Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.08.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 01.08.1968, Blaðsíða 7
Niður með landshöfðingjam Framhald af bls. 5. um sið, þá voru, first eigi var annaS betra firir hendi, glös látin fjúka í ræSumann; skeindist sá lítið eitt, er hann vildi í brott færa, og VarS óvígr í svip; en tölu- maðr slapp ósár niSr af pall inum.“ Eftirmál þessara atburSa létu ekki lengi á sér standa. ÞaS hafSi veriS föst venja aS skólinn fengi 50 ríkisdala styrk til þess að halda hátíS- legan fæSingardag konungs. Nú bar hins vegar svo við aS stiftsyfirvöldin synjuSu um styrkinn og báru því við aS skólapiltar hefSu veriS ölvaSir og gert sig óverSuga styrksins meS ósæmilegri hegðun. Rektor reit þá lands höfSingja bréf þar sem hann bar það aS piltar hefSu ekki verið drukknir í samsætinu. LandshöfSingi svaraSi, neit aSi enn um styrkinn og full- yrti aS piltar hefSu veriS al- mennt drukknir og sumir útúrdrukknir. Enginn vafi er á að þess- ari synjun var beitt sem refs ingu gegn mótmælum skóla pilta. Um þaS farast Jóni Ólafssyni svo orS: ,,ÞaS er lærdómr firir iðr, Islands feðr og mæSr; látiS aSeins sini iSar í skóla; þá getiS þér veriS viss um að reint verSr aS minnsta kosti aS innræta þeim „þrældóms- anda“ en ekki „óskabarna lunderni“.“ Um þessa atburði var þagaS í blöSum bæjarins þar til Jón Ólafsson birti langa frásögn af þeim í blaSi sínu Qöngu-Hrólfi 26. apríl. Þar ræðst hann mjög harkalega á landshöfSingj- ann og segir m. a.: ,,. . . inn níi landshöfSingi hljóp apríl inn í íslands stjórn og þótti flestum hann fagnaðarlaus kumpán, bæSi sakir þess aS menn una illa landshöfSingjaembættinu, eins og þaS er í alla staði undirkomiS, og bætir þaS eigi til, er þaS var skipað svo óvinsælum og illa þokk uSum manni sem Hilmar . Finsen vitanlega er - meS réttu eSa röngu.‘‘ Landshöfðinginn beiS nú ekki boSanna og höfSaði mál á hendur Jóni fyrir meiS yrSi. Féll dómur svo í því rnáli í undirrétti að Jón var dæmdur í 200 ríkisdala sekt og 18 mánaSa fangelsi. Hann áfrýjaSi dómnum, en beiS ekki úrslita þar heldur flúði land til Ameríku 27. júlí 1873. Þannig lauk „landshöfS- ing j ahneykslinu1 ‘ svokall- aSa. Hér var um lítt skipu- lagðar aðgerSir aS ræSa, og ekki er unnt aS sjá að nokk- Minningarspjöld p!mða kross Tslands eru a.fgreldo s skrifstofu félaeslns a? Öldu- ’öt.u 4 Sim1 14658 Tilkynning um atvinnuleysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, Hafnarbúðum v/tryggvagötu, dagana 1., 2. og 6. ágúst þ. á., og eiga hlutaðeigend- ur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e.h., hina til- teknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Borgarstjórinn í Reykjavík Styðjum íslenzkan málstað. Kaupið Frjálsa þjóð Sími 1-99-85 — Pósthólf 1419. ur raunveruleg samtök hafi staSiS að baki þeirra. En þær bera sígildan svip mót- mælaaðgerSa: róttæk öfl ögra valdhöfum, sem svara mecS refsiacSgerðum. Þessi mótmæli báru í sjálfu sér engan „árangur". En þau knúðu valdhafa til andsvara og drógu skýrar línurnar í baráttunni. - sh. Kal Framh. af bls. 3. að reyna þessa leið. Raunar hefði mátt ætla, að það reyndi flest úrræði önnur, áður en það reyndi að end- urtaka heyflutningaævin- týrið frá 1965, því bæði mun nú grynnra í ríkiskass anum, og svo hitt, að hey, svo nokkru nemi, verður ó- fáanlegt hérlendis á þessu hausti, og auðvitað er ekki