Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 2
Gísfi Gunnarsson: Lærdómar vegna innrásar Sovétríkjanna 4. G R EI N Efling skriffinnskuvaldsins Stundum hefur Stalín verið réttlættur sem „tugt- unarmeistari11 skriffinnsku- vaidsins; með málaferlum sínum, hreinsunum og dómsmorðum hafi hann hindrað*ið skriffinnskuvald ið sovézka yrði of öflugt. Þetta virðist hljóma nokk- uð undarlega þegar haft er í huga áð einmitt veldi Stal íns og vegur skriffinnsku- valdsins uxu hlið við hlið; sögulega séð var hann sér stakur fulltrúi þess í þróun Sovétríkjanna, fulltrúi þess að almenningur fengi engu að ráða. Eigi að síður felst nokk- uð sannleikskorn í áður- nefndri „réttlætingu“. í * hreinsununum Stalíns fór- ust auðvitað fyrst og fremst þeir, sem líklegir voru til að ögra valdinu, sem Stalín var fulitrúi fyrir; flestir byltingarforingjarnir frá 1917;- margir beztu rithöf- undar og listamenn Sovét- ríkjanna og margir færustu vísindamennirnir. En einn- ig fórust þar fjölmargir, sem ógnuðu persónulegu valdi Stalíns, margir „ósvífnir embættismenn“, sem gerðust of voldugir. Tengsl Stalíns og sovézka skriffinnskuvaldsins voru engan veginn snurðulaus. En hreinsanir hans innan þessa skriffinnskuvalds voru engan veginn gerðar til að efla eitthvað raun- verulegt lýðræði heldur til að efla vald Stalíns sjálfs. Hið mikla persónulega vald, sem §talín hafði, sýnir í senn hve frumstæð Sovét- ríkin á ýmsan íiátt voru og hve óörugg staða skrif- finnskuvaldsins var; það varð framan af að styðjast við einræði og ógnarstjórn eins manns. Með aukinni menntun og öflugum efnahagsframför- um í Sovétríkjunum hlaut slík ógnarstjórn eitthvað að taka enda. Aukin menntun orsakaði aukna gagnrýni, og efnahagsframfarirnar gerðu erfiðara að stjórna atvinnulífinu með einhvers konar þrælsaga. Þess vegna var eðlilegt að stefna til einhvers konar „frjálsræð- is“ hæfist strax eftir dauða Stalíns 1953; hún komst í hápunkt með „leyniræðu“ Krúséffs 1956 á 20. þingi sovézka kommúnistaflokks- ins og á 22. flokksþinginu 1961. Þessi „frjálsræðisstefna“ sem einnig kom fram í fylgi ríkjum Sovétríkjanna í A.- Evrópu, vakti þá bjártsýni að smám saman mundi með aukinni menntun og bætt- um efnahag koma meira frelsi og lýðræði, unz raun- verulegt sósialískt lýðræði væri komið á í þessum löndum. Skriffinnskuvald- ið mundi smáveikjast og á friðsamlegan hátt myndu forréttindahóparnir láta af hendi pólitísk og efnahags- leg forréttindi. Fyrsta fræga ritið, er spáði þessari þróun, var bókin „Rúss- land eftir Stalín“ eftir Isaca Deutscher, sem kom út 1953. Að sjálfsögðu for- dæmdu allir stalínistar hann þá fyrir að fullyrða að þörf væri á auknu frjáls- ræði, „paradís sósialismans væri þegar fyrir hendi í Sov étríkjunum“. Bók Deutsch- er öðlaðist þó þegar áhrif víða annars staðar, t. d. meðal borgaralegra mennta manna, sem vildu gerast „sovétvinsamlegir“ og hún klauf þáverandi hreyfingu trotskyista að endilöngu. Ræða Krústjoffs 1956 varð öllum stalínistum reið arslag; og ekki bætti ung- verska uppreisnin sama ár úr skák. Nú var þörf á að endurreisa tiltrú á Sovétrík in. Þá kom kenning Deuts- chers og fleiri að góðum notum, kommúnistaflokkar víða um heim hættu að tala um „paradís sósíalism- ans“ en fóru í staðinn að tala um „óhjákvæmileg mis tök“ fortíðarinnar og þótt ýmislegt mætti lagfæra „væri allt á framfara- braut.