Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.07.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 11.07.1968, Blaðsíða 4
tiitiiititiiiiiiiiiimtiiiiHiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiinrtiiiiH = i I Um tussuna á klettinum og klerklegan yfirdrepskap I Heil'l og sæll gamli hneykslisklerkur! Ég var að fá í hendur 1. hefti Máls og Menningar þ. árs, þar sem þú hleypir þinni gömlu og dálítiS víxl- uSu skáldameri í kapp viS silfurgljáandi skáldafák nú- tímans og verS ég að segja aS glæstara reiSlag hef ég til þín séS, þó þú nú berjir meir fótastokkinn en fyrr- um oftast. Mikill snillingur var Snorri og Biblían er gersemi, satt er það. Nú seigist þú þó hafa kafaS enn dýpra á aSra bók en þessar tvær áð- ur og vilt með því gera dóm þinn þyngri á metunum, þeg ar þú kemur síSar í grein- inni úr kafiríu meS fangiS fullt af sora og klámi. Þetta er vitaskuld þinn dómur um nútímabókmennt irnar okkar og vaeri ekkert við-því aS segja ef hann væri ekki árétting á öSru og mikilsverSara atriSi — sem- sé stefnu útgáfufyrirtækisins M&M og Heimskringlu gagnvart nútímabókmennt- um okkar og útgáfu þeirra mörg undanfarin ár. Þessi stefna er fólgin í því að gefa ekki út annaS af nútímaritverkum íslenzkum en það sem er ritaS í strang- lega forskrifuðum róman- . Vitaskuld getur ein bóka- útgáfa drepiS sig meS þeim aSferSum, sem stjórn henn- ar ákveður og fátt er trygg- ara í þeim sökum en aS setja sér þá reglu að vísa frá sér því líflegasta sem skrifað er í landinu og slíta sig þannig Bréf til séra Gunnars Benediktssonar tískum fífilbrekkustíl þar sem gamlar og stagneraSar dægurpólitískar kennisetn- ingar eru varSar í „hugljúf- ar líkingar" ellegar „ljúfan ævintýrablæ". Bókmenntir þessar mega helzt enga merkingu hafa fyrir fólk, sem er undir fertugu, nema þaS sé hundþjálfaS í lestri dönsku heimilisritanna, ell- egar þá í útgáfustjórn M&M — fyrirgefðu þar ervíst eng inn undir fertugu. úr sambandi viS fólkiS eftir því sem eldri kynslóSir deyja (aS vísu er þetta nú á tímum orðiS nokkuS sein- legt í velferSarríki þar sem fólk er fariS að lifa svo and skoti lengi). Þó fylgja því auSvitað alltaf sárindi ef menningar- fyrirtæki þekkja ekki önnur lífsskeið en bernskubrek og síSan í beinu framhaldi af því barndóm elliáranna. Frekar ræSi ég ekki viS » þig afstöSu þína til íslenzkra nútímabókmennta, en vildi þó áSur en ég kveS þig í Drottins nafni ögn ræða viS þig um vinnubrögðin, sem þú beitir ti'l aS komast að þessum fyriframgefnu niS- urstöðum þínum um bókina, sem þú tekur sem dæmi fyr- ir nútímannn. Þú ferS um bókina líkt og taugaveiklaSur grasbítur og naslar þér klámyrSi héSan og þaSan, slítur þau upp og ælir þeim svo framan í les- andann þegar þú ert búinn aS fá offylli þína af þessum sóma. Slík vinnubrögS er sjálfsagt að viðhafa í Vel- -vakanda og öðrum föstum ofsóknardálkum, sem skrif- aSir eru fyrir lítilsiglt fólk og græningja til aS gera það ánægt meS sjá'lft sig — en varla í heiSarlegu bók- rnenntariti. Viltu þá ekki stinga þér stundarkorn á bólakaf í spá manninn Esakíel meS sama hugarfarinu og sanna