Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 7
andi mönnum sveið undan sameiginlegu kylfuhöggi. En eins og James Reston hefur bent á eru það þeir ungu, þeir svörtu og þeir greindu sem hafa fæst at- kvæði og sennilega var meirihluti kjósenda mótfall inn mótmælaaðgerðunum. En það var ekki algerlega tilgangslaust að „greiða at- kvæði með líkamanum“. Eins og Tom Hayden sagði: „Við erum komin til Chica- go til þess að æla á „gleði- pólitíkina““. Og þeir gerðu það svo sannarlega. yígorð ið er: „Það getur enginn friður orðið í Bandaríkjun- um fyrr en það er friður í Vietnam“ — og það verður það ekki. Á fundi hjá Black Panther samtökunum sóru ungir hvítir byltingarmenn þess eið að, „sameinast þeim svörtu, með því að koma okkur í samskonar að stöðu og þeir eru í.“ Og þessi nýja samvinna er allt af að aukast. Svertingi svar aði á þessa lund: ,Sterkasta vopnið sem við eigum erum við allir. Sameinuð svört- hvít andstaða.“ Dick Greg- ory sagði um mótmælin: „Hefði verið til hópur ung- menna sem ögraði Hitler á sama hátt og þið ögruðuð Daley borgarstjóra gæti ver ið að það væru kannski miklu fleiri Gyðingar lif- andi núna.“ Eftir þessa umsögn jókst stolt manns í hópnum. (J. B. Priestley sagði hér í rit- inu að „múgur hagar sér oftast eins og sá versti 1 hópnum“ — og það er oft satt. En Chicagohópurinn dró dám af þeim beztu — sem voru líka í meirihluta). Markmiðin eru svo einföld: friður, frelsun svertingja, róttæk ný Ameríka þar sem mannslíf er meira virði en eignir. Það verður að stag- ast á þessum markmiðum af því að aðferðirnar til að berjast • fyrir þeim rugla margt eldra fólk sem oft hefur samúð með hreyfing- unni. Hreyfingin er svo full af þversögnum í aðferðum og forystu að þegar Hump- hrey sagði að hún væri „skipulögð“ var ekki annað hægt en að óska þess að hann hefði á réttu að standa. Nokkrir forystumennirn ir eru algerlega óábyrgir: þeir laða að sér þá ein- földustu — hippía og ung- linga — sem vita ekki að það saklausa hugtak „pers- ónuleg áhætta“ getur falið það á sér að menn séu drepnir eða örkumlaðir. En forystan er sundruð. Hin- ir og þessir hlupu í gjallar- horn og sögðu hópnum að vera rólegum, að æsa sig upp, að hann væri bjargar- laus að hann væri vold- ugur, að fara heim, að safn ast saman, að dreifa sér í smáhópum, að safnast sam an í eina stóra friðsamlega göngu. Margir voru of reynslulitlir íil þess að Velja. Augsýnilega er þörf- in fyrir skipulagningu gíf- urleg. Maður kemur útúr þess- um hópum í algerri klemmu yfir ,,ofbeldi“ — sem er nú orðið eins konar allsherjarorð notað um morð, stúdentamótmæli, fá- tækrahverfauppþot, bar- smíðar og geðbilunarafbrot. Hægri menn kunna engan greinarinun að gera á þessu Fyrir SDS (róttæk stúd- entasamtök) þýðir ofbeldi að eyðileggja herþjónustu- spjaldskrár eða sprengja herkvaðningarskrifstofu — að næturlagi þegar engin hætta er á að nokkur meið- ist. „Við erum ekki á móti ofbeldi; við vildum gjarn- Hreinsun, pressun Hreinsar og pressar allan fatnaff, Fljót afgreiffsla. ^ Hraffpressa og bletthreinsa á meðan staðið er við. Fagvinna. FATAPRESSA A. KÚLD Vesturgötu 23. an ná borginni á okkar vald. En við getum það ekki. Svo að við notum stjórnmálakerfið. Við erum tilbúnir að beita valdi . . . en náum við settu marki þannig?“ Fyrir aðra er „byltingarstarfsemi nokk- urskonar sjálfsvörn . . . þar sem þjóðfélag okkar er þeg ar byggt á valdbeitingu.“ En fyrir þeim sem aldrei hafa viðurkennt ofbeldi og alltaf vilja starfa í stjórn- málakerfinu halda orð Dick Gregorys áfram að berg- mála og undirstrika það að hótunin um svart ofbeldi hefur orðið prýðilegt vopn í hendi negranna. En hvar á að draga mörkin milli götubardaga og manndrápa, milli ,,góða“ og „ills“ of- beldis? Allt ofbeldi er smit- andi eins og við vitum í þessu landi pólitískra morða. En þar sem geðveik- in virtist sífellt færast í aukana í þessu landi má vera að sífellt fleiri beiti ofbeldi einungis til þess að vekja á sér athygli. Mörg okkar fást nú við að leggja mat á valdbeitinguna. Ef ofbeldi í Bandaríkjunum gæti leitt til friðar í Viet- nam, þá mundi ég styðja það — en full viðbjóðs á þjóðfélagi sem knýr mann til slíkrar ákvörðunar. Vissulega geta nýju bylting armennirnir ekki umbreytt Ameríku upp á eigin spýt- ur. En vald þeirra gæti orð- ið breytingum styrkur — ef endurreisn hægri hreyfing- ar kæfir ekki allt slíkt. NORRÆNA HÚSIÐ POHJOLAN TALO NORDENS HUS Við minnum á að HAND- OG LISTIÐNAÐARSÝNiNG NORRÆNA HÚSSINS er opin alla virka daga frá kl. 17—22. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 14--22. Þar til nú hafa 15.000 séð sýninguna. Hafið þér séð hana? Allra síðasti dagur: Sunnudagurlnn 6. október. Verið velkomin. Norræna húsið Afilir eru efcrákarnir ánægcSir9enda I KORPOLE úlpum. Þær fást á börn og unglinga, telpur sem drengí. Ytra byrði er úr 100% NYL0N, fóðrið er 0RL0N loðfóður, kragi er DRAL0N prjónakragi. N0RP0LE úlpan er mjög hlý og algjör- lega vatnsheld. Þvottur er auðveldur í 30° heitu vatni. Efniö er ekki eldfimara en bómullarefni. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 26. september 1968 7

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.