“ Þess vegna varð innrás Sovétríkjanna í Tékkósló- vakíu mörgum geysilegt reiðarslag; á svipstundu var kippt burt allri þeirri „réttlætingu“ sem með erfiðsmunum hafði verið byggð upp síðan 1956. Hvernig á að skýra að sovézka skriffinnskuvaldið sýnir nú meira gerræði en það hefur venjulega áður gert? Hefur stalínisminn allt í einu verið „endur- reistur“ í Sovétríkjunum og þá hvers vegna, eða er hér um að ræða „fjörbrot" stal- ínismans og þá hvers vegna? Að mínu áliti eru bæði heitin röng, vísa ranga leið. Stalínisminn hefur alls ekki verið ,,endurreistur“, hann hefur alla tíð lifað góðu lífi í Sovétríkjunum. Skrif- finnskuvaldið sovézka hef- ur aldrei látið eftir neitt af valdi sínu í hendur almenn- ings. Almenningur ræður jafnlitlu um mál ríkisins og hann réði á stjórnartíma Stalíns. í raun og veru hef- ur skriffinnskuvaldið styrkt stöðu sina, það er orðið samheldnara, grónara og ör uggara um sig sjálft. Þegar skriffinnskuvaldið á sinn hátt gerði upp reikninga við tímabil „persónudýrk- unnarinnar“ var mönnum eins og Krúsjeff efst í huga hvernig skriffinnskuvaldið sjálft hafði verið tugtað til á því tímabili. Slíkt mætti ekki endurtaka sig. Valda- jafnvægið innan skrif- finnskuvaldsins mátti ekki raskast. Þess vegna voru völd leynilögreglunnar minnkuð og þess vegna var Krúséff sjálfum steypt af stóli. Kaldhæðni þróunar- innar hefur verið slík, að aukið „frjálsræði", minni ógnarstjórn, hefur jafn- framt þýtt grónara skrif- finnskuvald í Sovétríkjun- um sjálfum. Og þetta skrif- finnskuvald hefur nú sýnt greinilega að það hyggst ekki gefa neitt eftir af valdi sínu með góðu. En ef ekki getur verið um friðsamlega þróun til lýð- ræðis í austantjaldsríkjun- um að ræða, hvað tekur þá við? Megum við búast við gerræðisfullum stjórnar- háttum í þessum löndum um ókomna framtíð? Eða er rétt að tala um ,,fjörbrot“ stalínismans í sambandi við innrásina? Það verður stöðugt aug- ljósara hve erfitt er að sam rýma stalínska stjórnar- hætti og háþróað tækniþjóð félag. Það er ekki mjög auð velt að samræma stjórnar- hætti, sem felast í þvingun um, valdboði, einstefnu- akstri á fleztum sviðum, efnahagslegu miðstjórnar- valdi, sem við þjóð- félag menntaðra einstak- linga með margbreytilegar þarfir og sem stöðugt þurfa vegna eðlis starfs síns að taka sjálfstæðar ákvarðanir Með þetta í huga hafa fjöl- margir menn jafnt í röðum sósíalista sem utan þeirr4, litið bjartsýnisaugum á þró- un mála í Tékkóslóvakíu. Og svo sannarlega virtist sem Tékkóslóvakía væri að sanna réttmæti þessarar kenningar. Efnahagsleg kreppa sýnir hluta skrif- finnskuvaldsins, þeim sem hefur með stjórn framleiðsl unnar að gera og er þess vegna eðlilega opnari fyrir nýjum hugmyndum en jverstu sníkjudýrin innan skriffinnskuvaldsins, — leynilögreglan, flestir flokksstarfsmennirnir, að ríkjandi efnahagá og stjórn- málaástand væri hættulegt