Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 1
HVAÐ ER FRAMUNDAN I ALÞÝÐUBANDALAGINU ? Upplausn — eða nýtt líf ? Næstu 3—4 mánuðir geta orðið býsna afdrifaríkir fyrir íslenzka vinstri hreyfingu. Nú í haust hlýtur Alþýðubandalag ið að halda landsfund, og þar verður að gera út um örlög þess: á að breyta því í stjórn- mátaflokk sem ekki þolir fé- lögum sínum aðild að öðrum flokkum eða flokkslegum sam tökum? Ef það gerist ekki, sýnist augljóst að pólitísku hlutverki þess sé lokið. # Tvöfalt kerfi Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistaflokkurinn hefur nú f meira en áratug ekki þótt frambærilegur í almennum kosningum hér á landi. Á þess um áratug hefur flokkurinn þó haldið lífi, a. m. k. hér í Reykjavík, og enn gefur hann út dagblað, en þar sem Al- þýðubandalagið hefur verið raunverulegur baráttuvett- vangur vinstri manna, hefur Sósíalistaflokkurinn smám saman misst gildi; frjálslynd- ari og raunsærri öfl í flokkn- um hafa smám saman látið hann eftir einstrengingslegum og afturhaldssömum öflum, sem nokkurs konar málfunda- klúbb. Það hefur þó æðilengi vafizt fyrir allmiklum hluta þeirra manna sem áður fylgdu Sósíalistaflokknum, að taka eðlilegum afleiðingum af stjórnmálaþróun síðasta ára- tugs, láta hann lönd og leið og taka höndum saman við aðra róttæka vinstri menn um að gera Alþýðubandalagið að fullgildum stjórnmálaflokki. Það tvöfalda (eóa þrefalda) kerfi sem þannig hefur verið á flestum sviðum í starfsemi Alþýðubandalagsins, hefur verið gróðrarstía tortryggni og sundurlyndis. Margvíslegur ágreiningur um málefni hefur verið ríkjandi innan Alþýðu- bandalagsins, en hann hefur þó ekki verið slíkur að ekki gæti rúmast í einum flokki, ef allir aðilar hefðu gengið til samstarfs af fullum heilindum og ekki hikað við að ræða á- greiningsmálin opinskátt, en hófsamlega og málefnalega. Þess í stað voru málefnalegur Framh. á bls. 6. Ryklaust land — Fagurt land ViS íslendingar njótumþess aS búa í fögru landi þar sem nægilegt svigrúm er til ferSa- laga í óspilltri náttúru. Við höf- um hér viS bæjardyrnar hlunn- indi, sem menn ýmissa annarra þjóSa fara um langan veg til aS sækja. En fegurS landsins daprast mikiS er viS ökum fjöl farnar leiSir á só'lskinsdögum og útsýn byrgist sýn af glóru- lausum rykmekki. Ýmsar vin- sælustu helgarleiðir Reykvík- inga út úr bænum eru nær ó- færar af þessum sökum. Það er orSiS algert þjóSþrifamál að rykbinda sumar þessar leiSir, t. d. ÞingvallaleiSina, þaS mundi margfalda ánægju ferSa manna, því aS eins og ástandiS er nú getur verið hreinasta kval ræði að aka þessa leið um helg ar. MEÐAL EFNIS Gunnar Karlsson: Ungt fólk og flokksvélar Gísli Gunnarsson: Æska og þjóöerni Seinni grein Greinar um atburðina í Tékkóslóvakíu Geföu, að móðurmálið mitt.... Léttir þankar um málnotkun HVAÐ DVELUR SJÓNVARPSLOKUN ? Á þaS hefur þráfaldlega ver iS minnzt hér í blaSinu hve hægt virðist ganga aS tak- marka útsendingar Keflavíkur- sjónvarpsins við völlinn og næsta nágrenni hans. Þar sem bandaríska herstjórnin og ís- lenzka ríkisstjórnin eru á einu máli um þessa takmörkun má það furðu gegna hve seint fram kvæmd hennar hefur gengiS. Enn er ástandiS þannig, aS í Reykjavík nást sendingar bandaríska sjónvarpsins all- víSa, þó aS móttökuskilyrSi séu víSast slæm, en viStækja- verzlun ein hér í bæ hefur stór auglýsingaskilti úti á götu, þar sem mönnum er tilkynnt, aS gangi þeim illa að ná sending- um hermannasjónvarpsins, geti verzlunin útvtsgað magnara til þess að bæta móttökuskilyrði. Og viS höfum orS Vignis sjón varpsáhugamanns fyrir því aS hann mundi nota sumarleyfi ís- lenzka sjónvarpsins til þess aS horfa á hiS ameríska. Undanfarna daga hefur Vel- vakandi veriS troSfullur af bréfum ákafra aSdáenda her- mannasjónvarpsins sem hafa þar hellt sér af offorsi yfir of- stæki og afskiptasemi menning arvita sem hafi lokaS her- mannasjónvarpinu fyrir þeim og vilji yfirleitt ráða, hvaða menning sé borin á borð fyrir fólk í þessu landi. Frjáls þjóð vill góSfúslega benda þessum mönnum á, aS þaS voru ekki svokallaSir menningarvitar, sem ákváSu takmörkun banda- ¦ ríska sjónvarpsins, þó aS þeir vitanlega styddu hana. ÁkvörS unin var tekin af bandarískum og íslenzkum yfirvöldum og í þeirra hópi er víst fátt um menningarvita. En til þeirra ber aS snúa sér meS kvartanir út af fram- kvæmd þessa máls og til þeirra vill Frjáls þjóð beina fyrirspum , um það, hvort takmörkun sjón- varpsins verði endanlega kom- ' ið um kring á næstunni, þannig aS ekki verSi unnt aS uá send- ingum þess í Reykjavík, eSa hvort ætlunin sé aS hafast ekki frekar aS og láta núverandi á- stand haldast og bera fyrir sig tæknilega örSugleika. ÞaS er réttmæt krafa okkar aS þeir sem ábyrgð bera á framkvæmd þessa máls geri opinberlega grein fyrir framgangi þess.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.