Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 11.07.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 11.07.1968, Blaðsíða 3
Ritstjórnargrein KOSNINGASIGUR NYRRAR KYNSLOÐAR Y f irbur <5asigur Kristjáns Eldjárns í forsetakosningun- um hefur orðið mörgum um hugsunar- og umræðuefni, jafnt í hópi stuðningsmanna sem mótherja. Er það að vonum, þar eð sigur Kristj- áns var stærri og sætti meiri tíðindum en nokkur önnur kosningaúrslit á íslandi um sex áratuga skeið. Skýringa- tilraunir manna eru margar, enda fer það að vonum. ÞaS er og mála sannast, að eng- in ein skýring er fullgild, ýmsar samverkandi orsakir liggja sigrinum til grundvall- ar. Um langt skeið hefur birzt í Morgunbl. hvern sunnudag svonefnt „Reykjavíkurbréf“ þar sem fjallað er um þjóð- mál og önnur efni, sem höf- undi eru ofarlega i huga á hverjum tíma. Pistlar þessir eru jafnan lesnir með nokk- urri athygli, þar eð bréfrit- ari mun enginn annar en valdamesti maður landsins, Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra. Þama gefst þess óvenjugóður kostur að skyggnast nokkuð inn í hug- skot þessa áhrifamanns, er öðrum fremur hefur mótaS íslenzka stjórnmálastefnu allt frá styrjaldarlokum og átt hvað drýgstan hlut í aS treysta það valdakerfi, sem hún grundvallast á. Margir biðu þess með nokkurri eftirvæntingu, hvaS Bjarni Benediktsson hefSi aS segja um úrslit for- setakosninganna, hverja lær dóma hann hygSist draga af eftirminnilegum óförum Gunnars Thoroddsens og stuSningsmanna hans. En svo brá við, aS í Reykjavík- urbréfi á sunnudaginn var hvergi vikið einu orSi aS for setakosningunum fremur en höfundur hefði ekki hug- mynd um aS þær hefðu far- iS fram, ellegar teldi úrslit- in engum tíSindum sæta. Mun þó mála sannast, aS fáir hafa brotiS ákafar heil- ann um þessi stórtíSindi en forsætisráSherrann, og reynt að gera sér þess greiri, hvaS þau kunna aS tákna. Grafarþögn hans um atburð inn talar ef til vill skýrara máli en mörg orð. Bjarni Benediktsson sér glögglega, þar sem hann situr í valda- kerfinu miðju, aS voldug hönd hefur skrifaS MENE TEKEL á vegginn. Mjög einkenndi þaS allt kosningastarf Gunnars Thor oddsens og stuSningsmanna hans, aS beitt var til þraut- ar pólitísku og félagslegu valdakerfi íslenzks þjóSfé- Iags. Því var fulltreyst, aS vaskleg framganga svo- nefndra heldrimanna og höfðingja færSi hinum út- valda stéttarbróSur auðveld- an sigur. Fimm ráðherrar stóSu fremstir í þessari breið fylkingu, hiS næsta þeim margir alþingismenn, borg- arstjórinn í Reykjavík og all ir tilkippilegir bæjarstjórar og bæjarfulltrúar víSs vegar um land. Þá geystust fam formenn og aSrir leiStogar landsmálafélaga, svo sem íþróttahreyfinga, slysavarna samtaka, Stórstúku, Fíla- delfíusafnaSar- aS ógleymd um liSsoddum frímúrara. Valkyrjur úr kvennasamtök- um stjórnarflokkanna beggja bitu í skjaldarrendur og Iétu ófriðlega. Allt þetta fríða liS, ásamt öðru af svip uðum toga, sem ekki gefst tóm til aS nefna, þótti óneit anlega sigurstranglegt og hefSi trúlega veriS þaS fyrir fáeinum árum. En í kosning- unum 30. júní fór þaS hins vegar hinar mestu ófarir. Nálega tveir þriSju hlutar þjóSarinnar neituðu afdrátt arlaust aS hlýSa kalli „leiS- toganna". Það reis upp gegn valdakerfinu og kaus forseta aS eigin geðþótta. ÞaS mun vera einróma á- it ara þeirra, sem tóku veru- legan þátt í kosningastarfi stuSningsmanna Kristjáns undrafljött aS vinna í eín- drægni, kynntist hvaS öSru, mat fordómalaust starfs- hæfni og fórnfýsi hvers ann- ars. Vitaskuld átti þaS ríkan þátt í ánægjulegu og árang- ursríku samstarfi, hve giftu- samlega hefSi tekizt til um frambjóðanda. Það var vita- skuld forsenda þess, aS sig- ur mætti vinnast, en þó eng- an veginn altæk skýring á einstæðum áhuga f jöldans, sem leiddi til yfirburSasig- urs. ÞaS sem öSru fremur ein- kenndi kosningastarf stuSn- ingsmanna Kristjáns Eld- járns um land allt, gerSi þaS fjörugt, þróttmikiS og á- FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HP. Ritstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) Pramkvæmdast jóri: Jóhann J. E. Kúld Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, li ;Guðjón"Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, bnö. Magnús