þaS sjálfum þér aS Biblían fer ekki meS fleipur þar sem skrifaS stendur: Leitið og þér munuð finna. Eg læt nægja að tilfæra eina setn- ingu: „Og hún brann af girnd til friSla þeirra, sem voru eins hreSurmiklir og asnar og gusan úr þeim sem úr stóShestum." Þessa setningu tilfæri ég líka til að hjálpa þér aS skilja heiti bókarinnar, sem þú fja'llar um: Ástir sam- lyndra hjóna og eins til aS benda þér á þaS aS þaS er ekki allt nýtt, sem fyrir kem ur í nýútkominni bók, þótt hún sé á vissán hátt nýstár- leg. Þegar nútímahöfunduT líkir þjóð sinni viS tussu breidda á klett eru þess for dæmi í Biblíunni að þjóðum eSa borgum hafi veriS líkt viS slíkt áSur og þarflaust fyrir gamlan og mætan klerk að láta yfidrepskap og þröngsýni villa fyrir sér dóma um jafn gróna bók- menntahefS. MeS virSingu fyrir for- tíS þinni, Þorgeir Þorgeirsson. iitiniiiniin......iiiiiiiiiiiiii.....iihiii.....iiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiitiiiiniiiii......iiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMii.....imiitiiiiitiiiniiiiiimii iiiiiitiiiiitiHiiiiiiiiitj Trtsfv' Tiqri inc, = iiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiitiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiititiiititiMMtttiiiiiiiiiiiiiiiiMitiiiiiiiiiiitiiiiiiiiniiiittiiiitiiinii iigiin......iiiiitiiiiiiiiiiiiiiiitii.....n in J *tæ4 izu? •¦-•-¦¦*. ¦ MENNING í SUMARFRÍI Andlegt líf á íslandi er sjaldnast fjörlegt úr hófi. Þó geta menn gert sér dimma og kalda vetur bærilegri með því aS sækja andlega uppbyggilegar skemmtanir af ýmsu tagi, leiksýningar, hljómleika, myndsýningar og kvikmyndahús. Og ann-j aS slagiS ræSa menn mál- efni af þekkingu og alvöru í blöSum, útvarpi og. tíma- ritum. Bækur koma út, sem menn lesa og ræSa. En strax og sól fer aS hækka á lofti og einkum þegar fólk fer aS huga að sumarfríum og útilífi og sjó- böðum í Nauthólsvík, þá er eins og skrúfaS sé fyrir krana. Allt sem kalla má andlega iðju fellur í dvala. Leikhús hætta störfum, hljómleikar eru engir, eng- ar bækur koma út nema þær s£u á því sérstaká þroska- atigi aS hægt sé að ráSleggja mönnum aS taka þær meS í sumarleyfiS. Og blöSin verSa ennþá heimskari en bau eiga vanda til. Svo ekki sé minnst á kvikmyndahús- in, sem ganga aðallega fyrir myndum sem hafa verið sýnd ar áður, eSa einhverju svo ótíndu rusli aS þaS hlýtur aS vera sérstaklega valiS með þaS fyrir augum aS engin heil hugsun kvikni meS á- horfendum. Meira aS segja sjónvarpiS fer í sumarfrí. En þaS er allt í lagi eftir því sem Vignir Guðmundsson segir, maSur horfir þá bara á Keflavík á meSari. Og ef einhver er svo ólánssamur að ná ekki þeirri stöð, þá eru sérfræðingar á horni Klapparstígs og Hverfisgötu sem segjast reiSubúnir aS leysa þann vanda. Já, nú eiga allir Islending- ar aS nota sjóinn og sólskin- iS og verSa brúnir og helzt aS fara til útlanda í því skyni og umfram allt ekki lesa neitt sem gæti komiS þeim til að hugsa og leitt hugann frá aSalatriSunum sem eru auðvitað sólböðin og brúnkan og útilegurnar og laxinn. Og þá er vissara aS hafa ekkert þyngslalegra meS sér á vindsaengina en