Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 01.08.1968, Síða 1

Frjáls þjóð - 01.08.1968, Síða 1
Efium samstððu meö Tékkóslóvökum J * águst 1968. Fimmtudagar 22. ffl. 15. ikgangnr Þegar þetta er rita'S er á- standið í Tékkóslóvakíu enn mjög viðsjárvert. Fundir rá'ða- manna standa enn yfir og ekk ert hefur heyrzt um niðurstöð- ur þeirra. Sovézkar hersveitir eru enn í Tékkóslóvakíu og aukið herlið stefnir til landa- mæranna. Á þessum hættutím um er Tékkóslóvökum mikil nauðsyn stuðnings allra þeirra sem vinna að framgangi þeirra hugsjóna sem þeir eru að berj ast fyrir. I dag, þriðjudag, hafa blað- inu borizt þau ánægjulegu tíð- indi, að nokkrir sósíalistar, sem undanfarið hafa fagnað þeirri þróun sem átt hefur séð stacS í Austur-Evrópulöndum, hafi gengizt fyrir söfnun undir- skrifta undir ályktun sem færð skal sendiráði Sovétríkjanna. Er þar skorað á Sovétríkin að styðja sjálfstæðisöflin í Tékkó- slóvakíu en vinna ekki gegn þeim með neins konar vald- beitingu. Sömuleiðis hefur blaðið fregn að, að Samtök hernámsand- stæðinga ráðgeri einhverjar að- gerðir til stuðnings frjálsræðis- baráttu Tékkóslóvaka. Einnig hefur Æskulýðsfylkingin farið þess á leit við Tékkóslóvaka að fá fulltrúa þeirra á sinn fund SUMARLEYFI í samræmi við þjóðarvenju ] þessu tilefni svo og því að fram ] einum sérkennilegasta og feg- fer Frjáls þjóð nú í stutt sum- undan er mesta ferðahelgi sum ursta fossi landsins, Ófæru- arleyfi. Blaðið kemur því næst ] arsins birlum við hér mynd af fossi í ánni Ófeeru í Eldgjá. út fimmtudaginn 15. ágúst. Af | stefnu Tékkóslóvakíu. Stuðn- ingur manna með slíkar skoð- anir getur aldrei gert þeim ann að en ógagn. En þeir sem eygja í baráttu Tékkóslóvakíu nýja von um þróun sósíalismans í Austur- Evrópu í átt til frjálsræðis og lýðræðis, þeir Sem þykjast sjá þar í mótun réttlátara þjóðfé- lag, og það ættu allir íslenzkir sósíalistar að gera, þeir hljóta að finna að það er þeirra skylda að efla samstöðu sína með Tékkóslóvökum og sýna þeim fullt traust á allan þann hátt sem þeir geta. Þeir sem gengið hafa til mótmæla til stuðnings þ j óðfrelsishreyfing- um í Vietnam, Grikklandi og annars staðar, þeir hljóta að skilja að það er ótvíræð skylda þeirra að hafa sömu afstöðu til þjóðfrelsishreyfingar í Tékkó- slóvakíu. Annað væri svik við þær hugsjónir sem þeir hafa barizt fyrir. MEÐAL EFNIS Niður með landshöfðingjann Önnur greinin í fiokki um mótmælaaðgerðir á Isiandi. Bannað að banna Rætt við Einar Má Jónsson um stúdentaóeirðir í Frakklandi. Umræður um vinstri hreifingu Ritstjórnargrein um framtíð Alþýðubandalagsins Þórir Daníelsson: Hugleiðing um launamál Frönsk byltingarljóð Ljóð úr maíbyltingunni eftir franska stúdenta. til að skýra málstað þeirra. Allt eru þetta mjög ánægju- leg tíðindi, og blaðið fagnar því að íslenzkir sósíalistar hafa skilið nauðsyn þess að þeir standi við hlið bræðra sinna í Tékkóslóvakíu á þessari örlaga stund. Þar er verið að berjast fyrir þeim hugsjónum sem ættu að standa þeim næst; hug sjónum frjálsræðis og mannúð- ar, hugsjónum þjóðfrelsis og lýðræðislegs sósíalisma. Allur stuðningur hægri afl- anna við baráttuna í Tékkó- slóvakíu gelur ekki orðið ann- að en orðin tóm. Þeim yrði það kærst ef kapítalisku þjóð- skipulagi yrði komið þar á. Þeir kysu það helzt að fullur fjandskapur yrði milli Sovét- ríkjanna og Tékkóslóvakíu og vestræn öfl fengju ítök í land- inu. Þeir vona að ágreiningur Tékkóslóvakíu og Rússa verði til þess að sundra hinum sósíal istísku öflurn í heiminum. Allt er þetta þvert á móti yfirlýstri

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.