Frjáls þjóð - 01.08.1968, Page 8
ÞÓRIR DANÍELSSON:
Hugleiðing um launamál
Sú uggvænlega breyting,
sem orðið hefur á eftir-
spurn eftir vinnuafli síð-
ustu misseri, sérstaklega
hér suðvestanlands, hefur
að vonum valdið því, að
menn hafa meira en áður
leitt hugann að þeirri þró-
un, sem á síðustu tímum
hefur einkennt launabar-
áttu verkalýðsfélaganna.
Segja má, að allan þann
áratug, sem nú er óðum að
líða, hafi fram til síðasta
árs verið eitt samfellt góð-
æri. Fór þá saman vaxandi
framleiðsla í flestum grein-
um útflutningsframleiðsl-
unnar og hækkandi verðlag
á erlendum mörkuðum.
Svo sem eðlilegt var,
leiddi þetta af sér grósku í
öllu þjóðlífinu og gagnv-art
meginþorra launafólks, sem
mjög aukin eftirspurn eft-
ir vinnuafli. Þetta á þó eng-
an veginn við um allt land-
ið. T. d. var viðvarandi afla
brestur fyrir Norðurlandi
þess valdandi að þar var á-
vallt nokkuð atvinnuleysi
og í sumum sjávarþorpum
mjög tilfinnanlegt.
Afleiðing hinnar miklu
eftirspurnar eftir vinnuafli
kom m. a. fram sem mjög
aukin yfirvinna og einnig
sem yfirborganir, þ. e. að
mönnum var greitt hærra
kaup heldur en kauptaxtar
viðkomandi stéttarfélags
kváðu á um.
Naumast orkar það t-ví-
mælis, að þessi þróun mála
hefur mjög orkað í þá átt
að slæva gát manna á því,
hvert væri liið raunveru-
lega umsamda kaup fyrir 8
stunda vinnudag (48 og síð-
ar 44 stunda vinnuviku).
Mjög stór hluti verkamanna
byggði lífsafkomu sína að
verulegu leyti á því að
vinna langan vinnudag og
að geta sjálfir samið fyrir
sig um hærri laun heldur
en samningar verkalýðsfé-
laganna stóðu til.
Á s.l. ári fór að verða
breyting á. Atvinna drógst
verulega saman og á s.l.
vetri varð t. d. hér í Revkja
vík mjög tilfinnanlegt at-
vinnuleysi meðal verka-
manna. Og nú í sumar er
ástandið þannig ,.yfir há-
bjargræðistímann“ að t. d.
mjög margir framhalds-
skólanemendur, sem byggt
hafa fjárhagslega afkomu
síns námsferils að verulegu
leyti á sinni sumaratvinnu,
ganga atvinnulausir. Er nú
framhald náms þessa fólks
í bráðri hættu og held ég
að það verði aldrei metið
til fjár hver verðmæti fara
í súginn verði á því veru-
legur samdráttur að ung-
lingar frá alþýðuheimilum
geti notið framhaldsmennt
unar.
Um leið og atvinna fór
að dragast saman minnkaði
að sjálfsögðu yfirvinnan og
yfirborganir munu nú langt
til horfnar. Menn standa nú
frammi fyrir þeirri stað-
reynd, að verða að lifa af
dagvinnutekjum einum sam
an og raunar enn þá minni
tekjum, því að öllum ber
saman um, að verði ekki
gerðar nú þegar miklar og
róttækar ráðstafanir muni
á komandi vetri verða hér
í Reykjavík meira og geig-
vænlegra atvinnuleysi en
hér hefur þekkst jafnvel í
áratugi.
Hér verður ekki rætt um
orsakir þessarar þróunar,
enda áður verið gert bæði
hér í þessu blaði og víðar,
það aðeins sagt, að sú rík-
isstjórn, sem þannig heldur
á málum, að svo og svo stór
hluti vinnufærra manna og
vinnufúsra, geti ekki selt
vinnuafl sitt og verði að
ganga atvinnulausir, hún
er ekki þeim vanda vaxin,
sem hún hefur tekist á
hendur, og ber því að segja
af sér.
V erkalýðshreyf ingunni
hefur tekizt undanfarin ár
að hækka til mikilla muna
hið umsamda kaup í krónu-
tölu, en það verður að segj
ast, að hún hefur ekki vald-
ið því, að gera þær launa-
hækkanir allar varanlegar.
Kaupmáttur launanna hef-
ur sem sé ekki hækkað í
neinu samræmi við krónu-
töluhækkun kaupsins. Með
þessu er síður en svo verið
að gera lítið úr kauphækk-
unum þeim, sem náðst hafa
eða þeirri baráttu, sem til
þess var háð, síður en svo,
enda verðhækkanir ætíð
verið undanfari kauphækk-
ananna, aðeins bent á þá
staðreynd, að ríkisvaldið
hefur beitt til þess þeim
ráðum, sem það ræður yf-
ir, til að gera kauphækkan-
irnar að engu. Aftur á móti
hafa náðst fram ýmiss önn-
ur kjaraatriði, sem verka-
fólkinu eru mjög mikilvæg
og ekki hefur reynst eins
auðvelt að gera að engu
með verðhækkunum. Má
þar t. d. sérstaklega nefna
sjúkrasjóði almennu verka-
lýðsfélagarma.
En við okkur blasir sú
staðreynd, að umsamið dag
vinnukaup verkafólks er í
dag 10—12 þús. kr. á mán-
uði og það leikur heldur
ekki á tveim tungum, að
þessi laun nægja ekki einu
sinni til að greiða brýnustu
lí'fsnauðsynjar meðalheim-
ilis, hvað þá meira. Og þeg-
ar svo við bætist atvinnu-
leysi hluta árs, verður ekki
annað séð en að beint neyð
arástand blasi við á alþýðu
heimilum.
