Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 3
Ritstjórnargrein i MANNÚÐLEGRI SÓSÍALISMI Þróun mála í Tékkóslóva kíu undanfarna mánuSi hef- ur að vonum vakiS mikla athygli sósíalista og vinstri manna aímennt um heim all an. I fyrsta skipti um langan aldur hefur kommúnista- flokkur hafizt handa um end ursköpun innan frá, sýnt aíS þatS er unnt acS brjóta viíSjar kreddu- og skrifstofuveldis og gera kommúnistaflokk að lífvænlegri framfarastofnun. Orsakir þessara breytinga má fyrst og fremst telja efnahagsleg vandræði und- anfarinna ára og megna ó- ánægju me5S ofríki flokks- forystunnar og skertSingar á tjáningarfrelsi. En þeir sem fylgzt hafa með Tékkum undanfaricS vita a'Ö þar hef ur ríkt blómlegra og frjáls- legra andlegt líf en almennt gerist fyrir austan tjald. Mesta athygli á Vesturlönd- um hefur vakitS gróskumikil og frumleg kvikmyndagerð, en þar hefur á síðari árum ekki veritS atS finna nein sérstök merki skotSanalegr- ar þvingunar eða þjónkun- ar við opinberar listrænar formúlur. Alexander Dubcek hefur sagt atS tékkneskir kommún- istar stefni til mannlegri sós- íalisma. Bylting hans og stutSningsmanna hans er fyrst og fremst gerð gegn hinni kreddubundnu flokks- vél Novotnys, þjónkun hans vitS sovézka valdamenn og hinu ópersónulega skrif- stofubákni þar sem ákvartS- anir voru gjaman teknar án tillits til mannlegra þátta þeirra. Þetta eru atS sjálf- sögðu helztu gallarnir á þjótS skipulagi Austur-Evrópu en jafnframt þatS sem valda- menn byggja gjarnan tilveru sína og völd á. ÞatS er því etSlilegt að ráðamenn í Sov- étríkjunum, Póllandi, Aust- ur-Þýzkalandi o. s. frv. skelfist þessar breytingar og geri allt sem í þeirra valdi stendur til atS koma í veg fyrir þær. Rússar eru þar atS sjálf- sögðu fremstir í flokki og kemur þar margt til, bætSi rótgróin íhaldssemi þeirra og hagsmunir þeirra sem stórveldis. ÞatS er etSliIegt atS þeir óttist hreyfingar sem miða atS því atS grafa undan áhrifamætti þeirra í Austur- Evrópu og sundra þeirri órofa heild sem austurblokk in hefur verið. Það má búast vitS því atS þeim atSgerðum sem þeir hafa beitt til atS þvinga Tékka til hlýtSni vertSi halditS áfram um hrítS. þó ekki væri nema til þess atS vinna gegn svipuðum breytingum í hinum komm- únistaríkjunum. Það er þó ástæða til að vona atS hætt- an af hernatSaríhlutun sé litSin hjá. Margir óttutSust atS sagan frá 1956 mundi end- urtaka sig. Sá ótti var senni- Iega frá upphafi ástætSulaus, uppreisnin í Ungverjalandi mál Tékka. Undir þá gagn- rýni er ástætSa til atS taka, slík íhlutun stórvelda í mál- efni smærri þjótSa hefur lengi verið eitt af því sem Frjáls þjóð hefur gagnrýnt hvað ákafast. Hins vegar virðist þeim á Morgunblað- inu ekki vera sama hvaða FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HP. Bitstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) pramkvæmdastjóri: Jóhann J. E. Kúld Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, Guðjón Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðgeirsson Vésteinn Ólason, Þórir Daníelsson. Áskriftargjald kr. 400.00 á ári. Verð i lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaði var allt annars eðlis en sú tékkneska og afstaða sov- ézkra ráðamanna hefur einn ig breytzt. Morgunbl. hefur að und- anförnu ráðist mjög að Sov- étríkjunum fyrir að reyna að hafa áhrif á innanríkis- stórveldi á í hlut þegar um slíka íhlutun er að ræða. Ekki hefur fallið misjafnt orð í því blaði um íhlutun Bandaríkjamanna í Víet- nam, Grikklandi, Kúbu, S- Ameríku, þó að sú íhlutun sé sama eðlis, þ. e. beint gegn sjálfstæðis- og þjóð- ernishreyfingum, og mun víðtækari og hrottalegri. Alls staðar þar sem þjóðir, sem verið hafa undir ægis- hjálmi Bandaríkjanna, hafa reynt að vinna sér raunveru- legt sjálfstæði, að ekki sé talað um breytt þjóðskipu- lag, hafa