Frjáls þjóð - 01.08.1968, Side 4
BANNAÐ AÐ BANNA
Rætt við Einar Má Jónsson um óeirðir í París
Einar Már Jónsson hefur
lagt stund á sagnfræcSi í Par-
ís undanfarin ár. Allajafna
hefur hann unnið kappsam-
lega aS námi sínu. f vor hrá
hins vegar svo viS atS atSrir
og meira atSkallandi hlutir
tóku huga hans frá náminu,
enda var háskólinn lokaður
og kennsla öll féll nitSur.
Franskir stúdentar voru þá
önnum kafnir við atS um-
bylta þjóðfélaginu. Þar sem
vitS vissum að Einar fylgdist
mjög vel metS öllu sem fram
fór í París þessa maídaga
fengum viÖ hann til a'S eiga
stutt rabb viÖ blatSitS um
frönsku stúdentauppþotin,
eðli þeirra og inntak.
— Það hefur mjög veritS
deilt um það hvort raunveru
legt byltingarástand hafi ver
i fyrir hendi í Frakklandi í
vor. Sumir telja að svo hafi
verið og aðeins vantað
sterka forystu, aðrir acS bylt-
ing hafi verið óhugsandi og
uppþotin aðeins þjappað
hægri öflunum betur saman.
Hvað mundir þú segja um
það mál, Einar?
— Þetta er mjög flókið
atriði. I þessum umraeðum
hefur víst aldrei verið skil-
greint í hverju byltingar-
ástand sé fólgið. Hins vegar
er það fullvíst að hefðu
verkalýðssamtökin verið
harðari af sér og ákveðnari
í kröfum sínum hefðu þau
getað gert ríkisstjórninni
miklu meiri skráveifu. Það
er hins vegar spurningin
hvort það sé verjandi í vest-
rænu ríki að taka völdin á
þennan hátt. Því ætla ég
ekki að reyna að svara. En
hefði það verið reynt, er
vafalaust að stjórnin hefði
svarað miklu kröftugar, tek-
ið að beita meira valdi, og
þar með hefði skapazt hætta
á borgarastyrjöld, sem varla
hefði getað endað öðru vísi
en með einhvers konar ein-
ræði. Ég held að bezta leið
vinstri manna til að koma
fram málum sínum sé að
standa saman um ákveðna
stefnuskrá, en gallinn er sá,
að stjórnmálaflokkarnir og
þingið endurspegla að mjög
takmörkuðu leyti það sem
er að gerast í þjóðfélaginu,
þannig að erfitt er að gera
neinar róttækar umbætur á
venjulegan lýðræðislegan
hátt. Það var t. d. augljóst
í umræðum franska þings-
ins um ástandið í vor, að
þingmennirnir tóku venju-
lega þá afstöðu og skil-
greindu hlutina á þann hátt,
sem hefði mátt sjá fyrir áð-
ur en þeir opnuðu munninn
ef einhver hefði viljað skop-
stæla þá. Enginn flokkur
var fær um að analýsera á-
standið í vor og stúdentar
vantreystu þeim öllum. Þeir
álitu að kosningar gætu ekki
í núverandi mynd leyst nein
vandamál þjóðfélagsins
vegna þess hvað kerfið er
stirðnað. Þess vegna var eitt
slagorðið: oKsningar - svik.
Og stúdentar hafa gjörsam-
lega misst alla virðingu fyrir
þinginu. Þegar þeir fóru
hina löngu kröfugöngu til
sigurbogans gengu þeir fram
hjá þinghúsinu, en það tók
enginn eftir því, og því var
ekki einu sinni sýndur sá
sómi að á það væri baulað.
En þrátt fyrir þessa var-
nagla er ég ekki að draga
í efa að það ástand geti kom
ið að bylting sé bezta og
jafnvel eina lausnin, - t. d.
ef fasistískt einræði kemst á.
— Hér á íslandi hefur
því oft verið varpað fram í
hægripressunni að stúdentar
vissu ekki hvað þeir vildu,
að þeir væru bara á móti
eins og dr. Bjarni sagði á
1 7. júní, að þeir hefðu enga
jákvæða stefnu.
