Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 8
GUNNAR KARLSSON: Ungt fólk og flokksvélar Óvenjumikil athygli hef- ur beinzt að þátttöku ungs fólks í stjórnmálum að undanförnu. Veldur því einkum tvennt. Annars vegar eru stórfelldar upp- reisnir æskulýðs í fjötmörg- um nágrannalöndum okkar. Hins vegar eru forsetakosn ingarnar hér á landi í sum- ar. Þótt ekkert liggi fyrir um það, virðast allir hafa á tilfinningunni, að ungir kjósendur hafi átt mikinn þátt í þeim kosningasigri, sem þar var unninn. Hér kann að virðast sem ólíkum hlutum sé jafnað saman, erlendum stúdenta- óeirðum og kosningabar- áttu, sem einkenndist af hógværð og prúðmennsku. Þó er þessum atburðum eitt mikilvægt einkenni sam- eiginlegt. Þeir sýna, að vilji kjósenda getur ekki notið sín í starfi stjórn- málaflokka hinna vest- f rænu lýðræðisríkja, og á það framar öðru við um yngri kynslóðina. Hink- út- völdu forsprakkar flokk- anna njóta ekki trausts og eru ekki fulltrúar þess, sem kjósendur þeirra hugsa og vilja. Þegar svo er komið, er lýðræðið orðið meir í orði en á borði. Það er auðvitað ekkert nýtt, að talað sé um þreytu, stöðnun, rotnun og spill- ingu í íslenzkum stjórn- málum. Þvert á móti er svo lengi búið að staðhæfa slíkt og færa að því rök, að flestir virðast hafa sætt sig við að svona hlytu stjórnmál alltaf að vera. Atburðir þeir, sem nefndir eru hér að framan, hafa fyrst og fremst vakið trú á, að einhver breyting geti orðið á þessu, jafnvel grun um, að róttæk breyting hljóti að verða á stjórnmál- um okkar. Á næstu mán- uðum verður sennilega mest hugsað um, hvernig megi hafa áhrif á stefnu þeirrar öldu, sem þegar er risin. í umræðum síðustu vikna hefur þess iðulega verið krafizt, að ungu fólki verði veitt meiri hlutdeild í starfi stjórnmálaflokkanna. Mér þykir líklegt, að þetta séu þau viðbrögð, sem flokk- unum verði ljúfast að sýna til þess að reyna að vekja traust kjósenda. Ungu mönnunum verður senni- lega hleypt eitthvað upp eftir metorðastiga allra flokka, og ef til vill verður aukið nokkrum orðum inn í þá kafla stefnuskránna, sem segja, hvað flokkurinn vilji gera fyrir æskuna. Hverfandi líkur eru til, að flokkarnir bjargi skinni sínu með þessu ráði. í stjórnmálaflokkunum starf ar talsvert af ungum mönn- um, og ber lítið á, að þeir standi nær raunveruleikan- um eða njóti meira trausts en aðrir. (Alþýðuflokkurinn sker sig nú úr fyrir lágan meðalaldur þingmanna.) Ástæðan er sú, að flokkarn- ir eiga sér þvottavélar, sem þvo af hverjum ungum manni allan persónulegan lit, áður en þeim er hleypt inn í hóp hinna útvöldu. Fyrst þegar menn eru orðn ir að þeirri litlausu, óper- sónulegu manngerð, sem nefnd er efnilegur stjórn- málamaður, eru þeir hlut- gengir í leik forsprakkanna. Þetta sést bezt, ef menn at- huga undantekningar. Þeir fáu stjórnmálamenn, sem sýna sjálfstæða hugsun og taka sjálfstæða afstöðu í einhverju máli, sem ekki varðar minnkaeldi eða varðar minkaeldi eða tekningarlaust mjög undir högg að sækja vegna hat- urs og tortryggni flokks- manna sinna. Engar líkur eru til, að