framleiðsluöflunum. Þessi hluti skriffinnskuvaldsins, „teknókratarnir" svo- nefndu, taka höndum sam- an við pólitískt frjálslynd öfl í Tékkóslóvakíu, — rit- höfunda, menntamenn og vissa einstaklinga í valda- stöðum í Kommúnista- flokknum. Það var þessi samfylking, sem kom Du- * bcek og félögum hans til valda. Verkalýðsstéttin — meginhluti þjóða Tékkó- slóvakíu, var í upphafi að- gerðarlítil í þeim átökum. En eftir að farið var að framkvæma hina nýju stefnu, og verkamenn fundu að hún þýddi meira en aukið málfrelsi fyrir menntamenn, hún þýddi líka aukið frelsi handa þeim sjálfum, t. d. vissan rétt til verkfalla, stjórnar verksmiðja o. s. frv., fór verkalýðsstéttin í síaukn- um mæli að fylkja sér bak við hina nýju foryztu; við innrás Sovétríkjanna var þessi stuðningur orðinn nær alger. Einn mesti harmleikur- inn í Tékkóslóvakíu felst í því, að verkalýðsstéttinni gafst ekki nægur tími til að skipuleggja sig sjálfa hags munum sínum til varnar. Ekkert var eins góð trygg- ing framgangi sósíalism- ans í Tékkóslóvakíu, því að hver hefði verið líklegri til að verja félagslega eign framleiðslutækjanna en eig endurnir sjálfir eftir að þeir hefðu þar að auki fengið í hendur raunveru- lega stjórn þeirra? Hvaða verkamannaráð hefði viljað afhenda einstökum kapital istum verksmiðjur sínar? í breytingunum í Tékkó- slóvakíu má þannig á viss- an hátt tala bæði um „vinstri“ og ,,hægri“ strauma. „Teknókratarnir” mynduðu aðalkjarna „hægri aflanna“, þeir vildu aukin völd forstjóra, minni völd flokkspótentáta og þeir stóðu oft þar að auki í vissri andstöðu við verka- menn. Verkamenn og hluti menntamannanna mynduðu hins vegar kjarna „vinstri aflanna", krafa þeirra varð fullkomið lýðræði á grund- velli sósíalisks efnahags- kerfis. Tékknesk verkalýðs stétt átti langa baráttusögu að baki og hefð mikillar sósíalískrar róttækni, — ó- líkt verkalj'ð frumstæðari Austur-Evrópuríkj a. Að sjálfsögðu var ekk- ert stjórnarvöldum Sovét- ríkjanna meira á móti skapi en vinstri straumarnir í þróun mála í Tékkóslóvak- íu. 13.000 orða yfirlýsing þeirra sýnir þetta m. a. Aukið vald forstjóra á kostn að *flokksritara var skað- laust; já, jafnvel aukið frelsi menntamanna og lista manna, einkum ef hægt var að reka fl.eyg milli þeirra og verkamanna. En verkamannaráð, verka- mannastjórn, ást verka- manna á lýðræði, ógnaði til veru skriffinnskuvaldsins meira en nokkuð @nnað og fól í sér hótun um að gera embættismennina engu rétt liærri en aðra borgara. Þetta fremur en nokkuð annað orsakaði sovézku innrásina. Rússar hafa þol- að þjóðernisstefnu Rúmena og þeir hafa yfirleitt verið hlynntir efnahagslegum um bótaáætlunum eins og þeim sem Ota Sik og félagar boð- uðu, ef þær hefðu engar verulegar pólitískar breyt- ingar í för með sér. Hér vísar Austur-Þýzkaland greinilega veginn; þar hef- ur með góðum árangri ver- ið komið á efnahagskerfi, þar sem forstjórar og aðrir beinir stjórnendur fram- leiðslunnar hafa fengið lyk iláirif i efnahagslífinu án Framhald á bls. 6. 2 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 26. september 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.