Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.08.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 01.08.1968, Blaðsíða 1
J# ágúst*968. " 1 Fimmtudagur Eflum samstööu með Tékköslóvökum Þegar þetta er ritaS er á- standiö' í Tékkóslóvakíu enn mjög viðsjárvért. Fundir ráSa- manna standa enn yfir og ekk ert hefur heyrzt um niSurstöð- ur þeirra.' Sovézkar hersveitir eru enn í Tékkóslóvakíu og aukið herliS stefnir til landa- mæranna. Á þessum hættutím um er Tékkóslóvökum mikil nautSsyn stuonings allra þeirra sem vinna að framgangi þeirra hugsjóna sem þeír eru aS berj ast fyrir. I dag, þriðjudag, hafa blað- inu borizt þau ánægjulegu tíS- indi, að nokkrir sósíalistar, sem undanfariS hafa fagnað þeirri þróun sem átt hefur séS staS í Austur-Evrópulöndum, hafi gengizt fyrir söfnun undir- skrifta undir ályktun sem færð skal sendiráSi Sovétríkjanna. Er þar skoraS á Sovétríkin að stySja sjálfstæSisöflin í Tékkó- slóvakíu en vinna ekki gegn þeim meS neins konar vald- beitingu. SömuleiSis hefur blaðið fregn aS, aS Samtök hernámsand- stæðinga ráðgeri einhverjar aS- gerSir til stuðnings frjálsræSis- baráttu Tékkóslóvaka. Einnig hefur Æskulýðsfylkingin fari'S þess á leit við Tékkóslóvaka aS fá fulltrúa þeirra á sinn fund SUMARLEYFI I samræmi vio1 þjóðarvenju fer Frjáls þjóð nú í stutt sum- arleyfi. BíacSið kemur því næst út fimmtudaginn 15. ágúst. Af þessu tilefni svo og því aS fram I einum sérkennilegasta og feg- undan er mesta ferðahelgi sum ursta fossi landsins, Ofæru- arsins birlum viðlier mynd af fossi í ánni Ófæru í Eldgjá. til að skýra málstaS þeirra. Allt eru þetta mjög ánægju- leg tíðindi, og blaoi<S fagnar því að íslenzkir sósíalistar hafa skilið nauðsyn þess að þeir standi við hlið bræcSra sinna í Tékkóslóvakíu á þessari örlaga stund. Þar er verið að berjast fyrir þeim hugsjónurn sem ættu að standa þeim næst; hug sjónum frjálsræðis og mannútS- ar, hugsjónum þjóðfrelsis og lýðræðislegs sósíalisma. Allur stuðningur hægri afl- anna við baráttuna í Tékkó- slóvakíu getur ekki orðiS ann- að en orðin tóm. Þeim yrSi það kærst ef kapítalisku þjóð- skipulagi yrði komiS þar á. Þeir kysu það helzt aS fullur fjandskapur yrSi milli Sovét- ríkjanna og Tékkóslóvakíu og vestræn öfl fengju ítök í land- inu. Þeir vona aS ágreiningur Tékkóslóvakíu og Rússa verSi til þesá aS sundra hinum sósíal istísku öflum í heiminum. Allt er þetta þvert á móti yfirlýstri stefnu Tékkóslóvakíu. StuSn- ingur manna meS slíkar skoS- anir getur aldrei gert þeim ann að en ógagn. En þeir sem eygja í barattu Tékkóslóvakíu nýja von um þróun sósíalismans í Austur- Evrópu í átt til frjálsræðis og lýSræðis, þeir sem þykjast sjá þar í mótun réttlátara þjóSfé- lag, og það ættu allir íslenzkir sósíalistar aS gera, þeir hljóta aS finna aS þaS er þeirra skylda að efla samstöSu sína meS Tékkóslóvökum og sýna þeim fullt traust á allan þann hátt sem þeir geta. Þeir sem gengið hafa til mótmæla tíl stuðnings þjóðfrelsishreyfing- um í Vietnam, Grikklandi og annars staSar, þeir hljóta aS skilja að þaS er ótvíræS skylda þeirra aS hafa sömu afstöSu tíl þjóSfrelsishreyfingar í Télikó- slóvakíu. AnnaS væri svik viS þær hugsjónir sem þeir hafa barizt fyrir. MEÐAL EFNIS Niður með landshöfðingjann Önnur greinin í flokki um mótmælaaögcröir á íslandi. Bannað að banna Rætt við Einar Má Jónsson um stúdentaóeirolr í Frakklandi. Umræður um vinstri hreifingu Ritstjórnargrein um framtíð Aiþýðubandalagsins Þórir Ðaníelsson: Hugleíðing um launamál Frönsk byltingarljóð Ljóð úr maíbyltingunni eftir f ranska stúdenta.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.