flokkarnir séu tilbúnir að breyta vinnubrögðum sín- um að þessu leyti. Ef þeir telja sig þurfa á fleiri ung- um mönnum að halda, verð ur vafalaust reynt að auka framleiðslu flokksþvottavél anna og rýma frekar til fyr ir þeim, sem komnir eru í gegnum þær. Það skiptir engu, hversu kornunga menn flokkarnir setja upp í efstu stöður, meðan þeirri aðferð er haldið. Islenzk stjórnmál þarfn- ast ekki fyrst og fremst breytingar á aldri forystu- manna, heldur á hugsunar- hætti og vinnubrögðum. En að sjálfsögðu er helzt að leita endurnýjunar meðal þeirrar kynslóðar, sem flest fólk á óspillt af flokksbönd- um. Og frumkvæðið verð- Framh. á bls. 7. Yfirvöld og hreinlæti Að því var vikið í síðasta blaði að nú væri hafin mikil áróðursherferð í því skyni að fá fólk til að sýna meira hrein læti og hirðusemi á -ferðum sínum um landið og var þessu fagnað. En af þessu tilefni þyk ir okkur einnig ástæða til að benda á, að af hálfu yfirvalda mætti margt gera, oft án nokk urs tilkostnaðar, sem myndi ótvírætt stuðla að bættri um- HEIMSFRÆGIR STÚDENTAR Frá tíðindaraönnum vorum x Róra og Þýzkalandi er oss tjáð að sjón varp á þessum slóðum hafi birt myndir af ólátunum fyrir framan Háskóla íslands á dögunum þar sem lögreglan barði á hóp ungs fólks, aðallega úr Æskulýðsfylking unni. Var þetta út af fyrir sig hin merkasta landkynning, en at- hyglisverðast var þó að á báðum stöðum var sagt að fyrir mótmæia- aðgerðum þessum hefðu stúdentar staðið. Þetta er auðvitað eðlilegur misskilningur hjá mannagreyjun- um, þetta var nú einu sinni á tröpp um háskólans. Og það er varla hægt að gera þær kröfur til er- Iendra fréttamanna að þeir hafi kynnt sér hið einkennilega andlega ástand sem ríkir í Háskóla ísiands. ÓLÍKT HÖFUMST VIÐ AÐ Meðan stúdentar úti í heimi standa fyrix óeirðum og látum og leggja skólabyggingar undir sig. gefa stéttarbræður þeirra islenzkir sig að annarri og göfugri iðju, eða a. m. k. þjóðlegri og menningar- gengni og meiri virðingu fyr- ir landinu. Því miður virðist svo á stundum sem yfirvöld í borg og bæjum hafi afar tak- markaða tilfinningu fyrir því, hvers virði hreint land sé. Það er þannig ákaflega ömurlegt hve sinnulaus borgaryfirvöld Reykjavíkur eru um hirðu á næsta umhverfi hinna helztu umferðaræða til og frá borg- inni. Það er ekki sérlega fög- legri. 1 tilefni fimmtíu ára afmælis íslenzks fullveldis 1. desember n. k. efndu þeir til samkeppni um ætt- jarðarljóð til söngs á afmælinu, hvorki meira né minna en 35 skáld snillingar sendu 39 Ijóð í samkeppn ina og skyldi maður ætla að eitt- hvað af þeim afurðum öllum hefði átt að vera frambærilegur skáld- skapur. Þriggja manna dómnefnd, skipuð valinkunnum smckkmönn- um, úrskurðaði að ekkert Ijóðanna væri verðlaunahæft. Hin stórmann lega tilraun íslenzkra stúdenta til að koma íslenzkri menningu til liðs á örlagastundu hafði mistekizt hrap aliega. Væntanlega hafa stúdentar nú gert sér Ijóst að skáldskapnum verður ekki bjargað og hafið leit að verðugri verkefnum fyrir elju sína og dugnað. íslenzka þjóðin virðist hins veg- ar ekki ætla