Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.08.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 01.08.1968, Blaðsíða 2
AUKIN ÞÁTTTAKA VERKAMANNA Ein meginkrafan í verk- föllunum í Frakklandi í vor var um aukna aðild verka- manna í rekstri fyrirtækja. Nú hefur brezki Verka- mannaflokkurinn lagt fram álitsgerð um aukna þátt- töku verkamanna í ákvörð- unarvaldi fyrirtækja og aukinn aðgang/að upplýsing um um rekstur fyrirtækis- ins. Plagg þetta ber nafn- ið Iðnaðarlýðræði og verð- ur lagt fyrir flokksþing Verkamánnaflokksins í Blackpool í september. Höfundar álitsgerðarinn- ar halda því fram að það sé aðkallandi nauðsyn að ráð- gast sé við verkamenn fyr- irfram og náist þannig sam starf milli verkamanna og i Brezki blaða- og sjón- varpsmaðurinn Malcolm Muggeridge var nýlega staddur á Heimskirkjuþingi í Uppsölum. Um það þing skrifaði hann hugleiðingar sínar í New Statesman. Þar sem margt er skemmtilega athugað í því spjalli birtast hér þýðingarglefsur úr því: Við heimsókn mína á Heimskirkjuþingið í Uppsöl um í Svíþjóð staðfestist sá grunur minn að kristindóm urinn sem stofnun sé smátt og smátt en óhagganlega að útrýma sjálfum sér. Það geta ekki liðið nema nokkr ir áratugir þar til hann verður horfinn í sinni nú- verandi mynd. Ég mundi halda að Samkirkjustefnan (Ecumenicalisminn) sé nokk urs konar tjáning þeirrar tilfinningar kirkjumanna að þeir séu að deyja út, frekar en nokkur sambands vilji sem slíkur. Lífvænustu straumar kristindómsins hafa að minnsta kosti frek- ar sprottið af ágreiningi en samkomulagi — heilagur Francis, Ignatius Loyola, Lúter, Pascal, Wesley, Kierkegaard, Simone Weil o. s. frv. í Uppsölum var það hins vegar ljóst að vinnuveitenda í stað þess að verkamenn séu í varnar- aðstöðu, bíði þess að vinnu veitendur geri eitthvað og mótmæli síðan. Þeir segja að sú einangrunarkennd og andstaða sem grípi verka menn þegar stórbreytingar verða fyrirvaralaust á lífi þeirra verði aðeins fyrir- byggð með því að verka- menn sjálfir taki þátt í skipulagningu breyting- anna. Samkvæmt álitsgerð- inni eiga verkamenn rétt á aðild að öllum meiriháttar málum sem áhrif hafa á líf þeirra, þar á meðal brott- rekstrum og refsingum, upptöku nýrra tækja og véla, fyrirframskipulagn- menn gátu komið sér saman um svo til allt af því að þeir trúðu á næstum því ekkert. Þeir minntu mig á ölkrár í gamla daga þar sem svona tíu fyllibyttur héldu hvor í aðra og rugguðu fram og aftur, en tókst þó að halda sér standandi. Einir sér hefðu þeir dottið í göturæs- ið. Þetta minnti allt saman geysimikið á Sameinuðu þjóðirnar, þá sorglega fá- ránlegu samkomu — stein- runnin andlit bak við hljóð nema, pappír dreift í fjall- háum stöflum (sænska stjórnin sendi tíu tonn, sem kláruðust á fyrstu, tveimur dögunum, samsvarandi ræðuhöld, óendanlegar um- ræður um nákvæmt orða- lag trúarframsetninga sem fáir mundu lesa og enginn taka mark á, vel útbúið en lítt notað blaðamannaher- bergi, skjölum sem enginn gat haft minnsta áhuga á var dreyft yfir fjarverandi blaðamenn. Ef einhvern tímann í mannkynssögunni hefur gerzt atburðarleysa þá var það þarna. Ég get ekki skilið hvernig nokk- ur átti að geta séð að þessi samkoma ætti nokkurn skapaðan hlut skylt við ingu vinnuafls og breyting um á skipulagningu. í álitsgerðinni er áherzla lögð á það að auka verði áhrif og styrk verkalýðs- hreyfingarinnar. Þar er því haldið fram að vandamál verkalýðshreyfingarinnar stafi ekki af styrk hennar heldur vanmætti, og mikill- ar endurskipulagningar hreyfingarinnar þurfi við. Verkamenn þurfi að vita í smáatriðum um framleiðslu áætlanir og fjárfestingu, og sömuleiðis kostnaðar, ágóða og álagningarstefnu til þess að viðræður þeirra við stjórn fyrirtækisins verði líklegar til að bera raun- verulegan árangur. kristna trú, nema ef vera skyldi af táknlegri notkun krossins og klæðnaði sumra fundarmanna. Eðlilegast hefði verið að álykta að hér væri saman kominn hóp ur frómt hugsandi manna sem hefðu áhyggjur af nokkrum heimsvandamál- um, svosem einsog hungri og kynþáttahatri,. en sýndu ákaflega lítinn skilning á því hvernig hægt sé að leysa þau. Ég býst við að það sé eðli legt að í ellihrumleik sín- um einbeiti kirkjuveldið sér að þjóðfélagslegri ábyrgð sinni en vanræki hina and- legu ábyrgð. Það er líka í fuliu samræmi við ríkjandi hugarfar nútímans; allir geía skilið gildi þess að gefa hungruðum manni mat eða berjast fyrir mál- stað fórnarlamba napalms og kynþáttamisréttis, en sjálft tungumál mystikur og æðri trúarreynslu er hætt að vera skiljaiilegt. í játn- ingum heilags Ágústínusar stendur: „Ég gerði mér ekki lengur vonir um betri heim af því að ég hugsaði um allt sköpunarverkið, og í ljósi þessa skýrari skiln- ings hafði mér skilist að þó að hinir æðri hlutir séu betri hinum lægri er sköp- unarverkið í heild þó betra en hinir æðri hlutir einir sér.