SvokallaSar afþreyingarbók menntir, helzt æsilegar frá- sagnir af harSskeyttum prív- ataugurn eSa jamesbondum og berbrjósta kvenfólki, þar sem þess er sérstaklega gætt aS ekkert í frásögninni höfSi til raunverulegs mann lífs eða grípi á vandamálum öSrum en þeim hvernig bondinn eigi aS fara að því að kála bófanum. Og allir leggjast á eitt til að.tryggja þaS aS mörland- inn geti legiS óáreittur í sínu sóIbaSi og orSiS brúnn í friSi fyrir vonzku heimsins. Og maður gengur um göt- urnar í sólskininu og virSir fyrir sér allt þetta fallega og brúna og sæla fólk sem gengur líka um göturnar hamingjusamt í sumarfríum sínum og alla túristana sem eru ennþá brúnni en Islend- ingarnir og þarafleiðandi sennilega ennþá hamingju- samarí. Og maSur hugsar um allan gjaldeyrinn, sem túristarnir koma með inn í landiS og hvaS við værum enn verr farnir á hausinn ef þeirra nyti ekki viS. Bless- aSir túristarnir.- Nema nátt- úrlega ólukku bakpokalýSur inn, sem er skammast yfir á hverju sumri í Velvakanda og á þær skammir fyllilega skiliS því aS þetta hyski kemur ekki með nokkurn gjaldeyri svo heitiS geti inn í landið en bara leggst upp á fólk meS frekju og heimt- ar far með bílum þess og étur matinn þess og vill svo fá að skoSa íslenzka náttúru alveg gratís. Mér finnst aS menn geti reitt fram sinn gjaldeyri ef þeir vilja fá aS skoSa gullfossoggeysi. Stundum koma hingaS menn frá útlöndum og halda ráSstefnur og skyldi maSur nú halda að þá hresstist eitt- hvaS uppá andlega lífið í höfuSstaðnum. en þaS eru alltaf svo leiðinlegir og óin- teressant menn sem hingaS koma aS þaS eru hreinustu vandræSi. I sumar komu hingað fyrst NatoráSherr- ar og þá var pínulítið gam- an, en það voru nú reyndar ekki ráSherrárnir sem sáu um fjöriS, allt sem þeir höfðu aS segja var fjarska dapurlegt og lét kunnuglega í eyrum. Þó þótti mér vænt um að hitinn í Dean Rusk skyldi lækka þegar hann kom hingaS norSureftir. En aS þessu þingi loknu tók ekki betra viS. Fyrst komu einhverjir norraenir póst- meistarar og á eftir þeim nor rænir skudSIæknar. Ég er ákaflega mikiS hlynntur nor rænu samstarfi, en það hlýt- ur að vera hægt aS finna ein hverja skemmtilegri menn á NorSurlöndum til aS koma hingað og halda þing. Það mundi hressa svoIítiS uppá tilveruna þessa andlausu sólskinsdaga. En þaS er vafalaust ákaf lega óþj óSlegt aS láta svona. Ekkert er þjóðlegra en aS verSa brúnn og hví skyldi ég ekki sætta mig við þau öflög að vera Islending- ur og verða brúnn? Hví skyldi ég ekki takast á loft af kæti yfir hverju skemmti- ferSaskipi sem inn á sundin leggur og leggja glaSur af staS í sumarfríið meS reyf- arann og vindsængina. Ég verS aS viðurkenna aS mér þykja þessar athafn ir þreytandi tíl Jengdar. Sól skin er gott í hófi en of mik- iS sólskin er slæmt fyrir and legt fjör manna. Ég trúi ekki öðru en að margir séu mé> sammála og séu fúsir til að berjast gegn því aS menn- ingin fari í sumarfrí, svo aS haegt verði að hugsa L Is- landi jafnt sumar sem vet- ur. sh. 4 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 11. júö 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.