Mér sýnist samkvæmt
framansögðu, að beint liggi
við að launabaráttan næstu
misseri mótist fysrst ©g
Framh. á bfs. f.
LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ
r t l r ,t ' r
MENGUNARH/ÆTTA
HÆTTULEGIR HJARTA-
SJÚKLINGAR
í mörgum löndum eru hjarta-
sjúklingar algengasta dauðaorsökin
og sjálfsagt er fyrir hvern mann
að kynna sér hvernig hann getur
varnað þeim inngöngu í líkama
sinn.
(Abl. 11. júlí).
HUGULSEMI RÍKIS-
STJÓRNARINNAR
Þótt meta beri t. d. þá sjálfsögðu
virðingu ríkisstjórnar fyrir Alþingi
að leggja tillögur fyrir það en ekki
blaðamannafundi...
(Mbl. 30. júlí).
YLHÝRA MÁLIÐ
En meðan hún flýtti sér að
greiða sér, staðnæmdist greiðan
hjá henni allt í einu í miðju kafi.
(Mbl.. 30. júlí)
EKKI GENGIÐ
ÞAÐ LANGT
Ég skal sverja við biblíuna að þó
ég hafi drýgt svívirðilega glæpi þá
hef ég aldrei verið kvæntur.
(Tíminn, 24. júlí).
LANDKYNNINGAR-
STARFSEMI
Útlendingar, menn úr Ameríku,
eru á leiðinni frá Reykjavík með
ljósmyndavéiar og fegurðardrottn-
ingu. — Þeir ætla að taka myndir
af íslenzkum lopapeysum, íslcnzku
sauðfé, íslenzkum krökkum og síð-
ast en ekki sízt af íslenzkri fegurð,-
ardís. Tiigangurinn með mynda-
tökunni er sá að kynna íslenzku
sauðkindina. (Abl., 30. júlí).
SPRENGJUÁRÁS I
MIÐBÆNUM
Blaðamaður Lítils fréttablaðs var
á gangi niður Skólavörðustíg á
mánudaginn klukkan hálfsex. Atti
hann sér einskis ills von, en vissi
ekki fyrri til en jörð nötraði og
loft allt fylltist Þórdunum. Hinn
friðsami og huglausi blaðamaður
skelfdist mjög sem við var að bú
ast og hélt að nú væri þriðja heims
styrjöldin loksins skollin á, og ekki
dró úr ótta hans þegar grjóti tók
að rigna yfir götuna alia svo buldi
á þökum húsa og bíla. Greip um
sig skelfing meðal vegfarenda og
blaðamaöur greip höndum uni höí-
uð sér og hljóp.
Daginn eftir las hann í Morgun
biaðinu að maðurinn sem stjórnaði
sprengingunni hefði sko haldið að
þetta væri allt 1 lagi.
Ymsir acSilar hafa áhyggj-
ur af mengun í ám og vötnum
hér á landi. Á aðalfundi Lands
sambands veiðifélaga nú fyrir
skömmu, var samþykkt tillaga
þar sem skorað var á landbún-
aðarráðherra að hann skipaði
nefnd sérfróðra manna, er
rannsaki meinta mengun ís-
lenzkra veiðivatna, einkum í
nánd við þéttbýl svæði.
Á nefndum fundi var vakin
athygli á þeirri stórkostlegu
hættu, sem nytjaíiskum í ám
og votnum væri búin með auk
inni notkun sterkra hreinsiefna
og eiturefna, einkum í ullar-
þvolta- og sútunarstöðvum og
öðrum verksmiðjum. Sama
máli gegndi um frárennsli þétt
býlishverfa og heitt vatn, sem
oft sé látið renna í veiðivötn
á sumrin, þegar þess er ekki
þörf til upphitunar.
Þá hefur vaknað uggur hjá
mönnum vegna hafnarfram-
kvæmda á Sundunum við
Reykjavík og sérstaklega í sam
bandi við sementsafgreiðslu á
Ártúnshöfða, en bryggja hef-
ur verið byggð út í Elliðaárvog
rétt við ósa Elliðaánna. Er þessi
ótti manna eðlilegur, þar sem
Elliðaárlaxinn fer þarna allur
um og vitað er að mikil óþrif
fylgja sementi yfirleitt.
Laxagöngur hafa verið mikl
ar, sem kunnugt er, í Elliðaárn-
ar, enda eru árnar einar laxauð
ugustu ár sinnar stærðar í Evr-
ópu. Svo vill til, að einna mest
er vitað um laxagöngur í EII-
iðaár af öllum ám hér á landi,
vegna þess að þar hefur verið
laxateljari, svonefndur, um
langt árabil. Um teljarann fer
nær allur lax, sem í árnar geng
ur. Mun laxafjöldinn nema í
meðalári um 4 þúsund löxum,
en mestur mun hann hafa verið
nær 7 þúsund laxar.
Það yrði Reykvíkingum til
ævarandi hneisu, ef þeir létu
eyðingaröflunum eftir að koma
laxinum fyrir kattarnef í Elliða
ánum í framtíðinni. Einskis
verður að láta ófreistað til að
koma í veg fyrir það. Það er
ekki aðeins áhugamál veiði-
manna heldur allra þeirra, sem
unna nátlúruvernd, að laxa-
stofninn fái að lifa áfram. Til
þess að það megi takast þarf
almenningur að vera vakandi
og styðja þá aðila, sem sinna
þessum málum, í þeirri við-
leitni þeirra að tryggja laxinum
nauðsynleg skilyrði til göngu
í árnar og lífs í þeim.