Torfi Ólafsson, SigurSur Guðgeirsson , - Vésteinn Ólason, Þórir Danielsson. Áskriftargjald kr. 400.00 á ári. Verð i lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaði Eldjárns, að lærdómsríkari og skemmtilegri kosningabar áttu hafi þeir aldrei háð. Þar lögðust á eitt vitS stórt og umfangsmikið verkefni kon ur og karlar úr öllum stjórn- málaflokkum og öllum stétt- um þjóðfélagsins (þar var þó enginn ráðherra). Þetta fólk, sem þannig kom óbetí- itS og sjálfkrafa til samstarfs úr ýmsum áttum, lærtSi nægjulegt, var einstætSur á- hugi og djarfleg framganga ungs fólks í þessari skemmti legu sennu. Hér komu við sögu f jölmargir ungir menn, konur og karlar, sem atS eig in hvöt lögðu fram mikitS starf, æskuþrótt sinn, bjart- sýni og framtítSarvonir. Kappsemi og dugnatSur hinn ar nýju kynslótSar hreif metS sér þá sem eldri voru, gaf kosningastarfinu fershan blæ og tryggtSi einstætSan sigur. Margir hafa talitS sig sjá þess merki á undanförnum árum, að óeðlilega stór hluti æskufólks væri ýmist áhuga laus um þjóðmál etSa frábit- inn afskiptum af þeim á þeirri forsendu, atS stjóm- mál væru í eðli sínu sótSaleg og mannskemmandi. Vafa- laust hefur þessi hugsunar- háttur gert meira vart vitS sig en hollt getur talizt. En bera ekki höfutSsökina gamlir og misheppnatSir stjórnmála- menn og statSnatSir stjórn- málaflokkar, sem ýmist oma sér vitS úreltar kreddur eða hafa lagt á það meginkapp atS koma upp og viðhalda meingöllutSu og ranglátu valdakerf i ? Margt bendir til þess, þar á meðal forsetakosningarn- ar á dögunum, að f jöldi ungs fólks á íslandi hefur vak- andi áhuga á þjótSmálum, er gætt heilbrigtSri þjótSemis- kennd og elur metS sér hug- sjónir um betra og réttlátara þjótSfélag. Þetta unga, þrótt mikla og heilbrigt hugsandi fólk er von þjóðarinnar um aukitS siðgæði og réttlæti í íslenzku stjórnmálalífi. Þeir stjómmálaflokkar, serri ekki skilja kall hins nýja tíma munu þverra atS áhrifum og eiga atS gera þatS. Þess flokks, sem kann að takast atS láta ferskan blæ og heil- brigtSan hugsunarhátt nýrrar kynslótSar móta stefnu sína og starfsatSfertSir, bíður mik ið hlutverk. G.G. I Var ríkisstjórnin gengisfelld í forsetakosningunum? Margir hafa velt því fyrir sér, hvaða ástæður liggi til þess að fylgismunurinn í ný- afstöðnum forsetakosning- um var jafn gífurlegúr og úr- slitin sýndu. Vafalaust hefur hið per- sónulega mat kjósenda á frambjóðendunum og mjög ólíkur málflutningur fram- bjóðendanna og stuðnings- manna þeirra nægt til að skapa dr. Kristjáni Eldjárn verulegan meirihluta at- kvæða, en fleiri atriði ætla menn að valdið hafi hinum gífurlega mun. Áður en talning atkvæða hófst að kveldi hins 30. júní, komu ýmsir stuðnings- menn beggja frambjóðend- anna saman á kosningaskrif- stofunum til að hlýða á at- kvæðatölur úr Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Er til- kynningar um atkvæðatölur fóru að berast, heyrðust at- hyglisverðar raddir frá hin- um almennu og lítt þekktu kjósendum. Einn rétti upp hönd sína, bað um hljóð og sagði: „Vonandi nægir þetta til að fyrirbyggja í framtíðinni að ráðandi stjórnmálamenn ákveði okk ur fprseta áður en við kjós- um hann". Annar kvaddi sér hljóðs og mælti hátt og snjallt: ,,Það hefur tekizt að fella gengið á íslenzkri stjórnmálaforystu en kúrs- inn á henni hefur verið skakkur alllengi." Ýmsir áheyrendur full- yrtu, að báðar þessar raddir hefðu komið frá Sjálfstæðis mönnum. Ekki get ég full- yrt hvort það er rétt, því að ég þekkti ekki mennina, en hinu neita ég ekki, að mér fannst þessar raddir koma frá þjóðarsálinni og segja meira en felst í fjölda orð- anna. Er ég hlýddi á orð þess- ara manna, komu mér í hug aðvaranir forsætisráðherr- ans okkar, er hann mælti í eyru mörg þúsund manna á fundi og prentuð voru sem aðvörun til allra fyrir kjör- dag. Hann sagði: ,,Hvað er í pokanum. Kjósum ^kki köttinn í sekknum". Allir vta, að þessi orðtæki fela í sér aðvörun um, að svikin vara geti verið í pokanum. Ef forsætisráðherra aðvarar Framhald á bJs. 7. Bréf til blaðsins _____________________i Frjáls þjóð — Fimmtudagur 11. júlí 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.