“ Kirkjunum finnst hins vegar að þeim beri skylda til að boða betri heim og stuðla þannig að út rýmingu sjálfra sín. Því að væri unnt að skapa betri heim væru kirkjurnar ó- nauðsynlegar. Ef það er hins vegar ekki unnt, eins og er miklu sennilegra, mega þær ekki við því að flækja sér inn í þau von- brigði sem af því hlýtur að leiða. En áróður þeirra fyr- ir betri heimi hefur þann stundarkost að .ganga vel í fólk. Það er miklu auðveld- ara, jafnvel ánægjulegt, að ganga til bandaríska sendi- ráðsins til að mótmæla stríðinu í Vietnam, heldur en að ganga til Getsemane Jafnvel dýrlingum hefur reynst erfitt að ástunda kristilegar dyggðir, en hvaða óuppdreginn stúdent sem er getur vafið sig dýrð arljóma réttlætisins með því að hella úr málningar- fötu yfir ræðumann frá sendiráði Bandaríkjanna eða Suður-Afríku. Og hvað hugsa margir þeirra, sem stunda af miklu kappi fjár- söfnun fyrir Oxfam til hjálp ar hungruðu fólki, út í það að jafnvel þótt upphæðirn- ar sem safnað er væru marg faldaðar með þúsund mundi þær samt ekki nálgast það að koma í staðinn fyrir indversku læknana sem halda sjúkraþjónustu okk- ar gangandi. Sömuleiðis deyja og slasast miklu fleiri á vegum heimsins eina sól- ríka helgi en á einum mán- uði í Vietnamstríðinu, en hver hefur heyrt um mót- mælagöngur gegn umferða slysum? Til þess að stöðva manndrápin á vegunum yrði að setja bifreiðaakstri þröngar skorður, og það gætu kirkjurnar alls ekki stutt með nokkru móti. Og stundum velti ég því fyrir mér hvernig það muni líta út í sögubókum framtíðar- innar — geysilegri tækni og læknisfræðikunnáttu er beitt til að halda lífinu í miðaldra tannlækni nokkra mánuði eða ár í heimsálfu þar sem alger skortur ríkir á einföldustu læknaþjón- ustu og lyfjum. Á þetta var ekki minnst í Uppsölum. Kjörgripurinn í fram- leiðslu Heimskirkjuþings- ins var ályktun sem hét ,,í átt til nýrra lífshátta“ — sem var það næsta sem þingið komst því að tala um hið kristilega hugtak, endurfæðinguna. í þessari ályktun er gullvægt safn nútímafrasa: .... sköpunarverk sem hefur orðið fyrir nýjum straumum vísinda og tækni .... kynslóðir eiga sífellt erfiðara með að tala sam- an .... ungt fólk .... ger- ir tilraunir með nýja lífs- háttu .... göngur, popp- tónlist, hippíar, uppáfinn- ingasamur klæðnaður .... í öllum samskiptum karla og kvenna er alltaf kynferð islegur þáttur .,.. of oft er hugsað um skírlífi aðeins sem bindindi eða það að halda samförum innan hjónabands .... það eru grundvallartengsl milli heil brigðs kynlífs og persónu- legrar fullnægju .... Mér þykja líka ákaflega skemmtilegar alhæfingar í anda McLuhans, eins og t. d.: „Yfirgnæfandi afl í heim inum í dag er miðstéttar- fólk og meginþorri þess eru hvítir íbúar Evrópu og Norður-Ameríku.“ Manni bregður við sem snöggvast. Sovétríkin og Kína yfir- gnæfð af hvítu miðstéttar- fólki Evrópu og Norður- Ameríku! Getur það verið? Og Indland og Indonesia og öll þessi nýfrjálsu ríki í Afríku sem þeir ráða yfir Jomo og Hastings og Julius og Kenneth og Apollo Mil- ton! Eru þeir allir hvítir miðstéttarmenn frá Evrópu og Norður-Ameríku? En hvað um það. Snúum okk- ur aftur að lesmálinu: .... kristnir menn af öll- um aldursflokkum ættu að taka höndum saman við fólk með ólíkustu sjónar- mið til þess að gefa kynslóð unum tækifæri til að þrosk- ast saman .... veraldleg tæknimenning breiðist yfir heiminn .... samkomulag sem þýðir að ágreiningsöfl- um verður beint inn á já- kvæðar brautir .... finna þarf hæfilega lífsháttu .... Og svo framvegis. Allt á- kaflega upplífgandi og huggulegt, en tæplega í anda Pálsbréfanna. Ljósboginn Hverfisgötu 50 Simi 19811 Viðgerðir á bíladýnamóum og störturum. Vinding á raf- mótorum. Eigum fyrirliggj- andi varahluti i margar gerðir bifreiða. Vönduð vinna. Lágt verð KIRKJUÞING I UPPSÖLUM 2 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 1. ágúst 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.