Bandaríkin beitt öllum tiltækum meðulum til að kæfa slíkar hreyfingar. Mismunandi skoðanir á þjóðskipulagsmálum ættu ekki að þurfa að trufla mat manna á atburðum sem þess um. Ofríki hins sterka yfir hinum smáa er svipað að eðli, hvort sem stjómmála- skoðun hins sterka samrým- ist okkar eigin skoðun eða ekki. En slík truflun hefur því miður verið allt of áber andi í skrifum íslenzkra blaða um erlend málefni. íslenzkir sósíalistar hljóta að fylgjast með atburðunum í Tékkóslóvakíu af sérstök- um áhuga. Og þeir hljóta að mynda sér skoðun á þeim breytingum sem þar fara fram, leggja mat á ágæti þeirra og réttmæti. Um þetta mál hafa þeir ekki leyfi til að þegja. ★ JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU Fáir stjórnmálamenn ís- lenzkir hafa verið þess megnugir að láta eftir sig varanleg spor, reisa sér verulega óbrotgjarnan minnisvarða sem menn geta fallizt á að sé fyrst og fremst verk eins manns. Einn af örfáum slíkum var Jónas Jónsson frá Hriflu. Enginn íslenzkur stjórn- málamaður á þessari öld hefur verið umdeildari, sennilega enginn valda- meiri. Það er ekki ætlun mín í þessum stutta pistli að taka stjórnmálaferil Jónasar frá Hriflu til endurmats. Til þess skortir mig gögn og þekkingu. En slíkt endur- mat hlýtur að vera tíma- bært. Alllengi hefur þögn ríkt um þennan mann og þeir sem yngri eru hafa litla hugmynd um stöðu hans í íslenzkri stjórnmála- sögu. Afstaða eldri manna hefur of oft mótast af per- sónulegum viðbrögðum og fáir menn öfluðu sér eins harðvítugrar andstöðu og Jónas frá Hriflu. Þó að maður hljóti að snúast öndvcrður gegn tölu vert miklum hluta af skoð- unum Jónasar og skilja vel þá menn sem sncrust gcgn honum, er ekki hægt ann- að en að meta hann mikils fyrir það scm eftir hann liggur. Hann vann t. d. það furðulega afrek að grund- valla íslenzk nútímastjórn- mál svo að segja í einu höggi með stofnun Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins. Hann er því höf- undur þess flokkakerfis sem við búum við enn þann dag í dag. Og þó að aðrir menn kæmu auðvitað við sögu er þessir flokkar voru stofnaðir var meginhugsun- in á bak við þá Jónasar. Hann var sá maður sem skýrast sá þörfina fyrir hið nýja flokkakerfi. Sem menntamálaráð- herra vann Jónas geysilegt afrek með stofnun héraðs- skóla um land allt. Það skólakerfi hefur síðan vax- ið og dafnað og liaft ómæld áhrif á þjóðfélagið. Valda tímabil Jónasar var ekkert uppgangstímabil að öllu leyti og fjárhagur þjóðar- innar oft bágborinn. Samt sýndi Jónas oftast meiri stórhug í framkvæmdum en tíðkast hefur á síðari ár- um aukinnar velmegunar. Ef litið er yfir byggingar þær sem reistar voru hér í Reykjavík að hans undir- lagi verður það langur listi. Það var ævinlega reisn og stórhugur í framkvæmdun- um, þótt smekkurinn væri stundum umdeilanlegur. Fyrir þessi stórvirki mun Jónasar minnst með virð ingu af öllum, hvar í flokki sem þeir standa. En hans mun einnig minnst sem manns er rak afturhalds- sama stefnu í menningar- málum og gerði tilraun til að liafa áhrif á stefnu ís- lenzkra lista með ofríki og yfirgangi. Hugmyndir hans um „þjóðlega“ list og menn ingu ættu að vera víti til. varnaðar þeim sem við slík ar hugmyndir gæla. Og hernámsandstæðingar munu seint geta fyrirgefið Jónasi afstöðu hans í her- stöðvamálinu. Jónas Jónsson frá Hriflu var einkennilcga samsettur maður. Hann átti til stjórn málalegt innsæi og lagni sem fáum er gefið. Hann var djarfari og framsýnni í hugsun en tíðkast um ís- lenzka stjórnmálamenn. En hann gat líka verið þröng- sýnni og ofstækisfyllri en al mennt gerist. Og þessir eig- inleikar sameinuðust til að gera hann það sem hann var: áhrifamesta og um- deildasta stjórnmálamann íslenzkan á þessari öld. —sh. ★ Friáls hióð — Fimmtudagur 25. iúlí 1968. 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.