— Mér finnst þvert á
móti stúdentar vita ákaflega
vel hvað þeir vilja. Það sem
ruglar suma er að þeir kafa
mjög djúpt í þjóðfélagsgagn
rýni sinni en eru ekki að
baslast við að benda á eitt
og eitt smáatriði sem betur
mætti fara. Þeir vilja taka
þjóðfélagið í heild til rót-
tækrar endurskoðunar. Ef
við lítum á hugmyndir
þeirra um breytingar á skól-
um þá er þar ekki um að
ræða smábreytingar á ein-
stökum skipulagsatriðum
heldur vilja þeir endurskoða
allt inntak skólanna, þannig
að stúdentar verði ekki leng
ur notendur skólanna - á
sama hátt og þeir sem ferð-
ast með neðanjarðarlestinni
eru notendur hennar - held-
ur virkir þátttakendur í öllu
Starfi, lífrænn hluti heildar-
innar. Sama gildir um þjóð-
félagsgagnrýni þeirra. En
þeir neita að koma fram
með nákvæmt og sundurlið-
að prógram. Þeir segja, að
smáatriðin eigi að taka íyrir
þegar að þeim kemur í bar-
áttunni.
— Hverjar mundir þú
segja að væru grundvallar-
hugmyndir stúdenta um
þjóðfélagsmál ?
— Þeir heimta algert
frelsi og brottnám allr-a
þvingana í þjóðfélaginu.
Þeir eru því andvígir bæði
kapíta'lísku þjóðfélagi Vest-
urlanda og kommúnistísku
skipulagi Austur-Evrópu. í
hugmyndum sínum sameina
þeir sósíalisma Marx, Len-
ins, Ché Guevara o. fl. og
súrrealismann, sem hefur
haft mikil áhrif á hreyfing-
una. André Breton, einn
helzti forvígismaður surreal
ismans frá upphafi er orðinn
mikill postuli meðal stúd-
enta. Þessi sameining sósíal
isma og sósíalisma koma m.
a. fram í því að maður sá á
vegg slagorð eins og „Oreig
ar allra landa sameinist“ við
hlið ljóðlína eftir André
Breton og „Líf í nútíma -
ekkert nema nútíma".
— Stúdentar telja firr-
ingu (alienation) vera
helzta bölvald mannsins í
skipulögðu iðnaðarþjóðfé-
lagi nútímans.
— Já. Firringu vinnunnar
fylgir firring frístunda, sást
m. a. málað á veggi í Latínu
hverfinu í vor. Stúdentinn í
háskólanum, maðurinn við
vinnu sína eru ekki lengur
þættir lífrænnar heildar
heldur hlutir. Maðurinn er
ekki frjáls; þörfum hans er
stjórnað af auglýsingatækni.
Allt líf hans er skipulagt.
Kröfur iðnaðarþjóðfélags
um sérhæfni og skipulagn-
ingu hafa leitt til þess að
það framleiðir menn sem
hugsa ekki um hlutina í
heild en geta aðeins gegnt
vissum störfum; eru hjól í
vélinni en hafa ekki yfirsýn
yfir hana.
— Þetta er ákaflega mór-
ölsk bylting, er það ekki?
— Stúdentar gagnrýna
allan borgaralegan móral
og vilja tæta hann í sundur.
I þessu efni hafa þeir mjög
verið undir áhrifum frá
surrealismanum og Jean-
Paul Sartre. Hins vegar hef
ur Marcuse, sem þýzku stúd
entarnir lásu mikið, ekki ver
ið mikið lesinn í Frakk-
landi, fyrr en þá núna rétt
upp á síðkastið. Sem dæmi
um hugsunarháttinn get ég
nefnt fund, sem ég var á í
Sorbonne þar sem rætt var
Framhald á bls. 6
Fimmtudagur 1. ágúst 1968
I
(
1
%
I
I
|
I
1
I
I
|
I
|
bij Ítingarijó^
Skáldin á götunni
Franskir stúdentar hafa gefið út kver með ljóðum
sem til urðu í maíbyltingunni, Poemes de la Revolution
mai 1968. Hér birtast fjögur smáljóð úr þessari bók í
lauslegri þýðingu.
Ég kemst ekki hjá því að halda
að staða skálds á þessari stundu
sé á götunni
að við eigum að ráðast á fílabeinsturna
og rífa þá til grunna
lýsa yfir
hernaðarástandi
og þegar ég leiðist til þess
að gráta eymd mína
sé sú eymd ekki líka
þín eymd
lesari minn
þá berðu mig fast
svo mér gefist ekki framar
þessi fjarræni skáldskapur
Heimur á hvolfi
Mér feilur vel
að lifa
í heimi
á hvolfi
fyrir mig
er þessi heimur
fyrir mig
og fyrir þig.
Heimur
sem ekki er nýr
en ef guð lofar
öðruvísi.
Götuvígl
Ábóti
Oj!
Oj!
Oj!
AMEN
Nærið eldinn
á hinu minnsta minna heina
á hálsbandi sórga minna
á draumum mínum um blóð
ég steypi mér óskiptur
út í þessa nýju gleði
og geri sjálfan líkama minn
að götuvígi.
|
I
I
I
I
|
I
í?
I
Frjáls þjóð
i.