rauðum lit á
hári, þrútnum öklum, sárum á
hörundi og lystarleysi. Hann
dregur fólk til dauða á skömm
um tíma. Talið er að ein millj-
ón manna muni deyja í Biafra
í þessum mánuði — hvað sem
gert verður til hjálpar.
Af 14.500.000 íbúum Biafra
er talið að um það bil 11.000.-
000 líði sára neyð og þurfi
tafarlaust á aðstoð að halda.
Ef ekki verður brugðið við
skjótt má búast við að ein
milljón manna deyji á mán-
uði hverjum í Biafra á næst-
unni. En slík hjálp verður að
koma þegar í stað og hún verð
ur að vera gífurlega umfangs-
mikil. Til þess að unnt sé að
bjarga þessu fólki þarf hvert
mannsbarn 100 grömm af
eggjahvítuefnaríkri fæðu á
dag. Þá þarf ein milljón 100
tonn á dag — 11 milljónir
þurfa 1.100 tonn.
Það er augljóst mál að það
er ekkert smáræðis fyrirtæki
að senda 1.100 tonn af mat-
vælum á degi hverjum til
Biafra. Ekki bæta samgöngu-
erfiðleikar úr skák. Sem stend
ur er aðeins hægt að flytja
matvæli þangað loftleiðis og
aðeins um einn flugvöll að
ræða. Setn stendur er aðeins
hægt að flytja um 40 tönn á
nóttu til landsins.
Til þess að nokkur leið sé
að bjarga lífi þessara milljóna
verður að fá til mikinn fjölda
flugvéla, gífurlegt magn mat-
væla og fleiri flugvöllum þarf
að koma upp í Biafra. Þetta
verður ekki gert nema með
sameiginlegu stórátaki Evrópu
og Ameríku. Þessa átaks hljót-
um við að krefjast af hinum
auðugri löndum heims, ekki
aðeins í krafti mannúðar held
ur einnig vegna þeirrar ábyrgð
ar sem a. m. k. sum þeirra
bera á þessari styrjöld. Bretar
hafa stutt Nigeríumenn í styrj
öld þeirra gegn Biafra með
vopnasendingum og á ýmsan
annan hátt. Þeir hafa stefnt
að því að Nigería sameinaðist
aftur, aðallega vegna mjög
auðugra olíulinda í Biafra. Það
er nú ljóst að slíkt getur ekkí
Framh. á bls. 7.
v