að sætta sig við þá niðurstöðu að meðal 39 ættjarðar Ijóða finnist ekki eitt réttlátt og nýjustu fregnir herma að efna eigi til vinsældakeppni um ættjarðar- ljóðin. Mun Lítið fréttablað birta lista yfir „Top Ten“ þegar úrslitin hafa borizt. ur sjón, sem blasir við vegfar- endum, sem aka upp Ártúns- brekku, einkum þegar litið er til norðurs, í átt til hinnar margrómuðu Esju. Sömu sögu má reyndar segja um Reykja- nesbraut af öskjuhlíð og allt suður til Hafnarfjarðar. Þarna mætti ýmislegt gera til að gleðja augu vegfarenda án mikils kostnaðar. Það myndi t. d. strax horfa til bóta að grasfræi væri sáð í vegar- kanta og sitthvað fleira gert til að græða næsta um'hverfi. M. a. mætti hafa það í huga, að þetta eru fyrstu vegirnir, sem flestir útlendingar er hingað koma, aka um og þess vegna ætti það að vera okkur kapþs- mál að umhverfi þeirra sé snyrtilegra. Þá mætti einnig benda á það, að götuhreinsun er mjög ábótavant, a. m. k. í Reykja- vík, Kópavogi og Ilafnarfirði og virðist þar Iítil framför hafa orðið á undanförnum ára tugum.- Sömuleiðis er þess ekki nægilega gætt af hálfu yfirvalda að lóðum sé haldið í sómasamlegu ástandi og virð ist oft á tíðum sem sumir geti leyft sér takmarkalausan sóða skap á lóðum sínum og safn- að þar að sér hvers kyns drasli án þess nokkuð sé að gert. Þess ber þó að geta, að af LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Fimmtudagur 25. júlí 1968 Nýkominn Birtingur I tímaritafátæktinni á Is- landi vekur það manni oft nokkra furðu að Birtingur hálfu byggingaryfirvalda munu nú gerðar strangari kröfur um frágang lóða við nýbyggð hús en áður var og er það vel. Þrátt fyrir það sem hér hef ur verið sagt, ber þó að við- urkenna, að ýmislegt gott hef ur verið gert í þessum efnum á undanförnum árum. Almenn ingsgörðum og völlum hefur verið fjölgað og þeir snyrtir umhyggjusamlega, listaverk- um komið fyrir allvíða og fleira mætti telja. En einmitt þessvegna verða þeir agnúar, sem hér að ofan hafa verið taldir, enn frekar til að setja blett á heildarmyndina og það hlýtur að vera okkur kapps- mál að þeir blettir verði af- máðir sem skjótast. skuli reynast eins lífseigur og raun ber vitni, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika. Nú er nýútkomið 1. hefti árgangs 1 968, sem er hinn fj órtándi. Efni þessa heftis er afar fjölbreytilegt. ÞaS hefst á þýddri grein eftir Poul Vad um Óðin-leikhúsið. Thor Vilhjálms son skrifar um Peter Weiss og Marat-Sade, Bragi Ásgeirsson um list Þorvalds Skúlasonar, Jón Óskar um bókmenntir og kreddur, Sigurður Jón Ólafs- son um Michelangelo Antoni- oni og Atli Heimir Sveinsson um listamannalíf. Auk þess er fjöldi ljóða í ritinu, íslenzk eft ir Jón Óskar, Kristin Einarsson, Ólaf Gunnarsson og Einar Braga, erlend eftir Gunnar BjÓT ling, Tadeus Rózewicz, Jean Cayrol, Nicanor Parra, Kurr Schwitters, Jacques Prévert, Umberto Saba og Múhameð Ikbal. AtS vanda er heftiS hið snotrasta acS frágangi, prýtt ágætri kápumynd af málverki eftir Þorvald Skúlason.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.