leitað hófanna um kaup á graskögglum eða heyi er- lendis, meðan verð og tími er hagstætt, — reynt skal að láta það drasla. Þótt þannig skorti átak- anlega möguleika til að bjarga fóðuröfluninni með einærri ræktun, virðist eng inn áhugi á að bæta þar úr. í þess stað er megin á- herzlan lögð á að nú þurfi að rannsaka orsakir kals- ins og kynbæta grösin, og er auðvitað hvort tveggja hárrétt, en rannsóknir og kynbætur, sem vinna þarf að 1—2 áratugi, áður en verulegs árangurs er að vænta, leysa ekki grasleysis vandamál ársins 1968. Það ber svo auðvitað að virða og þakka, að hin fræðilega deild landbún- aðarráðuneytisins, Búnað- arfélag íslands, skuli bóka hjá sér, að nú eigi bændur að heyja allt hvað þeir geta, en ólíklegt er, að þeim bónda, sem horfir daglega yfir þriðjung eða helming túns síns dauðkalið, þurfti að segja slíka hluti, né held ur þeim stéttarbræðrum hans, er betur sleppa. Hitt er honum aftur nauðsyn, að vita, hvort samfélagið ætl- ar að hjálpa honum að fleyta sér þetta árið, og hvað gert verður til að bjarga framvegis í tíma fóðuröflun í hans héraði. En þetta er e. t. v. upp- hafið að bókunum til bænda um, hvaða dag þeir skuli slá, hvenær snúa, og hvenær hirða, og hún sýn- ir glöggt hin „nánu tengsl“ þeirra, sem fyrir eiga að fara, og hinna sem í stríð- inu standa. Á liðnum vetri kaus Al- þingi nýja nefnd, hafís- eða harðærisnefnd, sem skv. blaðafregnum að dæma, átti að hafa víðtækt verk- svið. Enn hefur ekki heyrzt hósti eða stuna frá nefnd- inni um þau harðærisvanda mál, er við blöstu þegar snemma í vor. Á þessu virð- ast tvær skýringar nærtæk- astar, annað hvort er allt tal og fréttir um kal og gras leysi marklaus barlómur, eða að umrædd nefnd sé all langt frá því að vera starfi sínu vaxin. Stjórnvöld landsins verða nú að gera sér Ijóst, að svo illa eru ýmis héruð leikin af harðæri, og bændur svo vanbúnir að mæta þeim vegna lélegra kjara undan- farin ár, að mikil hætta er á, að þeir hrökklist frá bú- um sínum í stórhópum á þessu hausti, ef ekki kemur til veruleg aðstoð. Rétt er líka að hafa í huga, að tals- vert af þeirri aðstoðarþörf má rekja til þeirrar svelti- pólitíkur, sem rekin hefur verið gagnvart landbúnaðin um undanfarin ár. En hvort sem menn hall- ast að bændafækkun eða ekki, er þó væntanlega flestum ljóst, að nú er ekki rétti tíminn fyrir þá fækk- un. Það væri hreint brjál- æði að auka á atvinnuleysis vandamál þéttbýlisins á komandi hausti, með því að horfa aðgerðarlaust uppá hundruð bænda flosna upp. Því verður að gera þá kröfu til stjórnvaldanna, að þau taki hér rösklega til hendi og firri öngþveiti með öflugri aðstoð til þeirra svæða, sem harðast eru leikin. Bændur, félagasamtök þeirra og ríkisvaldið þurfa síðan að sameinast um að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til að hindra, að slíkt ástand geti skapazt aftur, þótt hart verði í ári. AGRO FRA RAZNOEXPORT, U.S.S. R. 2-3-4-5 og 6 mm. Aog B GÆÐAFLOKKAR MirsTraúing Eorapany hf Laugaveg 103 sími 1 73 73 Orðsending Frá 1. ágúst n. k. verða umboðsmenn vorir í Hamborg: Nord-Sud Schiffahrts-Agentur G.m.b.H., 2 Hamburg I, Messberghof. Sími: 335879 Símnefni: Nordsued Telex: 02 162009. Frá sama tíma hættir fyrirtækið Axel. Dahlström & Co., sem umboðsmenn vorir. HAFSKIP HF. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 1. ágúst 1968 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.